Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 19
föstudagur 17. apríl 2009 19Umræða Hver er maðurinn? „friðrik guðmundsson.“ Hvað drífur þig áfram? „Kraftur.“ Hvar líður þér best? „Mér líður best heima.“ Hvar ertu uppalinn? „í Breiðholtinu.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Kjöt í karrí.“ Hvaða bók lastu síðast? „Ég man það ekki.“ Hvernig kom Fischer þér fyrir sjónir? „Vel.“ Var hann jafn sérstakur og af er látið? „Já, hann var það.“ Hvert er eftirminnilegasta augnablikið með Fischer? „Ég segi ekki frá því.“ Dansar Sæmi sig í gegnum vandræðin í myndinni? „Já, algjörlega.“ Hvernig var tilfinningin að leggja loks lokahönd á myndina? „Ég fór að gráta.“ Hvaða verkefni eru fram undan? „Þau eru mörg.“ Ef þú mættir velja þér eina mann- eskju til að gera heimildarmynd um, hver yrði það? „Ég hef eiginlega ekki hugmynd um það.“ Ætlar þú að ferðast eitthvert í sumar? „Nei það held ég ekki. Ég ætla að grilla og hafa það gott í reykjavík. Kannski fer ég í bíltúr á Þingvelli.“ ÞorStEinn HallDórSSon 43 ára huNdaeigaNdi „Já, það er ekki búið að ákveða hvert en ég hugsa að það verði bæði innanlands sem utan.“ ElíaS SigurðSSon 27 ára huNdaeigaNdi „Já pottþétt! Ég ætla örugglega til Vest- mannaeyja og síðan til danmerkur.“ ElSa EgilSDóttir 24 ára NeMi „Já, ég ætla að fjórhjólast á íslandi.“ ErlEnDur SigurðSSon 37 ára Málari Dómstóll götunnar Friðrik guðmunDSSon er maðurinn á bakvið heimildar- myndina Me and Bobby fischer sem er opnunarmynd kvikmyndahátíðar- innar Bíódagar. hann neitar að segja frá því hver var eftirminnilegasta stundin með Bobby fischer og líður best heima hjá sér. Grét þeGar myndin var klár „Já, bæði innlands og utan. Við ætlum til akureyrar og síðan eitthvert til útlanda.“ gunnar Viðar ValDimarSSon 30 ára tollari maður Dagsins Það var ljót aðkoman að Vatnsstíg að morgni 15. apríl. Húsgögn lágu í tætlum á götunni, meðan allar rúð- ur í húsinu á nr. 4 höfðu verið brotn- ar. Inni í húsinu höfðu gólfin verið söguð í sundur af óeirðasveit lög- reglunnar á meðan íbúarnir voru bornir í burtu í járnum. Aðkoman 11. apríl, laugardaginn fyrir páska, hafði verið öllu viðkunn- anlegri. Ungt fólk hafði eytt páskafríi sínu í að gera húsið upp, á neðstu hæð hafði verið komið fyrir „versl- un“ sem bauð vörur eins og bækur og geisladiska ókeypis, meðan fyr- ir utan var eldhús sem bauð upp á kjötlaust fæði, einnig endurgjalds- laust. Sólin skein á Vatnsstíg sem hafði ekki verið með blómlegra móti lengi, enda hafði húsið á miðri göt- unni staðið autt og verið látið grotna niður í rúmt eitt og hálft ár. Íbúarnir í húsunum í kring kváðust ánægðir með þetta framtakssama unga fólk. Áform voru uppi um blaðaútgáfu og jafnvel ókeypis læknisþjónustu. Hefnd svartstakkanna? Hvað réð því þá að lögreglan fann sig tilknúna til þess að ráðast þarna til inngöngu? Var það í nafni einka- eignarréttarins sem eignin var lögð í rúst af laganna vörðum? Eða var það ef til vill síðbúin hefnd fyrir búsáhaldabyltinguna, þegar lög- reglan missti um tíma yfirráð yfir götunum? Þá hafði hún þrátt fyrir allt á stundum komið fram við mót- mælendur með ákveðinni virðingu, enda ekki annað hægt þegar við svo stóran hóp var að eiga. Minni hópa er auðveldara að beita valdi, en ekki er víst að þeir sem urðu vitni að at- burðunum þennan morgun væru jafnlíklegir til þess að hlífa lögregl- unni fyrir grjótkasti með eigin lík- ömum ef til þess kemur aftur. Verslunarmiðstöðvar og skýjaborgir Þótt það hljómi kannski undarlega fyrir sumum hefur reynslan annars staðar sýnt að hústökufólk á borð við anarkistana hækka verðið á fast- eignum hverfa þar sem þeir þykja hinir æskilegustu nágrannar sem gefa umhverfinu lit. Hús sem standa auð til lengri tíma verða hins vegar oft að eiturlyfjabælum sem valda nágrönnum óþægindum og líklega er ekki langt þangað til löggan þarf að hafa afskipti af Vatnsstíg aftur vegna annars konar hústöku, í stað þess að leyfa félagsmiðstöðinni að blómstra. Í löndum eins og Hollandi og Þýskalandi eru í gildi ákveðnar regl- ur um hústökur. Þar er leyfilegt að taka yfir hús sem hafa staðið auð í ákveðið langan tíma og eigandinn virðist ekki líklegur til þess að nýta á nokkurn hátt. Þetta er ekki svo ósvipað lögum um nýtingu lands hérlendis, þar sem fólk hefur heim- ild til þess að tjalda á bændalóðum svo lengi sem það gengur ágætlega um. lifandi fólk eða draugahús Tóm hús í miðbænum virðist hins vegar enginn mega nýta. Þau eru látin standa auð meðan þeir auð- menn sem eiga þau á pappírnum byggja skýjaborgir sínar, verslunar- miðstöðvar sem enginn hefur leng- ur efni á að reisa eða versla í heldur. Stórhýsin standa auð, skýjaborgirn- ar eru hrundar. Það er ekki skrýt- ið að virðing fólks fyrir einkaeign- arréttinum hafi minnkað, enda er varla lengur ljóst hvað hinir svoköll- uðu auðmenn eiga í raun og hvað tilheyrir skilanefndum bankanna með réttu, það er að segja fólkinu í landinu. Margar af þessum eign- um hefur þjóðin neyðst til þess að kaupa dýrum dómi þegar þeir sem eiga þær að nafninu til eiga enga innistæðu fyrir þeim og láta okkur sitja eftir með reikningana. Niður- staðan er tóm glerhýsi, hvítir fílar úti um allan bæ sem engum gera gagn. Ef til vill þarf að skilgreina eignar- réttinn upp á nýtt. Tómu húsin í miðbænum eru tákn horfinna tíma, þjóðfélags sem var reist á sandi og gat því ekki staðið til lengdar. Hústökufólkið við Vatns- stíg trúir á nýjan og betri heim. En því miður virðist sá gamli ekki ætla að láta undan átakalaust. Óttinn við það sem er ókeypis mynDin Hugað að viðhaldi starfsmenn alþingis huga nú að því að skipta út gleri og gluggapóstum sem skemmdust í svonefndri janúarbyltingu. Beðið er eftir sérgerðu öryggisgleri til skiptanna. sigtryggur ari Jóhannsson ljósmyndari smellti af mynd á leið sinni til að fylgjast með þingfundi en vonast er til þess að þingi ljúki sem fyrst. kjallari Valur gunnarSSon rithöfundur skrifar „Það er ekki skrýtið að virðing fólks fyrir einkaeignarréttinum hafi minnkað.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.