Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. júní 2009 13Fréttir
„Ég er að fara til Bergen í Noregi að
vinna á gröfu. Ég verð í rauninni
í svipuðu starfi og ég var í,“ segir
Sturla Jónsson vörubílstjóri. Sturla
fékk vinnuna í gegnum kunnings-
skap og heldur á þriðjudaginn til
Noregs, þar sem hann segir næga
vinnu að fá. „Ég verð að vinna við
stærri framkvæmdir og vegagerð,
jarðvegsvinnu þar sem verið er að
reisa verksmiðjur,“ segir hann.
Sturla kvartar ekki yfir launun-
um sem hann fær í Noregi. „Ég byrja
á 180 norskum krónum á tímann og
maður heyrir að góðir gröfumenn
fari alveg upp í 250 krónur á tímann.
Þú dregur alveg vel fram lífið á þeim
launum,“ segir hann, en 180 norsk-
ar krónur samasvara á núgildandi
gengi 4.365 íslenskum krónum.
Sturla fer út á undan fjölskyldu
sinni og mun taka hálfgerða vertíð
á vinnuvélinni næstu mánuði. „Sá
sem ég er að vinna fyrir skaffar fæði
og húsnæði, maður þarf að koma
sjálfum sér fyrir þarna og finna að-
stöðu fyrir fjölskylduna.“
Ekki fýsilegt fram undan
Sturla er á því að fara fyrr en síðar
frá Íslandi, því hann hefur áhygg-
ur af því að svo gæti farið að sumir
hafi hreinlega ekki efni á flugmiða
frá Íslandi og lokist því af heima.
Hann nefnir sem dæmi að flugmið-
inn hans kosti um það bil 60 þús-
und krónur og brátt verði það alls
ekki á færi allra að borga það. „Það
verður ekki fýsilegt ástand hér í
haust. Ég eiginlega vorkenni fólkinu
sem verður hérna áfram. Samfélag-
ið sem slíkt gerir sér ekki grein fyr-
ir niðurskurðinum og hvað hann er
geigvænlegur.“
Börnin borgi ekki Icesave
Aðspurður um hvað hafi fyllt mæl-
inn hjá honum svarar Sturla því til
að það sé þjóðin sjálf. „Aumingja-
skapurinn í þjóðinni. Við eigum
svo miklar auðlindir og við eigum
að geta haft það svo gott, en lýður-
inn er svo heimskur. Eins og Hitl-
er sagði, ef þú vilt höfða til lýðsins,
þá skaltu tala þannig að sá heim-
skasti skilji þig, ég hef greinilega
ekki vitað hvað lýðurinn er vitlaus.
Ég er bitur út í íslenska þjóð og
hvers konar vesalingur hún er. Það
eru allir rosalega duglegir að röfla í
samkvæmum eða í boðum, en það
drullast enginn til að gera neitt af
viti. Maður getur ekki hjálpað fólki
sem vill ekki hjálpa sér sjálft,“ seg-
ir Sturla.
Það leynir sér ekki að Sturla er
spenntur fyrir því að reyna fyrir sér
í öðru landi. „Ég er spenntur. Ég
væri að ljúga stórt ef ég segði að ég
væri ekki spenntur. Því það verð-
ur bara eintómt volæði hér á landi
næstu 15 til 20 árin. Ég ætla ekki að
borga þessar skuldir sem er búið
að koma okkur í og ég vil heldur
ekki að börnin mín borgi þær. Þess
vegna fer ég af landinu.“
valgeir@dv.is
„Ég kom hingað 14. janúar og
hér finnst mér mjög fínt að vera.
Það er náttúrlega eins og hvert ann-
að, þegar maður flytur. Maður skil-
ur mikið eftir og þarf að læra nýtt
tungumál og það var aðalhindrun-
in hérna,“ segir Ingunn Pétursdótt-
ir bílstjóri sem flutti með vinkonu
sinni til Stafangurs í Noregi eftir
að hún missti vinnuna hér á landi.
Hún ákvað strax að drífa sig út eft-
ir atvinnumissinn, þar sem hún átti
kost á því að fá atvinnuleysisbætur
í þrjá mánuði á meðan hún bjó er-
lendis. Það tók hana tvo og hálfan
mánuð að fá vinnu á nýja staðnum
og því átti hún einungis tvær vik-
ur eftir á atvinnuleysisbótum. Hún
segist á þeim tíma hafa verið stað-
ráðin í að annaðhvort taka þeirri
vinnu sem byðist henni eða ein-
faldlega koma aftur heim. Hún fékk
hins vegar á endanum vinnu sem
bílstjóri hjá fyrirtækinu Tide Reiser
AS og unir sér vel þar.
