Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 17
föstudagur 17. apríl 2009 17Fréttir Stóru Spurningarnar DV spurði fulltrúa fram-boðanna út í stefnu þeirra í skatta- og ríkisfjármálum annars vegar og Evrópu-málum hins vegar. Þráinn Bertelsson, frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar, segir að lýðræðisumbætur séu samofnar efnahagslegu öryggi og að valdið eigi að fara að uppsprettu sinni; til fólksins. Bráðavandinn - ríkisfjármálin „Menn eiga erfitt með að sætta sig við að stjórnmálamenn geti ekki tekið störf upp úr hatti. Illugi gunnarsson tók 8.000 störf upp úr álhatti í sjónvarpssal á dögunum. Hann tiltók ekki hvaðan hann hefði þær tölur né heldur hversu margir íslendingar myndu vinna þessi störf. Ekki kom fram hvort grundvöllur væri fyrir ný stóriðjuver. stjórnmálamenn eiga að skapa aðstæður fyrir vinnandi hendur. Þótt umdeilanlegt sé getur ríkið skapað störf á erfiðum tímum. ráðið 600 manns í nýsköpunarvinnu, eða komið með hugmyndir fyrir ferðaþjón- ustuna. En það er allt tímabundið og er hugsað til að fleyta fólkinu yfir erfiðan kafla. skapa þarf aðstæður til þess að fólki líði sæmilega. Ég tel að líðan fólks væri betri ef vextir væru lægri og verðtryggingin væri afnumin. Þegar aðstæður fólks batna fer það sjálfkrafa til verka við verðmætasköpunina. Heiðarlegast er að hefja tímabundið átak til atvinnusköpunar til dæmis í sprotafyrirtækjum, ferðaþjónustu eða öðrum greinum. Við ættum að færa vísitöluna aftur til verðlags janúar 2008 og leggja niður verðtrygginguna. Hún er stórskaðleg. Ég held að menn borgi hér á landi meira en þeir fá lánað. greiðsluþrot hefur áhrif á andlega líðan þjóðarinnar. fólk er með böggum hildar þegar það rís ekki undir skuldbindingum sínum. En það hefur fengið lánaða peninga á fölskum forsendum. Þróunin varð önnur en heitið var. fólk í góðri trú lét blekkjast. Haft var rangt við í spilinu og það þarf að vinda ofan af því. Ég hef samúð með lánardrottnum, en þeir fá ekki allt frekar en aðrir. ítrasta sanngirni er að finna bil beggja. staðurinn er þar sem skuldarar eygja von um að geta staðið í skilum og haldið andlegri heilsu til að fara til starfa. stjórnmálamenn eiga að leitast við að skapa slíkar aðstæður.“ Evrópusambandið „Borgarahreyfingin hefur þá stefnu að við eigum að hefja aðildarvið- ræður nú þegar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin að ráða málinu til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. skoðanir eru skiptar innan Borgara- hreyfingarinnar um þetta en allir eru sammmála um að þjóðin eigi á endanum að ráða. öllum má ljóst vera að krónan er lifandi lík. Það er verulega aðkallandi að gera eitthvað í því máli. Þá fyrst var farið að ræða framtíð krónunnar eftir að hún varð bráðkvödd. Hér ríkti bann við Evrópuumræðu í 15 ár og krónan veslaðist upp á meðan. Ef við förum í EsB tökum við vitanlega upp evru en ekki dollar. Við vitum að sú ákvörðun að sækja um aðild eða sækja ekki um aðild hefur áhrif á gang mála á íslandi. Þess vegna á þjóðin að fá að segja álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst. Við viljum að fleiri og fleiri mál verði leyst með þjóðaratkvæðagreiðslu og að dregið verði úr flokksræðinu að sama skapi . Þegar ég les stefnuskrár flokkanna verður mér ljóst að ekki fara saman orð og æði. Ég verð seint talinn sjálfstæðismaður en stefnuskrá þeirra er það fegursta sem ég hef séð. En orð og gerðir fara ekki saman og þess vegna er betra að þjóðin stjórni sér sjálf fremur en að flokkarnir sveigi þjóðina undir vilja sinn. Það tók þjóðina marga mánuði að uppgötva hið algera getuleysi stjórnmálaflokkanna. Þegar þetta rann upp fyrir kjósendum varð til fjöldahreyfing sem stóð fyrir búsáhaldabyltingunni. upp af henni spratt Borgarahreyfingin sem veit að lýðræðisumbætur eru samofnar efnahagslegu öryggi.