Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 24
Föstudagur 12. júní 200924 Umræða Að gAngA í björg Um daginn sat ég í stúkunni hjá knatt-spyrnufélaginu mínu og horfði á leik. Rétt hjá mér var þrettán ára gamall strákur að taka upp leikinn fyrir liðið. „Metnaður hjá mínu liði,“ hugsaði ég en spáði ekki meira í það. Stuttu síðar fóru tveir litlir strákar, kannski svona fimm eða sex ára, að vesenast í honum. Reyna að öskra í myndavélina og stökkva fyrir hana. Gerði ég þá eitthvað sem gamalt fólk gerir og komst að því um leið hversu gamall ég er að verða. Ég kallaði reiður á strákana: „Halló! Strákar! Látið hann í friði og setjist niður!“ Litlu drengirnir grófu höfuðið í bringuna og gengu niðurlútir til sæta sinna eins og móðir þeirra væri að senda þá snemma í háttinn. Þegar heim var komið varð mér hugsað til atviksins og ég fór að spá í hvað dagar og tímar unglinga hafa breyst frá því maður sjálf-ur spásseraði um ganga Réttarholtsskóla, vel merktur Kani eða Tommy Hillfiger. Reyndar er þetta eitthvað sem ég hef spáð í lengi. Ég er ekki sá elsti í bransanum, rétt að verða tuttugu og fimm ára, en hversu mikið líf og hegðan unglinga, meira að segja barna, hefur breyst er fáránlegt að spá í. Bloggið, og nú síðar Facebook, hefur verið eins og bylting í mál-um unglinga. Blogg var varla til þegar ég var í Réttó og til þess að komast í partí um hverja helgi þurfti að leggja mikið á sig. Hóp-ur krakka sem ég hékk með hittist alltaf á föstudagskvöldum á Stjörnutorgi Kringlunnar eftir skóla og hékk þar fram á kvöld. Ógeðslega unglingalegt, ég veit. Þar var hringt og hringt þar til einhver fann partí og þegar það heppnaðist var lagt af stað. Stundum var meira að segja gengið í partíin og kippti enginn sér upp við að rölta úr Kringlunni og jafnvel efst upp í Árbæ eða í Vesturbæinn. Í partíið átti að halda. Í dag eru partíin bara auglýst á bloggi eða Facebook fyrir alla að sjá. Hefði sparað okkur tíma allavega. Það er líka eins og unglingar séu orðnir heimskari, þó mín kynslóð hafi eflaust ekkert verið á leiðinni að finna upp nýtt og betra hjól á sínum tíma. Fyrir fáeinum árum var ég að rölta inn í Esso á Ártúns-höfðanum þegar ekki deginum eldri en fjórtán ára stelpa rölti að mér og bað mig um að kaupa sígarettur fyrir sig. Ég neitaði því en var síð- an samferða svona þrítugum partí-pinna á leiðinni út sem rétti stelpunni sígarettur um leið og við gengum út um dyrnar. Hann sagði henni síðan að hún væri gífurlega sæt og bauð henni og vinkonum hennar í partí sem hann var að fara í. Án þess að hika steig barnahjörðin upp í bílinn með manninum og keyrði á brott. Eitt hafa þó ungling-ar í dag misst. Virð-ingu yngri krakka eða ógnina sem stafaði af þeim. Þegar ég var að alast upp í Bústaðahverfinu staf- aði ógn af unglingum. Ungl- ingar voru einfaldlega það hættulegasta sem maður gat ímyndað sér. Menn með eftirnöfn eins og Dópisti og Sækó minnkuðu ekkert þann ótta. Það var líka þannig að ef þú varst með kjaft í kringum þá voru afleiðingar af því. Ég er alls ekki að segja að barsmíðar séu góð lausn en maður vissi þó allavega allt- af hvar maður stóð og hvað maður mátti gera. Eitt sinn þegar ég var tólf ára, til þess að vera svalur, lofaði ég upp í ermina á mér að kaupa butterfly-hníf af manninum sem kenndur var við dópista. Ég ætlaði að kaupa hann á fimm þúsund kall. Ég átti engan fimm þúsund kall árið 1996. Það var eins og milljón er í dag. Viku seinna með miklum trega tjáði ég dópistanum að ég gæti ekkert greitt þetta. Borgaði honum þó þúsund krónur sem ég hafði unnið mér inn með garðverkum í sekt og talaði ekki við hann meira. Vini hans fannst þetta þó ekki nægileg refsing og lofaði að berja mig næst þegar hann sæi mig. Grínlaust yfirgaf ég ekki húsið í viku um hásumar og safnaði meira að segja upp mikilli sekt á spólu sem ég hafði tekið stuttu áður. Vinir mínir stríddu mér á því en þegar þessi sami maður komst svo í fréttirnar fyrir að stinga jafnaldra sinn á háls létu þeir mig í friði. Aðeins fimm árum síðar var ég í spilakassa í sjoppu nálægt FB þar sem ég stundaði þá nám. Þar komu litlir krakkar úr skólunum í grennd og voru að vesenast í mér og félaga mínum. Þegar ég sagði þeim að drulla sér í burtu vottaði ekki fyrir hræðslu eða virðingu. Einn strákurinn, svona átta ára gamall gæti ég giskað á, horfði bara á mig á móti og sagði mér að halda kjafti. Og ef ég hlýddi því ekki myndi hann ná í bróður sinn og líf mitt