„Það var mikið vesen að fá vinnu
hérna. Norska vinnumálastofnun-
in hjálpaði okkur hins vegar rosa-
lega mikið á meðan við vorum að
bíða eftir að fá vinnu. Það tók tvo og
hálfan mánuð að fá vinnu og það
stoppaði mörg fyrirtæki sem fengu
ferilskrána mína að ég var ekki með
tungumálið. Við vorum búnar að
að leita að vinnu um allan Noreg og
maður kom alls staðar að lokuðum
dyrum, hvað eftir annað. Það sýnir
kannski hvað maður er þver.“
Nú starfar hún sem rútubílstjóri
rétt fyrir utan Stafangur, hún er
vöknuð klukkan 5 á morgnana, en
starf hennar felst í að keyra farþega
á milli bæja þar sem lestin fer vana-
lega. Viðgerðir standa hins vegar
yfir á lestarkerfinu, þannig að hún
fékk þetta verkefni til 21. október.
„Það eru plúsar og mínusar við
allt. Maður er með vinnu og það
er einhvern veginn allt rólegra hér.
Umferðin er almennt kurteisari hér
en hjá okkur Íslendingum og það er
ekki jafnmikið stress hérna eins og
heima.“
Hún leggur áherslu á að fólk læri
tungumálið eins hratt og það getur.
„Það stoppaði okkur rosalega mik-
ið að við vorum ekki með tungu-
málið. En fólkið hérna úti er rosa-
lega forvitið um hvað gerðist heima
á Íslandi. Þegar ég segi fólki að vin-
ir okkar séu að missa vinnuna og
húsnæðið, blákaldan sannleikann,
er fólki greinilega ekki sama og
bregður við að frétta þetta.“
valgeir@dv.is
Sturla Jónsson, vörubílstjóri og aðgerðasinni, er farinn til
Noregs til að hefja nýtt líf. Hann ætlar ekki að bjóða börnum
sínum upp á að þurfa að borga skuldirnar vegna Icesave og
vill frekar borga skatta í Noregi.
Sturla Jónsson „Ég er bitur út í íslenska
þjóð og hvers konar vesalingur hún er.
Það eru allir rosalega duglegir að röfla
í samkvæmum eða í boðum, en það
drullast enginn til að gera neitt af viti.
Maður getur ekki hjálpað fólki sem vill
ekki hjálpa sér sjálft.“
vorkenni þeim
sem verða eftir
„Ég er bitur út í íslenska
þjóð og hvers konar
vesalingur hún er.“
Lærið tungumálið hratt
fLÓttinn frÁ ÍsLanDi
Spurður út í hvort einhverjar já-
kvæðar hliðar séu á landflótta Ís-
lendinga, segir Stefán að vissulega
sé um að ræða útflutning á atvinnu-
leysi. Það skapi öðrum tækifæri þeg-
ar störf fara að bjóðast aftur.
Unga fólkið vill út
Í Þjóðarpúlsi Capacent Gallup, sem
birtur var 8. apríl, kom í ljós að ríflega
þriðjungur þeirra sem eru á aldrin-
um 18–24 ára gæti hugsað sér að búa
í útlöndum og 23 prósent þeirra sem
eru á aldrinum 25–34 ára gætu hugs-
að sér að búa erlendis. Hins vegar
eru aðeins 3 prósent fólks 65 ára og
eldri sem vilja búa annars staðar en á
Íslandi. 17 prósent þeirra, sem segj-
ast geta hugsað sér að búa erlend-
is, nefndu Bandaríkin, jafnmarg-
ir nefndu Danmörku og 16 prósent
nefndu hin Norðurlöndin. 9 prósent
svarenda nefndu Kanada.
Hvað kostar að flytja búslóð?
Hjá Samskipum fengust þær upplýs-
ingar að greinileg aukning hefði verið
í búslóðaflutningum með gámaskip-
um það sem af er þessu ári, saman-
borið við sama tímabil á síðasta ári.
Fyrirspurnum um gámaflutninga
hefur einnig fjölgað mjög mikið, sam-
kvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.
Ekki fæst hins vegar uppgefið hversu
margar búslóðir hafa verið fluttar á
tímabilinu né heldur hver hlutfalls-
leg aukning er.
Hjá Eimskipi fengust þær upplýs-
ingar að algengt verð fyrir sjóflutning
á 20 feta búslóðargámi sé um það bil
240 til 250 þúsund krónur, ofan á það
bætast svo tryggingariðgjöld sem
eru 1 prósent af uppgefnu verðmæti
farmsins. Hjá Samskipum kostar 233
þúsund krónur að flytja gám til Árósa
í Danmörku, innifalið í því eru ýmis
gjöld og akstur á gámi í Reykjavík að
skipshlið.
