Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 25
föstudagur 17. apríl 2009 xxHelgarblað „Ég finn mig mjög vel og hef ofsalega gaman af þessu. Þetta kemst líklega næst því sem ég vil gera í fjölmiðl- um, af því sem ég hef gert hingað til,“ segir Sölvi um nýja þáttinn, Spjallið með Sölva á Skjá einum, eftir að við höfum fengið okkur sæti í stofunni heima hjá honum í kjallaraíbúð við Laugateig í Reykjavík. Sölvi ólst upp í þessu húsi og eftir að hafa prófað að búa bæði í miðbænum og í Kópa- vogi er týndi sonurinn kominn aftur heim. Þar hefur hann búið sér nota- legt heimili með kærustunni, Silviu Santana Briem, sem býður blaða- manni upp á dýrindis smákökur. Látum liggja á milli hluta hvort þær séu heimabakaðar. En gómsætar eru þær. „Maður fær algjört frelsi á Skjá einum,“ heldur Sölvi áfram, augljós- lega ánægður með lífið, tilveruna og vinnuna. „Það er ekkert verið að skipta sér af því sem maður er að gera en um leið nógur tími til þess að ræða málin. Öðruvísi en þetta „dedlæn“-umhverfi sem maður hef- ur verið í. Maður er því ekki alltaf í þessum svakalega mokstri og þetta gefur þér tækifæri til þess að fara dálítið dýpra með viðmælendurna. Viðbrögðin hafa líka verið ofsalega góð,“ segir hann og lyftir brúnum. Trúðskrafan erfið Sölvi segir það hafa komið honum svolítið á óvart hvað fólk sé ánægt með þessa þætti. Sú staðreynd að Skjár einn hafi ekki verið með neina þjóðmálaþætti í nokkurn tíma, og áhorfendahópur stöðvarinnar því svolítið mikið bara að horfa á af- þreyingu, valdi því að það taki tíma að venja fólk við þennan þátt á þess- ari stöð, svo ekki sé talað um á þeim tíma sem þátturinn er sendur út á, föstudagskvöldum klukkan 21. „Kannski mesta dílemmað sem ég hef verið í með þennan þátt er að mér er mjög eðlislægt að taka al- vörugefnar umræður,“ segir Sölvi. „En þegar maður er með þátt á föstu- dags- eða laugardagskvöldi finnst manni komin svolítil krafa að mað- ur sé dálítill trúður, dálítill skemmti- kraftur. Ef ég ætti að meta mig sem fjölmiðlamann er það þar sem ég þarf mest að bæta mig. Það er kúnst að vera „entertainer“.“ Sölvi hefði kosið að hafa þáttinn á öðrum tíma, til dæmis á miðviku- dagskvöldum. En þegar Skjár einn hafði samband við hann, nánast um leið og honum var sagt upp á Stöð 2 í kringum áramótin, var búið að ákveða dagskrána fram á vor. Einu tímarnir sem voru lausir voru föstu- dags- og laugardagskvöld. „Öll hin kvöldin eru með fasta dagskrárliði sem eru búnir að vera lengi á dagskrá og eru með gott áhorf. Það er því mjög skiljanlegt að ekki sé verið að færa þá til eða slaufa þeim. En sígandi lukka er best og mér sýnist áhorfið vera á réttri leið,“ segir Sölvi en auk Spjallsins, sem er vikulega á dagskrá, stýrir hann þætt- inum Málið ásamt Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur en hann er á dagskrá einu sinni í mánuði. Ótti á Stöð 2 Spurður um muninn á því að vinna á Stöð 2 og Skjá einum segir Sölvi að mörgu leyti erfitt að bera það saman því á Stöð 2 hafi hann verið í fastri vinnu. „Ég mætti í vinnuna og var á staðnum alla daga. Á Skjá einum er ég verktaki og viðvera mín þar því í engri líkingu við það sem var á Stöð 2. Þetta er því töluvert öðruvísi. Segja má að það eina sem ég sakna frá Stöð 2 sé frábærir samstarfsfélagar, en að- búnaðurinn á