Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 8
Föstudagur 12. júní 20098 Fréttir
Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
Fjarstýrðir bensínbílar
í miklu úrvali.
Hvað er títt kisulóra?
Tom Jones hefur verið hampað sem
merkasta lifandi Wales-manni, en í
skrám yfir forfeður hans er að finna
hinn nöturlega sannleika; Tom Jon-
es er sjötíu og fimm prósent ensk-
ur.
Samkvæmt manntalsskrám frá
1911, sem gerðar voru opinberar á
þriðjudaginn, var aðeins eitt af föð-
ur- og móðurforeldrum Toms Jones
velskt. Hin þrjú voru ekki af velsku
bergi brotin. Eins og við var að bú-
ast hafa þessar upplýsingar verið
reiðarslag fyrir áköfustu aðdáendur
sir Toms, en ólíklegt má telja að þeir
snúi baki við honum vegna þessa.
Langafinn alvelskur
Á löngum ferli sínum, sem hófst um
miðjan sjöunda áratug síðustu ald-
ar, hefur Tom Jones ávallt gert mikið
úr velskum uppruna sínum, en fað-
ir hans var kolanámumaður og Tom
fæddist í Trefforest í Pontypridd og
hefur lýst sjálfum sér sem „stoltum,
stoltum Wales-búa“.
Samkvæmt manntalsskrám frá
1911 var afi hans í föðurætt, James
Woodward, flutningamaður járn-
vörukaupmanns, fæddur í Gloucest-
er-skíri, og föðurmóðir Toms, Anne
Woodward, var frá Wilt-skíri.
Amma Toms í móðurætt, Ada
Jones, fæddist í Pontypridd en for-
eldrar hennar voru frá Somerset og
Wilt-skíri. Eini alvelski forfaðir Toms
Jones var langafi hans, Albert Jones,
námuverkamaður, sem fæddist í
Cardiff í Wales.
„Mikið áfall“
Margaret Owen, sagnfræðingur og
aðdáandi Toms til margra ára, var
furðu slegin vegna afhjúpunarinn-
ar. „Ég trúi þessu ekki. Tom er ímynd
velskrar karlmennsku um víða ver-
öld og hefur verið það svo áratugum
skiptir. Það er mikið áfall að upp-
götva að um æðar hans renni meira
enskt blóð en velskt, en við elskum
hann samt,“ er haft eftir Margaret á
vefsíðu The Times.
Tom Jones, Thomas Woodward,
fæddist 1940 og óx úr grasi í litlu
húsi við Laura-stræti í Trefforest
í Pontypridd. Þar söng hann með
bæjarhljómsveit, Tommy Scott and
the Senators, en breytti nafni sínu
endanlega áður en hann gaf út fyrsta
smellinn sinn It‘s Not Unusual árið
1965.
Grænu heimahagarnir
Eitt af frægustu lögum Toms Jones
er Green, Green Grass of Home sem
sagt var skírskotun til róta Toms og
uppruna í dalverpum Wales, en var í
raun samið af Bandaríkjamanni sem
óður til Bandaríkjanna.
En Tom lætur einskis ófreistað til
að ítreka velskan uppruna sinn og
stolt af bernskuslóðum sínum í
Pontypridd og meðal annars keypti
hann símaklefa sem eitt sinn stóð
við enda götunnar hans svo klefinn
gæti prýtt heimili hans í Los Angeles
í Bandaríkjunum og sagt er að Tom
Jones heimsæki reglulega vini sína
og vandamenn í Wales.
Sennilega þarf fleira til en nýj-
ustu upplýsingar um forfeður Toms
Jones til að aðdáendur hans setji
hann út af sakramentinu. Einn við-
mælenda The Times, Ann Hughes,
hyggst ekki snúa við honum baki:
„Þetta mun koma mörgum sem trúa
að Tom sé jafnvelskur og rauði drek-
inn og hátíðarliljan að óvörum. Blóð
hans er kannski enskt en því er dælt
af velsku hjarta. Hann er allur karl-
maður og allur velskur.“
Skiptar skoðanir
Hvað felst í nafni? spurði Júlía í leik-
riti Shakespeares Rómeó og Júlía
og nú er hægt að spyrja hvað felst í
þjóðerni og á hverju byggist það. Oft
er talað um stolta Íra, Skota og Wal-
es-búa, en sjaldan um stolta Eng-
lendinga.
Ljóst er á athugasemdum les-
enda The Times að vangaveltur um
þjóðerni Toms Jones eru ekki létt-
vægar fundnar. Sumir telja deginum
ljósara að Tom hafi siglt undir fölsku
flaggi með skírskotun til velskra róta,
en aðrir segja velskt þjóðerni hans
yfir allan vafa hafið. Svo eru þeir sem
einfalda umræðuna til mikilla muna
og segja að Tom Jones sé breskur og
óþarfi sé að flækja það mál frekar.
„Að hafa fæðst í hesthúsi ger-
ir mann ekki að hesti,“ var haft eft-
ir Wellington lávarði. Sagan segir að
Wellington hafi með orðum sínum
viljað hafna þeirri hugmynd að sú
slysni að hann hafi fæðst í Dyflinni
á Írlandi gerði hann að Íra.
Hvað er títt kisulóra? söng Tom Jones fyrir margt löngu. Nú þarf ekki að spyrja frekar því í ljós hefur
komið að velskar rætur Toms, sem hefur löngum verið talinn ímynd velskrar karlmennsku, eru grennri
og veikari en áður hefur verið talið.
„Blóð hans er kannski
enskt en því er dælt af
velsku hjarta. Hann er
allur karlmaður og all-
ur velskur.“
KoLbeinn þorSTeinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Tom Jones Velsk
karlmennska holdi klædd
á sviði árið 2007.
Anthony Hopkins
Leikarinn anthony Hopkins er einn
frægasti Wales-búi heims. Hann
fæddist í Port talbot í Wales og móðir
hans var af írsku bergi brotin, fædd
Yeats og mun hafa verið skyld írska
skáldinu William Butler Yeats.
Catherine Zeta-Jones
Leikkonan Catherine Zeta-jones á írska móður og velskan
föður. Leikkonan var skírð í höfuð móður sinnar, Catherine, og
móðurmóður sinnar, Zeta, og skartar því írskri arfleifð sinni
frekar en velskri. Catherine Zeta-jones býr í Bandaríkjunum og
hefur því fjarlægst heimahagana.
Sean Connery
sean Connery er frægur fyrir sinn sérstaka skoska hreim.
Connery fæddist í Edinborg, en faðir hans var af írskum ættum
og móðir hans skosk. Hingað til hefur enginn efast um að sean
Connery sé skoskur þrátt fyrir írsk tengsl föður hans.
rod Stewart Englendingurinn rod
stewart hefur löngum viljað bendla
sig við skotland og hefur ekki alltaf
ríkt sátt um þá viðleitni. Faðir rods
stewart var skoskur en móðirin ensk.
Shirley bassey
söngkonan shirley Bassey hefur
löngum verið talin ein af gersemum
Wales. Bassey er borin og barnfædd
í Wales og þrátt fyrir að faðir
hennar hafi verið nígeríumaður hafa
efasemdir um hvort hún sé velsk eða
ekki ekki verið háværar.