Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 44
Föstudagur 12. júní 200944 Sakamál
Helen Jewett myrt Helen jewett var háklassa vændis-
kona í new York á fjórða áratug nítjándu aldar. Helen var myrt í apríl 1836
og vakti morðið, réttarhöldin sem fylgdu og sýknudómur yfir meintum
morðingja hennar mikla athygli og fönguðu athygli fjölmiðla þess tíma.
Helen jewett hét réttu nafni dorcas doyen og hóf feril sinn í vændinu í
Maine-fylki undir fölsku nafni, en endaði bæði feril sinn og ævi í new York
Lesið um morðið á Helen jewett í næsta helgarblaði dV.
Aðgerð jólAsveinn
Eric, Parick og Samúel svifust einskis til að komast yfir peninga. Marjorie var opin stúlka og féll fyrir Eric
enda vissi hún ekki að hann væri úlfur í sauðargæru. Á heigulslegan hátt komu þremenningarnir Marjorie
í opna skjöldu, myrtu hana og gerðu sér glaðan dag með peningum hennar.
Þeir kölluðu sig Aðgerð jólasveinn-
inn, voru þrír að tölu, án markmiðs
í lífinu og atvinnulausir. Þeir voru
hrottafullir og eini tilgangur dag-
legs lífs þeirra var að komast yfir
fé með hverjum þeim hætti sem
hugsast gat, öðrum en með vinnu.
Þegar einhverjum þeirra lánað-
ist að koma höndum yfir annarra
manna fjármuni eða bankakort
sendi viðkomandi, sigrihrósandi
smáskilaboð til hinna: „Jólasveinn-
inn er kominn“ og síðan var farið í
verslunarleiðangur.
Blinduð af ást
Marjorie Vigouroux var af allt öðru
sauðahúsi. Marjorie var tvítug að
aldri og starfaði sem öldrunar-
hjúkrunarfræðingur í Nimes í suð-
urhluta Frakklands, á sama sjúkra-
húsi og móðir hennar.
Marjorie kynntist Eric Martin-
ez, forsprakka jólasveinsgengis-
ins, í gegnum netið og hann heill-
aði hana upp úr skónum með tali
á rómantískum nótum og boðum
á fína veitingastaði og fyrr en varði
varð hún ástfangin af honum. Lít-
ið vissi hún um þá grimmd og það
miskunnarleysi sem bjó innra með
honum.
Marjorie hafði með skynsemi
terkist að safna 3.000 evrum inn á
bankareikning sinn og þegar leið
að jólum 2003 hafði hún borið
upphæðina saman við lista yfir þá
sem hún hugðist gefa jólagjöf það
árið. Sér til mikillar furðu tók hún
eftir að þrjú eyðublöð voru horfin
úr ávísanahefti hennar.
Móðir Marjorie spurði hvort
ekki væri mögulegt að Eric hefði
tekið þrjár óútfylltar ávísanir, en
Marjorie var blinduð af ást: „Nei,
það er ekki mögulegt. Eric myndi
aldrei gera slíkt.“
Páskasunnudagur 2004
Samband Erics og Marjorie hélt
áfram með rómantísku snakki og
veitingahúsaferðum. Daginn fyr-
ir páskasunnudag 2004 bauð Eric
henni til stefnumóts á heimili
hans.
Árla kvölds á páskasunnudag
bar Marjorie að garði í íbúð Erics,
en Eric var ekki einn heldur voru
þar einnig Patrick, bróðir Erics, og
Samúel, vinur bræðranna.
Marjorie var í eðli sínu opin og
vingjarnleg stúlka, en engu að síður
fékk hún strax illan bifur á Samúel
og ekki bætti úr skák að engu líkara
var en þeir hefðu beðið hennar.
Að sjálfsögðu hafði Marjoeie
ekki hugmynd um að Samúel hafði
um morguninn hringt í fjölda vina,
en enginn hafði viljað eyða páska-
sunnudegi með honum. Það var
ekki fyrr en hann hringdi í Patrick
að hann var boðinn velkominn og
einnig lofað að það yrðu stúlkur í
boðinu.
Samúel kom til bræðranna um
tvöleytið og mikil drykkja upphófst
og ákváðu þremenningarnir að
dópa Marjorie þegar hún kæmi og
ræna hana síðan.
Barin með steikarpönnu
„Við ákváðum að gera henni fyrir-
sát. Patrick hafði falið þunga eldun-
arpotta á bak við sjónvarpið, reiðu-
búna til að nota til að berja hana í
höfuðið,“ sagði Samúel síðar.