Skjá einum er síst slak- ari. Stúdíóið sem ég er til dæmis í jafnast alveg á við það sem ég hafði í Íslandi í dag,“ segir Sölvi og tekur fram að hann sé auðvitað ekki eini starfsmaðurinn á bak við Spjallið. Útsendingarstjórinn Kolbrún Jarls- dóttir sé til að mynda ómetanleg í dagskrárgerðinni, sem og fleira gott fólk á Skjá einum. „Að mörgu leyti er jákvæður og góður mórall á Skjá einum þrátt fyr- ir erfiða tíma. Maður finnur að það eru allir að vinna að sama markmiði. Stöð 2 er frábær vinnustaður en það sem var orðið leiðinlegt undir það síðasta, og er leiðinlegt við stöðina ennþá, er að fólk er óttaslegið þarna inni. Óttaslegið um framtíð sína. Við getum orðað það þannig að það sé búið að sýna það að hver sem er geti lent í fallöxinni. Uppsagnirnar þarna hafa ekki farið eftir einhverjum lögmálum um hver sé búinn að vera styst, hver sé minnst hæfur eða eitthvað slíkt. Hver sem er getur bara lent í þessu. Ég get náttúrlega ekkert dæmt um sjálfan mig en strákarnir í Kompás eru gott dæmi um frábæra blaðamenn sem lentu undir fallöxinni. Þótt þátturinn hafi vissulega verið dýr finnst manni að fjölmiðlafyrirtæki ætti að geta fundið einhver störf fyrir svona hæfa menn. Það er aðallega það sem gerir aðra óttaslegna.“ Ljót kveðjugjöf Hvernig hugsarðu til stjórnenda Stöðvar 2 núna? „Ég er sem betur fer þannig úr garði gerður að ég horfi fram á veg- inn og þess vegna hafa komið tæki- færi upp í hendurnar á mér frá því ég hætti,“ segir Sölvi. „Ég hef fengið fleiri en eitt og fleiri en tvö atvinnutilboð frá því mér var sagt upp og ég skrifa það á þá staðreynd að ég er mjög pósitífur. Ég dvel ekki í fortíðinni. En ég neita því ekki að ef ég hugsa um brottreksturinn frá Stöð 2 finnst mér hann gífurlega ósanngjarn. Ég var meira og minna í einn til tvo mánuði búinn að halda þessum þætti uppi. Allir þeir sem hafa unn- ið í sjónvarpi vita að það getur tek- ið verulega á að taka alvarleg viðtöl í beinni útsendingu á hverju einasta kvöldi, með korters til tuttugu mín- útna langan þátt. Þetta var ekki eins og í Kastljósinu þar sem hægt er að skipta þessu á milli fólks. Ég var með frábæra samstarfskonu, Sigurlaugu M. Jónasdóttur, en hún var bara í fimmtíu prósent starfi og hennar styrkleiki er í annars konar innslög- um en pólitík og efnahagsmálum. Ég var því alveg með þann flokk eft- ir hrunið mikla og vissulega finnst mér það frekar mikið vanþakklæti af hálfu stjórnenda Stöðvar 2 að þegar ég mæti í vinnuna 30. desember og held að ég sé að fara að vinna, að mér sé í staðinn sagt upp.“ Þessi tiltekni dagur á milli jóla og nýárs var eðli málsins samkvæmt afar skrítinn fyrir Sölva. „Freyr Einarsson [yfirmaður „opna gluggans“ svokallaða á Stöð 2 sem Ísland í dag heyrir undir] kall- ar mig inn á skrifstofu til sín og seg- ir: „Við erum óánægðir.“ Ég spyr með hvað þeir séu óánægðir og þá seg- ir hann að þeir vilji „hreint blað“. Ég þurfti að spyrja hann hvort það væri verið að segja mér upp. Og hann svar- aði því játandi. Ég hef enn ekki kom- ist að því hvernig blaðið var hreinsað með því að sparka mér. Svo var lokað fyrir tölvupóstinn minn, með öllum gögnum til fimm ára, daginn eftir að ég hætti. Þetta fannst mér verulega ljót kveðjugjöf. Ég hafði gert mitt allra besta á þessum vinnustað og oftar en einu sinni hafnað störfum annars staðar þar sem mér var tal- in trú um að ég væri þarna framtíð- armaður sem ætti að fá fullt af tæki- færum.