“ Þráinn Bertelsson fraMBjóðandI BorgaraHrEyfIngarInnar. Sköpum réttu aðStæðurnar Árni páll Árnason, þingmaður samfylkingarinnar, segir að ekki sé annað í boði en að forgangsraða og verja velferðarkerfið við erfiðar aðstæður. Bráðavandinn - ríkisfjármál „afstaða sjálfstæðisflokksins er ótrúlega óábyrg. Það blasir við slíkt gat í ríkisfjármálunum að það verður ekki brúað nema með því að til komi auknar tekjur og samdráttur í rekstri. Ef sjálfstæðismenn ætla að leysa þetta með samdrætti í ríkisrekstri einum saman blasa við hér uppsagnir 10 til 15 þúsund opinberra starfsmanna. Boðskapur sjalfstæðisflokksins er þessi en einnig gríðarlegur niðurskurður í velferðarkerfinu og samdráttur í greiðslum til bótaþega. reynsla annarra ríkja bendir til þess að þetta sé ekki skynsamleg leið. Það er mikilvægt að forgangsraða því við verðum vissulega að skera niður og velta hverri krónu. Við þurfum að verja bótakerfið, enda er það lífæð fjölda fólks. Við verðum að afla tekna og skera niður en einnig verðum við að vara okkur á því að leggja ekki á óréttláta skatta. Eignaskattur er óréttlátur og óskynsamlegur. Mér finnst sú skattlagning ekki koma til greina. Það eina sem við vitum með vissu er að þetta verður erfitt. Þá skiptir máli að velja til verka þá sem við getum treyst. Við boðum sanngjarna skattastefnu, við erum ekki skattahækkunarflokkur skattanna vegna, en við viljum tryggja ábyrga fjármögnun velferð- arkerfisins. Við gætum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Við stillum skattahækkunum í hóf. Við treystum atvinnustarfsemina þannig að fyrirtækin geti farið að ráða til sín fólk á ný.“ Evrópusambandið „Mér finnst alvöruleysið í Evrópuumræðunni mesti áfellisdómurinn yfir umræðunni í aðdraganda kosninganna. Mér finnst alveg ótrúlegt að flokkar skuli komast upp með það, sem sjálfir hafa lýst efasemdum um gjaldmiðilinn, að bjóða ekki upp á neina lausn. og tala eins og unnt sé að byggja endurreisnina á gjaldmiðli sem þeir hafa margsinnis talið úr leik. dapurlegast er að sjálfstæðisflokk- urinn virðist líka - með því að tefja stjórnarskrárfrumvarpið - vera að torvelda okkur að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. 79. greinin felur í sér að hægt sé að breyta stjórnarskránni á kjörtímabilinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er mjög mikilvægt því þannig gætum við gengið hratt og örugglega í Evrópusambandið ef svo ber undir á næsta kjörtímabili. Þannig að það er ekki bara að sjálfstæðisflokkurinn sýni heigulskap og sé ótrúverðugur í stefnu sinni fyrir kosningar heldur leggur hann einnig stein í götu okkar við að taka mikilvægar ákvarðanir eftir kosningar. Þetta á líka við um auðlindaákvæðið. Með þessu er sjálfstæðisflokkurinn að bregðast atvinnulífinu í landinu algerlega. Hann skortir ekki aðeins hugrekki til að bjóða upp á framtíðarsýn heldur leggur hann stein í götu okkar sem viljum axla ábyrgð og getum tekið nauðsynlegar ákvarðanir. Það eru hrikaleg skilaboð til atvinnulífsins í landinu. Það er grundvallarforsenda af okkar hálfu að til þess að reisa við efnahag þjóðarinnar með trúverðugum hætti sé nauðsynlegt að sækja um aðild að EsB. Við verðum að hefja þessa vegferð strax að loknum kosningum. Ég sé að Vg útilokar ekki þessa aðferðafræði þótt þeir sjái ekki ástæðu til þess að sækja um aðild. framsóknar- flokkurinn hefur þetta beinlínis á stefnuskrá sinni. sjálfstæðsflokk- urinn móast við að horfast í augu við framtíðina.