Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Síða 48
fimmtudagur 30. apríl 200948 Helgarblað HIN HLIÐIN Kolsvört fortíð á Selfossi Nafn og aldur? „Atli Fannar Bjarkason, 25 ára.“ Atvinna? „Ritstjóri tímaritsins Monitor.“ Hjúskaparstaða? „Ögrandi.“ Fjöldi barna? „Eitt. Indverska stúlkan Malleswari frá Ind- landi. Hún er yndisleg.“ Hefur þú átt gæludýr? „Nei, enda er ekki einu sinni hægt að treysta mér fyrir að vökva plöntu vikulega.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Ég sá hljómsveitina Mammút á Sódómu. Það var stórkostleg upplifun og ég vil ætt- leiða þau öll sem eitt.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Já, oft. Fortíð mín á Selfossi er kolsvört. Ég var einu sinni grunaður um stórfellt fíkniefnamisferli, en þegar hópur lögreglu- manna stöðvaði mig sá einn þeirra sakleys- ið í augum mínum og hvíslaði: „Við erum með rangan mann“ og ég fékk að fara.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Nokkrir bolir með landakortsmynd af Eyjafirði og stjörnu þar sem Dalvík er. Þá fékk ég óvænt senda beint frá Google eftir að ég fjallaði um Íslandsævintýri forritarans Dans Boeckner.“ Hefur þú farið í megrun? „Já, ég varð að taka mig á eftir að kærasta fyrrverandi leigusala míns eignaðist sitt fyrsta barn. Meðgangan var sældarlíf þar sem hún gekk glottandi með osta- bakka inn í stofu á hverju kvöldi.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já, ég skeit á kjörseðilinn minn um síðustu helgi. Djók.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Hver kærir sig um það? Framhaldið er aldrei eins gott og orginalinn. Ég er samt opinn fyrir trílógíu.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég er með svo stórbrotinn tónlistarsmekk að enginn efast þegar ég segi að lag sé gott. Þess vegna hef ég aldrei þurft að skammast mín.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Kynferðislega? Allt með Lady Gaga.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Að fara til Akureyrar og vinna að leynilegu verkefni með vinsælli hljómsveit.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? (af hverju?) „Office Space. Besta mynd sem hefur verið gerð. Svo verð ég að fá að nefna The Big Lebowski, Fight Club og American History X.“ Afrek vikunnar? „Að ég nái að vakna á hverjum degi er afrek út af fyrir sig. Ég hef líka verið dug- legur að klæða mig og átt í reglulegum samskiptum við fólk.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei, ég þori því ekki.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Nei, en mig langar til að kunna að spila á píanó. Ég væri til í að fá aukavinnu við að leika dinnertónlist á Grillinu.“ Viltu að Ísland gangi í ESB? „Ég veit það ekki. Það er enginn búinn að athuga fyrir mig formlega hvað það hefur í för með sér.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Regluleg næring - andleg og líkamleg.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Katrínu Jakobs. Hún er svo sæt og hress.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég myndi vilja stýra pallborðsumræð- um í kvöldsjónvarpi, þar sem Megan Fox, Lady Gaga, Nadía Banine og skvísan sem leikur kærustu Dexters myndu ræða mikilvægi líkamlegrar tjáningar í mann- legum samskiptum.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, ég er að vinna að örljóðabók um kvennafar.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég laug í viðtali í DV í dag að vinafólk mitt, Eyþór og Helga, eigi von á barni.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Ég er eins og óskilgetið afsprengi Petes Doherty og lesbíunnar sem vann Eurovision 2007.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Nei, þegar ég uppgötva hæfileika opinbera ég þá. Þess vegna er vinnan mín gefin út í 12.000 eintökum, blogg- ið mitt aðgengilegt öllum og Fésbókin full af myndum af mat sem ég elda.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Jájá, leyfa þetta allt svo við getum tekið af þessu nógu mikinn skatt til þess að borga heilbrigðisþjónustu und- ir þá sem kunna sér ekki hóf. En þá yrðu önnur lönd að gera það sama, glatað ef Ísland væri einhver dópnýl- enda. Lokasvar er því nei.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Heimilið mitt hverju sinni.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Loka tölvunni, stari upp í loftið, andvarpa kæruleysis- lega og halla aftur augunum.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Ef ég vissi það væri ég löngu búinn að blogga um það og þiggja nóbelsverðlaunin fyrir hagfræði.“ Atli FAnnAr BjArkAson er ritstjóri tímAritsins monitor. HAnn segir HjúskAp- Arstöðu sínA ögrAndi og gerir upp Fortíð sínA á selFossi. HAnn vinnur Að leynilegu verkeFni og segir oFFice spAce Bestu mynd í Heimi. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI GLÆNÝ DEKK Á FELGUM AF LAND CRUISER Undan VX Land Cruiser Upplýsingar í síma: 897-0600 Cecil 690-0666 Ingi Cecil og Ingi NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið mynd kristinn mAgnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.