“ Varðhundar fara af stað Uppsögnin kom Sölva algjörlega á óvart, enda hafði ekki verið minnst á það einu orði við hann að ónægja ríkti með störf hans. „Þvert á móti hafði ég frá flestöllum eingöngu heyrt af ánægju með mín störf. Ákveðnir menn þarna innanhúss gefa manni hins vegar aldrei „feed back“ á störfin manns,“ segir Sölvi og setur í brýrnar. „En ég hafði haft veð- ur af því að samband hefði verið haft við stjórnendur Stöðvar 2 út af minni umfjöllun, en annað eins gerist nú.“ Hvaða umfjöllun var það? „Hitt og þetta. Allir fréttamenn sem sinna einhverri alvöru frétta- mennsku lenda auðvitað í því að það eru ekkert allir ánægðir með fréttirnar þeirra. Ef það eru alltaf all- ir ánægðir með fréttirnar þínar ertu ekki að gera mjög erfiðar fréttir.“ Sölvi sagði frá því á blogginu sínu á dögunum að eftir að hann spurði Geir H. Haarde, þáverandi forsæt- isráðherra, í viðtali í Íslandi í dag skömmu fyrir jól hvort hann vissi til þess að lífeyrissjóðsmönnum hefði verið mútað hefðu alls konar varð- hundar farið af stað. Aðspurður hvort hann líti svo á að tengsl séu á milli þessa viðtals og uppsagnarinn- ar segist Sölvi hafa öruggar heimildir fyrir því að eftir þessa umfjöllun hafi verið haft samband inn á æðstu staði á Stöð 2. „En ég vil ekki fullyrða að þetta hafi verið ástæðan fyrir því að ég var rekinn því ég hef horft á fjölmiðla- menn hafa uppi of stór orð. Ég gæti komið með mikil gífuryrði en ég bara vil það ekki. En ég hef fengið mjög margar meldingar um hluti sem eru þannig að ef ég fæ þá staðfesta get- ur verið að þurfi að segja frá því. Þar á meðal er ástæða þess hvers vegna mér var sagt upp. En ég vil ekki fara með neitt í loftið nema það sé stað- fest. Til er önnur skýring á þá leið að mér hafi verið sagt upp af því að þeir sáu mig ekki í plönunum að þeim þáttum sem þeir eru að vinna að núna. Það er alveg mögulegt, en mér finnst þá mjög skrítið að þeir hafi ekki sagt mér frá því. Mér hefur verið sagt af fólki úti í bæ að þetta hafi ver- ið orðað þannig að þeir væru að fara af stað með þátt sem væri Sölva ekki samboðinn. Ég hefði sætt mig við þessa skýringu en hún hefur aldrei verið lögð á borð fyrir mig.“ „Hvernig ætlar þú að koma þér út úr þessu?“ Eftir viðtalið við Geir fékk Sölvi fleiri en einn tölvupóst frá almanna- tengslaskrifstofu þar sem reynt var að fá hann til að hætta að fjalla um þessi mál og allsérstakt símtal frá yfirmanni í lífeyrissjóði. „Þú finnur það sem fjölmiðla- maður þegar einhver maskína fer af stað sem vill ekki að þú haldir áfram að fjalla um eitthvert mál. Ég fékk tölvupósta frá einhverri almanna- tengslaskrifstofu þar sem fullkom- lega eðlileg spurning er gerð að ein- hverju tortryggilegu. Svo er hringt í mig daginn eftir og spurt: „Hvernig ætlar þú að koma þér út úr þessu?“ Þetta er mjög þekkt aðferð hjá al- mannatenglum, stjórnmálamönn- um og öðrum sem kunna á samskipti við fjölmiðlamenn, að þeir reyna að hræða þá. Þeir láta fjölmiðlamann- inn halda að hann sé að gera eitt- hvað sem sé svo slæmt að hann gæti fengið kæru út af því, misst vinnuna, fengið sekt eða eitthvað annað. Ef það tekst ekki er svo næsta skref að reyna að rýra trúverðugleika frétta- mannsins.