Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Qupperneq 13
Fimmtudagur 30. apríl 2009 13Helgarblað FYRIRGEFNING SYNDANNA arpóstinn 30. maí árið 1996 lýsti Sig- rún Pálína yfir vonbrigðum sínum við þessari niðurstöðu og sagðist standa við að biskup væri sekur. „Ég er ekki sátt við þessi málalok, þar sem engin niðurstaða fékkst. Það segir þó sína sögu að ríkissaksóknari skuli ekki telja ástæðu til málshöfð- unar gagnvart okkur fyrir að hafa borið biskup röngum sökum. Bendir það til þess að biskup sé saklaus? Mér sýnist að ef ég hefði komið fram með þetta mál áður en það var fyrnt hefði ég jafnvel getað unnið það, því ég stend við það að biskupinn er sekur. Við rannsókn RLR komu fram vitni sem höfðu sömu sögu að segja af samskiptum við biskup og við. En það hlýtur að vera óviðunandi, bæði fyrir presta landsins og okkur sem tilheyrum Þjóðkirkjunni, að biskup sitji áfram í embætti eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Sigrún Pálína í við- talinu. Valdníðsla Sigrún Pálína tók málið fyrst upp tveimur árum áður. Þá talaði hún við séra Pálma Matthíasson og árið eftir við séra Vigfús Þór Árnason. Hún bað prestana tvo að taka málið upp inn- an kirkjunnar en hvorugur hafðist að í málinu. „Í upphafi lagði ég ekki fram kæru á hendur bisk- upi heldur erindi til siða- nefndar Prestafélagsins. Framganga biskups í mál- inu varð hins vegar til þess að ég fór að sækja málið með ákveðn- ari hætti. Eg sé ekki eftir að hafa farið af stað með þetta mál þótt niðurstaðan valdi mér vonbrigðum. Ég var svo barnaleg að halda að siðanefnd Prestafélagsins tæki virkilega á málinu og liti það alvarlegum augum. Tilgang- ur minn var að losa mig við þessa vitneskju og hræðslu um að aðrar konur ættu eftir að lenda í því sama og ég. En þegar málið snýst upp í það að Ólafur Skúlason fer að hóta mér, eins hann gerði á sáttafundi í Graf- arvogskirkju, varð ekki aftur snúið. Þetta mál er löngu hætt að snúast um mig og biskup. Það snýst um vald og valdníðslu og réttarkerfið í landinu,“ sagði Sigrún Pálína í viðtali við Helg- arpóstinn 30. maí árið 1996. „Neytir aflsmunar“ Sigrún Pálína og tvær aðrar kon- ur sögðu sögu sína í helgarblaði DV í byrjun mars þetta ár. Þar lýsti Sig- rún Pálína fundi sínum við séra Ólaf í Bústaðakirkju að kvöldi vegna þess að séra Ólafur sagðist ekki geta hitt hana á öðrum tíma, að sögn Sigrún- ar. „Ég kalla þetta tilraun til nauðg- unar. Þegar viðkomandi neytir afls- munar til að koma fram vilja sínum og fórnarlambið þarf að beita afli til að komast undan er farið yfir mörk- in á milli kynferðislegrar áreitni og nauðgunartilraunar,“ sagði Sigrún í viðtalinu. „Ég komst út úr kirkjunni, fór heim og brotnaði alveg niður. Ég skalf og grét alla nóttina. Ég sagði mínum nánustu frá þessu en það var alls staðar sama svarið. „Þú getur ekkert gert, þetta er orð á móti orði.“ Á þessum tíma voru engin Stígamót og þessi umræða ekki byrjuð nema að mjög litlu leyti. Eðli atburðarins og hversu alvarlegur hann var gerði það að verkum að ég gat ekki fundið sökina hjá mér þrátt fyrir að ég færi strax að leita að henni eins og fórn- arlömb reyna jafnan að gera.