Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 35
föstudagur 17. apríl 2009 39Lífstíll Lifðu í núinu Þann 21. apríl býður velgengni.is upp á skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið, þar sem farið verður í sjálfsskoðun og áleitnum spurningum um hvernig hindranir, aðstæður og viðhorf hamla okkur í að njóta hamingjunnar verður svarað. Einnig verða gildi þess að lifa í núinu og skapa aðstæður sem veita okkur gleði og hamingju skoðuð á námskeiðinu. skráning fer fram á min@velgengni.is. umsjón: kolbrún pálína hElgadóttir, kolbrun@dv.is Margir þættir hreinsunar Það er engri manneskju nóg að státa af hraustum líkama. maður lifir ekki á brauði einu saman, jafnvel ekki þriggja- kornabrauði. skýr og jákvæð hugsun er ómetanleg til þess að byggja upp sjálfstraust og vellíðan og því er hreinsun hugans mikilvæg. Ef við kunnum ekki að meta sjálf okkur, hvernig eigum við þá að meta aðra? Ef við erum þreytt, viðskotaill, utangátta eða döpur spillum við öllu samneyti við samstarfsfólk, fjölskyldu, elskhuga og maka. kannski er tími til kominn að hreinsa til í mannlegum samskiptum – leggja fortíðina að baki og líta til framtíðar. hreinsun á líka við heimilið, að losa sig við það gamla, úrelta og óþarfa, hreinsa til í skápum, skúffum og kommóðum. n líkamleg vellíðan segir ekki alla söguna – hreinsun snýst líka um að að byggja upp sjálfstraust og innra jafnvægi. n Þegar hreinsa skal líkamann þarf að huga að fjórum þáttum: fæðu og vökva, hreinsandi efnum, uppbyggj- andi æfingum og nýjum lífsvenjum. n Ekkert er eðlilegra en að velja þær leiðir og áherslur sem henta sérstak- lega hverjum og einum og leitast þannig við að mæta persónulegum þörfum. í bókinni hreystin kemur innan frá má finna góðan fróðleik um hreinsun líkamans. Vorlína Esteé Lauder er nú komin í verslan- ir og er óhætt að segja að línan sé einstak- lega glæsileg að þessu sinni. Litirnir sem Esteé Lauder valdi fyrir vorið einkenn- ast af miklum kvenleika, þokka og dýpt. Tónarnir eru vínfjólubláir og heillandi og ættu að vera skyldu- eign hverrar konu þetta sumarið. Vorið er komið hjá esteé Lauder Einn klassískur svona varalit er nauðsynlegt að eiga í snyrtitöskunni. liturinn er náttúrulegur en hægt er að breyta honum með ýmsum varalitablýöntum eða setja fallegt gloss yfir. Flott dúó Þessi fallega augnskugga- blanda er kvenleg og klassísk. Sumar í dós Þetta fallega púður má nota eitt og sér sem og yfir farða. púðrið er blanda af ferskum bleikum lit og náttúrulegum gljáa sem gefur húðinni einstaklega fallega áferð og minnir okkur á að veturinn er að baki. Bleikar neglur í sumar Vertu flottust með bleikar og sumarlegar neglur þegar sólin lætur sjá sig. Vertu í stíl Ekki sakar að vera með bleikan varalit í stíl við neglurnar. Varalitirnir frá laud- er eru einstaklega þéttir og góðir og endast vel og lengi. KOMDU Í ÁSKRIFT Hringdu í síma 515 5555 eða sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða farðu inn á www.birtingur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.