Marjorie kom þremenningun-
um á óvart með því að koma inn
í íbúðina án þess að hafa hringt
dyrabjöllunni.
„Þegar hún stefndi á eldhúsið
gaf Eric henni koss, tók síðan upp
steikarpönnu og barði hana í höf-
uðið. Marjorie hrataði aftur á bak
og sagði: „Eric, hvað ertu að gera?““
sagði Samúel við yfirheyrslur.
Við höggið hrasaði Marjorie í
áttina að Patrick sem stjakaði henni
til Samúels. „Hún rétti handleggina
að mér. Ég lamdi hana fimm sinn-
um með potti,“ sagði Samúel.
Marjorie mátti sín lítils og þrátt
fyrir að hún reyndi að verjast voru
höggin svo þung að hringarnir á
fingrum hennar brotnuðu.
Ætlaði aldrei að deyja
„Þetta tók allt of langan tíma.
Hún ætlaði ekki að deyja. Því tók ég
lausan hluta borðs og lamdi hana
þrisvar sinnum. Mér fannst best
að binda enda á þjáningar hennar.
Við börðum hana allir – við hætt-
um fyrst þegar við töldum hana
dauða,“ sagði Eric.
Síðan settu Patrick og Samú-
el plastpoka yfir höfuðið á henni
til að koma í veg fyrir að einhverj-
ir hlutar andlits hennar yrðu eftir.
„Þá hrópaði einhver okkar: „Hún
hreyfist! Hún hlýtur að vera enn á
lífi!“ Svo ég gaf henni eitt högg til
viðbótar,“ sagði Eric.
Morðingjarnir þrír vöfðu lík
Marjorie inn í teppi og drógu það
niður stiga fjölbýlishússins. Lík-
inu var síðan hent í farangursrými
bíls Samúels: „Ég ók til heimil-
is mömmu minnar og setti líkið í
frystikistu í bílskúrnum.“ Samúel
vildi vera öruggur ef Marjorie væri
ekki dáin og tók því garðsláttuvél
og setti ofan á lok frystikistunnar.
Jólasveinninn kominn
Daginn eftir fékk Amandine Salvi,
vinkona Erics, smáskilaboð: „Að-
gerð jólasveinn! Við erum rík! –
Eric.“ Amandine vissi hvað skila-
boðin þýddu og hóaði í Anthony
Gigot, kærastann, og sagði að hóp-
urinn myndi hittast á McDonalds.
Hópurinn bókaði herbergi á
hóteli og skemmti sér konunglega,
enda með ávísanahefti Marjor-
ie í farteskinu. Amandine var ekki
mjög ólík Marjorie og framvísaði
ávísunum á báða bóga.
Á meðan illfyglin úðuðu í sig
kræsingum sagði Eric Amandie og
Anthony að þeir hefðu myrt Marj-
orie. Tveimur dögum síðar flæktu
Amandine og Anthony sig enn
frekar í morðið þegar þau fóru með
Eric, Patrick og Samúel í bílskúr-
inn, tóku líkið, óku til Aigues-Mort-
es og hentu því í einn kanalinn.
Auðrakin slóð
Eftir að líkið fannst tók ekki langan
tíma að fá úr því skorið af hverjum
það væri, enda hafði móðir Marj-
orie tilkynnt hvarf hennar til lög-
reglunnar. Lögreglan rannsakaði
kortafærslur á korti Marjorie og
fyrr en varði leiddi slóðin til hand-
töku Erics Martinez, Patricks og
Samúels, auk Amandine og Anth-
onys.
Andrúmsloftinu í réttarsalnum
er best lýst með orðum lögfræð-
ings fjölskyldu Marjorie, sem hann
beindi gegn sakborningum: „Þið
eruð allir heiglar. Heiglar því þið
réðust á unga stúlku, heiglar því
þið voruð þrír gegn einni, heiglar
því þið réðust að henni aftan frá,
heiglar því þið notuðuð vopn gegn
andvaralausu, varnarlausu fórnar-
lambi.“
Eric og Patrick fengu lífstíðar-
dóm og Samúel fékk þrjátíu ára
fangelsisdóm. Amandine og Anth-
ony fengu tólf ára dóm hvort.
uMsjón: koLbeinn þorsteinsson, kolbeinn@dv.is
Marjorie Vigouroux Var
blinduð af ást til verðandi
morðingja síns.