Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Síða 30
Fimmtudagur 30. apríl 200930 Helgarblað bækling við komuna til landsins. Þau Ásdís hafa komið sér fyr- ir í fínu hverfi í borginni og börn- in eru komin á góðan einkarekinn leikskóla. „Ég fann fína íbúð handa okkur í afgirtum byggðarkjarna með öryggisgæslu allan sólarhringinn. Í miðju kjarnans er sundlaug og lík- amsræktarstöð. Þetta er fínn stað- ur og við erum enga stund að keyra niður í bæ. Það eru margir kostir sem gallar sem fylgja svona reglu- leysi eins og þarna ríkir og maður verður bara að einblína á kostina og aðlagast hinu. Hér er veðrið gott og hér viljum við vera.“ Leitar að nýju liði Garðar segir áhrif efnahagskrepp- unnar minna áberandi í Búlgaríu en hér heima. Hennar sé þó að gæta í fasteignabransanum þar eins og annars staðar. Þótt þau Ásdís hafi það ágætt fjárhagslega finni þau persónulega fyrir kreppunni en þau eiga íbúð hér á landi á óhagstæðum lánum. „Við erum ekkert að losna við þessa íbúð og lánið er komið langt upp fyrir verðmat hennar svo leigan dugar ekki til. En líklega erum við betur sett en margir þeirra sem maður heyrir af í fréttum svo við ætlum ekki að kvarta.“ Þar sem árangur Garðars með CSKA hefur ekki verið eins og helst væri á kosið er umboðsmaður hans farinn að leita að nýju liði. „Draum- urinn væri náttúrlega að spila með mínu uppáhaldsliði, Arsenal, en maður verður víst að vera raunsær,“ segir hann brosandi. „Okkur lík- ar vel að búa í heitu landi þar sem vorið kemur snemma og það væri óskandi að við gætum verið hér áfram. En áður en þessar pælingar byrja verð ég að ná mér af þessum meiðslum,“ segir hann og bætir við að það sé erfitt fyrir fjölskylduna að þurfa að rífa sig upp og flytja þeg- ar öllum líði vel. „Þetta reynir allt- af mest á börnin og það getur tekið þau langan tíma að aðlagast nýju landi.“ Endalaust áreiti aðdáenda Líkt og þau hjónin hafa heillað búlg- örsku þjóðina hefur landið heillað þau Garðar og Ásdísi sem eru með þó nokkur járn í eldinum. Enda um að gera að hamra járnið á meðan það er heitt. Ásdís opnaði nýlega glæsilega heimasíðu icelandicbea- uty.com auk þess sem þau stefna að því að opna tískuvöruverslun í Sofíu. „Þekktur þýskur tískuhönn- uður hafði samband við okkur að fyrra bragði en þetta eru afar flott föt í dýrari kantinum sem eru seld í verslunum um allan heim. Okkur langaði að opna Karen Millen-versl- un en einhver varð á undan okk- ur svo við erum alvarlega að skoða þetta tilboð. Þetta er samt allt á byrj- unarstigi ennþá.“ Athyglin sem þau hjónin fá í Búlgaríu minnir helst á líf frægustu Hollywood-stjarnanna. Í flest skipt- in sem þau hjónin kíkja niður í mið- bæ, fara á kaffihús eða eru á meðal fólks er bent þá þau, talað um þau, þau beðin um að sitja fyrir á mynd- um og heimtaðar eiginhandarárit- anir af æstum aðdáendum. Garðar segir þau Ásdísi hafa gaman af lát- unum en að þeim þyki ástandið oft heldur súrrealískt. Athyglin hefur þó ekki alltaf verið af hinu góða enda keppast slúður- blöðin um að skrifa krassandi frétt- ir af hjónunum auk þess sem Gróa á Leiti er sjaldan fjarri. „Pressan þarna úti er mjög gul og það er eitt- hvað skrifað um okkur í hverri ein- ustu viku og margt af því er hreinn og beinn uppspuni. Áður en við fórum heim birti slúðurblað frétt um að við værum farin frá Búlgar- íu í fússi, að ég væri búinn að rifta samningnum við liðið því ég fengi ekkert borgað og svo framvegis. Ég veit ekki hvar þeir fengu þessar upp- lýsingar.