Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2009, Qupperneq 64
n „Ég var að raka á mér punginn,“
sagði Auðunn Blöndal á Face-
book-síðu sinni í gær eins og fátt
væri eðlilegra. Nokkrum mínútum
síðar var tilkynning þessi hins veg-
ar horfin af síðu kapp-
ans. Fréttir herma að
Auðunn sjálfur sé
búinn að gera vini
sínum Agli Einars-
syni, eða Gillzen-
egger eins og flestir
þekkja hann, lífið
leitt undanfarna daga
með því að stelast
inn á Facebook-
síðu hans og
birta þar mis-
skemmtilegar
yfirlýsingar.
Má því ætla að
nú hafi grínið
verið á kostnað
Audda.
Bubbi bítur ekki á
ryðgaðan öngul!
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
„Ingvi Hrafn ætti að skammast sín,“
skrifar Bubbi Morthens á heimasíðu
sína og vísar í viðtal við Ingva Hrafn
Jónsson sem birtist í DV fyrir stuttu. Þar
lýsti Ingvi Hrafn tryllingnum í boðs-
ferðum Glitnis í Langá þegar hann var
umsjónarmaður árinnar. Sagði hann
starfsmenn Glitnis ávallt hafa verið
ofurölvi og gekk það svo langt að þeir
ældu, migu og skitu í rúmin sín.
Í viðtalinu við DV sagði Ingvi Hrafn
að Bubbi og Jónsi í Í svörtum föt-
um hefðu verið fengnir þangað til að
skemmta boðsgestum eftir kvöldmat.
Á heimasíðu sinni segir Bubbi það al-
rangt.
„Nú veit ég ekki hvað Ingvi Hrafn
hefur verið mikið drukkinn þeg-
ar hann heldur að svo hafi verið
en þeir vita sem þekkja til að hann
drekkur stíft og mikið. Ég hef veitt
einu sinni í ánni og var það dags-
partur í kringum 1990, má vera 2000
og eitthvað í boði Orra Vigfússonar.
Þetta fólk sem Ingvi lastar er fólkið
sem borgaði vínið hans. Hann ætti
að skammast sín.“
Í viðtalinu við DV sagði Ingvi
Hrafn að bankarnir hefðu keypt árn-
ar að stórum hluta fyrir morð fjár.
Bubbi segir að bankarnir hafi ekki
verðlagt ána heldur Ingvi Hrafn.
Bubbi lýkur reiðilestri sínum með
því að benda Ingva Hrafni á að hann
ætti að íhuga meðferð.
liljakatrin@dv.is
Gera Grín á
Facebook
Bubbi Morthens fer hörðum orðum um Ingva Hrafn Jónsson:
InGvI ættI að Fara í meðFerð
n Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
nýkjörin þingmaður vinstri grænna
í Suðvesturkjördæmi, varð í fyrra-
dag móðir þegar maki hennar
Steinunn H. Blöndal
eignaðist þeirra fyrsta
barn. Þær Guðfríður
og Steinunn eignuð-
ust strák en þrátt fyrir
að barnið sé þeirra
fyrsta ætti Steinunn að
hafa verið vel undirbú-
in því hún starfar sem
ljósmóðir. Sá stutti lét
heldur betur bíða eft-
ir sér en Steinunn var
komin rúmlega tvær
vikur fram yfir settan
dag þegar hann lét
loksins sjá sig.
n Turtildúfurnar Beggi og Pacas
eru afar samrýmdar og mæta iðu-
lega saman í líkamsrækt í World
Class í Laugum. Eftir góða æfingu
og heita sturtu slaka kapparnir á
fyrir utan World Class og reykja
eina sígarettu – þó ekki alltaf sam-
an. Pacas finnst betra að njóta nikó-
tínsins með því að halla sér upp að
bifreið parsins á meðan Beggi röltir
um svæðið og tyllir sér stundum á
stein fyrir utan líkamsræktarstöð-
ina með sígarettu í hendi. Beggi og
Pacas eru eitt litríkasta par Íslands
og hafa verið fastagestir á síðum
blaðanna eftir að þeir báru sigur úr
býtum í sjónvarpsþættinum Hæð-
inni. Þá tekur parið ávallt virkan
þátt í Gay Pride-göngunni í ágúst
og er fólk sammála um að Pacas sé
oftar en ekki í
langflottasta
búningi há-
tíðarinnar.
Algjör þvæla bubbi segist aldrei
hafa skemmt starfsmönnum glitnis í
langá.
nýbökuð
móðIr
reykja eFtIr
ræktIna