Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 4
Föstudagur 12. júní 20094 Fréttir
Sandkorn
n Ísfirðingar eru stútfullir af tor-
tryggni eftir að auglýst var eftir
forstöðumanni á Hlíf, dvalar-
heimili eldri borgara. Auglýs-
ingin birtist í bæjarblaðinu, BB,
í fyrradag og er einungis gefinn
níu daga
frestur til að
sækja um.
Kenningar
eru uppi um
að Halldór
Halldórs-
son bæjar-
stjóri og fé-
lagar hans í
Sjálfstæðisflokknum séu þegar
búnir að ákveða að setja einn
af sínum gæðingum í stöðuna.
En auðvitað kann það að vera
spuni einn og bæjarstjórinn sé
að flýta sér af allt öðrum ástæð-
um.
n Efnahagshrunið og afleiðing-
ar þess virðast eiga hug þjóðar-
innar með öllu. Bókin Hrunið
eftir Guðna Th. Jóhannesson
rauk beint í fyrsta sæti bók-
sölulista þessarar viku enda
seldist fyrsta prentun upp hjá
útgefanda á mánudaginn en
nýr skammtur var væntanlegur
fyrir helgi. Góð sala hefurverið
í öðrum bókum um efnahags-
ástandið, Sofandi að feigðarósi,
Ný framtíðarsýn og Stoðir FL
bresta. Tveir titlar til viðbótar
eru við það að detta í verslanir,
Íslenska efnahagsundrið eftir
Jón F. Thoroddsen og Hvítbók
Einars Más Guðmundssonar.
n Nokkur hiti hefur verið í um-
ræðum um afdrif ráðuneytis-
stjóranna Baldurs Guðlaugs-
sonar og Bolla Þórs Bollasonar
sem lentu á hálfgerðum ver-
gangi í kerfinu eftir að ríkis-
stjórn Geirs H. Haarde hraktist
frá völdum. Agnar Kristján
Þorsteinsson, sem hefur látið
til sín taka í mótmælum, fár-
aðist yfir því á Facebook-síðu
sinni að Baldur sé orðinn stjóri
í mennta-
málaráðu-
neytinu.
Lilja nokkur
Bolladótt-
ir gerði
hressilega
athugasemd
við boðskap
Agnars á
síðunni en hún er dóttir Bolla
Þórs. „Ég tek það fram að ég
þekki Baldur ekkert persónu-
lega, en er dóttir annars ráðu-
neytisstjóra sem bara var settur
frá, svo að ný ríkisstjórn gæti
„meikað statement“ um að hún
væri að gera eitthvað í málun-
um. Svo gerðu þau þetta, settu
tvo ráðuneytisstjóra í leyfi og
ráku þrjá seðlabankastjóra...
OG HVAÐ HAFA ÞAU SVO
GERT NÁKVÆMLEGA
EKKERT.“
Hafsteinn Númason bifreiðastjóri
segir farir sínar ekki sléttar af sam-
skiptum sínum við þjóðnýtt banka-
kerfi. Hann er einn þeirra fjölmörgu
sem eiga nú yfir höfði sér að fara á
vanskilaskrá í kjölfar bankahruns-
ins en kveðst þó yfirleitt hafa reynt
að standa í skilum. Hann hafði í
höndum samning og skuldabréf
um greiðslu liðlega hálfrar milljón-
ar króna skuldar af veltukorti hjá
SPRON þegar bankinn féll og komst
í hendur Kaupþings. Eftir það hefur
allt gengið á afturfótunum. Að sögn
Hafsteins kannast Kaupþing ekkert
við samninga og skuldabréf til fimm
ára og segist ekkert vilja við hann
semja fyrr en hann hafi greitt upp
nokkurra tuga þúsunda vanskil og
lögfræðikostnað. Hafsteinn og kona
hans Berglind M. Kristjánsdóttir eru
því í eins konar sjálfheldu.
Hallar á ógæfuhliðina
„Þegar krónan féll í fyrra byrjaði að
þrengja að mér eins og mörgum.
Ég hafði tekið myntkörfulán til bíla-
kaupa og hafði raunar verið hvattur
til þess af bankanum. Ég hef reynt
að standa í skilum þar til núna í vet-
ur að þetta virtist orðið óyfirstígan-
legt. Ég réð ekki við pakkann. Bæði
var að skuldirnar jukust og atvinn-
an minnkaði. Ég leitaði til Ráðgjaf-
arstofu heimilanna. Ég ráðlegg öll-
um að gera það. Maður réð ekki fram
úr neinu og allt virtist vonlaust. Farið
var yfir pakkann og gerð áætlun. Ég
mætti velvilja í bönkunum og var bú-
inn að fara hringinn með mín mál.
Hins vegar var ég með þetta veltu-
kort í SPRON sem ég missti í vanskil
og innheimtu hjá lögfræðingum. Það
var þá sem mér tókst að semja við
SPRON um greiðslu tæpra 600 þús-
unda á fimm árum með 10 til 11 pró-
senta vöxtum í mars. Þetta var með
innheimtu- og lögfræðikostnaði.
