Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 22
Kerfisvillingarnir Svarthöfði er einföld sál og bjartsýnn eftir því. Þess vegna batt hann til að byrja með von-ir við að upp úr rústum efna- hagshrunsins myndi rísa nýtt, betra og heilbrigðara samfélag. Íslenska kunningja- og vinaspillingin sem hef- ur gegnsýrt allt kerfið komst í þrot og því komnar fínar forsendur til þess að hverfa aftur á byrjunarreit. Svarthöfði vanmat samt auðvitað styrk kerfisins sem er ódrepandi. Spillingarkerfið hrundi aldrei. Það hökti aðeins um stund en eftir að Búsáhaldabylting- in fjaraði út og æstur múgurinn fékk helstu kröfum sínum framgengt náðu kerfismaurarnir vopnum sínum og hafa nú sem fyrr tögl og hagldir. Kosningarnar breyttu engu þar um enda leiða skilget-in afkvæmi kerfisins nýja ríkisstjórn og þráast við að stokka spilin, gefa upp á nýtt og skilja þá út undan sem hafa safnað spiki við kjötkatlana í gegnum áratugina. Líf allra Íslendinga hefur breyst til hins verra en kerfið er við hestaheilsu og dafnar í skjóli máttlausra yfirvalda, áhugaleysis á því að rannsaka málin af alvöru og draga seka til ábyrgðar. Eina ljósglætan í svartnættinu nú er Eva Joly, þessi öfluga og beinskeytta kona, sem bauðst til þess að kenna kerfiskúg- uðum molbúum að rannsaka íslenska stórglæpi og fokdýr afglöp á heims- mælikvarða. Eva minnir Svarthöfða um margt á Tinu Turner. Ekki beinlín- is í útliti en rétt eins og Tina er amma rokksins er Eva amma allra efnahags- brotarannsókna og því var alveg eitur- snjallt hjá Agli Helgasyni að lokka Evu, við annan mann, til landsins. Það er að segja þetta hefði verið snilldarbragð ef kerf-ið hefði ekki verið búið að ákveða fyrirfram að beita öllum sínum klækjum og áhrifum til þess að leggja björg í götu Evu og bregða fyrir hana fæti. Nú er allt reynt til þess að gera þessa snjöllu konu tor- tryggilega og þar fara vitaskuld fremst- ir í flokki lögfræðingar. Eðlilega þar sem lögfræðingagerið vann allt meira og minna fyrir útrásina, veit upp á sig skömmina og vill allt til þess vinna að ófrægja Joly og losna við hana úr landi. Þessir illverkasnatar kerfisins seilast meira að segja svo langt að nú bera þeir út sögur um að Eva sé meira fyrir að gutla í koníaki en þefa uppi rafræn fingraför á stórkostlegum verðmæta- flutningum úr landi. Þetta er óttalega sveitalegur rógburður og dæmigert fyrir íslenska plebba að reyna að gera veraldarvana parísardömu tortryggi- lega með svona slúðri. Allir heims- borgarar sjá að auðvitað kann Joly að meta fínar veigar en það gerir hana ekki verri. Hún hefur bara meiri stíl en afkomendur sauðaþjófa sem hrjóta í fínustu óperuhúsum heims og fá meltingartruflanir af gulláti. Sem betur fer virðast launráð lögfræðinganna ekki ætla að bíta á Evu og Svarthöfði lifir enn í voninni um að hér megi rísa nýtt og heilbrigðara samfélag án þess að blása þurfi til byltingar sem mun kosta mannslíf. Til þess að forða okkur frá þessu þarf bara að einangra alla sveittu kerfispungana, taka þá úr umferð og gelda og leyfa Evu að ganga lausri í því sem þá getur síðar orðið Paradís. Föstudagur 12. júní 200922 Umræða Sandkorn n Evrópumálin eru nokkuð áberandi í tveimur stórum greinum í nýjasta hefti Þjóð- mála, þar sem þeir Björn Bjarnason og Styrmir Gunn- arsson halda um penna. Björn skrifar um „ESB-króga Samfylk- ingarinnar og vinstri- grænna“ og spáir bæði Steingrími J. Sigfússyni og flokki hans miklum hrakförum fyrir svik í ESB-málum með því að hafa mælt gegn aðildarum- sókn fyrir kosningabaráttu en samþykkt að leggja fram þingmál í þá veru eftir kosn- ingar. Þá syrgir hann líka að „óþolinmóðir aðildarsinnar“ í Sjálfstæðisflokknum hafi ekki fylgt landsfundarsamþykkt um Evrópumál heldur hafið und- irskriftasöfnunina Sammála fyrir aðildarumsókn. n Styrmir Gunnarsson er á svipuðum slóðum í hluta greinar sinnar um vinstri- stjórn í tilvistarkreppu og er