“ Árni pÁll ÁrnaSon ÞIngMaður saMfylkIngarInnar almanna- en ekki SérhagSmunir steingrímur j. sigfússon sakar sjálfstæðisflokkinn um útúrsnúninga og dapurlega kosningabaráttu. „Þeir hafa engar tillögur sjálfir, standa hér í málþófi, velta sér um í sínu sjálfskapaða spillingardíki og hafa ekkert fram að færa í þessari kosningabaráttu annað en útúrsnúninga,“ segir steingrímur um gagnrýni sjálfstæðismanna á Vg undanfarna daga í framhaldi af ummælum katrínar jakobsdóttur, varaformanns Vg, um skattahækkanir og launalækkun opinberra starfsmanna. Launalækkun - skattahækkun? „okkar áherslur í skattamálum liggja fyrir og eru mjög hófstilltar og félagslega sanngjarnar. fólk með hæstu launin greiði eitthvert álag af hærri hluta launanna. Við förum blandaða leið til að takast á við efnahagsvandann og ríkissjóðshallann sem sjálfstæðisflokkurinn skilur eftir sig. Við erum að taka til eftir íhaldið og þeir hafa ekkert fram að færa annað en nöldur. sjálfir hafa þeir farið tvo hringi frá því í desember í skattamálum. Þá sagði geir Haarde að ekkert væri hægt að útiloka í sambandi við frekari skattahækkanir þegar sjálfstæðisflokk- urinn var að hækka tekjuskatta og útsvar um 11,5 milljarða króna. Á landsfundi sínum komust þeir í sinn venjulega ham sem var einskonar hyllingarsamkoma fyrir davíð oddsson og ötuðust út í alla skatta. En viku síðar sagði formaður sjálfstæðisflokksins í sjónvarpsþætti að ekki væri útilokað að aukinna tekna yrði aflað með sköttum en ekki yrðu lagðir á nýir skattar. síðan hljóp hann frá því nokkrum dögum síðar. Þetta eru tveir hringir sem sjálfstæðisflokkurinn er búinn að fara í skattamálum síðan í desember. Ýmist má hækka skatta eða ekki. Þetta er öll málafærslan hjá þeim. Við teljum að gera verði fólki heiðarlega grein fyrir því hverju við stöndum frammi fyrir. snúið hefur verið út úr orðum katrínar jakobs- dóttur varðandi þetta. Hún var að bregðast við því í sjónvarpi hvort ekki væri óumflýjanlegt að segja upp opinberum starfsmönnum. Hún svaraði því svo að betra væri að jafna kjörin og verjast uppsögnum. Það er okkar áhersla. Það er búið að lækka launin í landinu. sjálf- stæðisflokkurinn er að lækka launin hjá reykjavíkurborg með býsna harkalegum hætti. sjálfstæðisflokkurinn flutti frumvarp til breytinga á lögum um kjararáð svo unnt væri að lækka laun æðstu embættis- manna um 5 til 15 prósent. Ef svo ógæfulega tækist til fyrir þjóðina og sjálfstæðisflokkinn að hann kæmist aftur til valda þá yrði afleiðingin - ef þeir stæðu við sínar tillögur - að sagt yrði upp þúsundum opinberra starfsmanna og þeir færu á atvinnuleysisskrá. Ég held að katrín jakobsdóttir hafi gefið gott fordæmi í íslenskum stjórnmálum með því að vera heiðarleg og hreinskilin. Ég spái því að það muni koma í ljós í kosningunum að heiðarleiki vinstri-grænna og hreinskilni og það að segja fyrir kosningar það sem óumflýjanlegt er að gera eftir kosningar eigi eftir að gagnast okkur vel í þessari kosningabaráttu.“ Evrópusambandið „Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að ísland, með sitt vinnuafl og auðlindir, verkþekkingu og dugnað, vinni sig ekki út úr þessu. og ég held að það verði áhugi á að eiga viðskipti við okkur á báða bóga. Það verður eftirspurn eftir matvælum frá okkur, orku og ferðaþjónustu og svo framvegis. Það er hættuleg einföldun á stöðu íslensks þjóðarbús og verkefnunum sem fram undan eru að setja þau alltaf og eingöngu í það samhengi að hagkvæmast sé að ganga í Evrópusambandið. Það er ekki lausn á okkar bráðavanda heldur flótti frá því að takast á við viðfangsefnin. Evrópumálin eru svo eitt af þessum stóru framtíðarmál- um sem þarf að fjalla um á uppbyggilegan og lýðræðislegan hátt. Við erum tilbúin til þess.“ horfumSt í augu við vandann Steingrímur J. SigfúSSon forMaður VInstrI-grænna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.