Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 40
Föstudagur 12. júní 200940 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Guðfinna Snæbjörnsdóttir fyrrv. félagsmálastjóri garðabæjar Guðfinna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Ingi- marsskólan- um, stundaði nám við Hús- mæðraskólann í Reykjavík og nám í píanóleik í sjö ár. Guðfinna sinnti heimilisstörf- um og barnauppeldi og starfaði síðan hjá bæjarsjóði Garðabæj- ar 1968-99, fyrst sem félagsmála- stjóri og síðar ellimálafulltrúi. Guðfinna var formaður félags- málaráðs Garðabæjar 1972-86, sat í stjórn hjálparsjóðs Garðasóknar og í stjórn Kvenfélags Garðabæj- ar. Hún starfaði í Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar frá 1969, var í fram- boði í hreppsnefnd og síðar bæj- arstjórn og var varabæjarfulltrúi, var formaður nefndar um málefni aldraðra á vegum Garðabæjar og sat í stjórn Byggingafélags eldri íbúa í Garðabæ. Guðfinna var stofnforseti ITC Gerðar í Garðabæ og var þing- skaparleiðari í II. ráði ITC á Ís- landi. Fjölskylda Guðfinna giftist 13.5. 1950 Össuri Sigurvinssyni, f. 23.8. 1929, lést af slysförum 22.6. 1965, húsasmíða- meistara. Hann var sonur Sigur- vins Össurarsonar stórkaupmanns og Guðrúnar Kristjánsdóttur hús- móður sem bæði voru frá Kollsvík í Rauðasandshreppi. Börn Guðfinnu og Össurar eru Snæbjörn Tryggvi Össurarson, f. 7.9. 1950, rekstrarfræðingur, bú- settur í Garðabæ, kvæntur Maríu Baldursdóttur snyrtifræðingi; Guðrún Helga Össurardóttir, f. 4.12. 1951, húsmóðir í Bessastaða- hreppi, gift Brynjólfi Steingríms- syni húsasmíðameistara; Bjarni Sigurvin Össurarson, f. 27.9. 1954, viðskiptafræðingur í Malmö, kvæntur Britt Andersen hótel- stjóra; Birgir Össurarson, f. 14.1. 1960, byggingaverkfræðingur í Stokkhólmi; Ómar Össurarson, f. 12.5. 1962, húsasmiður í Reykja- vík, kvæntur Steinunni Geirsdótt- ur skrifstofumanni; Hulda Sigríð- ur Össurardóttir, f. 25.12. 1963, húsmóðir í Stokkhólmi, gift Mark- úsi Jóhannessyni húsasmið; Mar- grét Össurardóttir, f. 13.4. 1965, matreiðslumeistari í Hafnarfirði, gift Albert Þórðarsyni málara- meistara. Foreldrar Guðfinnu voru Snæ- björn Tryggvi Ólafsson, f. 1899, d. 1984, skipstjóri frá Gesthúsum í Bessastaðahreppi, og k.h., Sigríð- ur Jóakimsdóttir, f. 1906, d. 1986, húsmóðir frá Brekku í Hnífsdal. 80 ára á mánudag 90 ára á sunnudag Stefán Guðmundsson fyrrv. oddviti í túni í HraungerðisHreppi Stefán fæddist í Túni og ólst þar upp. Hann stundaði nám í jarðvinnslu á tilraunastöðinni á Sámsstöðum vorið 1936 og lauk búfræðiprófi frá Hvann- eyri 1939. Stefán stundaði búskap við bú föð- ur síns í Túni til 1946, bjó þar síðan fé- lagsbúi í félagi við Einar, bróður sinn, til 1957, og með Hafsteini, syni sínum, frá 1976, en Bjarni, sonur Stefáns, tók þar við búi 1993. Stefán er fimmti ætt- liður sinnar ættar sem býr í Túni. Stefán var formaður Nautgripa- ræktarfélags Hraungerðishrepps 1946-78, formaður Búnaðarfélags Hraungerðishrepps 1947-80, sat í stjórn Hrossaræktarfélagsins 1950-70 og í Sauðfjárræktarfélaginu um ára- bil frá 1953, sat í hreppsnefnd Hraun- gerðishrepps 1950-94 og var þar odd- viti 1966-94. Hann sat í héraðsnefnd Árnessýslu, var formaður Ræktunar- sambands Flóa og Skeiða 1957-83 og formaður Flóaáveitufélagsins 1969- 98. Þá sat Stefán í stjórn Framsókn- arfélags Árnessýslu 1970-78 og sat í Brunavarnarnefnd Árnessýslu. Fjölskylda Stefán kvæntist 1.6. 1946 Jórunni Jó- hannsdóttur, f. 1.12. 1920, d. 13.11. 