Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Síða 40
Föstudagur 12. júní 200940 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Guðfinna Snæbjörnsdóttir fyrrv. félagsmálastjóri garðabæjar Guðfinna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Ingi- marsskólan- um, stundaði nám við Hús- mæðraskólann í Reykjavík og nám í píanóleik í sjö ár. Guðfinna sinnti heimilisstörf- um og barnauppeldi og starfaði síðan hjá bæjarsjóði Garðabæj- ar 1968-99, fyrst sem félagsmála- stjóri og síðar ellimálafulltrúi. Guðfinna var formaður félags- málaráðs Garðabæjar 1972-86, sat í stjórn hjálparsjóðs Garðasóknar og í stjórn Kvenfélags Garðabæj- ar. Hún starfaði í Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar frá 1969, var í fram- boði í hreppsnefnd og síðar bæj- arstjórn og var varabæjarfulltrúi, var formaður nefndar um málefni aldraðra á vegum Garðabæjar og sat í stjórn Byggingafélags eldri íbúa í Garðabæ. Guðfinna var stofnforseti ITC Gerðar í Garðabæ og var þing- skaparleiðari í II. ráði ITC á Ís- landi. Fjölskylda Guðfinna giftist 13.5. 1950 Össuri Sigurvinssyni, f. 23.8. 1929, lést af slysförum 22.6. 1965, húsasmíða- meistara. Hann var sonur Sigur- vins Össurarsonar stórkaupmanns og Guðrúnar Kristjánsdóttur hús- móður sem bæði voru frá Kollsvík í Rauðasandshreppi. Börn Guðfinnu og Össurar eru Snæbjörn Tryggvi Össurarson, f. 7.9. 1950, rekstrarfræðingur, bú- settur í Garðabæ, kvæntur Maríu Baldursdóttur snyrtifræðingi; Guðrún Helga Össurardóttir, f. 4.12. 1951, húsmóðir í Bessastaða- hreppi, gift Brynjólfi Steingríms- syni húsasmíðameistara; Bjarni Sigurvin Össurarson, f. 27.9. 1954, viðskiptafræðingur í Malmö, kvæntur Britt Andersen hótel- stjóra; Birgir Össurarson, f. 14.1. 1960, byggingaverkfræðingur í Stokkhólmi; Ómar Össurarson, f. 12.5. 1962, húsasmiður í Reykja- vík, kvæntur Steinunni Geirsdótt- ur skrifstofumanni; Hulda Sigríð- ur Össurardóttir, f. 25.12. 1963, húsmóðir í Stokkhólmi, gift Mark- úsi Jóhannessyni húsasmið; Mar- grét Össurardóttir, f. 13.4. 1965, matreiðslumeistari í Hafnarfirði, gift Albert Þórðarsyni málara- meistara. Foreldrar Guðfinnu voru Snæ- björn Tryggvi Ólafsson, f. 1899, d. 1984, skipstjóri frá Gesthúsum í Bessastaðahreppi, og k.h., Sigríð- ur Jóakimsdóttir, f. 1906, d. 1986, húsmóðir frá Brekku í Hnífsdal. 80 ára á mánudag 90 ára á sunnudag Stefán Guðmundsson fyrrv. oddviti í túni í HraungerðisHreppi Stefán fæddist í Túni og ólst þar upp. Hann stundaði nám í jarðvinnslu á tilraunastöðinni á Sámsstöðum vorið 1936 og lauk búfræðiprófi frá Hvann- eyri 1939. Stefán stundaði búskap við bú föð- ur síns í Túni til 1946, bjó þar síðan fé- lagsbúi í félagi við Einar, bróður sinn, til 1957, og með Hafsteini, syni sínum, frá 1976, en Bjarni, sonur Stefáns, tók þar við búi 1993. Stefán er fimmti ætt- liður sinnar ættar sem býr í Túni. Stefán var formaður Nautgripa- ræktarfélags Hraungerðishrepps 1946-78, formaður Búnaðarfélags Hraungerðishrepps 1947-80, sat í stjórn Hrossaræktarfélagsins 1950-70 og í Sauðfjárræktarfélaginu um ára- bil frá 1953, sat í hreppsnefnd Hraun- gerðishrepps 1950-94 og var þar odd- viti 1966-94. Hann sat í héraðsnefnd Árnessýslu, var formaður Ræktunar- sambands Flóa og Skeiða 1957-83 og formaður Flóaáveitufélagsins 1969- 98. Þá sat Stefán í stjórn Framsókn- arfélags Árnessýslu 1970-78 og sat í Brunavarnarnefnd Árnessýslu. Fjölskylda Stefán kvæntist 1.6. 1946 Jórunni Jó- hannsdóttur, f. 1.12. 1920, d. 13.11. 