“ Önnur kona sagði frá því að séra Ólafur hefði leitað á hana í Kaup- mannahöfn 1979. Þá hefði hún búið þar ásamt eiginmanni sínum og séra Ólafur viljað hitta þau en hann var þá í borginni á presta- þingi. Þriðja konan sagðist hafa orðið fyrir áreitni séra Ólafs þeg- ar hún var tólf ára. Nokkru áður en konurnar þrjár komu fram í DV birtist frétt í blaðinu þar sem greint var frá að þrjár konur hittust reglulega hjá Stígamótum vegna fyrri samskipta sinna við biskup og að starfskona samtakanna vissi af fleiri konum en vildi ekki greina nánar frá málum þeirra. Tveir biskupar í málinu Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvenn- anna gegn séra Ól- afi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú sóknarprestur dómkirkjunnar, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sín- um til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í frétt- inni segir meðal annars að prestarn- ir tveir hafi átt tíða fundi með kon- unum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. „Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi,“ segir í fréttinni. Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreind- ur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu „handafli“ hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður. Gefðu mér nú kraft Á síðasta ári kærðu tvær unglings- stúlkur séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, fyrir kynferð- islega áreitni og brot á blygðunar- semi. Stúlkurnar voru sóknarbörn hans þegar meint brott áttu að eiga sér stað. Önnur stúlkan fór fram á tvær milljónir króna í skaðabætur og hin sex hundruð þúsund krónur. Héraðsdómur Suðurlands sýkn- aði Gunnar. Séra Gunnar sagði við DV í lok apríl að ásakanir stúlknanna væru einn stór misskilningur, að hann hefði aðeins sýnt stúlkunum hlýju en ekki áreitt þær á nokkurn hátt. Þetta staðfesti dómari en hafi látið orðin: „Gefðu mér nú kraft A mín“ falla er hann faðmaði stúlkuna, hann hafi einungis ekki verið alveg hress. Í skýrslu sagði stúlkan að Gunnar hafi látið þau orð falla að straumarnir streymdu úr lík- ama hans við það að faðma hana. Sigurður Þ. Jónsson, þá- verandi lög- maður séra Gunnars, sagði í samtali við DV í maí að umbjóðandi hans væri algjörlega saklaus. „Þetta er nú bara það sem sums staðar hefðu ver- ið talin afar eðlileg samskipti. Þannig sé ég þetta eftir að hafa skoðað málið vandlega,“ sagði Sigurður í maí á síð- asta ári. Leitaði á drengi í KFUM og K Ágúst Magnússon var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum og losnaði út af Litla-Hrauni snemma á síðasta ári. Þegar Ágúst var nýlega laus úr fang- elsi fékk hann leyfi fangelsismála- yfirvalda til að flytja til Uppsala í Sví- þjóð þar sem hann ætlaði að stunda nám í biblíuskóla. Ágústi var neitað um skólavist eftir kvartanir foreldra barna í skólanum um að dæmdur barnaníðingur myndi sækja skól- ann. Ágúst ólst upp í Grýtubakka og var í Breiðholtsskóla á sínum yngri árum. Samkvæmt heimildum DV tók hann að sér vinnu í æskulýðsstarfi kirkj- unnar, KFUM og K, í Bakkahverfinu sem unglingur og las sögur fyrir ungt fólk. Þar lentu einhverjir drengir í því að Ágúst leitaði á þá. Málið vakti usla í hverfinu en var aldrei kært til lög- reglu. Alræmdur barnaníðingur Ágúst tók að sér að lesa sögur fyrir ungt fólk í KFum og K á sínum yngri árum og leitaði þar á unga drengi. Fyrsta fréttin lítil frétt á innsíðu í dV 15. febrúar 1996 markaði upp- hafið að umfjöllun um mál nokkurra kvenna gegn þáverandi biskupi. Sver af sér sakir Séra Ólafur Skúlason biskup sagði ekkert til í ásökununum. Stigu fram Þrjár konur sem sakað höfðu biskup um áreiti og tilraun til nauðgunar komu fram í viðtali í helgarblaði dV 2. mars 1996.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.