Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 34
Föstudagur 12. júní 200934 Helgarblað „Undir lokin vildi hann helst bara ræða um viðskipti og ég skildi hann vel. Við náðum mjög vel saman,“ segir hún og söknuðurinn í röddinni leynir sér ekki. Aðspurð hvort hana sé ekki farið að langa að setjast í helg- an stein og njóta sinnar velgengni og rólegheitalífs segir hún slíkar hugs- anir stundum sækja á hana. Hún þekki sig hins vegar og viti vel að hún hafi ekki eirð í sér til að hanga og gera ekki neitt. „Það væri voða gam- an að spila bara golf og leika mér en ég fengi fljótt leið. Ég þarf á áskorun og vissri ögrun að halda og svo hef ég líka svo óskaplega gaman af starfinu mínu.“ Mikilvægast að elska Sambýlismaður Svövu, Björn Svein- björnsson, starfar sem framkvæmda- stjóri NTC. Svava segir að þau Björn passi vel upp á samband sitt og að þau vinni vel saman enda hafi þau bæði gaman af vinnunni. „Við Bjössi eigum líka vel skap saman og getum hlegið mikið sem er alveg frábært. Sameiginlegur húmor gerir gott sam- band enn betra,“ segir Svava og bæt- ir við að Björn sé jarðbundinn, dug- legur og traustur. „Bjössi er naut eins og Linda systir mín og mér finnst það mjög gott merki. Það er alltaf stutt í húmorinn hjá honum og hann er yndislegur maður sem er jafnfalleg- ur utan sem innan.“ Aðspurð hvað henni finnist mikil- vægast í lífinu nefnir Svava heilsuna. „Það að vera heilsuhraust og að vera innan um yndislegt fólk sem mað- ur elskar og vera elskaður á móti. Þá einhvern veginn rúllar allt í rétta átt og brosið færist yfir mann,“ segir hún og brosir breiðu brosi og bætir svo við að þau Björn séu dugleg við að gera eitthvað skemmtilegt sam- an, líkt og að spila golf, renna fyrir lax, ferðast eða spila á spil þar sem þau leggja jafnvel eitthvað undir. Auk þessa á Svava sér fjölbreytt fé- lagslíf. Hún hefur lært söng í Söng- skóla Maríu Bjarkar ásamt vinkonu sinni Jóhönnu Waagfjörð og hefur nú líka tekist að draga soninn með sér í sönginn. „Mér finnst alveg ótrúlega skemmtilegt að syngja og sonurinn var bara nokkuð áhugasamur. Það verður spennandi að sjá hvort hann heldur áfram á næsta ári,“ segir hún en Svava tekur líka virkan þátt í kven- veiðifélaginu Happy Hookers ásamt móður sinni, Kristínu Johansen, og situr í stjórn Félags kvenna í at- vinnurekstri. „Mamma er svo hress og skemmtileg. Hún er mikil veiði- kona og ég er heppin að eiga þessar frábæru stundir með henni í ánni,“ segir hún og bætir við að FKA sé fé- lag 700 sterkra kvenna úr viðskipta- lífinu. „Ég ráðlegg konum í atvinnulíf- inu að ganga í þennan hóp því það er mjög styrkjandi, þarna er gott tengla- net og áhugaverðir fyrirlestrar. Ég hef mjög gaman af að umgangast alls konar fólk og er mikið fyrir að stúd- era stjörnumerki. Vinkonur mínar eru yfirleitt í sömu merkjunum og það er engin tilviljun,“ segir hún og bætir við að hún eigi mjög góðar og traustar vinkonur sem séu hressar og duglegar konur. Uppskerum eins og við sáum Svava er ein af þeim sem virðast verða glæsilegri með hverju árinu. Það er þess vegna kannski ekkert skrítið að hún óttast ekki að eldast heldur fagnar reynslunni. „Ég tek aldrinum fagnandi og vildi að sem flestum liði þannig. Aldur er hug- arfar eins og Bára Sigurjónsdóttir heitin sannaði. Hún var 84 ára þeg- ar hún dó og var alltaf jafnglæsileg. Hún spáði aldrei í aldur fólks og átti vini eins og mig sem voru 40 árum yngri en hún. Sjálfri þykir mér auð- velt að umgangast mér eldra fólk og líka mun yngra. Aðalatriðið er að vera sáttur við sig. Ef maður hefur skilað góðri vinnu í að rækta sjálfan sig og senda góða strauma fær mað- ur það til baka því er það ekki alltaf þannig að maður uppsker það sem maður sáir? Sem betur fer hef ég of- næmi fyrir ýmsum óhollum mat svo ég verð að halda mig við hollustuna. Það er ágætt að vera í vissu aðhaldi því ef maður er ósáttur við líkama sinn líður manni ekki vel. Mér finnst samt ekki flott þegar konur eru of grannar, sérstaklega þegar þær eru komnar yfir þrítugt,“ segir hún og bætir við að hún sæki reglulega tíma hjá Lóló, vinkonu sinni, sem sé einkaþjálfari í Laugum, svona til að styrkja líkama jafnt sem sál. „Ég tel það forréttindi að búa í landi sem býður upp á jafnflotta aðstöðu og Laugar gera. Í gegnum tíðina hef ég skoðað margar lík- amsrækarstöðvar erlendis og engin jafnast á við þessa. Ég ólst líka upp í Laugarásnum og sótti þá Laug- ardalslaugina daglega. Kannski þess vegna elska ég að horfa út um gluggann á laugina á meðan ég æfi inni í sal og rifja upp fallegar æsku- minningar.“ Stolt af því að vera íslensk Svava hefur verið á faraldsfæti síðustu sumur en í ár ætlar hún að ferðast um Ísland. Hún seg- ist spennt en harðneitar að sofa í tjaldi. „Frekar svæfi ég í fjörunni því ég fæ innilokunarkennd í tjaldi. Ég ætla hins vegar að njóta þess að vera hér heima í stað þess að rjúka burt af landinu. Ég á ættir að rekja austur á firði og ætla mér að skoða þann hluta landsins auk þess sem ég á eftir að ferðast um Vestfirðina. Mig langar ekkert til útlanda en ætla að njóta þessarar perlu sem við höfum hér heima,“ segir hún kát og horfir björtum augum fram á veginn. „Við eigum heima á fal- legasta og besta landi í heimi, eig- um tærasta loftið og besta vatnið. Hér er að finna mestu orku sem fyrirfinnst og hún endurspeglast í dugnaði okkar. Ég er mjög stolt af því að vera íslensk. Ég elska land- ið og vil hvergi annars staðar búa. Það hefur ekkert breyst hjá mér. Enda íhaldssöm steingeit,“ segir hún hlæjandi og bætir við að það sé hennar tilfinning að uppbygg- ing íslenska samfélagsins muni eiga sér stað á næstu þremur til fimm árum. „Ísland verður áfram gamla góða Ísland enda vorum við ham- ingjusöm fyrir góðærið. Það verð- ur bara áhugavert að sjá hvernig við stöndum þetta af okkur og ég hef fulla trú á að við gerum það með stæl, eins og allt annað.“ Indíana Ása Hreinsdóttir „Þetta var svo sem í lagi fyrir mig sjálfa en ég á ungan son og umfjöllunin fór fyrir brjóstið á honum og það særði mig. Það verður að vera skilningur á þessu hjá blaðamönn­ um.“ Ofurhetjur „Mér finnst til dæmis fólk vera orðið eðlilegra aftur. Það myndaðist einhver dýrkun á „ofurhetjum“ sem margfölduðu félög sín á stuttum tíma,“ segir svava um góðærið sem ríkti hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.