Síðan gerðist það að þegar ég ætla
að skila inn pappírunum var SPRON
fallinn og búið að setja skilanefnd á
vegum ríkisins yfir sparisjóðinn.“
Kaupþing tekur við
verkefnum SPRON
Nýja Kaupþing og skilanefnd SPRON
gerðu þjónustusamning eftir fall
sparisjóðsins helgina 21. og 22.
mars síðastliðinn. Hann felur með-
al annars í sér að Kaupþing annast
alla almenna þjónustu þótt útlán
og aðrar skuldbindingar heyri und-
ir skilanefnd SPRON. Þannig er ætl-
unin að Kaupþing annist öll útlán til
einstaklinga og fyrirtækja, svo sem
húsnæðislán, skuldabréf, erlend lán,
víxla og rekstrarlán í þágu skilanefnd-
ar SPRON. Samkvæmt tilkynningu
eftir yfirtöku SPRON átti Kaupþing
einnig að sjá um alla útlánavinnslu,
samskipti við skuldara, breytingar á
lánakjörum, greiðslufyrirkomulagi
og framlengingu og úrvinnslu lána í
vanskilum.
Himinhár lögfræðikostnaður
„Mér var vísað með skuldabréfið í
Kaupþing í Mjódd. Þar könnuðust
menn ekkkert við málið,“ segir Haf-
steinn. „Ég gat ekki gert neitt annað
en að leggja það inn hjá þeim til skoð-
unar. Mér var bent á að senda bréf til
skilanefndar SPRON, sem ég gerði
reyndar ekki. Nokkru seinna fékk ég
bréf frá lögfræðistofu. Þá er skuldin
komin í innheimtu aftur og búin að
hlaða á sig 90 þúsund króna viðbót-
arkostnaði. Ég fór í útibúið í Mjódd
í fyrradag og aftur í gær til að reyna
að greiða úr þessu. Mér var á endan-
um sagt að ég gæti samið líkt og ég
hafði gert við SPRON en fyrst yrði ég
að greiða upp yfirdrátt á greiðslukorti
sem kominn væri í eindaga og borga
upp lögfræðikostnaðinn upp á tæp
eitt hundrað þúsund. Ég tel ekki að
ég eigi að borga þann kostnað. Það
var ekki mér að kenna að SPRON féll
og samningur týndist sem skýtur svo
aftur upp kollinum með innheimtu-
þóknun og öðrum lögfræðikostnaði.
Manni fallast hendur.“
„Hef lifað annað eins af.“
Hafsteinn hefur mátt þola margt um
ævina og óhætt að segja að lífið hafi
leikið hann með afbrigðum grátt.
Hann missti þrjú ung börn í snjó-
flóðinu í Súðavík í janúar 1995. Fyr-
ir fáeinum árum missti hann dótt-
ur sína um þrítugt úr krabbameini.
Sjálfur lenti hann í alvarlegu bílslysi
árið 2001og var vart hugað líf. Hann
missti meðal annars sjón á öðru
auga í slysinu. Vegna tekjurýrnunar
í kjölfar bankahrunsins og hækkunar
skulda hefur hann neyðst til að leita
eftir frystingu húsnæðisskulda.
„Mér er stillt upp við vegg núna.
Ég berst um á hæl og hnakka og er
að reyna að losa um aðrar skuldir til
þess að forðast vanskil. Ég er ekki að
biðja um ölmusu. Ég vil bara fá frið
til að vinna mig út úr þessu. Hrunið
hefur alls staðar afleiðingar. Kannski
spilaði maður of djarft í góðæris-
ruglinu. En ég tók bara ráðgjöf hjá
mönnum í bönkunum sem virtust
hafa fjármálavit og sögðu hagkvæmt
að taka myntkörfulán. Þeir sögðu að
þótt krónan félli um 20 til 30 prósent
myndi ég ekki tapa. Allir vita hvern-
ig fór. Ég reiknaði með falli krónunn-
ar en gat ekki séð fyrir að henni yrði
hent í klósettið og sturtað niður. Nú
er þetta mál á leið fyrir dóm. Ég get
ekki gert neitt meira. Ég á ekki krónu.
Ég er búinn að gera allt sem ég get.
Ég fer á vanskilaskrá. Ég lifi það af. Ég
hef lifað annað eins af. En ég hef ekki
verið vanskilamaður allt mitt líf en
ég get ekkert gert núna. Ég setti ekki
þjóðina á hausinn heldur bankarnir.
Nú eru þetta ríkisbankar og þeir fara
að manni með meira offorsi nú en
áður. Þetta er hart en ég stend þetta
af mér.“
Hundrað þúsund króna innheimtukostnaði lögfræðinga er velt yfir á Hafstein Núma-
son bifreiðastjóra sem virðist einvörðungu vera til kominn vegna óreiðu við flutning
á starfsemi SPRON yfir til Kaupþings eftir fall sparisjóðsins. Hann segist ávallt hafa
reynt að standa í skilum um ævina en nú stefni í óefni.
Ber kostnað af
týndum samningi
JóHaNN HauKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
„Það var ekki mér að kenna að SPRON féll og
samningur týndist sem skýtur svo aftur upp koll-
inum með innheimtuþóknun og öðrum lögfræði-
kostnaði. Manni fallast hendur.“
Súðavík Fáir hafa mátt þola viðlíka
raunir og Hafsteinn og eiginkona hans
en þau misstu þrjú ung börn í snjóflóði í
súðavík í janúar 1995.
óbugaður „Ég hef lifað annað eins af. En
ég hef ekki verið vanskilamaður allt mitt
líf en ég get ekkert gert núna. Ég setti ekki
þjóðina á hausinn heldur bankarnir,“ segir
Hafsteinn númason. myNd KRiStiNN