yrði á enda runnið. Hann talaði þó kannski ekki alveg svona. Það var meira svona að bróðir hans myndi „fokking berja mig í klessu“. Fólk starði á mig í sjoppunni og beið eflaust eftir því að ég myndi rassskella barnið. Ég hins vegar gerði ekkert og rölti bara aftur í skólann, hugsandi um hvað hefði gerst þarna. Átta ár eru á milli þess að þetta gerðist og þegar ég hundskammaði litlu strákana á knattspyrnuvell- inum um daginn. Það hefur margt breyst á þessum árum. Og líka ég. Ég er orðinn gamall, svo mikið er víst. UnglingUrinn orðinn gAmAll Tómas Þór Þórðarson skrifar ICESLAVE-leikritið Á fimmtudagskvöldið 4. júní fæ ég fundarboð með sms um áríðandi fund í stjórnarráðinu snemma næsta morgun – það kemur ekki fram í sms-inu um hvað fundurinn mun fjalla. En ég þarf ekki annað en að kíkja á visir.is til að fá upplýsing- ar um fundarefnið: ICESAVE. Okkur í Borgarahreyfingunni höfðu reyndar borist upplýs- ingar um að það ætti að skrifa undir á fimmtudeginum og því vorum við að róa að því öllum árum að koma saman ályktun um að þennan samning yrði að bera undir þingið áður en skrifað yrði upp á – við buðum hinum minnihlutaflokkunum að taka þátt eins og hefð er fyr- ir. Sigmundur Davíð spyr síð- an SJS 3. júní hvort það standi til að skrifa undir og svarið var NEI. SJS kemur svo til okkar Þórs og segir þetta allt á við- kvæmu stigi – já svo viðkvæmu að ekki mætti ekki einu sinni kalla þetta samninga, heldur könnunarumleitun og að und- ir samninginn yrði ekki ritað á næstu dögum. Við Þór erum svo hrekklaus að við trúð- um karlinum og ákváðum að vanda betur til verksins fyrst að þetta yrði ekki á dagskrá á næstu dögum. Ég er líka frek- ar einföld og trúi yfirleitt fólki til að starfa af heilindum, þess vegna varð ég öskureið þegar ég kemst að því að þessi fundur á föstudagsmorguninn var kynn- ing á samningunum sem var búið að skrifa og átti bara eftir að setja stafina við. Ég var svo reið að ég fann blóðið krauma en reyndi samt að halda kúl- inu á fundinum með „pabba og mömmu“ eins og SJS kallaði þau í viðtali við DV. Ég spjallaði aðeins við samningaforingjann Svavar og reyndi að vara hann við að þetta meinta eignasafn væri köttur í sekknum. En hann hlustaði svo sem ekki á mig og var sannfærður í sínum kynning- um að það væri gott að losna við þessar byrðar af sínum herðum. Ég bað um gögn og upplýsingar um eignasafn og var því lofað há- tíðlega að það kæmi innan tíðar, já, jafnvel sama dag. Enn hef ég ekki fengið það sem ég bað um – fékk reyndar einhverja pappíra í dag frá samninganefndinni á fundi utanríkisnefndar sem voru í skötulíki og til einskis annars brúks en að setja í klósettpapp- írsgerð/endurvinnslu. Sjónarspilið hélt áfram allan föstudaginn og mikið var talað um glæsileik samningsins. Auð- vitað brann í manni blóðið af reiði yfir þessum afglöpum og þeirri hættu sem samningurinn bakaði þjóðinni, því var einstaklega gott að sjá öldu mótmæla sem hóf- ust á netinu og enduðu fyrir utan þing á mánudaginn þegar fjár- málaráðherra flutti skýrslu um málið sem reyndar varð að ótta- lega leiðinlegu pexi um allt ann- að en hans eigin ábyrgð í málinu. Ég var óhemju eirðarlaus inni í þingsal heyrandi í mótmælun- um dauflega innan veggja þings- ins og þvældist um við glugg- ana til að heyra taktinn – réð loks ekki við mig og opnaði einn glugga út á Austurvöll þannig að taktur búsáhalda ómaði um stutta stund aðeins hærra inni á þingi. Svo laumaði ég mér út og talaði aðeins við fólkið sem var úti og fannst raddir þeirra miklu sannari en þær sem pexuðu inni á þingi. Þær geymi ég innra með mér og geri mitt besta til að láta þær óma inni á þingi þegar færi gefst. „Hin mikla frelsishetja Suður-Ameríku, Bolivar, lét hin fleygu orð falla: „Ef þú vilt kynnast manneskju, gefðu henni völd.“ Ég hef fylgst með ráðamönnum þjóðarinnar umbreytast þegar þeir setjast á valdastóla. Það sem mér dettur helst í hug er að þau gangi í björg og verði að umskiptingum,“ seg- ir Birgitta Jónsdóttir í dagbók þingmannsins. HELGARPISTILL Illa svikin „sjs kemur svo til okkar Þórs og segir þetta allt á viðkvæmu stigi – já svo viðkvæmu að ekki mætti einu sinni kalla þetta samninga.“ Frelsishetjan simon Bolivar leiddi stóran hluta suður-ameríku til sjálfstæðis á fyrstu áratugum nítjándu aldar. Mótmælt við Alþingi „Því var einstaklega gott að sjá öldu mótmæla sem hófust á netinu og enduðu fyrir utan þing.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.