Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Page 52
fimmtudagur 30. apríl 200952 Lífsstíll Frægar með Fatamarkað leikstjórinn Silja Hauksdóttir, ljósmyndarinn Nína Björk gunnarsdóttir og leikkonan Elma lísa gunnarsdóttir ætla að koma saman næstkomandi laugardag í félagi íslenskra leikara á lindargötu 6 og halda þar glæsilegan flóa- markað frá klukkan ellefu til klukkan sex. allt eru þetta smekklegar konur og verður því spennandi að sjá hvað þær draga fram úr fataskápunum sínum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Hrossakjöt er alltaf að verða vinsælla og vinsælla hér á landi og ekki að ástæðulausu. Kjötið er nánast alltaf meyrt og bragðgott og er jafnframt á góðu verði. Hrossakjöt hefur ekki alltaf verið vinsælt. Á öldum áður lögðu kirkjunnar menn algjört bann við áti á hrossakjöti. Það bann var tengt túlkun á Biblíunni að einung- is mætti borða afurðir af klaufdýrum. Neysla á hrossakjöti var meðal ann- ars notuð til að greina á milli heið- inna og kristinna manna. Í fyrstu íslensku kristnilögunum var hrossa- kjötsátið lagt til jafns við barnaút- burð. En hrossakjöt býður upp á alla sömu matreiðslumöguleika og nautakjöt. Allar þær sósur og með- læti sem passa með nautakjöti eru einnig góðar með hrossakjöti. Uppskrift fyrir 4 4 x 200 g hrossasteik, lund eða fillet 2 msk. olía salt nýmalaður pipar BBQ-sósa með viskíi og engifer: 2 dl BBQ-sósa 2 tsk. engifer, smátt saxað ½ dl viskí Setjið allt sem á að fara í sósuna í skál og blandið vel saman. Penslið steikina með olíu og salt- ið og piprið. Grillið á meðalheitu grilli í 2 mín. á hvorri hlið. Penslið þá kjötið með BBQ-sósunni og grillið í 1 mín. í viðbót báðum hliðum. Berið steikurnar fram með afganginum af BBQ-sósunni og grænmeti. Í boði Gestgjafans: Hrossa-BBQ með viskíi og engiFer umSjóN: kolBrúN pálíNa HElgadóttir, kolbrun@dv.is Dekraðu við þig með BoBBi Brown Glæsileg förðun Þessi glæsilega förðun er ein af sumarförðunum Bobbi Brown þetta sumarið. flott sumar litirnir í þessari flottu línu eru einstaklega sumarlegir og ferskir. kremuð stemning í línunni má finna úrval förðunar- vara, meðal annars kremuð gloss í handhægum umbúðum sem og flottir og öðruvísi kremaðir augnskuggar sem hver sem er getur borið á augnlokið með góðum árangri. kinnalitur Þessi einstaklega fallegi, sumarlegi kinnalitur býður upp á marga möguleika. með góðum kinnalita- bursta getur þú stjórnað því hvort þú notar ljósari tónana í kinnalitn- um, dökku tónana eða hvort þú blandar þeim öllum saman. Ef þú rennir penslinum varlega eftir öllum litunum og berð á kinnbeinin læturðu ljósasta litinn efst og svo dökknar hann niður á við og út kemur glæsileg skygging. Líkamsolía glansandi líkamsolía með örlitlu glimmeri sem mýkir húðina og lætur hana glóa. ilmurinn af olíunni er léttur og ferskur í anda sumarsins. Nú þegar flestir eru að draga saman hefur sjaldan verið meira að gera hjá Gögu skorr- dal hönnuði. Hún hefur sameinað rekstur nokkurra fyrirtækja á einum stað í skemmti- legu húsnæði á Vesturgötunni. Hún býður gesti og gangandi velkomna 1. maí. „Ég er verkamaður og kaupmaður, ég er sú sem hugsar um verkin og gerir verkin,“ segir hinn skapandi og skemmtilegi hönnuður og verslunar- eigandi Gaga Skorrdal spurð um titil sinn. Gaga Skorrdal keypti Blómálfinn við Vesturgötu ekki alls fyrir löngu. Og selur þar blóm eins og gert hef- ur verið í Blómálfinum í um 25 ár. En einnig er hún þar með sérstæða fatahönnun sína og fer ótroðn- ar slóðir, enda sjálfstæð og frum- leg. Hún notar ull, hör og silki. Í Blómálfinum er hún líka með til sölu hið vinsæla merki Trippen sem eru þýskir hátískuskór. Ofan á þetta glæsilega úrvarl bættist vefn- aðarvöruverslunin SEYMA, sem hefur verið þekkt fyrir að bjóða há- gæðaefni í næstum 30 ár, nýlega við reksturinn hjá Gögu. „Örlögin gripu í taumana, ég fór í verslunina rétt áður en átti að loka henni til þess eins að birgja mig upp af efnum og svona fór,“ segir Gaga ánægð. Versl- unin fjölbreytta sem Gaga rekur er við Vesturgötu 4 eða í Kvosinni en þar líður Gögu afar vel. Upphaflega þegar húsið var reist, eða fyrir rúm- um 100 árum, var í þessu sama hús- næði rekin vefnaðarvöruverslun Björns Kristjánssonar. „Verslunin er á efri hæðinni hjá mér og svo er ég með vinnustofuna mína á neðri hæðinni.“ Á vinnustof- unni verður hönnunin Gaga Skorr- dal hönnun til, Gaga vinnur mest með ullarvöru og önnur efni en að eigin sögn hafa húfurnar og prjóna- kjólarnir verið hvað vinsælastir und- anfarið. „Hér er alveg einstök stemning og fólk sem kemur til mín verður bæði hissa og finnst þetta ofboðslega snið- ugt og fjölbreytt.“ Gaga segir hugmyndina á bak við verslunina svolítið í takt við tíð- arandann sem nú ríkir. „Nú er fólk farið að sauma og prjóna aftur, þetta var orðið þannig að efni voru orðin dýr og föt ódýr. Nú hefur þetta snúist við á ný. Fermingargjöfin í ár ætti að vera saumavél, við þurfum að virkja þessa hæfileika í unga fólkinu.“ 1. maí ætlar Gaga að bjóða gesti og gangandi velkomna í verslun sína og kynna starfsemi sína. „Það verður opið hús, heitt á könnunni og kleinur í körfunni,“ segir þessi hæfileikaríka kona að lokum. kolbrun@dv.is Ég geri verkin Gaga skorrdal hönnuður gaga Skorrdal hannar glæsilegar flíkur úr ull og öðrum efnum. fjölbreytt og skemmtilegt Skemmtilegt er um að litast í versluninni og fjölbreytt úrval.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.