Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Side 24
Fimmtudagur 30. apríl 200924 Fókus
um helgina
Frægar með Fatamarkað
Leikstjórinn Silja Hauksdóttir, ljósmyndarinn Nína Björk Gunnars-
dóttir og leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir ætla að koma saman
næstkomandi laugardag í Félagi íslenskra leikara á Lindargötu 6 og
halda þar glæsilegan flóamarkað frá klukkan ellefu til klukkan sex.
Allt eru þetta smekklegar konur og verður því spennandi að sjá hvað
þær draga fram úr fataskápunum sínum.
Sextett, Svan-
hildur og kk
Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur
Jakobsdóttir og KK halda tónleika
í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld,
fimmtudag, klukkan 21. Fyrr í vetur
var sextettinn með tónleika á sama
stað sem tókust afar vel, færri kom-
ust að en vildu og „mikið klappað og
stappað“, eins og segir í tilkynningu.
Á tónleikunum bregður KK sér í spor
Rúnars Gunnarssonar og syngur
meðal annars Undarlegt með unga
menn auk þess sem hann syngur
með Svanhildi Vestmannaeyjalögin
sívinsælu. Miðinn kostar 1.500 krón-
ur og er miðasala við innganginn.
guðmundur
með Shunt-
hópnum
Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
leikari og leikstjóri, vinnur nú
með hinum rómaða Shunt-hóp í
London. Um er að ræða tveggja
manna verk, The Destruction
of Experience: Klamm’s Dream’,
sem fjallar á afar sérstæðan hátt
um síðustu mánuðina í lífi rit-
höfundarins Franz Kafka. Verkið
er samið og leikstýrt af einum
stofnenda Shunt, Mischa Twich-
in. Shunt-hópurinn er tíu manna
hópur listamanna, stofnaður fyrir
níu árum. Hann hefur um árabil
verið rómaður fyrir framúrstefnu-
legar sýningar og þykir einn
merkilegasti leikhópur Breta um
þessar mundir.
vinjettudag-
Skrá á Sæluviku
Sæluvikan á Sauðárkróki stend-
ur sem hæst um þessar mundir en
það er ein elsta menningarhátíð
landsins. Á meðal dagskrárliða er
vinjettudagskrá sem fram fer í Húsi
frítímans á laugardaginn klukkan
16. Ármann Reynisson vinjettuhöf-
undur les upp úr verkum sínum
ásamt Sigríði Jónsdóttur, séra Gísla
Gunnarssyni, Katrínu Maríu Andr-
ésdóttur, Ásdísi Hermannsdóttur,
Ólafi Jónssyni og Söru R. Valdimars-
dóttur. Á milli atriða leikur ungur
og efnilegur gítarleikari, Andri Már
Sigurðsson, og á veggjum salarins
er svo áhugaverð listsýning heima-
manna.
Sýningin Leiftur á stund hætt-
unnar verður opnuð í Listasafni
Árnesinga á laugardaginn. Á sýn-
ingunni verða sýnd verk eftir átta
íslenska myndlistarmenn sem
allir vinna með ljósmyndina í
list sinni og hafa á undanförnum
árum hlotið mikla athygli bæði
hér heima og erlendis fyrir verk
sín. List þeirra er á margan hátt
alþjóðleg og fjallar um veruleik-
ann á persónulegan en um leið
margslunginn hátt.
Listamennirnir sem taka þátt
í sýningunni eru Pétur Thoms-
en, Kristleifur Björnsson, Katrín
Elvarsdóttir, Ingvar Högni Ragn-
arsson, Haraldur Jónsson, Einar
Falur Ingólfsson, Gréta S. Guð-
jónsdóttir og Charlotta Hauks-
dóttir. Sýningarstjóri er Sigrún
Sigurðardóttir menningarfræð-
ingur.