“ Sölvi segir að samskipti sín við umrædda almannatengslaskrifstofu og þau símtöl sem hann fékk hafi verið þess eðlis að hann sé sann- færður um að það þurfi að fjalla um þessi mál. „Mannskepnan er þannig að ef hún hefur vonda samvisku er hún mjög léleg í að fela það. Ég fékk svo mikið óbragð í munninn eftir þessa tölvupósta og símtöl að ég hugsaði um leið: Þetta er mál sem verður að fjalla um. Það herti mig í þeirri trú að það væri örugglega eitthvað til í því sem ég spurði um.“ Sölvi segir þáttinn sinn á Skjá einum hins vegar vera þess eðlis að hann geti ekki með góðu móti fjall- að um lífeyrissjóðsmálin þar. „Form- ið á þættinum er þannig að ég er ekki með myndatökumann og vinn því ekkert efni áður. Þetta eru bara viðtöl í setti. Augljóslega takmark- ar það svona umfjöllun vegna þess að þetta er umfjöllun þar sem gríð- arlega erfitt er að fá menn til þess að tala í mynd. Ef þú ætlaðir að fjalla um þessi mál af einhverju viti myndirðu þurfa að gera það með því að safna að þér upplýsingum og værir jafn- vel ekki með neinn sem kæmi fram undir nafni því það er mikil hræðsla til staðar.“ Ofbauð lúxusinn Margir gagnrýna starfsfólk fjölmiðl- anna harðlega fyrir að hafa ekki stað- ið vaktina betur í góðærinu. Sölvi segist algjörlega taka sinn skerf af þeirri gagnrýni. „Eftir á sér maður hvaða ábyrgð fjölmiðlamenn bera. Fjölmiðlaum- hverfið á Íslandi er mjög vont og það er endalaust hægt að skýla sér á bak við það. Það er erfitt að vinna hlut- ina almennilega, þar hefur áhrif fjár- skortur á fjölmiðlum og að frétta- menn þurfa að skila mjög miklu af sér og eins smæð landsins út af tengsl- um og öðru. En í senn var ég mjög gagnrýnislaus,“ segir Sölvi og nefnir í þessu sambandi ferð sem hann fór í fyrir hönd fréttastofu Stöðvar 2 í boði Glitnis í tilefni af opnun nýs útibús í New York. „Ég þáði boðið um að fara í þessa ferð, en alla ferðina var ég samt að hugsa með mér: Er ég eini maðurinn hérna sem finnst þetta vera bilun? Þarna sá ég að mörgu fólki fannst það sjálfsagt að gista á fimm stjörnu hótelum, borða flottasta matinn og þar fram eftir götunum. Því fannst eins og það væri yfir annað fólk haf- ið. Mér ofbauð alveg svakalega. Ég tók viðtal við Lárus Welding þarna úti og ég tók líka viðtöl sama ár úti í London við til dæmis Ólaf Ólafs- son í Samskipum, Lýð í Bakkavör, Jón Ásgeir og Gunnar Sigurðsson, for- stjóra Baugs, og mér er ljúft og skylt að biðjast afsökunar á því að hafa ekki verið gagnrýnni á þessum tíma. Það eina sem ég hef mér til máls- bóta er að mín sérgrein var aldrei viðskiptafréttir. Fyrir utan þessi við- töl sem ég fer til útlanda til að taka fjalla ég nánast ekkert um viðskipti. Mín sérsvið hafa verið heilbrigðis- Framhald á næstu síðu „Stöð 2 er frábær vinnustaður en það sem var orðið leiðinlegt undir það síðasta, og er leiðinlegt við stöðina ennþá, er að fólk er óttaslegið þarna inni.“ „Í marga mánuði upplifði ég hreinlega depurðarástand. Eftir á að hyggja sé ég hvað ég þroskaðist gríðarlega mikið á þessu tímabili. Það var eins og ég hefði elst um mörg ár.“ Hamingjusöm sölvi og silvia kynntust fyrir tæpum tveimur árum. „Hún er frábær félagi, ég kann alltaf betur og betur að meta hana.“ MYND SigTrYggur Ari JÓHANNSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.