2000, húsfreyju. Hún var dóttir Jó- hanns Bjarna Loftssonar, útgerð- armanns, formanns og bónda að Sölkutóft á Eyrarbakka, og Jónínu Hannesdóttur frá Stóru-Sandvík, hús- freyju. Börn Stefáns og Jórunnar eru Jó- hann, f. 30.8. 1946, vélstjóri við Búr- fellsvirkjun, búsettur á Selfossi, kvæntur Þórunni Sigurðardóttur frá Hlemmiskeiði en börn þeirra eru Stefán og Guðlaug Erla og sonur Þór- unnar er Sigurður Óli; Ragnheiður, f. 14.12. 1947, húsmóðir og ritari á bæj- arskrifstofunum í Garðabæ, þar bú- sett, gift Guðjóni Á. Luther, rafvirkja úr Reykjavík, og eru börn þeirra Arnþór Heimir, Ragnar Heiðar og Áslaug Þor- björg; Guðmundur, f. 19.12. 1948, bú- fræðikandidat og bóndi í Hraungerði, kvæntur Guðrúnu H. Jónsdóttur frá Akranesi og eru synir þeirra Stefán og Jón Tryggvi; Hafsteinn, f. 25.10. 1953, búfræðingur, bóndi og smiður í Túni II, kvæntur Guðfinnu S. Kristjánsdótt- ur úr Vestmannaeyjum og eru börn þeirra Jórunn Edda, Kristján Helgi og Ívar Freyr; Vernharður, f. 31.3. 1956, búfræðingur og bifreiðastjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna, búsettur á Selfossi, kvæntur Auði Atladóttur úr Garðabæ og eru börn þeirra Harpa Lilja og Markús Árni, og synir Auð- ar eru Atli og Einar; Jónína Þrúður, f. 18.5. 1957, matvælafræðingur í Kópa- vogi, gift Halldóri Sigurðssyni, raf- eindavirkja úr Reykjavík og eru börn þeirra Berglind Rósa, Hugrún Jórunn og Bjarni Guðni; Bjarni, f. 3.12. 1963, bútæknifræðingur og bóndi í Túni, kvæntur Veroniku Narfadóttur frá Hoftúnum í Staðarsveit og eru börn þeirra Guðmundur, Birgitta Kristín, Stefán Narfi og Jórunn Fríða. Systkini Stefáns: Bjarni, f. 26.1. 1908, d. 4.4. 2000, sérleyfis-, vöru- og hópferðabílstjóri í Túni; Guð- rún, f. 28.12. 1910, d. 27.4. 1996, hús- freyja í Hraungerði, var gift Sigmunda Ámundasyni bónda og eignuðust þau fjögur börn; Guðfinna, f. 3.9. 1912, d. 8.7. 2000, húsfreyja og tréskurðar- kona í Vorsabæ, var gift Stefáni Jas- onarsyni, bónda þar og eignuðust þau fimm börn; Jón, f. 7.3. 1914, d. 4.3. 2000, sérleyfisbílstjóri og síðar húsvörður Landsbanka Íslands á Sel- fossi, var kvæntur Rut Friðriksdóttur, húsmóður og starfskonu á Sjúkra- húsi Suðurlands, og eignuðust þau þrjú börn; Einar, f. 17.9. 1915, d. 15.5. 1994, bóndi í Túni og síðar húsasmið- ur í Reykjavík; Unnur, f. 31.7. 1921, húsmóðir og tréskurðarkona í Reykja- vík, var gift Herði Þorgeirssyni húsa- smíðameistara. Foreldrar Stefáns voru Guðmund- ur Bjarnason, f. 26.3. 1875, d. 8.6. 1953, bóndi í Túni, og k.h., Ragnheið- ur Jónsdóttir frá Skeggjastöðum, f. 12.5. 1878, d. 4.3. 1931, húsfreyja. Ætt Guðmundur var sonur Bjarna, b. í Túni Eiríkssonar. Móðir Bjarna var Hólmfríður Gestsdóttir, systir Guð- mundar í Vorsabæjarhjáleigu, lang- afa Stefáns í Vorsabæ. Hólmfríður var dóttir Gests, b. í Vorsabæ Guðna- sonar, og Sigríðar Sigurðardóttur, systur Bjarna Sívertsens riddara. Ragnheiður var dóttir Jóns, b. á Skeggjastöðum í Flóa Guðmunds- sonar, b. á Skeggjastöðum, bróð- ur Björns, langafa Ágústs Þorvalds- sonar, alþm. á Brúnastöðum, föður Guðna, fyrrv. ráðherra og fyrrv. for- manns Framsóknarflokksins, en systir Ágústs var Kristjana, móð- ir Guðjóns Guðmundssonar, fyrrv. alþm.. Guðmundur var sonur Þor- valds, b. í Auðsholti Björnsson- ar, bróður Knúts, langafa Hannes- ar, ritstjóra og þjóðskjalavarðar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteins- sona. Móðir Ragnheiðar var Guðrún Bjarnhéðinsdóttir, b. í Þjóðólfshaga í Holtum