2000, húsfreyju. Hún var dóttir Jó- hanns Bjarna Loftssonar, útgerð- armanns, formanns og bónda að Sölkutóft á Eyrarbakka, og Jónínu Hannesdóttur frá Stóru-Sandvík, hús- freyju. Börn Stefáns og Jórunnar eru Jó- hann, f. 30.8. 1946, vélstjóri við Búr- fellsvirkjun, búsettur á Selfossi, kvæntur Þórunni Sigurðardóttur frá Hlemmiskeiði en börn þeirra eru Stefán og Guðlaug Erla og sonur Þór- unnar er Sigurður Óli; Ragnheiður, f. 14.12. 1947, húsmóðir og ritari á bæj- arskrifstofunum í Garðabæ, þar bú- sett, gift Guðjóni Á. Luther, rafvirkja úr Reykjavík, og eru börn þeirra Arnþór Heimir, Ragnar Heiðar og Áslaug Þor- björg; Guðmundur, f. 19.12. 1948, bú- fræðikandidat og bóndi í Hraungerði, kvæntur Guðrúnu H. Jónsdóttur frá Akranesi og eru synir þeirra Stefán og Jón Tryggvi; Hafsteinn, f. 25.10. 1953, búfræðingur, bóndi og smiður í Túni II, kvæntur Guðfinnu S. Kristjánsdótt- ur úr Vestmannaeyjum og eru börn þeirra Jórunn Edda, Kristján Helgi og Ívar Freyr; Vernharður, f. 31.3. 1956, búfræðingur og bifreiðastjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna, búsettur á Selfossi, kvæntur Auði Atladóttur úr Garðabæ og eru börn þeirra Harpa Lilja og Markús Árni, og synir Auð- ar eru Atli og Einar; Jónína Þrúður, f. 18.5. 1957, matvælafræðingur í Kópa- vogi, gift Halldóri Sigurðssyni, raf- eindavirkja úr Reykjavík og eru börn þeirra Berglind Rósa, Hugrún Jórunn og Bjarni Guðni; Bjarni, f. 3.12. 1963, bútæknifræðingur og bóndi í Túni, kvæntur Veroniku Narfadóttur frá Hoftúnum í Staðarsveit og eru börn þeirra Guðmundur, Birgitta Kristín, Stefán Narfi og Jórunn Fríða. Systkini Stefáns: Bjarni, f. 26.1. 1908, d. 4.4. 2000, sérleyfis-, vöru- og hópferðabílstjóri í Túni; Guð- rún, f. 28.12. 1910, d. 27.4. 1996, hús- freyja í Hraungerði, var gift Sigmunda Ámundasyni bónda og eignuðust þau fjögur börn; Guðfinna, f. 3.9. 1912, d. 8.7. 2000, húsfreyja og tréskurðar- kona í Vorsabæ, var gift Stefáni Jas- onarsyni, bónda þar og eignuðust þau fimm börn; Jón, f. 7.3. 1914, d. 4.3. 2000, sérleyfisbílstjóri og síðar húsvörður Landsbanka Íslands á Sel- fossi, var kvæntur Rut Friðriksdóttur, húsmóður og starfskonu á Sjúkra- húsi Suðurlands, og eignuðust þau þrjú börn; Einar, f. 17.9. 1915, d. 15.5. 1994, bóndi í Túni og síðar húsasmið- ur í Reykjavík; Unnur, f. 31.7. 1921, húsmóðir og tréskurðarkona í Reykja- vík, var gift Herði Þorgeirssyni húsa- smíðameistara. Foreldrar Stefáns voru Guðmund- ur Bjarnason, f. 26.3. 1875, d. 8.6. 1953, bóndi í Túni, og k.h., Ragnheið- ur Jónsdóttir frá Skeggjastöðum, f. 12.5. 1878, d. 4.3. 1931, húsfreyja. Ætt Guðmundur var sonur Bjarna, b. í Túni Eiríkssonar. Móðir Bjarna var Hólmfríður Gestsdóttir, systir Guð- mundar í Vorsabæjarhjáleigu, lang- afa Stefáns í Vorsabæ. Hólmfríður var dóttir Gests, b. í Vorsabæ Guðna- sonar, og Sigríðar Sigurðardóttur, systur Bjarna Sívertsens riddara. Ragnheiður var dóttir Jóns, b. á Skeggjastöðum í Flóa Guðmunds- sonar, b. á Skeggjastöðum, bróð- ur Björns, langafa Ágústs Þorvalds- sonar, alþm. á Brúnastöðum, föður Guðna, fyrrv. ráðherra og fyrrv. for- manns Framsóknarflokksins, en systir Ágústs var Kristjana, móð- ir Guðjóns Guðmundssonar, fyrrv. alþm.. Guðmundur var sonur Þor- valds, b. í Auðsholti Björnsson- ar, bróður Knúts, langafa Hannes- ar, ritstjóra og þjóðskjalavarðar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteins- sona. Móðir Ragnheiðar var Guðrún Bjarnhéðinsdóttir, b. í Þjóðólfshaga í Holtum