Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 50
Föstudagur 12. júní 200950 Lífsstíll
Ítalskt Í kreppunni svo virðist sem ítalskir veitingastaðir
blómstri í kreppunni en á síðustu mánuðum hafa þrír nýir ítalskir
veitingastaðir verið opnaðir í reykjavík. Veitingastaðurinn Basil &
Lime á Klapparstíg var opnaður í vetur og síðar var opnaður veit-
ingastaðurinn Pisa í Lækjargötu þar sem Ljóti andarunginn var til
húsa. Þriðji staðurinn var opnaður ekki alls fyrir löngu á Lauga-
veginum og hefur hlotið heitið Volare. Það er spurning hvort fleiri
ítalskir staðir spretti upp á næstu mánuðum.
Lautarferðir geta verið sérlega
skemmtilegar og börn elska að
borða úti í náttúrunni. Það er eitt-
hvað rómantískt og seiðandi við að
flatmaga á ullarteppi og borða nesti í
fallegri lautu þar sem lækurinn seitl-
ar hjá og fuglarnir gefa frá sér fagra
tóna. Suðið í flugunum er kærkomin
viðbót til að auka enn frekar á sveita-
stemninguna og ekkert gerir til þó að
ein og ein lítil fluga lendi ofan í maga,
flugur eru víst prótínríkar. En galdur-
inn við góða lautarferð er ekki bara
fuglasöngur og lækjarniður, ferð-
in veltur mikið á veðrinu og nest-
inu. Það er því um að gera að fylgjast
með veðurspánni og elta góða veðr-
ið ef einhverju góðu veðri er á annað
borð spáð. Klassískt nesti í íslenskri
lautarferð samanstendur náttúrlega
af flatkökum með hangiketi, brauði
með eggi, agúrkum og tómötum og
heitu kakói. En það er margt annað
sem hægt er að útbúa í nestiskörf-
una og mætti nefna kjúklingaleggi,
túnfisk, samlokur, vefjur, bökur, sal-
öt og ávexti.
Uppskrift fyrir 4-6
n Pestóið
n 1 poki furuhnetur, ristaðar
n 2 ½ msk. grænt ólífumauk
n 4 msk. ólífuolía
n 1 askja ferskt basil
n 2 ½ msk. ferskur parmesanostur
n salt
n svartur pipar
setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.
n 450 g penne-pasta
n 300 g spergilkál
n 200 kjúklingabaunir, soðnar
n 2 msk. ólífuolía
n salt
n pipar
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum
á pakka, kælið. Steikið spergilkálið í
olíu á pönnu og látið malla við frem-
ur lágan hita í u.þ.b. 10 mínútur, salt-
ið og piprið, kælið. Blandið svo sam-
an pastanu, kjúklingabaununum og
spergilkálinu í nestisbox. Setjið pes-
tóið saman við og blandið vel. Bragð-
bætið með salti og pipar ef þörf kref-
ur.
Uppskrift úr Gestgjafanum. Frábært pasta með pestói og spergilkáli:
Dása legt Í lautarferðina
umsjón: hanna eiríKsdóttir, hanna@dv.is
leggstu Í laut
í tilefni af uppskriftinni hér á síðunni
tók dV saman nokkra skemmtilega
staði sem hægt er að fara í
lautarferð ásamt allri fjölskyldunni:
hljómskálagarðurinn er nýi
austurvöllurinn. Það er aldrei troðið
í hljómskálagarðinum og þar er
alltaf gott veður. svæðið er stórt og
einnig eru skemmtileg leiktæki fyrir
krakkana. hljómskálagarðurinn er
tilvalinn fyrir bæjarrottuna og
bíllausa. ekki skemmir fyrir að
reykjavíkurborg er búin að opna
lítið kaffihús á svæðinu.
heiðmörkin stendur alltaf fyrir sínu.
hægt er að finna góða laut og
leggjast fyrir í faðmi fjölskyldunnar.
einnig eru frábær grillsvæði á
staðnum.
indíánagil í elliðaárdalnum er
fullkomin staður fyrir lautarferð. Þar
eru aðstæður til að grilla og
leiksvæði fyrir krakkana. Frábær
náttúrufegurð og algjör kyrrð frá
borginni.
hellisgerði í hafnarfirði er einn af
fallegustu görðunum á höfuðborg-
arsvæðinu. Fullkominn fyrir
rómantíska lautarferð.
grasagarðurinn er gullfallegur og
oft gleymdur. hann er vinsæll meðal
brúðhjóna en einnig er hægt að
skella góðum mat í körfu, taka
krakkana með og njóta þess í
grasagarðinum.
nauthólsvíkin er vinsæll staður á
sumrin. hægt er að borða góðan
mat þar og leika sér á ylströndinni.
einnig eru frábærir grasblettir allt í
kringum ströndina sem hægt er að
nota.
