Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Page 36
fimmtudagur 30. apríl 200936 Helgarblað Ryan Benson, sigurvegari fyrstu þáttaraðar The Biggest Loser 2005, tókst að ná af sér fimmtíu og fimm kílóum, en bætti á sig 14,5 kílóum innan fimm daga að keppni lokinni eingöngu vegna vatnsdrykkju. Nú er hann búinn að bæta á sig yfir 40 kílóum eftir að þáttaröðinni lauk. Ryan Benson er ekkert einsdæmi því svipaða sögu er hægt að segja af nokkrum þeirra sem stóðu uppi sem sigurvegarar í síðari þáttaröð- um eða voru nálægt því að vinna. Þrátt fyrir að skilaboð þáttanna séu hvetjandi má deila um hvort þeir búi yfir raunsæi því aðferð- irnar sem beitt er til þyngdartaps brjóta alla jafna verulega í bága við það sem fólki er almennt ráðlagt. Keppendur missa oft allt að níu kílóum á viku, með verulegri tak- mörkun á hitaeiningum, stöðug- um æfingum og sennilega ekki síst vegna verulegs vökvataps sem á sér stað að tjaldabaki. Sigurvegarinn í annarri þátta- röðinni, Matt Hoover, þyngdist um sjö kíló innan sólarhrings eftir að keppni lauk. Kai Hibbard varð í öðru sæti í þriðju þáttaröðinni. Að hennar sögn eyddi hún kvöldinu fyrir loka- vigtunina í að fara inn og út úr gufu- baði, í sex tíma samfleytt, og má ef- laust deila um hvort slíkt hefur góð áhrif á líkamann. En Hibbard gerði fleira því dagana fyrir lokavigtun- ina neytti hún einungis sykurlauss Jell-O og til að tryggja frekari ár- angur úðaði hún í sig spergilkáli sem eykur þvaglosun. Ekki fast fæði í tíu daga Ef fólki finnst nóg um aðferð Kai Hibbard gekk Ryan Benson enn lengra. Á MySpace-síðu sinni upp- lýsir Ryan hvað hann gerði til að vinna. „Mig langaði svo að vinna að ég borðaði ekki einn bita fastr- ar fæðu í tíu daga fyrir lokavigtun- ina!“ Að eigin sögn nærðist Ryan á límonaði, hlynsírópi og cayenne- pipar. „Reglur þáttarins kváðu á um að við mættum ekki nota nein lyf, ég bara svelti mig!“ Ryan neytti einskis síðustu tut- tugu og fjóra tímana fyrir vigtun, klæddist gúmmígalla á hlaupa- brettinu og, líkt og Kai Hibbard, varði hann löngum stundum í gufubaði og léttist um 5-10 kíló vegna vökvataps. „Þegar kom að lokavigtuninni pissaði ég blóði,“ segir Ryan á bloggsíðu sinni. Ryan Benson segir að það hafi verið mun erfiðara að þyngjast ekki á ný en það var að léttast. „Í mörg ár hugsaði ég: Ef ég bara næ að létt- ast get ég borðað hvað sem er. En það var nú öðru nær og Ryan hef- ur komist að því að það þarf sama hugarfar til að léttast og til að við- halda árangrinum. Æfingar áhrifamestar Framleiðendur þáttanna reyna að koma í veg fyrir óheilbrigt at- ferli með því að skikka þátttakend- ur til að halda neysludagbækur til að tryggja að þeir svelti sig ekki og hóta refsingu ef sannað þykir að þeir hafi gengið of langt með tilliti til vökvataps. En í þáttaröðinni er lögð meiri áhersla á að tapa þyngd en minni áhersla á að þátttakendur viðhaldi árangrinum. Má leiða líkur að því að svipað sé uppi á teningnum hjá megrunarkúraiðnaðnum í Banda- ríkjunum sem veltir hátt í 60 millj- örðum bandaríkjadala og sér þó ekki ávinning í að kúrarnir virki. Engu að síður er keppendum kennt að taka heilbrigðar ákvarð- anir varðandi mataræði, en senni- lega skila æfingarnar mestum ár- angri. Það er eflaust léttara að æfa í fjórar klukkustundir á dag þeg- ar menntaðir þjálfarar hvetja þig áfram og undir vakandi auga töku- vélanna eru minni líkur á að kepp- endur falli í freistni hvað mataræð- ið varðar. Að standa á eigin fótum Þegar út í raunverulega raunveru- leikann er komið bíður þyngri þrautin. Þá fyrst ríður á að tileinka sér fræðin og, eins og drepið hefur verið á, gekk það ekki sem skyldi hjá Ryan Benson. Tveimur árum eftir að hafa vegið 94 kíló í lokavigt- un 2005 hvarf Benson úr sviðsljós- inu og fór aftur í gamla farið. „Það sér mig enginn fá mér eplaböku í lúgunni,“ sagði Benson sem fljót- lega var kominn upp í 136 kíló. Það var ekki fyrr en ári eftir að keppni lauk sem Benson hafði þyngst um fjórtán kíló og fyrir vikið telst hann vera sjaldgæft tilfelli því samkvæmt National Weight Contr- ol Registry, sem fylgist með venj- um um 5.000 einstaklinga sem hafa náð árangri í að viðhalda árangri í þyngdartapi, ná aðeins fimm pró- sent einstaklinga sem glímt hafa við offitu að viðhalda þyngdartapi sem nemur tíu prósentum þyngd- ar, í ár eða lengur. Holly Wyatt, doktor við Color- ado-háskólann og sérfræðingur í offitu, sagði að þeir sem stund- uðu mestu hreyfinguna ættu síst á hættu að þyngjast á ný. Stanslaus áminning En hver hefur tíma til stanslausra æfinga, líkt og stundaðar eru í þátt- unum. Kelly Minner varð í öðru sæti í fyrstu þáttaröðinni. Hún fór út í daglegt amstur 74 kíló að þyngd eftir að hafa mætt til leiks 110 kíló. Minner stundaði daglegar æfingar í allt að fjóra klukkutíma á dag og bætti árangur sinn úr þáttunum og léttist enn frekar. Sér til hvatningar hefur hún minjagrip úr keppninni; útklippta pappamynd af sjálfri sér í fullri lík- amsstærð, eins og hún leit út þegar hún mætti til leiks. Flestir ráðgjafar eru sammála um að það sé langtímamarkmið að komast í gott form, þar virki engar töfralausnir og að sá árangur sem náist á löngum tíma sé varanlegri en öfgafullar aðgerðir í hreyfingu og mataræði. Með það í huga er ekki að undra að fyrir flesta sem kepptu í The Biggest Loser hafi þyngdartapið verið skammgóður vermir. Ekki er allt sem sýnist í raunveruleikaþættinum The Biggest Loser og óþarft að fara mörgum orðum um hve óraunverulegur hann er, enda fáheyrt að fólk tapi allt að níu kílóum á einni viku og borði ekki fasta fæðu í tíu daga samfleytt. Margir þátttakendur bæta á sig tugum kílóa eftir að þáttunum lýkur. Þegar kom að lokavigtuninni pissaði ég blóði. Skamm- vermir góður „ “ Næring og hreyfing Eitt er að léttast, annað að þyngjast ekki að nýju. Ryan Benson og Kelly Minner minner hefur viðhaldið árangri sínum úr the Biggest loser, ryan Benson hefur ekki gengið eins vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.