harðorður í garð elítunnar í Samfylkingunni sem hann segir líta á sig „sem hina menntuðu yfirstétt á Íslandi“ en þori ekki að leggja það í dóm kjós- enda hvort sækja eigi um aðild að Evrópu- sambandinu eða ekki. Annars fer hann yfir stöðuna á þingi og óvissuna um að aðildar- umsókn nái fram að ganga á Alþingi. Hann segir að þó þingmenn Borgarahreyfing- ar styðji málið séu margir vinstri-grænir þingmenn and- vígir því. Þá er óvíst að fram- sóknarmenn segi já og ekki miklar líkur á að þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu greiða tillögunni atkvæði sitt og varar þá við; „Þeir hinir sömu mundu fá slæma útreið í næsta prófkjöri á vegum flokksins.“ n Nú leita menn leiða til að skera niður ríkisútgjöld. Einn þeirra sem hafa lagt sig niður við þessa vinnu til að ráðleggja Steingrími J. Sig- fússyni fjármálaráðherra er lausamennskublaðamaður- inn og bloggarinn Friðrik Þór Guðmundsson. Þannig telur hann sig nú hafa fundið leið til að skera niður um átta til níu milljarða króna og það án þess að hreyfa við heilbrigð- is-, félags- og menntamál- um. Þannig vill hann með- al annars skera niður tæpa tvo milljarða í beingreiðslum til bænda, 125 milljónir til stjórnmálaflokka og hálfan milljarð til Biskupsstofu og Þjóðkirkjunnar. Þá vill hann þurrka upp skúffufé ráðherr- anna og fresta framkvæmd- um á Alþingisreitnum og spara þannig 250 milljónir króna á næsta ári. LyngháLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Nú, ha? Ég vissi ekki að hún stjórnaði bankarann- sókninni.“ n Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari um þau um- mæli Evu Joly að Valtýr eigi að hætta vegna fjölskyldutengsla. – DV.is „Við tökum einn leik fyrir í einu því við megum ekki gleyma að enginn spilar betur en andstæðingur- inn leyfir. Þá setjum við það markmið að vera ekki klisjukenndir í viðtölum.“ n Þórður Einarsson, þjálfari 3. deildar liðs KB. – Fótbolti.net „Tjaldborg heimilanna er komin til að vera.“ Þorvaldur Þorvaldsson, smiður og mótmælandi. – mbl.is „Maður fær bara það sem maður á skilið.“ n Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, ósáttur við gengi liðsins. – Fréttablaðið „Það er ekki forgangsat- riði í þessari ríkisstjórn að skerða réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega.“ n Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra um niðurskurð í ráðuneytum. – visir.is Vistarbandið endurvakið Leiðari Fyrir 1.100 árum hófst flótti fólks frá Noregi til Íslands, meðal annars vegna ofríkis þarlendrar valdaklíku og skertra tækifæra fólksins á því að framfleyta sér vegna kerfisbundinnar ráð- stöfunar eigna í hendur fárra. Nú er hafinn brottflutningur Íslendinga aftur til Noregs, en margir hafa þó verið sviptir frelsinu til að fara. Fyrstu þrjá mánuði ársins fluttu 216 fleiri Íslendingar til Noregs en öfugt. Þetta kann að virðast lítið, en þrátt það fyrir hversu langan tíma það tekur flesta að flytja úr landi hvarf ígildi eins sjávarþorps til Noregs á þremur til sex mánuðum eftir efnahagshrunið. Land- flóttinn er líklega rétt að byrja. Hið sérstæða við Ísland nútímans er að yfir 20% húsnæðiseigenda eru föst í skulda- fangelsi í húsnæði sem þeir geta ekki selt. Aðstæðurnar minna helst á skert búsetu- frelsi vinnufólks á nítjándu öld, þegar Íslend- ingar slógu líklega heimsmet með 25% þjóð- arinnar í vistarbandi. Áætlað er að árið 2011 verði 40% Íslendinga í þeirri stöðu að skulda meira í húsnæði sínu en fæst fyrir eignina. Fæst þessa fólks getur flutt sig um set. Þótt vistarbandinu hafi verið aflétt og síð- ar hafi verið sett ákvæði í stjórnarskrána um að allir skuli „ráða búsetu sinni“, hefur hið flókna kerfi lánardrottna í reynd endurvakið það í annarri mynd. Fjárhagslegar þvinganir geta og hafa svipt hluta almennings frelsinu. Margir eru nú neyddir út í hægfara og nánast óumflýjanlegan fjárhagslegan dauða. Bank- arnir og þeirra ógegnsæja