Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Side 16
Dagar Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, í embætti náðu fyrsta hundraðinu á miðvikudaginn. Hann hóf feril sinn í embætti með háfleyg- um yfirlýsingum um nýja stefnu í málefnum sem spanna allt frá efna- hagsmálum til loftslagsmála og ýjaði jafnvel að breytingum á samskiptum Bandaríkjanna og Íran. Það er freistandi að loknum hundrað forsetadögum Obamas að leggja mat á árangur hans í þessu valdamesta embætti heims, en stjórnmálaskýrendur vara þó við því og segja of snemmt að segja til um hvort Barck Obama muni hafa er- indi sem erfiði hvað varðar stefnu- mörkun sína. Forsetinn vinsæll Að lokinni eitt hundrað daga setu nýtur Barack Obama mikilla vin- sælda og mælast þær yfir 60 prósent og í fyrsta skipti síðan í janúar 2004 finnst fleiri Bandaríkjamönnum að þjóðin stefni í rétta átt, eða 48 pró- sent gegn 44 prósentum sem finnst hið gagnstæða. Það hefur einnig vakið athygli að þrátt fyrir að efnahagur þjóðarinnar sé á niðurleið hefur fjöldi bjartsýnna Bandaríkjamanna vaxið hægt en ör- ugglega. Á kosningadaginn sagði Barack að „leiðin fram undan yrði löng“ og „á brattann að sækja“. Sú fullyrðing hefur sennilega sjaldan átt eins vel við og þá, en niðurstöður vinsælda- kannana benda til þess, að með réttri forystu, sé bandaríska þjóð- in nógu þroskuð til að ætlast ekki til tafarlauss árangurs. Fjöldi fréttamannafunda Á sínum fyrstu hundrað dögum hefur Obama haldið nánast jafn- marga fréttamannafundi og George W. Bush, forveri hans, gerði allt sitt fyrsta kjörtímabil. Barack Obama hefur einnig sýnt mikinn vilja til að tala við bandarísku þjóðina eins beint og á verður kosið. Hann hef- ur talað í samkomusölum víða um land, notað YouTube og gert sér grein fyrir að spjallþættir á borð við þátt Jays Leno eru kjörinn vettvang- ur til að koma skilaboðum áleiðis til hins almenna borgara. Að auki hefur Barack Obama not- að netið til samskipta við fólk með því að svara spurningum. Forsetahjónin eru um margt ólík fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna en engu að síður eru það stóru mál- in og árangur sem að endingu verða vegin og metin. Erfið verkefni Fram undan eru verkefni sem snúa að heilbrigðiskerfinu, bankakerfinu, björgun bílaframleiðslu Bandaríkj- anna, baráttu vegna hlýnunar lofts- lags og síðast en ekki síst að bæta ímynd Bandaríkjanna á alþjóða- grundvelli, sem hefur beðið veru- legan hnekki síðastliðin ár, og bæta samskipti landsins við aðrar þjóðir. Að sögn Ross Baker, prófessors í stjórnmálavísindum við Rutgers- háskólann, er ekkert töfrum líkt við fyrstu 100 daga Baracks Obama í embætti. „Ég held að fólk sé ávallt að leita að geranda eða einhvers konar veg- vísi,“ sagði Ross Baker. Enginn skyldi velkjast í vafa um að Barack Obama tók við afar slæmu búi frá George W. Bush, og til að bæta gráu ofan á svart hóf svínaflensan ferð sína um heims- byggðina. Á sama tíma kraumuðu andstæðar skoðanir á þeirri um- deildu ákvörðun Obamas að aflétta leynd á skjölum sem innihéldu afar nákvæmar lýsingar á yfirheyrsluað- ferðum bandarísku leyniþjónust- unnar gagnvart þeim sem grunað- ir voru um aðild að hryðjuverkum, aðferðum sem reyndar var beitt í tíð forvera Baracks. Hefur opinberað stjórnunarstíl sinn Engu að síður eru Ross Baker og aðrir sérfræðingar þeirrar skoðun- ar að Barack Obama hafi á þessum fyrstu mánuðum í embætti opinber- að stjórnunarstíl sinn, sem mörg- um finnst einkennast af yfirvegaðri framkomu og hæfileika til að ráða sviðinu, en einnig tilhneigingu til að hrúga miklu á stefnuskrá sína. Það sem af er embættistíð Obam- as hefur hann samþykkt 787 millj- arða dala örvunaráform, sett í gang átak til að taka heilbrigðiskerfið í gegn, hafið samningaumleitanir gagnvart óvildarþjóðum Bandaríkj- anna til langs tíma, Íran og Kúbu, og svipt hulunni af nýrri aðferðafræði hvað varðar stríðið í Afganistan og Írak. William Galston, fræðimaður við Brookings Institution og fyrrver- andi ráðgjafi Bills Clinton, fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, fer ekki í grafgötur með álit sitt á 100 daga markinu og segir það að „öllu leyti tilbúið viðmið“. Engu að síður sagði Galston: „Ég tel að við höfum kom- ist að heilmiklu um manneskjuna Obama sem heldur til á forsetaskrif- stofunni. En fjöldi fólks hefur stokkið frá þeirri staðreynd, að hann hefur kom- ið hreyfingu á fjölda mála, til þeirrar niðurstöðu að þau mál sem nú eru á hreyfingu verði til lykta leidd,“ sagði Galston, og bætti við að hann væri ekki reiðubúinn til taka það stökk. Gagnrýnisraddir Hvað varðar innanríkismál hefur Barack Obama verið gagnrýndur af sumum sem halda því fram að örv- unaraðgerðirnar og fyrirhuguð 3,55 billjóna dala fjárlög sem Barack lagði fram fyrir 2010 muni hamla hagvexti til framtíðar litið og leiða til uppsöfn- unar skulda hins opinbera. Sumir gagnrýnendur eru einn- ig þeirrar skoðunar að Obama hafi verið mislagðar hendur hvað varð- ar bankakreppuna og telja að hann hefði átt grípa til aðgerða fyrr og af meiri hörku til að reyna að ná tökum á skuldum sem héngu yfir fjármála- kerfinu. Stuðningsmenn Baracks Obama benda hins vegar á það sem þeir telja til marks um að efnahagsað- gerðir hans séu jafnvel farnar að hafa áhrif. Einnig vann Barack smá- sigur í vikunni þegar Arlen Specter, öldungadeildarþingmaður Penns- ylvaníu, sagði skilið við félaga sína í Repúblikanaflokknum og gekk til liðs við demókrata. Ákvörðun Spect- ers færir flokk forsetans nær 60 sæta meirihluta í öldungadeildinni sem aftur gæti létt Obama róðurinn við að koma einhverjum af hans málum í gegn. 100 dagar Obamas Að sögn Ross Baker, prófessors í stjórnmála- vísindum við Rutgers- háskólann, er ekkert töfrum líkt við fyrstu 100 daga Baracks Obama í embætti. Það hefur tíðkast að leggja mat á frammistöðu forseta Bandaríkjanna eftir eitt hundrað daga setu í emb- ætti. Barack Obama tók ekki við góðu búi og skiptar skoðanir eru um frammistöðu hans og árangur í þeim vandamálum sem bandaríska þjóðin glímir við bæði heima fyrir og utan landsteinanna. Fimmtudagur 30. apríl 200916 Fréttir KOlBEinn þOrstEinssOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Barack Obama að loknum 100 dögum í embætti nýtur hann mikilla vinsælda. Á leið á forsetaskrifstofuna „Ég tel að við höfum komist að heilmiklu um manneskjuna Obama sem heldur til á forsetaskrifstofunni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.