Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Page 50
fimmtudagur 30. apríl 200950 Lífsstíll Sumarlínurnar komnar í húS Sleg- ið verður upp veislu í versluninni KronKron í kvöld og er tilfefnið sumarlína íslenska fata- hönnuðarins munda og Kron by KronKron. gleðin hefst klukkan 18 og stendur áfram fram eftir kvöldi. Áhugasamir ættu ekki að láta þetta kvöld framhjá sér fara. Boðið verður upp á veitingar og tónlist. umSjón: Hanna EiríKSdóttir, hanna@dv.is magabolurinn aftur í tíSku Það voru nokkur trend frá níunda áratuginum sem margar konur óskuðu sér að kæmu aldrei aftur í tísku. Eitt þeirra er magabolurinn ógurlegi. En á sýningarpöllunum fyrir vor/sumarlínurnar voru magabolirnir afar áberandi. Einnig voru brjóstahaldarar í anda madonnu á Vogue-tímabilinu sjáanlegir. Stúlkurnar í Hollywood eru sjúkar í þetta trend. En flestar konur líta ekki út eins og ungu stúlkurnar í Hollywood. Þær konur sem ekki eru með hinn fullkomna maga geta samt gengið í magabol með því að klæða sig í hvítan stuttermabol undir og viti menn það kemur alls ekki illa út. EinStakir StrigaSkór perspective Cubes-strigaskórnir eftir hönnuðinn pierre Hardy eru einir sinnar tegundar og er óhætt að segja að Hardy fari ótroðnar slóðir með gerð perspective-skónna. Strigaskórnir verða eingöngu seldir í takmörkuðu upplagi, eða fimm hundruð stykki, á nokkrum stöðum í heiminum og koma út í júní næstkomandi. Áhugasamir sem staddir eru erlendis á þeim tíma geta kíkt í pierre Hardy-verslunina í parís, dover Street market í london, Barneys í new York eða 10 Corso Como í Seoul í Kóreu. gEStirnir Skiptu um drESS mexíkóska leikkonan Salma Hayek gekk að eiga francois-Henri pinault í annað sinn í feneyjum um síðustu helgi. Salma klæddist glæsilegum Balenciaga-kjól og geislaði í athöfninni. allar helstu stjörnur heims voru samankomnar til að fagna með hjónakornunum og voru allir klæddir í sitt fínasta púss. Salma var með eina bón til gesta sinna. Hún bað alla um að koma með föt til skiptanna. Eitt dress fyrir athöfnina, annað fyrir veisluna. Salma skipti þó ekki sjálf um kjól. Fatahönnuðurinn Ágústa Hera Harðardóttir gekk lengi með þá hugmynd í kollinum að búa til kápu sem hægt væri að breyta í tösku. Í byrjun þessa árs dreif Ágústa Hera hugmyndina í framkvæmd og kom útkoman skemmtilega á óvart. „Hugmyndin kom fyrir mörgum árum. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það var, en ég fann fyrir tilviljun eftir að ég var búin að út- færa prótótýpu af káputöskunni, gamla skyssubók þar sem ég var búin að teikna ljósaperu og skrifa fyrir neðan töskujakki,“ segir Ág- ústa Hera Harðardóttir, oftast kölluð Hera fatahönnuð- ur, sem fengið hefur gíf- urlega athygli síðustu tvo mánuði vegna káp- unnar sem hægt er að breyta auðveldlega í tösku eins og nafnið gefur til kynna. Eftir margra ára dvöl í Danmörku flutti Hera heim til Íslands grunlaus um að ís- lenska efnahagskerf- ið myndi hrynja eins og það gerði síðasta haust. „Mér fannst mjög óspennandi að fara í atvinnu- leit þegar kreppan var nýskollin á,“ seg- ir Hera. „Ég frétti af því að búðirnar hérna heima vantaði vörur og gjaldeyri til að kaupa vörurnar utan frá. Ég var nýflutt heim með fullt af efni og ákvað að byrja að hanna,“ bætir hún við. Hera hannaði kjól sem seinna kom í ljós að hægt er að breyta á mismunandi vegu. Það var í heimsókn í Danmörku er Hera fékk bústið sem hana vantaði frá félaga sínum til að hrinda hugmynum sínum í framkvæmd. „Hann var svo hrifinn bæði af kjólnum og hugmyndinni að káputöskunni að hann sagði ein- faldlega: „Þú kemur ekki aftur til Danmerkur fyrr en þú ert kom- in með bæði kjólinn og kápu- töskuna,“ segir hún hlæjandi og þannig varð þessi gamla hugmynd að veruleika. Hera lagði stund á þriggja ára fatahönnunarnám í Danmörku. Eftir námið opnaði hún sitt eigið fyrirtæki í Kaupmannahöfn ásamt vinkonu sinni sem hún rak í nokk- ur ár. Hera fékk þá löngun til þess að mennta sig frekar og fór í rekstr- arstjórnun. Káputaskan hefur fengið ótrú- lega góðar viðtökur að sögn Heru og hefur hún varla undan að búa til fleiri. Til eru tvær tegundir, annars vegar einföld og hins veg- ar tvöföld sem einnig er nothæf á röngunni, en kápan er fóðruð að innan. Aðspurð segir Hera erfitt að segja hver draumurinn sé. „Von- andi verð ég svo lánsöm að geta lifað á þessu og byggja ofan á það sem nú er komið.“ Káputaskan er seld í Nakta apanum á Lauga- veginum og er væntanleg í fleiri verslanir á Reykjavíkursvæðinu. Áhugasamir geta kíkt inn á agusta- hera.com með frekari fyrirspurnir. hanna@dv.is KáputasKan slær í gegn Ágústa Hera Harðardóttir gekk lengi vel með hugmyndina í kollinum. MYND SigtrYggur Ari Sem taska Hér sést hvernig hægt er að breyta kápunni í tösku. Margbreytileg kápa Hægt er að hafa kápuna missíða eftir smekk og rykkja hana til á alls kyns vegu eins og sést á myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.