tilfærsla eigna hafa smám saman orðið mesta ógnin við frelsi og réttindi Íslendinga. Vextir þeirra eru sem skattur á almenning og verðtrygging þeirra er rán með aðferðum tölfræðinnar. En hækkandi húsnæðislán þeirra, án útgöngu- leiðar, sem éta smám saman upp mánaðar- legar tekjur fólks, líkjast fremur þrældómi en frjálsum og jafnræðislegum viðskiptum. Það er líklegt að á næstu árum muni margir reyna að brjótast undan bönkunum með gjaldþroti, en með ábyrgðarmanna- kerfinu tókst bönkunum að koma því þannig við að fólk ætti enga leið út nema með því að fella ættingja sína og vini. Margt fólk hefur enga leið út. Bankarnir mega elta fólk út fyrir landsteinana fyrir það eitt að hafa fjárfest í heimili í fasteignabólu sem bankarnir framkölluðu sjálfir og sem sprakk vegna þeirra eigin mistaka. Fólk ætti að hafa réttinn til að skila húsnæði sínu til bankans án frekari eftirmála og hafna rang- lætisþjóðfélaginu. Það er lágmarkskrafa að mega fara, eins og Norðmennirnir á níundu öld. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri sKrifar. Það er lágmarkskrafa að mega fara bókStafLega Að borga brúsann Nýir tímar eru gengnir í garð, því nú hefur það gerst að þingmaður á hinu háa Alþingi fylgdi eigin sannfæringu. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagðist ekki geta samþykkt það að fela rík- isstjórninni samningsumboð vegna Icesave. Guðfríður segist vilja sjá allar forsendur og segist vilja skoða öll gögn áður en hún geti stutt stjórnina til áð- urnefndra verksins. Það er nýlunda að fólk gangi þvert á fyrirmæli leiðtoga í íslenskri pólitík. Með því að vilja skoða málin og með því að stökkva ekki á fyrstu til- lögur til lausnar hefur Guðfríður sýnt dirfsku og kænsku. Hún hefur í hyggju að finna besta leikinn áður en leikið er. Hún ætlar ekki að fórna liði í von um að hugsanlega megi bæta stöðuna. Svo gerðist það nýlega að Ög- mundur Jónasson sagði að auðvitað ættum við að sækja það fé sem út- rásarvíkingarnir tóku. Ýmsir vildu þá meina að lagaheimildir skorti. En núna virðist þó ætla að fara að rofa til. Að vísu er mér sagt að fálið- að rannsóknarteymi anni því vart að leiða grunaða menn til yfirheyrslu, þótt ekki gusti neitt sérstaklega af hinum sérstaka saksóknara. (Ef mannafl skortir við rannsókn glæpamála útrásarinnar vil ég geta þess hér og nú að ég get reddað alla- vega 100 sjálfboðaliðum til verka. Ég býð yfirvöldum að hafa samband og ég skal útvega atvinnulaust fólk sem vill vinna kauplaust við að uppræta glæpi helmingaskiptamafíunnar.) Og svo höfum við opinbert starfsfólk sem gónir til himna, tálgar sverð og borar í nefið. Starfsmenn ríkisvaldsins geta allavega unnið margt gáfulegra en það að handjárna Tómas R. Ein- arsson fyrir það eitt að kíkja við á Fríkirkjuvegi 11, skoða hýbýli og húsakost. Núna verðum við nefni- lega að hætta að vernda þá sem sitja á þjófagóssinu. Við verðum að breyta lögum, bæta siði og búa til samfélag sem við viljum til- heyra. Ef við ætlum að greiða þær skuldir sem þjófarnir stofnuðu til verður hart að mæta hörðu. Enn einn kjáninn og mislukkað- asti formaður Framsóknar þurfa að svara til saka og kannski væri réttast að draga til ábyrgðar það fólk sem kaus yfir okkur Sjálfstæðisflokk og Framsókn síðustu átján árin. En svo getum við auðvitað ákveðið að sam- einast um að vera saklaus – vera stikkfrí einsog Gunnar I. Birgisson, Finnur Ingólfsson, Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og aðrir góð- kunningjar okkar. Við getum leyft lýðnum að borga brúsann. Á Fríkirkjuveginum hitti ég konunginn Krist, kátur hann sagði við börnin svo hungruð og þyrst: – Ef allt þetta fólk fær í hásölum græðginnar gist þá getum við húsnæðislánin að eilífu fryst. kristján hreinsson skáld skrifar „En svo getum við auðvitað ákveðið að sameinast um að vera saklaus...“ SkáLdið Skrifar Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.