Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Síða 12
Fimmtudagur 30. apríl 200912 Helgarblað
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sá ástæðu til þess að biðja fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis fyrirgefn-
ingar í setningarræðu við upphaf Prestastefnu Íslands. Karl segir fyrirgefninguna vera almenna og útilokar
ekki að einstaka fórnarlömb verði beðin fyrirgefningar seinna meir. Karl segir kirkjunnar starfsmenn vera
fólk eins og annað fólk. Þau mál sem borið hefur hæst síðustu ár beindust gegn Ólafi Skúlasyni biskupi og
Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi.
FYRIRGEFNING SYNDANNA
„Ég bið þær konur og börn, sem brot-
ið hefur verið á af hálfu starfsmanna
og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á
þeirri þjáningu og sársauka sem þau
hafa liðið,“ sagði Karl Sigurbjörns-
son, biskup Íslands, í setningarræðu
sinni við upphaf Prestastefnu Íslands
í Kópavogskirkju á þriðjudagskvöld.
Sagði biskup ennfremur að Kirkju-
þing hefði sett starfsreglur um með-
ferð kynferðisbrotamála í kirkjunni.
„Settar hafa verið siðareglur og
heilræði fyrir starfsfólk í barna- og
æskulýðsstarfi. Við verðum að taka
mark á þessu og fylgja eftir í starfi
kirkjunnar. Þessa dagana er verið að
ljúka gerð bæklings sem unninn er af
starfshópi á vegum Þjóðkirkjunnar
og annarra kristinna trúfélaga sem
vill leggja sitt af mörkum til að vinna
gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er,
sem sagt kynferðisáreitni og mis-
notkun.“
Vonar að sár muni læknast
Karl segir í samtali við DV að fyrir-
gefningin sé almenn en útilokar ekki
að einstaka aðilar verði beðnir fyrir-
gefningar persónulega af hálfu kirkj-
unnar.
„Þá er það þegar og ef. En ég tek
það skýrt fram að þetta er almenn yf-
irlýsing og þetta snertir ekki einstaka
atvik. Ég er ekki í þeirri stöðu þarna
að taka á sérstökum málum sem fyrir
liggja. Ég er að vísa til bæði mála sem
hafa verið í hámæli og til reynslu
sem fólk hefur talað um stundum
mörgum árum síðar þar sem farið
hefur verið yfir mörkin. Ég er að vísa
til þessara sára, þjáningar og sárs-
auka sem er þarna úti sem í raun ýf-
ist upp og hefur aldrei fengið neina
sérstaka úrlausn. Ég er bara að orða
það. Ég bið þess og vona að þessi sár
muni læknast.
Ég tala við presta og djákna og
kirkju fólksins og það er fyrir þeirra
hönd sem ég ber þetta fram en ég er
ekki með nein sérstök dæmi í huga.
Ég er ekki að dæma í sérstökum, til-
teknum málum. Ég er bara að vísa til
þess að það eru ýmsir sem bera sár
og finna til þeirrar þjáningar sem
hefur kannski aldrei verið tekið á.
Eins og er alls staðar í okkar samfé-
lagi eru kirkjunnar starfsmenn upp
til hópa fólk eins og annað fólk.“
Kynbundið ofbeldi
er samfélagsvá
Karl telur að kynferðisbrot verði ekki
aðeins gerð upp með lögum og reglum
heldur líka með hjálp trúarinnar.
„Heimilisofbeldi og kynbundið of-
beldi er samfélagsmein á Íslandi í dag.
Kirkjan hefur markað stefnu um virka
andstöðu gegn kynbundnu ofbeldi í
samfélaginu. Hún hefur markað stefnu
bæði innan sinna vébanda í kirkjunni
og líka í samfélagi við alþjóðakirkju-
stofnanir sem við erum þátttakendur
í. Það er mikilvægt að við fylgjum því
eftir og tökum það alvarlega og látum
þau skilaboð hljóma í samfélaginu. Öll
umræða um slíka hluti verður til þess
að ýfa upp sárar minningar um brot
og margt af því verður ekki gert upp
með þeim verkfærum sem samfélag-
ið leggur til með lögum sínum og regl-
um, siðareglum og dómstólum heldur
með þeim verkfærum sem trúin bend-
ir okkur á. Það er að tala um hlutina,
iðrunin, fyrirgefningin sem til þarf.
Það er vegur trúar, vonar og kærleika.
Að því þurfum við að stuðla.
Það sem ég er fyrst og fremst að vísa
til er að okkar stefnumörkun í þessum
málum er alveg skýr og kirkjan vill ekki
líða slíka framkomu. Hún vill vinna
að því og taka undir með þeim í okkar
samfélagi sem vilja vinna gegn þess-
ari samfélagsvá sem margvíslegt kyn-
bundið ofbeldi er. Við eigum að taka
það alvarlega. Þetta eru ekki bara ein-
hver pappírsgögn þessar stefnumark-
anir kirkjunnar. Þetta á að hafa áhrif á
okkar persónulegu afstöðu og hvernig
við vinnum úr málum þegar þau koma
upp í framtíðinni.“
Sakaður um nauðgunartilraun
Nokkur tilfelli hafa komið upp síð-
ustu ár þar sem starfsmenn kirkj-
unnar hafa verið sakaðir um kyn-
ferðislega áreitni.
Árið 1996 sakaði Sigrún Pálína
Ingvarsdóttir séra Ólaf Skúlason, þá-
verandi biskup, um nauðgunartil-
raun. Mál Sigrúnar vakti mikla at-
hygli á Íslandi og í kjölfar ásakana
hennar gáfu aðrar konu sig fram og
sökuðu biskup um kynferðislega
áreitni. Öll málin voru frá þeim
tíma þegar Ólafur var prestur.
Biskup kærði málið til saksókn-
ara og sagði sakaráburð nafn-
greindra og ónafngreindra aðila
vega að friðhelgi einkalífs hans
og æru með ólögmætum hætti.
Í yfirlýsingu sem hann sendi frá
sér á þessum tíma sagði að ráða
mætti af ummælum í fjölmiðl-
um að markmiðið með þess-
um röngu sakargiftum væri að
þvinga hann til að segja sig frá
biskupsembættinu.
Ríkissaksóknari vísaði mál-
inu frá þar sem hann taldi ekki
efni fyrir hendi til að ákæru-
valdið aðhefðist neitt í máli kvenn-
anna sem biskup kærði. Skömmu
áður en saksóknari tilkynnti þessa
niðurstöðu ákvað biskup að aftur-
kalla kröfu sína.
Biskupinn er sekur
Í viðtali við
Helg-
lilja Katrín GunnarSdÓttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Baðst fyrirgefningar Karl
bað fórnarlömb kynferðislegs
ofbeldis fyrirgefningar við
upphaf prestastefnu íslands
og segir kynbundið ofbeldi
samfélagsmein á íslandi.
Sýknaður Séra gunnar var
sýknaður fyrir skemmstu af
ákærum um kynferðisbrot gegn
tveimur unglingsstúlkum.
„Eins og er alls staðar
í okkar samfélagi eru
kirkjunnar starfsmenn
upp til hópa fólk eins
og annað fólk.“