Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Side 26
Fimmtudagur 30. apríl 200926 Helgarblað
Fyrstu
morðin
í Ameríku
B
ýsna snemma tóku glæpir að
gera vart við sig í hinni nýju
Ameríku. Bandaríkjamenn
sjálfir miða upphaf bresku
nýlendnanna í Nýja heimin-
um við siglingu enska skips-
ins Mayflower árið 1620, en
það flutti landnema frá Eng-
landi til Ameríku.
Í Bandaríkjunum er siður að líta á land-
nemana sem komu með Mayflower sem hér
um bil heilaga menn, pílagríma í leit að friði,
ró og jarðnæði, enda er mála sannast að ýmsir
þeirra höfðu hrakist frá Bretlandi vegna trúar-
skoðana sinna. Þar á meðal voru margir heitt-
rúaðir mótmælendur sem ekki höfðu svigrúm
fyrir trúarskoðanir sínar innan bresku bisk-
upakirkjunnar, sem þeim fannst alltof kaþólsk
í eðli sínu.
En þótt sumir landnemanna sem sigldu
með Mayflower væru vissulega trúaðir menn
sem vildu aðeins fá að iðka trú sína í friði var þó
misjafn sauður þar innan um og meðal land-
nemanna var fyrsti morðinginn í Nýja heimin-
um, ef svo má segja. Er þá átt við morð meðal
evrópsku landnemanna í Norður-Ameríku.
Vandræðagemsi drepur mann
Sá maður sem hlýtur þennan vafasama heið-
ur hét John Billington og er ekki meðal þeirra
Mayflower-pílagríma sem Bandaríkjamenn
minnast helst, er þeir halda upp á sigling-
una og landnámið. John Billington kom úr
undirheimalýð London og yfirvöld þar höfðu
séð sér leik á borði til að losna við hann þeg-
ar sigling Mayflower var ákveðin, nema hann
hafi þá sjálfur talið vera orðið of þröngt um sig
í Lundúnaborg. Hann þótti lítt skána af sam-
vistum sínum við pílagrímana svokölluðu
um borð í Mayflower. Á siglingunni var hann
til stöðugra vandræða; reif stólpakjaft með
klámi og svívirðingum og sætti færis að lenda
í slagsmálum.
Skipstjóri Mayflower, Miles Standish að
nafni, þurfti nokkrum sinnum að láta refsa
Billington áður en skipið varpaði einu sinni
akkerum úti fyrir Plymouth Rock í Massa-
chusetts, en hann lét sér enn ekki segjast.
Í nýlendunni sem landnemarnir um borð í
Mayflower stofnuðu í Plymouth hélt Billing-
ton uppteknum hætti, stofnaði til deilna við
nágranna sína og slóst við þá þegar honum
varð orða vant. Að lokum sat hann fyrir einum
og drap hann - John Newcomen hét sá og var
semsé fyrsta fórnarlamb morðingja í bresku
nýlendunum sem síðar urðu Bandaríkin.
Yfirvöld í nýlendunni tóku Billington
höndum og réttuðu í máli hans og var hann
dæmdur til dauða og hengdur. Þetta var árið
1630, þegar aðeins voru tíu ár frá landnámi
Mayflower í Nýja heiminum. Ekki er vitað
hver böðullinn var, en reikna má fastlega með
að hann hafi líka komið með Mayflower - svo
þetta heilaga skip í bandarískri sögu flutti
ekki aðeins til Nýja heimsins fyrsta morðingj-
ann og fyrsta fórnarlambið, heldur líka fyrsta
böðulinn.
Má drepa Indíána?
Næst dró til tíðinda 1638, eða átta árum eft-
ir að Billington var hengdur. Þá var Indíáni
nokkur á heimleið frá því að versla við bresku
nýlenduna er fjórir landnemar sátu fyrir hon-
um, undir leiðsögn Arthurs nokkurs Peach, og
létu þeir ekki duga að ræna Indíánann heldur
myrtu hann í þokkabót til að leyna verknaði
sínum. Upp um þá komst samt að lokum og
þeir voru dregnir fyrir dóm í nýlendunni.
Peach og félagar hans treystu á að þeir
fengju vægan dóm, þar sem þeir höfðu ekki
drepið hvítan mann, heldur bara einn af þeim
innfæddu, og ýmsir nýlendumenn munu líka
hafa verið þeirrar skoðunar að ekki væri hægt
að leggja að jöfnu dráp á hvítum manni ann-
ars vegar og Indíána hins vegar.
Landstjóri Breta í nýlendunni, William
Bradford að nafni, komst aftur á móti að þeirri
niðurstöðu að morð væri morð, hver sem í
hlut ætti og dæmdi þá fjórmenningana alla
saman til dauða fyrir morðið á Indíánanum.
Reyndar voru það víst ekki aðeins sið-
ferðilegar ástæður sem vöktu fyrir Bradford,
heldur var honum líka mjög í mun að halda
frið við Indíánana á svæðinu og Indíánarnir
heimtuðu réttlæti og hefnd fyrir sinn mann.
Nýlendan var veikburða og alveg komin upp
á Indíánana í nágrenninu, svo Bradford þorði
ekki að sýnast deigari í garð hvítra manna sem
drápu Indíána en hann hefði verið ef Indíáni
hefði myrt einhvern nýlendumanna.