Umsjón: hanna ingibjörg arnarsdóttir
Myndir: rakel ósk sigurðardóttir
Ljúffengt í lautarferðina dásamleg
og einföld uppskrift fyrir lautarferðina í
sumar.
Ekki mæta seint
jafnvel þó að þú mætir fimm mínútum
of seint. Þið eruð bæði jafnstressuð, ekki
gera manninum það að bíða og jafnvel
halda að þú sért hætt við. ef þú sérð
fram á það að verða aðeins of sein er
gott að senda sms og láta vita.
Klæddu þig rétt
ef þið hafið ákveðið að hittast á flottum
veitingastað er í lagi að klæða sig aðeins
upp á en ef þið ætlið einungis að fá
ykkur bjór eða fara í bíó er óþarfi að vera
í sínu fínasta. Þó er alltaf í lagi að vera
smekklegur til fara. ef maðurinn ætlar
að taka þig í eitthvað surprise er ágætt
að spyrja hvernig þú eigir að klæða þig.
Það er svolítið hallærislegt að mæta í
djamm-kjólnum á fótboltaleik.
Forðastu hættuleg umræðuefni
Kreppan og pólitík geta til dæmis verið
viðkvæm umræðuefni á fyrsta deiti.
Þið þekkið hvort annað ekki vel og
samræðurnar geta oft orðið ansi heitar
þegar ólík sjónarmið eiga hlut að máli.
Þú finnur það strax á manninum hvort
þið getið rætt hlutina almennilega.
nú, þegar þið verðið par getið þið rifist
endalaust.
Einbeittu þér að honum
Þegar deitið þitt talar, passaðu þig á því
að horfa í augu hans og alls ekki leyfa
augunum að reika. Það er dónalegt og
fyllir manninn óöryggi. nú ef strákurinn
er að horfa mikið á aðra er alveg
spurning um að finna sér einhvern
annan mann til að bjóða á deit.
Engin hópstefnumót
hópstefnumót geta verið skemmtileg
þegar par er búið að vera saman um
tíma. ekki mæla með hópstefnumóti.
Þið eigið ekki eftir að ná að tengjast
almennilega ef aðrir eru með á
stefnumótinu.
Ekki drekka of mikið
Það er fátt betra en góður matur og
rauðvínsglas en við vitum líka öll að
of mikið áfengi gjörsamlega breytir
stöðunni. Það er alltaf skemmtilegra að
reyna að kynnast hvort öðru án þess
að áfengi sé haft um hönd. Það hjálpar
stundum ekki að drekka þegar maður er
stressaður, áfengið getur sagt verulega
til sín og maður endar á því að gera sig
að algjöru fífli.
Ekki vera of ágeng
Það er oft gott að byrja bara rólega. Fara
á eitt deit og sjá hvernig hlutirnir þróast.
ekki hoppa strax í brúðarkjólinn og
plana brúðkaupið. Karlmenn þefa uppi
svona örvæntingu. Vertu þú sjálf, vertu
opin og leyfðu honum að hafa samband
við þig. ekki byrja að plana næsta deit
með honum.
Ekki tala um fyrri sambönd
ekki gera það! Það drepur alla stemn-
ingu strax. sambandsslit eru alltaf erfið
og oft er betra að geyma þær samræður
þangað til þið kynnist betur.
Ekki hætta við
Við erum búin að ræða þetta. Það er
skiljanlegt ef eitthvað kemur upp á og
þú þurfir að hætta við stefnumótið.
ótrúlegustu hlutir geta komið upp á. en
ekki senda honum sms klukkutíma fyrir
deitið og hætta við.
„Hún samkjaftaði ekki“
Vonandi á hann ekki eftir að segja
eitthvað slíkt um þig. mundu að anda á
milli setninga og passaðu að tala ekki of
mikið um sjálfa þig. Leyfðu honum að
komast að og að segja þér frá sjálfum
sér. Það er nú einu sinni ástæðan fyrir
stefnumótinu. eitt lokaráð: ekki panta
fyrir ykkur bæði. hann er ekki sonur
þinn.
Allar konur eiga eina góðu sögu af deiti sem misheppnaðist alveg hrikalega. DV tók
saman nokkur ráð sem gott er að hafa í huga á fyrsta stefnumótinu.
10 ráð fyrir
stef umótið
Fyrsta stefnumótið
skiptir miklu máli.
Ekki drekka of mikið Það
gæti eyðilagt stefnumótið.