Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 16
„Þetta er í fyrsta skipti sem teknar
eru af mér ljósmyndir síðan ég var
kjörin á Evrópuþingið fyrir síðustu
helgi,“ segir Eva Joly brosandi þegar
ljósmyndari DV mundar sig til verka
í upphafi viðtals.
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks sak-
sóknara í bankahruninu, kom eins
og stormsveipur inn í þjóðlífið og
tjáði sig í Silfri Egils í Sjónvarpinu
síðla vetrar um mikilvægi þess að
hugsanleg efnahagsbrot í tengsl-
um við bankahrunið, markaðsmis-
notkun bankanna eða undanskot á
miklum fjármunum yfir í skattaskjól
yrðu rannsökuð í þaula og gefnar út
ákærur ef svo bæri undir. Eva talar af
reynslunni. Hún gaf sig ekki í stærsta
fjársvika- og mútumáli sem farið hef-
ur fyrir dómstóla í Frakklandi á síð-
ari áratugum, Elf-málinu svonefnda,
þótt henni væri hótað og fjölmiðlar
og herskarar lögfræðinga reyndu að
skaða málatilbúnaðinn.
Eva Joly kjörin á Evrópuþing
Eva var um síðustu helgi kjörin á
Evrópuþingið fyrir flokk græningja
og óháðra borgara í París sem berj-
ast fyrir lýðræðisumbótum og auknu
gagnsæi. Flokkurinn náði góðum ár-
angri í Frakklandi. „Þetta er rökrétt
framhald af 15 ára starfi mínu. Eins
og fram hefur komið í bókum mín-
um og greinum hef ég afhjúpað spill-
ingu, skattaskjól og peningaþvætti og
svo hitt hversu alvarleg spillingin er
fyrir fátæk þróunarlönd. Utanríkis-
stefna Frakka snýst til að mynda ekki
um þróunaraðstoð heldur að vinna
gæði frá þróunarlöndum. Þetta hefur
valdið mér hugarangri. Ég er búin að
fjalla um þessa hluti í hálfan annan
áratug. Ég hef unnið að réttarfarsbót-
um að þessu leyti. Auður safnast á
fáar hendur á kostnað fjöldans. Ég hef
komist að því hversu illa gengur að
uppræta eða stemma stigu við spill-
ingu. Þá baráttu er erfitt að vinna. Ég
hugsaði með mér að ég gæti þó reynt
að halda málstaðnum á lofti með
því að gefa mig að stjórnmálum. Ég
sé fyrir mér verkefni eins og að bæta
bókhaldsreglur fyrirtækja innan Evr-
ópusambandsins og auka gagnsæi
í þeim efnum. Ég lít til Obama, for-
seta Bandaríkjanna, og óska þess að
Evrópusambandið og Bandaríkin
geti komið sér saman um breytingar
sem taka á undanskotum fjármuna í
skattaskjól og auka gagnsæi.“
Skuldbundin fólkinu
Margir telja að bankahrunið á Íslandi
sé eitt hið mesta og alvarlegasta sem
dunið hefur yfir nokkra vestræna
þjóð áratugum saman. Því sé mik-
ilsvert fyrir samfélag þjóðanna að
rannsaka aðdraganda þess og rætur
gaumgæfilega. Undir þetta tekur Eva
Joly og segir mikilvægt að komast
að því hver gerði hvað og hver beri
ábyrgð. En að því sögðu eru einnig
raddir sem segja að Eva fari fram af
harðfylgi og geri kröfur. „Það er satt.
Ég lít svo á að ég hafi ekki gert samn-
ing við stjórnvöld heldur við þjóðina.