„Lostafullur og örvinglaður“
Peach, sem var sagður „lostafullur og örvingl-
aður ungur maður“, fór því í gálgann ásamt fé-
lögum sínum þremur og var öllum meiri hátt-
ar Indíánahöfðingjum úr nágrenninu boðið að
vera viðstaddir aftökuna til að færa þeim ræki-
lega heim sanninn um að réttlæti Breta væri
blint og gilti jafnt um Indíána sem þá sjálfa.
Og segir í heimildum að Indíánahöfðingjarnir
hafi farið hinir ánægðustu frá aftökunni.
Þremur árum seinna, 1641, skarst enn í
odda með Indíánum og hvítum mönnum og
nú í hollenskri nýlendu sem bar heitið Nýja
Amsterdam og var ögn sunnar en breska ný-
lendan í Massachusetts. Atburðirnir 1641 áttu
sér hins vegar mikilvægan formála, sem gerð-
ist hálfum öðrum áratug fyrr, eða 1627.
Þá hafði ónefndur Indíáni verið á leið ásamt
barnungum frænda sínum með skinn af veiði-
dýrum til hollenska verslunarstaðarins í Nýju
Amsterdam er þeir gengu fram á þrjá skógar-
höggsmenn af hollensku kyni. Indíáninn gerði
þau leiðu mistök að sýna skógarhöggsmönn-
unum sína prýðilegu feldi og var þá eins og við
manninn mælt; þeir myrtu hann umsvifalaust
og hirtu síðan feldina, en frændinn komst
nauðuglega undan á flótta.
Skógarhöggsmaður drepinn
Fimmtán árum seinna gerðist nokkuð svip-
aður atburður, nema með öfugum formerkj-
um að parti til. Þá var Indíáni líka á leiðinni að
versla við nýlendubúa í Nýju Amsterdam og
hitti fyrir skógarhöggsmann og hjólasmið að
nafni Claes Smits. Smits bauð Indíánum vöru-
skipti en þeir urðu ekki á eitt sáttir og brátt
kom til háværra deilna milli þeirra, sem virtust
ekki geta endað nema með ósköpum.
Indíáninn sá að meðal þess sem Smits bauð
í kaupunum var forláta öxi og einhvern tíma
þegar honum fannst sér ógnað af Hollend-
ingnum greip hann öxina og hjó hann í höf-
uðið svo Smits lá dauður eftir. Indíáninn lagði
síðan á flótta heim í þorp sitt en hollenskir ný-
lendubúar, sem orðið höfðu vitni að drápinu,
fóru til yfirvaldanna sem síðan heimtuðu Indí-
ánann framseldan, svo refsa mætti honum fyr-
ir þetta svívirðilega morð. En Indíánum rann
blóðið til skyldunnar að verja sinn mann, og
þeir reyndust hafa óvænta vörn fram að færa
í málinu.
Sá Indíáni sem hér hafði gerst sekur um að
drepa Claes Smits var nefnilega enginn ann-
ar en sá ungi frændi sem fyrir fimmtán árum
hafði naumlega komist á flótta undan skógar-
höggsmönnunum þremur sem drepið höfðu
frænda hans þá. Og það læra börnin sem fyrir
þeim er haft.
Hvenær drepur maður Indíána?
Indíáninn sagði nú einfaldlega að Smits hefði
verið farinn að láta mjög ófriðlega af því hann
fékk ekki þau kjör í vöruskiptunum sem hon-
um þóknaðist. Og þá hefði hann sjálfur orðið
smeykur um að nú myndi Smits grípa til vopna,
rétt eins og hann hafði séð skógarhöggs-
mennina gera fyrir 15 árum. Hann hefði að-
eins viljað vera fyrri til.
Höfðingjar Indíána minntu nú Hollend-
inga á að þeir höfðu ekki viljað skilgreina það
sem refsivert morð þegar skógarhöggsmenn-
irnir gengu af Indíánanum dauðum fyrir
fimmtán árum, og því fengu Indíánarnir ekki
með nokkru móti séð að þessi seinni atburður
gæti heldur flokkast undir morð. En Hollend-
ingar létu sér ekki segjast og héldu áfram að
heimta manndráparann framseldan, en Indí-
ánar neituðu fram í rauðan dauðann. Svo fór
að stríð braust út milli Indíána og Hollend-
inga vegna þessa og munu margir hafa þurft
að deyja í þeim átökum, en því miður hafa ekki
varðveist heimildir um hvernig því stríði lykt-
aði, eða hvort Indíáninn sem drap Claes Smits
komst undan.
Hins vegar er það til marks um stöðu Indí-
ána enn þann dag í dag að í opinberri sögu
New York-borgar - eins og Nýja Amsterdam
hefur heitið síðustu aldirnar - þá er drápið á
Claes Smits talið fyrsta morðið sem framið var
í bænum, en drápið á Indíánanum fimmtán
árum fyrr telst ekki með.
Lög og regla eru sérstakt áhugamál Bandaríkjamanna. Í fáum
ríkjum heims sitja fleiri í fangelsi og þar eru menn óhikað teknir
af lífi fyrir alvarlega glæpi. Enda er saga réttarfars í landinu
blóði drifin eins og Illugi Jökulsson komst að þegar hann kannaði
fyrstu morðmálin í nýlendum Breta í Vesturheimi.
Hengd fyrir trúboð mary dyer tók kvekara-
trú og tók að boða hana af miklum krafti. að
lokum var hún hengd fyrir þann glæp sinn.