Sýningin sækir heiti sitt í frægan
texta eftir þýska menningarfræð-
inginn Walter Benjamin sem vísar
til þess að nauðsynlegt sé að brjóta
upp viðtekin viðhorf um sannleik-
ann og veruleikann í kringum okkur
með því að varpa á hann óvæntu og
oft á tíðum ófyrirsjáanlegu ljósi, líkt
og ljósmyndin sjálf kann að gera.
Sýningin stendur til 28. júní og
frá og með maí er safnið opið alla
daga klukkan 12-18. Aðgangur er
ókeypis.
Sýningaropnun í Listasafni Árnesinga á laugardaginn:
Hættustund í Árnesi
Þ
etta er smá ádeila á Jak-
ob Frímann af því að hann
var miðborgarstjóri og lét
mála yfir allt graff,“ segir
Einar Ingi Sigmundsson,
nemi í grafískri hönnun, um listaverk
sem hann gerði og er nú til sýnis á út-
skriftarsýningu Listaháskóla Íslands
á Kjarvalsstöðum sem var opnuð á
sumardaginn fyrsta. Verk Einars er
svart-hvítt graffíti spreiað á stensil en
í miðri myndinni er andlit sem líkist
andliti Jakobs Frímanns Magnússon-
ar, forsprakka Stuðmanna og fyrrver-
andi „miðborgarstjóra“ eins og hann
var titlaður í skammri borgarstjóratíð
Ólafs F. Magnússonar. Ef einhver vafi
var til staðar hvort þetta eigi að vera
Jakob eru tekin af öll tvímæli um það í
textanum sem fylgir með. „Jakob Frí-
mann / er enginn venjulegur maður /
já hann er / miðborgarkóngur.“
„Ég vildi líka sýna að tögg þurfa
ekkert að vera ljót heldur geta þau
myndað verk síðar meir,“ segir Einar
ákveðinn. Verkið varð þannig til að
Einar bjó til stóran stensil sem hann
lagði á viðarplötu, lét filmu yfir, lét svo
nokkra stráka tagga á filmuna og tók
hana loks af. Ferlið allt tók tvo mán-
uði, skipt í nokkur sessjón, en hægt
er að sjá verkið „in the making“ í um
tveggja mínútna langri samantekt
á sjónvarpsskjá sem stillt er upp við
hliðina á því á Kjarvalsstöðum.
Jakob varð hálfpirraður
Einar viðurkennir að hann hafi aðeins
spilað Stuðmannalög framan af ferl-
inu. „Ég blastaði Stuðmenn á byrjun-
arstiginu. Þar fékk ég líka hugmynd-
ina að línunni úr Ofboðslega frægur.“
Jakob Frímann kom að sjá verkið á
sýningunni á opnunardaginn og mið-
að við lýsingu Einars á þeim atburði
gleymir listamaðurinn ungi því seint.
„Það kom einn strákur sem er með
mér í bekk hlaupandi til mín eftir að
hafa séð Jakob á leiðinni inn í húsið
og sagði svolítið æstur: „Hann er kom-
inn, hann er kominn!“ Þá varð ég nett
stressaður en ég vissi samt þannig séð
að hann myndi koma. Þetta var stuttu
fyrir lokun og hann virtist vera búinn
að frétta af þessu því hann labbaði
beint að verkinu mínu. Ég labbaði á
móti honum og sagði honum að þetta
væri mynd af honum. „Já, ég sé það,“
segir Einar að Jakob hafi svarað, og
gerir sig um leið dimmraddaðan til að
reyna að ná Stuðmanninum betur.
Einar spurði Jakob hvort hann
væri „brjálæður“ sem sá síðarnefndi
kvaðst ekki vera. Þá tók Jakob heldur
ekki illa í það að Einar skuli hafa vísað
í Stuðmannalag í textanum, að sögn
Einars. „Hann var samt frekar þurr á
manninn. Við náðum því ekki mjög
góðu spjalli. Hann var eitthvað hálf-
pirraður út í mig.“ Einar segir að þrátt
fyrir kalt viðmót Jakobs hafi hann ekki
farið gjörsamlega í hnút. Né fríkað út.