Kveikjan að þessu var Fésbókarsíða
sem sett var upp eftir að ég hafði set-
ið fyrir svörum í sjónvarpsþætti Egils
Helgasonar. Um 2.500 manns skor-
uðu á mig þá þegar nóttina eftir að
leggja þjóðinni lið við að rannsaka
möguleg brot í tengslum við banka-
hrunið. Ég upplifði það býsna sterkt
að ég gæti gefið þessu fólki einhverja
von um réttlæti. Og ég er þeirrar
skoðunar að það sé einmitt í krafti
almenningsálitsins sem unnt er að
fylgja eftir rannsókninni á banka-
hruninu. Þegar ég gaf kost á mér í
mars sagði ég við fjölmiðla hér að ég
myndi einungis leggja málinu lið ef
ég teldi að það skilaði árangri.“
Tjáning og vald
Ýmsir hafa orðið til þess að vefengja
hæfi Evu til þess að taka að sér ráð-
gefandi verkefni vegna orða sem
hún hefur látið falla opinberlega um
möguleg fjársvikamál í tengslum við
bankahrunið. Benda má á grein sem
Brynjar Níelsson hæstaréttarlög-
maður skrifaði í Morgunblaðið á sín-
um tíma þar sem hann vakti athygli
á þessu.
Nú hafa einnig verið bornar
brigður á hæfi Sigríðar Benedikts-
dóttur hagfræðiprófessors í rann-
sóknarnefnd Alþingis eftir orð henn-
ar um óhóflega græðgi og glæfralegt
gáleysi þeirra sem hafa áttu eftirlit
með rekstri bankanna og tryggja áttu
fjármálastöðugleika. Hvað skyldi Eva
hafa um þetta að segja?
„Það er reynt að gera rannsókn-
arstarfið tortryggilegt og grafa und-
an því. En það hefur reynst þýðing-
arlaust til þessa. Það er ekki hægt að
skipa borgurum að þegja. Og alls ekki
ætti að þagga niður í þeim sem búa
yfir reynslu og þekkingu. Tjáningar-
frelsið er grundvallarmannréttindi.
Það að mega tjá skoðanir sínar opin-
berlega eru grundvallarréttindi. Og
það má alltaf gera ráð fyrir því að þeir
sem mögulega hafa framið efnahags-
brot og eiga hagsmuna að gæta haldi
uppi vörnum með ógnunum og til-
raunum til þöggunar. Þeir óska þess,
sem eru vitanlega draumórar, að
reglan um að allir séu saklausir uns
sekt er sönnuð komi í veg fyrir grun-
semdir og rannsókn mála. En þannig
er þetta ekki í raunveruleikanum.
Hafir þú minnsta grun um brot getur
verið ástæða til frekari rannsóknar.
Það getur enginn lögfræðingur kom-
ið í veg fyrir það. Það sem ég tjáði mig
um í sjónvarpsviðtali forðum var að-
eins um það sem var aðgengilegt um
íslenska bankahrunið í fjölmiðlum
eins og í The Economist. Og reynsla
Föstudagur 12. júní 200916 Helgarblað
Eva Joly finnur til samkenndar með íslensku þjóðinni og telur mjög mikilvægt fyrir
framtíð hennar að ábyrgðin verði leidd fram í dagsljósið. Joly er vinnuþjarkur og hef-
ur unnið tvöfalda vinnu frá 16 ára aldri. Sem nýkjörinn þingmaður á Evrópuþinginu
þykir henni ágætt að vera í tengslum við raunveruleikann í rannsóknum á íslensku
bankahruni. Lýðræðið er henni heilagt eins og fram kemur í spjalli hennar við Jóhann
Hauksson. En það blómstrar ekki nema gagnsæi sé haft að leiðarljósi.
Krefjandi verK að breyta veruleiKanum
JóHann HaukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
„Þeir óska þess, sem
eru vitanlega draum-
órar, að reglan um að
allir séu saklausir uns
sekt er sönnuð komi í
veg fyrir grunsemdir
og rannsókn mála. En
þannig er þetta ekki í
raunveruleikanum.“
Þingmaðurinn „sem þingmaður á Evrópu-
þinginu finnst mér að það geri mér gagn að
vera tengd ákveðinni rannsóknarvinnu og
geta fylgt eftir rannsókninni hér.“
myndir hEiða hElgadóttir