Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Qupperneq 4
Fimmtudagur 30. apríl 200904 Fréttir Sandkorn n Eitt af síðustu afreksverkum Björns Bjarnasonar, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, var að veita Rúnari Þór Ró- bertssyni, meintum höfuðpaur í nýja skútu- málinu, gjafsókn vegna um- fjöllunar DV um annað smyglmál þar sem Rúnar slapp undan rétt- vísinni. Nú er gjafsóknarþegi Björns í varðhaldi grunaður um að vera höfuðpaur. Það er auðvitað fráleitt að halda að Björn hafi sýnt þetta örlæti vegna óvildar sinnar í garð DV. n Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður þarf í kjölfar útstrikana að sleppa oddvita- sæti sínu í Reykja- vík suður. Ljóst þykir af hinum fjölmörgu útstrik- unum að innan hans eigin flokks hafi verið áróður fyrir því að strika hann út. Meðal grjótharðra óvina Guðlaugs Þórs eru þeir sem kenndir eru við náhirð Davíðs Oddssonar. Það er skilningur stuðningsmanna þingmanns- ins að styrkjamálið eitt hafi ekki valdið útstrikunum held- ur hafi útsendarar náhirðar- innar verið á fullri ferð. n Meðal rótgróinna þing- manna sem féllu af þingi er Sigurður Kári Kristjánsson. Hann er lögfræð- ingur að mennt og má búast við að hann snúi aftur í þann geira þar sem fjárnám og gjaldþrot eru gullnáma fyrir lögfræð- inga. Samflokksmaður Sig- urðar Kára, Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, er dýralæknir að mennt. Það er viðbúið að hann snúi aftur til þeirra starfa nema ríkið leggi honum til gjöfult starf í stjórnsýslunni. n Styrkjamálið var fyrirferð- armikið í umræðunni fyrir kosningar og þá ekki síst þeg- ar DV birti nöfn þeirra sem Baugur styrkti árið 2006. Þar vakti sérstaka athygli að Jó- hanna Sigurðardóttir var á meðal þeirra sem fengu aur. Upphæðin var þó lág eða aðeins 200 þúsund og ekk- ert óeðlilegt við þann styrk. Hins vegar bíða menn þess spenntir að önn- ur stór- fyrirtæki opni bæk- ur sínar. Kaupþing hafði til dæmis orð á sér fyrir sér- stakt örlæti og að láta mun meira af hendi rakna en Baugur. Fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás vill setja Magnús Þorsteinsson í gjaldþrot vegna vanefnda. Magnús skrifaði upp á lán frá Straumi fyrir þriðja aðila sem ekki hefur staðið í skilum. Munnlegur málflutningur í málinu hefst í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Magnús keypti Landsbankann ásamt Björgólfi Guð- mundssyni og syni hans Björgólfi Thor, stærsta eiganda Straums. Málið barst héraðs- dómi áður en Straumur var tekinn yfir af ríkinu. STRAUMUR VILL MAGNÚS Í ÞROT Fjárfestingabankinn Straumur- Burðarás vill gera Magnús Þorsteins- son, framkvæmdastjóra og einn af meðlimum Samson-hópsins, gjald- þrota vegna vanefnda. Beiðni um að bú Magnúsar verði tekið til gjald- þrotaskipta hefur verið lögð fram í héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Fyrirtaka í málinu átti að hefjast fyrir dómnum í gær en var frestað þar til í dag þegar munnlegur málflutningur fer fram. Krafan er lögð fram vegna þess að fyrir nokkrum árum skrifaði Magn- ús upp á lán frá Straumi fyrir þriðja aðila. Þessi aðili hefur ekki staðið í skilum við Straum með afborganir af láninu og er málflutningurinn byggð- ur á því að ábyrgðin fyrir kröfunni eigi því að falla á Magnús. Ágreiningur er