Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 46
Föstudagur 12. júní 200946 Helgarblað HIN HLIÐIN Gæti verið bróðir Jónsa Nafn og aldur? „Bjartur Guðmundsson, 27 ára.“ Atvinna? „Leikari.“ Hjúskaparstaða? „Í sambandi með dásamlegri konu.“ Fjöldi barna? „Ég er svo heppinn að eiga tvo yndislega stjúpsyni.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, ég átti einhver prósent í páfagauknum Kíkí meðan hann var og hét þegar ég var yngri.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Síðast fór ég á frábæra tónleika hjá Kristjönu Stef- ánsdóttur á Blúshátíð.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei, ég er svo voðalega löghlýðinn náungi þótt útlitið hafi verið svart um fimm ára aldurinn en þá fór faðir minn ansi margar ferðir með mig til að skila stolnum leikföngum.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Þröngu, gráu G-Star-gallabuxurnar mínar því þær eru töff.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Ég er svo jarðbundinn að ég bíð bara eftir hinsta degi til að komast til botns í þeim efnum.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég skammast mín hreint ekki neitt fyrir eitt ein- asta lag sem ég hef haldið upp á. Mér finnst svo gaman að því hvernig tónlistarsmekkurinn sveifl- ast eftir því hvar maður er staddur í lífinu. En einu sinni skammaðist ég mín fyrir að fíla Careless Whisper með George Michael.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Velflest með Led Zeppelin, ég er að gera konuna mína geðveika því ég hlusta ekki á neitt annað í bílnum.“ Til hvers hlakkar þú núna?’ „Að frumsýna Grease.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Little Miss Sunshine því hún er um svo ótrú- lega þversagnakennt og skemmtilegt fólk sem er stórfurðulegt þrátt fyrir að vera venjulegt. Kemur manni alltaf í gott skap.“ Afrek vikunnar? „Að fara araba-flikk á trégólfi.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei, ég trúi lítið á svoleiðis. Þá finnst mér máls- hátturinn Hver er sinnar gæfu smiður betra vega- nesti.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, já, ég glamra á gítar, munnhörpu og trommur.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Mér finnst það þurfi að laga til og breyta ansi mörgu í íslensku samfélagi og taka upp aðra mynt en krónuna en hvort Evrópusambandið sé leiðin skal ég ekki segja til um.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Þeir sem maður elskar, að hafa óbilandi trú á sjálfum sér og halda í drauma sína hvað sem aðrir kunna að segja um þá.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Mig hefur lengi langað að pikka upp heilann í Davíð Oddssyni.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Mér finnst alltaf spennandi að hitta kraftmikið, metnaðarfullt fólk með eldmóð í hjarta. Hvort það er frægt eða ekki skiptir engu máli.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, en ekki mörg. Þegar ég var níu ára samdi ég ljóð um jólin og gaf afa og ömmu. Vinkona ömmu minnar lét hana svo heyra að þetta væri leirburð- ur með meiru. En einhver sagði að maður þyrfti að moka upp tonni af drullu til að finna einn gull- mola. Til ykkar, ungu ljóðskáld: EKKI GEFAST UPP!“ Nýlegt prakkarastrik? „Faldi mig undir pappakassa fyrir utan eldhús- glugga á efri hæð Kaffibarsins og smyglaði mér svo inn um gluggann þegar tækifæri gafst.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Ég fékk að heyra um daginn að ég gæti verið bróð- ir Jónsa í Í svörtum fötum.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Já, en það er tromp sem verður notað á ögur- stundu.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, það finnst mér alls ekki.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Leynigjárnar í Mývatnssveit.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Horfi á fallegustu konu í heimi.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Veit það ekki.“ Bjartur Guðmundsson leikari hreppti hlutverk hins ofursvala danny Zuko í sönGleiknum Grease sem frumsýndur er á föstudaGinn. mynd karl petersson H u g sa s é r! S. 562 2104 Varahlutaverslunin Varahlutaverslunin Kistufell | Brautarholti 16 | Sími: 562 2104 | www.kistufell.is | kistufell@kistufell.is Legur NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 ... á Dalveg 16a Sími: 554 3430 Erum fluttir... 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.