Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 18
Jónsmessunótt á Fimmvörðuhálsi og Útivistargleði í Básum Helgina 19.-21. júní Skráning í síma 562 1000 18 Föstudagur 12. júní 2009 Helgarblað sér. Í þessu felst mikið gagnsæi. Ég tel að þetta sé lífsspursmál fyrir lítið sam- félag eins og íslensku þjóðina. Það er hægt að skoða Ísland sem eins konar kennsludæmi um afleið- ingar þess þegar losað er um reglu- verk og fjármálastarfsemi gefinn laus taumurinn. Ísland getur verið dæmi um hversu langt er hægt að ganga. En þetta er með svipuðu móti í Bandaríkj- unum og á Bretlandi þar sem ástandið er alvarlegt og engin leið að vita hvað framtíðin ber í skauti sér þar. Þess vegna nær áhugi á íslenska banka- hruninu langt út fyrir landsteinana.“ Víkur ekki frá kröfum sínum Fram kom á Alþingi og í fjölmiðlum fyrir helgina að forsætisráðherra, fjár- málaráðherra og dómsmálaráðherra hefðu fullan hug á að verða við kröf- um Evu Joly um aukinn mannafla til rannsókna á mögulegum efnahags- brotum í tengslum við bankahrunið, aðstöðu og fleira. Kvisast hafði út að Eva væri komin á fremsta hlunn með að hætta afskiptum af rannsókninni. Í samningi sem gerður var við hana fyrr í vetur er ákvæði um að hún veiti ráðgjöf til ársloka 2010 en samning- urinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu. „Ég óska þess innilega að rann- sóknin gangi vel og skili árangri. Þau skilaboð sem ég hef látið frá mér fara snúast um þau meðul sem ég tel að verði að vera til staðar til þess að svo megi verða. Það er krefjandi að reyna að breyta veruleikanum, en mér finnst ég bera ábyrgð.“ Vinnuhestur frá 16 ára aldri Eins og fram kom í upphafi spjalls- ins við Evu Joly er hún orðin þing- maður á Evrópuþinginu. Spyrja má hvort hún hafi tíma til að sinna öllum þessum verkefnum og hvort þing- mennskan og ráðgjöfin hér á landi geti farið saman. „Þú þekkir mig greinilega ekki en hefur lesið ýmislegt eftir mig. Ég hef unnið átján tíma á sólarhring síðan ég var 16 ára. Ég hef alltaf verið í tvö- faldri vinnu. Ég vann fulla vinnu með menntaskólanum. Ég tók fínt lög- fræðipróf og vann námsárin og var jafnframt í móðurhlutverkinu á þeim tíma. Ég bætti við mig framhalds- námi, vann meðfram því og var í móð- urhlutverkinu. Ég hef stundað ábyrgð- arstörf í hundrað kílómetra vegalengd að heiman, stundum vann ég á næt- urnar. Svona mætti áfram telja. Sem þingmaður á Evrópuþinginu finnst mér að það geri mér gagn að vera tengd ákveðinni rannsóknarvinnu og geta fylgt eftir rannsókninni hér. Þetta eins og bætir hvort annað upp. Á þing- inu verða teknar fyrir spurningar um nýja löggjöf um eftirlit með fjármála- mörkuðum svo dæmi sé tekið. Þá er gott að vera í góðu sambandi við raun- veruleg viðfangsefni. Þetta vefst með öðrum orðum ekkert fyrir mér.“ Sannleiksnefnd og réttarkerfi Hér á landi halda margir því fram að réttast hefði verið að ráða ein- vörðungu útlendinga til rannsókna á öllum þáttum bankahrunsins, ekki síst vegna smæðar þjóðfélags- ins og þess kunningjaveldis sem hér kann að ríkja. Hvað segir Eva um slík rök? „Þetta er vandi hér á Íslandi. En ég held að Ísland sé réttarríki. Sann- leiksnefndir eru frekar verkfæri sem grípa þarf til í þróunarlandi. Maður setur ekki á fót sannleiksnefnd í rétt- arríki. Þar er stuðst við réttarkerfið sjálft. Maður dregur fólk fyrir dóm.“ Valdið Þeir sem mögulega hafa framið efnahagsbrot geta haldið uppi vörnum með ógnunum. Sektin Margir virðast álíta að reglan um sakleysi uns sekt er sönnuð eigi að koma í veg fyrir rannsóknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.