Einarssonar, og Guðrúnar Helgadóttur, b. á Markaskarði Þórð- arsonar, bróður Tómasar, langafa Tómasar, föður Þórðar í Vallatúni, safnvarðar í Skógum. Móðir Guð- rúnar var Ragnheiður Árnadóttir, b. í Garðsauka Egilssonar, pr. í Út- skálum Eldjárnssonar, bróður Hall- gríms, langafa Jónasar Hallgríms- sonar skálds, og Þórarins, langafa Kristjáns Eldjárn forseta. Stefán og fjölskylda hans verða með afmæliskaffi og taka á móti sveitungum, ættingjum og vinum í félagsheimilinu Þingborg, á afmæl- isdaginn, sunudaginn 14.6. milli kl. 15.00 og 18.00. Sigrún Birna fæddist á Akureyri en ólst upp á Reyðarfirði. Hún var í Grunnskóla Reyðarfjarðar, lauk stúdentsprófi frá VÍ 1999, stundaði nám við KHÍ og lauk þaðan kenn- araprófi 2003. Sigrún Birna bar út DV og fleiri blöð á Reyðarfirði, vann í fiski og rækju á unglingsárunum, starfaði í gróðrarstöðinni hjá Blómavali í Reykjavík, vann við bókasafn VÍ. Hún hóf kennslu við Grunnskól- ann á Reyðarfirði 2003 og hefur verið þar kennari síðan. Sigrún hefur verið bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð frá 2006 fyrir Fjarða- listann og er formaður félags- málanefndar Fjarðabyggðar. Fjölskylda Eiginmað- ur Sigrúnar Birnu er Jó- hann Eðvald Benediktsson, f. 26.4. 1974, mannvirkjastjóri hjá Fjarðabyggð. Synir Sigrúnar Birnu og Jó- hanns Eðvalds eru Jóel Freyr Jó- hannsson, f. 2.4. 2000; Mikael Þór Jóhannsson, f. 13.10. 2003; Bene- dikt Brúnsteð Jóhannsson, f. 6.1. 2009. Systur Sigrúnar Birnu eru Guð- rún Helga Rúnarsdóttir, f. 25.10. 1972, fasteignasali í Hafnarfirði; Ragnheiður Ingibjörg Elmars- dóttir, f. 6.12. 1980, textílkennari á Reyðarfirði; Gerður Rún Rúnars- dóttir, f. 12.5. 1989, nemi í Reykja- vík. Foreldrar Sigrúnar Birnu: Guð- rún Rúnarsdóttir, f. 20.12. 1961, forstöðumaður bókasafnsins á Reyðarfirði, og Björn Þór Árnason, f. 29.9. 1958, d. 31.10. 1989, skip- stjóri á Dalvík. Fósturfaðir Sigrúnar Birnu er Rúnar Jóhannsson, f. 23.1. 1950, hafnarvörður á Reyðarfirði. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á laugardag Sigrún Birna Björnsdóttir kennari og bæjarfulltrúi í fjarðabyggð Magnea Vattnes Hallgrímsdóttir Húsmóðir í grindavík Magn- ea fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til tíu ára ald- urs en síðan í Vestmanna- eyjum. Hún hefur ver- ið búsett í Grindavík frá 2002. Magnea var í Flataskóla, Álfta- nesskóla og síðan í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum. Þá stundaði hún nám við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Magnea hóf störf við fisk- vinnslu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum 1996, stundaði afrgreiðslustörf hjá Kaupfélaginu í Vestmannaeyjum í nokkur ár og hefur stundað verslunarstörf í Grindavík, m.a. hjá Nettó. Fjölskylda Eiginmaður Magneu er Sigurjón Már Guðmundsson, f. 6.4. 1973, sjómaður. Börn Magneu og Sigurjóns eru Viktoría Líf Sigurjónsdóttir, f. 17.8. 2001; Gabríel Freyr Sigurjónsson, f. 23.2. 2006; óskírð Sigurjónsdótt- ir, f. 14.4. 2009. Systkini Magneu eru Sævar Þór Hallgrímsson, f. 31.8. 1980, starfs- maður hjá Jarðborunum, búsettur í Reykjavík; Sædís Bára Hallgríms- dóttir, f. 21.4. 1987, húsmóð- ir í Hafnarfirði; Hákon Örn Hall- grímsson, f. 14.2. 2008. Foreldrar Magneu eru Hall- grímur Steinar Rögnvaldsson, f. 13.8. 1959, verkstjóri hjá Pétursey – fiskvinnu, í Vestmannaeyjum, og Helga Vattnes Sævarsdóttir, f. 12.1. 1959, verslunarkona í Hafn- arfirði. 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.