Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 31
Föstudagur 12. júní 2009 31Helgarblað EftirminnilEgustu sukkaugnablik gullæðisins ríkisbubbakappaksturinn mikli Á hverju ári fer fram gumball 3000-kappakstur ríka og fræga fólksins þar sem keppt er á mismunandi götum Evrópu. Árið 2006 sátu nokkrir útrás- arvíkingar ekki auðum höndum og tóku þátt í þessari keppni ríkidæmis og glamúrs. Hannes smárason ók forláta Porsche-bifreið á meðan jón Ásgeir jóhannesson og félagi hans, guðmundur Ingi Hjartarson, þeyttust um götur Evrópu á Bentley. um fjórar og hálfa milljón króna kostar að taka þátt í keppninni og voru þessir menn í ágætum félagsskap rapparans snoop dog, klámkóngsins Hughs Hefner og plastdrottningarinnar Pamelu anderson svo einhverjir séu nefndir. Eftir kappaksturinn var slegið upp veislu á Playboy-setri Hefners. sérhannað tryllitæki Björgólfur thor Björgólfsson lét á sínum tíma sérhanna fyrr sig nokkurs konar Chopper-mótorhjól sem dennis Hopper og Peter Fonda gerðu fræg á sínum tíma í kvikmyndnni Easy rider. Hjólið hans Björgólfs var keypt af thunder struck Custom Bike og er áætlað að það hafi kostað hundrað þúsund dollara eða um tólf milljónir króna á genginu í dag. Áramótaveislur fyrir allan peninginn Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í London, vill greinilega aðeins það besta í tónlist þegar hann heldur veislur. Þá leigir hann ekki afburða plötusnúða heldur rándýra og heimsþekkta listamenn. Áramótin 2007-2008 léku glamúrpoppararnir duran duran í árlegu áramótateiti Ármanns sem var forstjóri Kaupþings í London. talnafróðum reiknaðist til að kostnaðurinn við veisluna hefði ekki verið undir 35 milljónum króna. Árið áður hafði tom jones leikið í sömu veislu en hún var einnig talin hafa kostað tugi milljóna króna. byggt með þyrlu Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður guðmundssynir byggðu sér báðir sumarhús í sukkinu, eða sumarhöll í tilviki þess síðarnefnda. En á meðan Lýður byggði sér 990 fermetra höll í Fljótshlíð tókst Ágústi samt að eyða um 250 milljónum króna í sitt sumarhús sem er þó „aðeins“ níutíu fermetrar. Það er þó engin furða að það hafi kostað svo mikið því Ágúst notaði þyrlu til að steypa húsið. Flaug þyrlan að sækja steypu í Mest og til baka þar sem verkamenn sáu um að dreifa henni á grunninn. „bruðl“ í Hong kong Landsbankinn opnaði glæsilegt útibú í Hong Kong árið 2007. allir topp- mennirnir voru þarna samankomnir og var ekkert sparað í fínheitunum. Áætlað er að flug og gisting fyrir gestina hafi kostað 24 milljónir og var gestalistinn langur. sérsniðinn hundrað kílóa ísklumpur úr Vatnajökli var sendur sérstaklega til Hong Kong fyrir opnunarteitið. Björn Ársæll Pétursson útibússtjóri sagði í samtali við dV á sínum tíma: „Þetta var ekkert svo stórt, það mætti fullt af fólki. Það eina sem við leyfðum okkur var að flytja til Hong Kong íslenskan skífuþeyti. svo fengum við sendan hundrað kílóa íslenskan ísklump og það má kannski kalla það bruðl.“ í opnunarteitinni var jafnframt boðið upp á heilsteikt svín. samkvæmt fornum kínverskum sið er það talið boða góða lukku að borða svín á slíkum tímamótum. Þeirrar lukku er nú leitað stoke var djók, West Ham var ...? Hvað gerir sá sem elskar enska boltann og á nóg af peningum? nú, hann kaupir sér lið. Það gerðu Björgólfur guðmundsson, þáverandi bankaráðsformaður Landsbankans, ásamt Eggerti Magnússyni en Björgólfur borgaði þó langstærsta hlutann sem kostaði 85 milljónir punda, takk fyrir. Með peninga Björgólfs að vopni eyddi Eggert og eyddi þannig að liðið steyptist í skuldir sem það reynir enn að bjarga sér úr. Eggert leigði einkaþotur og eðalvagna til þess að ferðast á útileiki og baðaði sig gjörsamlega í frægð og frama enska boltans. Eggert var rekinn fyrir óhóf og Björgólfur missti liðið endanlega til straums-Burðaráss í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.