“ Garðar segir slíkt ekki hafa áhrif á þau. Þau standi keik sama hvað á þeim dynji „Við höfum feng- ið athygli frá því við byrjuðum sam- an þótt áreitið hafi ekki verið neitt á við það sem við upplifum í Búlgar- íu. Ásdís starfaði sem fyrirsæta þeg- ar við kynntumst og ári seinna varð ég herra Ísland svo við erum vön alls kyns umtali.“ Elskar hana eins og hún er Garðar segir velgengni eiginkon- unnar ekki koma sér á óvart. Hann hafi alltaf vitað að hún myndi ná langt og hann er auk þess sann- færður um að hún sé rétt að byrja. Aðspurður hvort hann óskaði þess aldrei að Ásdís væri rólegri og jafn- vel venjulegri segir hann það af og frá. „Ég hef aldrei viljað að hún væri öðruvísi en hún er enda er hún sama konan og ég giftist. Stór ástæða þess að ég elska hana er það hvað hún er fylgin sér. Hún gerir og segir það sem hún er að hugsa og framkvæmir flestar sín- ar hugmyndir. Ef hún væri eitthvað öðruvísi held ég að við hefðum ekki gifst. Ég hafði verið með hinum og þessum stelpum sem mér fannst ekkert varið í og vissi strax að það væri mikið spunnið í þessa konu,“ segir hann og bætir við að þau Ásdís passi vel upp á samband sitt. „Við förum út að borða saman allavega tvisvar í viku. Við erum með góða barnapíu og förum af stað eftir að börnin eru sofnuð,“ segir hann en bætir við að þau séu ekki duglegir þátttakendur í næturlífi Sofíu. „Ætli við getum ekki talið á fingrum ann- arrar handar hversu oft við höfum farið út á lífið en hins vegar höfum við gaman af því að fara út að borða, bæði ein og með góðum vinum, og erum þá oft lengi að og njótum góðs matar og víns.“ Fallegri í dag en þegar þau kynntust Hvað framtíðina varðar segist hann vonast til að þau Ásdís eigi mögu- leika á að ferðast um heiminn. „Ef ég á að spá tuttugu ár fram í tím- ann vona ég að börnin verði farin að heiman,“ segir hann hlæjandi og bætir við að hann vonist til að þau Ásdís geti notið velgengni sinnar, sama í hverju hún felist. „Ég vona að við eigum eftir að ferðast saman og skoða allt það sem okkur langar til að skoða sem hingað til hefur þurft að bíða þar sem við stofnuðum ung til fjölskyldu. Ásdís hefur fylgt mér um heiminn og það kæmi alveg til greina að ég myndi elta hana þang- að sem hún stefnir. Eftir fótboltaferilinn verð ég von- andi búinn að næla mér í meira nám en ég stefni á fjarnám í við- skiptafræði við viðskiptaháskólann á Bifröst svo ég hafi eitthvað í hönd- unum þegar ferlinum lýkur. Svo er bara vonandi að konan geti séð fyrir manni,“ segir hann hlæjandi. Að öllu gamni slepptu er það staðreynd að knattspyrnuferill end- ar og fegurð dofnar. Garðar hefur þó ekki áhyggjur af framtíðinni og segist stefna á einhvern bisness að loknu prófi. Varðandi fegurðina seg- ir hann Ásdísi aldrei hafa verið fal- legri. „Aldur er afstæður og Ásdís er eins og gott vín. Hún verður allt- af fallegri og fallegri og mér finnst hún miklu fallegri í dag en þegar við kynntumst, þótt hún hafi verið stór- glæsileg þá. Ég sé það best þegar ég skoða gamlar myndir. Hún er í raun- inni búin að vera ófrísk síðustu árin og er rétt að byrja að blómstra aftur. Ég er viss um að hún eigi eftir að ná miklu lengra, miðað við alla þá vel- gengni sem hún hefur náð á þessum stutta tíma. Þetta er bara byrjunin.“ Indíana Ása Hreinsdóttir „ “ Þú getur keypt þig frá öllu ef þú átt pen- ing og sjálfur mútaði ég löggunni þegar ég átti að borga háa sekt fyrir að taka ólöglega beygju. Ég slapp við sektina með því að borga löggunni 2000 krónur. Ástfanginn Elskar Ásdísi meira og meira. mynd hEiða hELgadóttir Ásdís og garðar Beckham-hjón íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.