Einarssonar, og Guðrúnar Helgadóttur, b. á Markaskarði Þórð- arsonar, bróður Tómasar, langafa Tómasar, föður Þórðar í Vallatúni, safnvarðar í Skógum. Móðir Guð- rúnar var Ragnheiður Árnadóttir, b. í Garðsauka Egilssonar, pr. í Út- skálum Eldjárnssonar, bróður Hall- gríms, langafa Jónasar Hallgríms- sonar skálds, og Þórarins, langafa Kristjáns Eldjárn forseta. Stefán og fjölskylda hans verða með afmæliskaffi og taka á móti sveitungum, ættingjum og vinum í félagsheimilinu Þingborg, á afmæl- isdaginn, sunudaginn 14.6. milli kl. 15.00 og 18.00. Sigrún Birna fæddist á Akureyri en ólst upp á Reyðarfirði. Hún var í Grunnskóla Reyðarfjarðar, lauk stúdentsprófi frá VÍ 1999, stundaði nám við KHÍ og lauk þaðan kenn- araprófi 2003. Sigrún Birna bar út DV og fleiri blöð á Reyðarfirði, vann í fiski og rækju á unglingsárunum, starfaði í gróðrarstöðinni hjá Blómavali í Reykjavík, vann við bókasafn VÍ. Hún hóf kennslu við Grunnskól- ann á Reyðarfirði 2003 og hefur verið þar kennari síðan. Sigrún hefur verið bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð frá 2006 fyrir Fjarða- listann og er formaður félags- málanefndar Fjarðabyggðar. Fjölskylda Eiginmað- ur Sigrúnar Birnu er Jó- hann Eðvald Benediktsson, f. 26.4. 1974, mannvirkjastjóri hjá Fjarðabyggð. Synir Sigrúnar Birnu og Jó- hanns Eðvalds eru Jóel Freyr Jó- hannsson, f. 2.4. 2000; Mikael Þór Jóhannsson, f. 13.10. 2003; Bene- dikt Brúnsteð Jóhannsson, f. 6.1. 2009. Systur Sigrúnar Birnu eru Guð- rún Helga Rúnarsdóttir, f. 25.10. 1972, fasteignasali í Hafnarfirði; Ragnheiður Ingibjörg Elmars- dóttir, f. 6.12. 1980, textílkennari á Reyðarfirði; Gerður Rún Rúnars- dóttir, f. 12.5. 1989, nemi í Reykja- vík. Foreldrar Sigrúnar Birnu: Guð- rún Rúnarsdóttir, f. 20.12. 1961, forstöðumaður bókasafnsins á Reyðarfirði, og Björn Þór Árnason, f. 29.9. 1958, d. 31.10. 1989, skip- stjóri á Dalvík. Fósturfaðir Sigrúnar Birnu er Rúnar Jóhannsson, f. 23.1. 1950, hafnarvörður á Reyðarfirði. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á laugardag Sigrún Birna Björnsdóttir kennari og bæjarfulltrúi í fjarðabyggð Magnea Vattnes Hallgrímsdóttir Húsmóðir í grindavík Magn- ea fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til tíu ára ald- urs en síðan í Vestmanna- eyjum. Hún hefur ver- ið búsett í Grindavík frá 2002. Magnea var í Flataskóla, Álfta- nesskóla og síðan í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum. Þá stundaði hún nám við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Magnea hóf störf við fisk- vinnslu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum 1996, stundaði afrgreiðslustörf hjá Kaupfélaginu í Vestmannaeyjum í nokkur ár og hefur stundað verslunarstörf í Grindavík, m.a. hjá Nettó. Fjölskylda Eiginmaður Magneu er Sigurjón Már Guðmundsson, f. 6.4. 1973, sjómaður. Börn Magneu og Sigurjóns eru Viktoría Líf Sigurjónsdóttir, f. 17.8. 2001; Gabríel Freyr Sigurjónsson, f. 23.2. 2006; óskírð Sigurjónsdótt- ir, f. 14.4. 2009. Systkini Magneu eru Sævar Þór Hallgrímsson, f. 31.8. 1980, starfs- maður hjá Jarðborunum, búsettur í Reykjavík; Sædís Bára Hallgríms- dóttir, f. 21.4. 1987, húsmóð- ir í Hafnarfirði; Hákon Örn Hall- grímsson, f. 14.2. 2008. Foreldrar Magneu eru Hall- grímur Steinar Rögnvaldsson, f. 13.8. 1959, verkstjóri hjá Pétursey – fiskvinnu, í Vestmannaeyjum, og Helga Vattnes Sævarsdóttir, f. 12.1. 1959, verslunarkona í Hafn- arfirði. 30 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.