Fannst myndin falleg
Þeir Jakob spjölluðu svo saman um
graff og hvernig ætti að taka á því. Ein-
ar kom þeirri skoðun sinni á fram-
færi að honum fyndist rangt að mála
yfir graff eins og Jakob vill gera því
það hafi öfug áhrif. Það er, sporni ekki
gegn útbreiðslunni heldur auki hana.
Einari finnst að frekar ætti að fræða
unga fólkið um áhrif athæfisins. „Aft-
ur á móti sagði Jakob að þetta væri fal-
legt verk, og benti á verkið mitt, og að
ég mætti alveg setja það út á götu. Ég
þyrfti bara að fá leyfi fyrir því áður hjá
borginni.“
Einar hefur sjálfur ekki lent í því
að hafa gert flott verk einhvers stað-
ar niðri í bæ sem svo var málað yfir
að skipun Jakobs Frímanns. „Nei, en
ég sá bara hvernig fór fyrir ýmsum
flottum verkum niðri í bæ sem mað-
ur hafði gaman af því að labba fram-
hjá og skoða, til dæmis var geðveikt
flott „piece“ hjá Nakta apanum sem
var bara málað yfir. Það var mjög leið-
inlegt.“
Þótti ekki „of“ pólitískt
Á meðal þeirra staða þar sem kosið
var um síðustu helgi voru Kjarvals-
staðir. Útskriftarsýningin var opn-
uð tveimur dögum áður og þar sem í
kosningalögum segir að bannað sé að
vera með áróður á kjörstað röltu full-
trúar kjörstjórnar um sýninguna til að
til að kanna hvort einhver verkanna
sem til sýnis eru brjóti í bága við þau
lög. Einungis tvö verkanna þurfti að
fjarlægja eða hylja af þessum sökum
og var verk Einars ekki annað þeirra.
Aðspurður segist Einar ekki svekkt-
ur yfir því að hans verk teldist ekki
„það“ pólitískt að nauðsynlegt væri
að hylja það sjónum kjósenda. „Nei,
nei, og eiginlega bara feginn. Reyndar
var talað um það fyrst hvort það þyrfti
ekki að fela það en ekkert varð af því.
Var Jakob nokkuð annars í framboði?“
spyr Einar Ingi réttilega á móti.
Ætir minjagripir
Miðborg Reykjavíkur er Örnu Rut
Þórhallsdóttur, nema í vöruhönnun,
einnig hugleikin í framlagi hennar á
sýningunni á Kjarvalsstöðum. Verk-
ið samanstendur af eins konar súkk-
ulaðipinnum þar sem súkkulaðið er í
laginu eins og þekkt bygging í Reykja-
vík. Um er að ræða þrjár byggingar:
Hallgrímskirkju, tónlistarhúsið og eitt
háhýsanna í Skuggahverfinu.
„Þettu eru ætir minjagripir. Ég
ákvað að velja mér þessar þrjár bygg-
ingar af því að mér finnst þær hafa svo
mikil áhrif á borgarlandslagið,“ segir
Arna en hún kallar gripina „Reykjavík
moments“.
Stressaðist þegar
Stuðmaðurinn mætti
Graffítimynd af Jakobi Frímanni Magnússyni og súkkulaðipinnar í laginu eins og
þekktar byggingar í miðborginni eru á meðal þess sem gefur að líta á útskriftarsýningu
Listaháskóla Íslands sem nú stendur yfir. Kristján Hrafn Guðmundsson spjallaði við
listamennina efnilegu sem eiga heiðurinn af hinum „miðborgarmiðuðu“ verkum, þau
Einar Inga Sigmundsson og Örnu Rut Þórhallsdóttur.
Arna Rut Þórhallsdóttir „Þessar
byggingar gnæfa alltaf yfir okkur þegar
við göngum eða ökum um miðborgina.“
MYND SIGtRYGGuR ARI JóHANNSSoN
Hættulegt? Ein
mynda péturs
thomsens sem
prýða sýninguna.