Mjög erfið staða heimilanna
Samkvæmt nýjum tölum um stöðu
heimilanna, sem Seðlabanki Ís-
lands birti á fimmtudag, greiða sex
prósent heimila á landinu 90
prósent af ráðstöfunartekjum
sínum í íbúðarlán. Alls eru
8 prósent heimila með hús-
næðisskuldir sem eru 1000
prósent eða meira af árstekj-
um. Liðlega fjórðungur heim-
ila er með heildarskuldir sem nema
yfir 500 prósentum af árstekjum.
Þá eru 10 prósent heimila í land-
inu með bílalán þar sem skuldir
nema 100 til 150 prósentum af árs-
tekjum. 6 prósent heimila eru með
bílalán þar sem skuldir nema yfir
250 prósentum af árstekjum.
Samkvæmt tölum Seðlabank-
ans eru 23 prósent heimila með
óviðráðanlega greiðslubyrði. Fram
kom í DV í maí að liðlega þriðj-
ungur þjóðarinnar mun eftir tvö ár
búa við átthagafjötra ef spár Seðla-
banka Íslands um þróun fasteigna-
verðs ganga eftir. Að tveimur árum
liðnum munu um 40 prósent hús-
næðiseigenda skulda meira í hús-
um sínum en þeir geta fengið fyr-
ir þau.
Flýrð ekki undan skuldum
Þeir sem flytja af landi brott geta
ekki hlaupið frá skuldum sínum
hér á landi. Fjármálafyrirtæki hafa
ýmis úrræði til þess að elta skuld-
ara erlendis. Í svari lögfræðisviðs
Íslandsbanka við fyrirspurn DV
um hverning bankinn innheimti
skuldir fólks sem flytur lögheimili
sitt úr landi segir: „Séu aðilar sem
eru með lögheimili erlendis komn-
ir í veruleg vanskil við bankann á
Íslandi eru slíkar innheimtukröfur
sendar í innheimtu í gegnum lög-
mannsstofu sem er með sambönd
við aðrar lögfræðistofur um allan
heim. Bankinn reynir eftir fremsta
megni að innheimta veðskulda-
bréf með veði í fasteign á Íslandi
hér heima og er skuldara með lög-
heimili erlendis þá birt greiðslu-
áskorun í gegnum sendiráð í við-
komandi ríki.“
Danmörk: 337 manns
Noregur: 260 manns
Svíþjóð: 143 manns
Bandaríkin: 45 manns
Þýskaland: 34 manns
Bretland: 43 manns
Færeyjar: 19 manns
Finnland: 8 manns
*Tölur miðast við fyrstu þrjá mánuði
ársins. Listinn er ekki tæmandi.
þangað flytja
Íslendingar
Ingunn Pétursdóttir gat flutt atvinnuleysisbætur með sér út:
Ingunn Pétursdóttir „Það tók tvo
og hálfan mánuð að fá vinnu og
það stoppaði mörg fyrirtæki sem
fengu ferilskrána mína að ég var
ekki með tungumálið.“
„þetta er
bara neyð“
Hörður Úlfarsson er á leiðinni til
Kaupmannahafnar, þar sem hann
mun starfa á vinnuvél.
„Það er ekkert fram undan hér
á landi, þannig að maður verður
að gera eitthvað,“ segir hann. „Ég
er kominn með vinnu úti. Ég er
að bíða eftir svari um hvenær ég
get byrjað, en ég fer allavega fyrir
mánaðamót. Núna er ég bara að
reyna að leigja út íbúðina mína
hér áður en ég fer,“ segir Hörður
sem undirbýr brottflutning sinn
frá Íslandi.
Ástæðuna fyrir því að hann
ákvað að söðla um segir Hörður
fyrst og fremst vera verkefnaleysi
hér á landi.
„Þetta er búið að vera mjög
dapurt undanfarið og maður er
að flýja. Ég sé fram á að íslensk
stjórnvöld eru ekki að gera neitt,
þau eru frekar að draga saman en
að gera eitthvað gott, þannig að
það er betra að fara út núna frek-
ar en seinna. Það er bara almenn
svartsýni í þessari starfsgrein,
það eru ofboðslega margir búnir
að missa vinnunna, eða eru bara
í hálfu starfi. Það er mjög þungt
hljóðið í mönnum.“
Jafnvel þó ekki sé eftir miklu
að sækjast hér á landi er Hörður
ekki sérlega spenntur fyrir því að
flytjast búferlum.
„Þetta leggst bara mjög illa í
mig, en maður verður að gera
það. Þetta er bara neyð,“ segir
hann.
valgeir@dv.is
Hörður Úlfarsson fer til Danmerkur:
Sturla jónsson „Það verður
bara eintómt volæði hér á landi
næstu 15 til 20 árin.“
Mynd Kristinn