hins vegar uppi um hvort ábyrgðin fyrir kröfunni eigi að falla á Magnús eða ekki og mun verjandi hans mót- mæla því, samkvæmt heimildum. Ekki liggur ljóst fyrir hvern Magn- ús skrifaði upp á þegar hann gekkst í ábyrgð fyrir láninu, skuldin er einn og hálfur milljarður króna. Mun það koma nokkuð við fjárhag Magnúsar ef hann þarf að standa skil á því. Banki Björgólfs Thors sækir að Magnúsi Magnús Þorsteinsson varð þjóðkunn- ur maður þegar hann keypti kjöl- festuhlut í Landsbankanum ásamt Björgólfi Guðmundssyni og syni hans, Björgólfi Thor Björgólfssyni, árið 2002 en þeir mynduðu Samson- hópinn svokallaða. Þeir höfðu áður rekið saman bruggverksmiðjuna Bra- vo í Rússlandi sem þeir seldu síðan til Heineken fyrir um 400 milljónir doll- ara árið 2002. Björgólfur Thor var stærsti ein- staki hluthafi Straums-Burðaráss þegar Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir 9. mars. Skilanefnd hefur nú verið sett yfir bankann og hefur meirihluta starfsmanna hans verið sagt upp. Krafan um að bú Magnúsar yrði tekið til gjaldþrotaskipta var hins veg- ar komin inn á borð til héraðsdóms í byrjun mars, áður en bankinn var yf- irtekinn. Ljóst er því að gjaldþrota- beiðnin á hendur Magnúsi var send frá Straumi á meðan Björgólfur Thor var ennþá ráðandi aðili í bankanum, þó að ekki sé ljóst hvort hann hafi vit- að af því eða ekki. Viðskiptasamband Björgólfs Thors og Magnúsar mun hins vegar, samkvæmt heimildum, hafa súrnað nokkuð á liðnum árum. Magnús afar ósáttur Samkvæmt heimildum DV gekk Magnús ekki í ábyrgð fyrir einn af útrásarvíkingunum svokölluðu þeg- ar hann skrifaði upp á lánið og ekki heldur fyrir félag tengt Björgólfi Thor sjálfum. Um var að ræða ábyrgð fyr- ir félag í eigu annars viðskiptafélaga Magnúsar, samkvæmt heimildum. Magnús mun vera afar ósáttur við að krafan hafi fallið á hann og hef- ur þráast við að greiða ábyrgðirn- ar vegna vanskilanna. Þess vegna er málið nú komið í þann farveg að Straumur vill sækja kröfuna með því að ganga að búi Magnúsar. DV náði hvorki tali af Magnúsi við vinnslu þessarar fréttar né af lög- manni hans, Benedikt Ólafssyni. Lög- maður Straums, Gísli G. Hall, vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði samband við hann. Krafan um gjaldþrotaskipti verð- ur tekin fyrir í dag og er líklegt að hér- aðsdómur muni kveða upp úrskurð um hvort gengið verði að búi Magn- úsar eða ekki fljótlega eftir helgi. InGI F. VIlhjálMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Ljóst er því að gjald- þrotabeiðnin á hendur Magnúsi var send frá Straumi á meðan Björ- gólfur Thor var ennþá ráðandi aðili í bankan- um.“ Frá Bravo til beiðni um gjaldþrota- skipti Björgólfur thor Björgólfsson var stærsti einstaki eigandi Straums þar til bankinn var yfirtekinn en hann keypti einn- ig landsbankann árið 2002 ásamt Björgólfi föður sínum og magnúsi Þorsteinssyni sem sjást hér saman. Straumur sækir nú að magnúsi vegna vanefnda og vill að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Magnús afar ósáttur Beiðnin um að bú magnúsar Þorsteins- sonar yrði tekið til gjaldþrota- skipta barst frá Straumi áður en Fjármálaeftirlitið yfirtók bankann 9. mars. magnús mun vera afar ósáttur við gjaldþrotabeiðnina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.