Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 43
Föstudagur 12. júní 2009 43Sport
Næsti áfaNgastaður
Eiðs smára?
Jenson Button hefur verið meira og
minna aukaleikari í Formúlu 1 síðan
hann kom til leiks árið 2000. Hann
kom þá úr Formúlu 3 til Williams-
liðsins en gerði engar rósir. Eins og
Breta sæmir var þó mikið fjölmiðla-
fár í kringum hann enda átti Button
að verða næsta stórstjarnan eins og
svo margir sem koma inn í íþrótt-
ina. Útlit hans skemmdi heldur ekk-
ert fyrir enda þótt gengið á brautinni
hafi ekki verið gott fram að þessu
hefur ekkert vantað upp á áhuga á
kappanum vegna útlits hans.
En nú er öldin önnur. Button er
ekki bara sæti strákurinn sem alltaf
tapar heldur vinnur hann mót eftir
mót, alls sex af fyrstu sjö keppnum
ársins og hefur tuttugu og sex stiga
forystu á næsta mann sem vill svo til
að er liðsfélagi hans, Rubens Barr-
icello.
Þráði einn sigur
Á fyrstu sex tímabilum sínum keyrði
Button fyrir fjögur lið. Williams, Ben-
etton, Renault og svo í þrjú ár með
BAR. Besta árið hans var 2004 með
BAR en þar náði hann þriðja sæti í
heimsmeistarakeppninni, þó án þess
að vinna svo mikið sem eina keppni
og ná aðeins einum ráspól. Árið eft-
ir náði hann í sinn annan ráspól en
gengið í heimsmeistarakeppninni
varð ekki jafngott.
Button skipti yfir til Honda árið
2006 og þegar tólf keppnir voru bún-
ar af mótinu hafði hann náð ein-
um ráspól og komist einu sinni á
pall. Enn hafði hann ekki unnið sig-
ur. Hann fór í viðtal í vinsæla breska
bílaþættinum Top Gear þar sem
hann yfirlýsti að draumurinn væri
að vinna allavega eina keppni áður
en hann hætti. Svartsýnin var orðin
mikil. Viti menn, í næstu keppni eftir
þáttinn hafði hann sigur í Ungverja-
landskappakstrinum. Fleiri urðu þó
sigrarnir ekki. Í fyrra og tímabilið
2007 gekk Button afleitlega á döpr-
um Honda-bíl og endaði hann í 15.
og 16. sæti heimsmeistarakeppninn-
ar.
Töfrabíll Ross Brawn
Jenson Button man eflaust ekki eftir
síðustu níu tímabilum sínum í Form-
úlu 1. Hann keyrir nú Brawn GP-bíl-
inn sem snillingurinn Ross Brawn,
maðurinn á bak við magnaðan ár-
angur Michaels Schumacher, smíð-
aði upp úr rústum Honda. Fyrir utan
að vera ótrúlegur verkfræðingur er
Brawn einnig kapítuli út af fyrir sig
þegar kemur að liðsstjórn í keppni.
Hann virðist alltaf skrefinu á undan
andstæðingnum og ekki skemmir
fyrir að vera alltaf með besta bílinn.
Button virðist ósnertanlegur
það sem af er og hefur unnið sex af
sjö mótum ársins. Fyrsta mótið fór
fram í lok mars og það síðasta í byrj-
un júní. Hefur Button því sexfaldað
sigra sína í Formúlu 1 á rétt ríflega
tveimur mánuðum ásamt því að ná
fleiri ráspólum á þeim tíma en hann
hefur náð frá komu sinni í Formúlu
1. Það getur lítið sem ekkert komið
í veg fyrir að Jenson Button hampi
heimsmeistaratitlinum í ár og upp-
skeri fyrir níu ár af grámyglu og með-
almennsku.
Jenson Button er kóngurinn í Formúlu 1 þessa dagana. Hann
hefur unnið sex af fyrstu sjö mótum ársins og leiðir stigakeppni
ökumanna með yfirburðum. Umskiptin á gengi hans eru ævin-
týri líkust þar sem hann hafði aðeins unnið eina keppni á níu
árum fyrir mótið í ár. Brawn GP-bíllinn sem hann er á er krafta-
verki líkastur og lítið sem getur komið í veg fyrir fyrsta heims-
meistaratitil Bretans.
sExfaldaði
sigraNa
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
GeNGi JeNSONS BuTTON í FORMúlu 1
2000: Williams, 12 stig - 8. sæti (Enginn ráspóll, enginn sigur)
2001: Benetton, 2 stig - 17. sæti (Enginn ráspóll, enginn sigur)
2002: renault, 14 stig - 7. sæti (Enginn ráspóll, enginn sigur)
2003: Bar, 16 stig - 9. sæti (Enginn ráspóll, enginn sigur)
2004: Bar, 85 stig - 3. sæti (Einn ráspóll, enginn sigur)
2005: Bar, 37 stig - 9. sæti (Einn ráspóll, enginn sigur)
2006: Honda, 56 stig - 6. sæti (Einn ráspóll, einn sigur)
2007: Honda, 6 stig - 15. sæti (Enginn ráspóll, enginn sigur)
2008: Honda, 3 stig - 18. sæti (Enginn ráspóll, enginn sigur)
2009: Brawn gP, 61 stig - 1. sæti (7 keppnir búnar, fjórir ráspólar)
Jenson Button
ræður nú ríkjum í Formúlu
1 eftir níu döpur ár.
Ross Brawn smíðaði bíl
sem Button vinnur allt á.
ATVINNA
Afleysingafólk vantar í uppvask á
veitingastaðinn Við Tjörnina.
Upplýsingar í síma 863-8066
inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif-
stofustjóri Íþrótta- og tómstunda-
„Við lítum svo á að börnin séu
að taka þátt í formlegu frístunda-
starfi á frístundaheimilunum en
þar fer fram margs konar starf-
semi sem er sniðin að aldri þeirra
og þörfum. Þá taka ekki öll börn
sem sækja frístundaheimilin þátt
í öðru frístundastarfi og þótti
ástæða til að gefa foreldrum þeirra
möguleika á að nýta kortið til að
greiða niður dægradvölina. Það
skal þó tekið fram að full vistun á
frístundaheimili kostar um 8.000