Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2009, Blaðsíða 17
Föstudagur 12. júní 2009 17Helgarblað
Krefjandi verK að breyta veruleiKanum
mín sagði mér að á Íslandi væri
ástæða til að taka málin föstum tök-
um og hefja skipulega rannsókn. Um
mál Sigríðar er það að segja að hún
hefur í samræmi við það sem ég hef
sagt tjáð almennar grunsemdir sínar
og skoðanir. Það sem ekki má í þessu
sambandi er að halda fram sekt til-
tekinnar persónu. Sem rannsakandi
hefur hún aðeins tjáð grunsemdir
sínar almennum orðum. Hugtakið
um mannréttindi hefur verið mis-
notað í þessu sambandi. Margir virð-
ast líta svo á að grunnreglan um að
allir séu saklausir uns sekt er sönnuð
eigi með einhverjum hætti að koma í
veg fyrir rannsóknir.“
Gegn meginstraumnum
Eva hefur reynt allt þetta sjálf í hlut-
verki saksóknara í stórfelldum efna-
hagsbrota- og spillingarmálum í
Frakklandi. Málum þar sem hún hef-
ur með áþreifanlegum hætti tekist á
við úrvalshópa sem fara með völd í
stjórnmálum og viðskiptum. „Hætt-
an stafar ekki af orðum þessa fólks
heldur því sem það gerir, tekur sér
fyrir hendur. Að tjá sig um slíkt er
einfaldlega spurning um mannrétt-
indi.
Það gerðist fyrir nokkrum dög-
um að Bongo, einræðisherra í Gab-
on í Afríku, féll frá en hann og
Gabon komu við sögu í Elf-málinu
sem ég rannsakaði. Heima í Frakk-
landi hylltu menn Bongo. Ég sá ekki
ástæðu til þess þegar ég var beðin
um að tjá mig um fráfall hans í fjöl-
miðlum. Ég sagði aðeins að Bongo
hefði verið maður sem ekki hefði
miðað athafnir sínar við hag þjóðar
sinnar. Hann hefði verið framleng-
ing á hendi franskrar nýlendustefnu
og Frökkum bæri að skila þjóðinni
þeim peningum sem þeir hefðu haft
af íbúum Gabon. Mér er það óskilj-
anlegt hvernig menn geta leitt hjá sér
hvernig farið hefur verið með þessa
þjóð.“
Þeir sem hafnir eru yfir lögin
Í bók Evu Joly, Justice under Siege
eða Réttlæti í herkví, er að finna
orðið refsileysi. Vert er að fá nán-
ari útskýringar Evu á þessu hugtaki.
„Að vera hafinn yfir lögin er merk-
ing þessa orðs. Þetta er stétt manna
sem telur sig ekki þurfa að lúta regl-
um réttarkerfisins. Hún lítur svo á
að lögin séu ekki ætluð þeim held-
ur öðrum. Í spilltum löndum mútar
þessi stétt dómurum. Meðal þróaðra
þjóða á Vesturlöndum mynda menn
bræðrareglu innan þessarar stéttar.
Lendi einhver þeirra bak við lás og
slá koma reglubræður á vettvang og
vitna um sakleysi eða sjúkdóma og
þar með er viðkomandi sleppt. Ég
hef tekið þátt í fjölþjóðlegu starfi lög-
fræðinga. Við tökum þessu sem meg-
inreglu og viljum berjast gegn þessari
mismunun, refsileysi hinna ríku og
voldugu. Við höfum eitt nýlegt dæmi
frá Frakklandi. 15. maí var kveðinn
upp dómur yfir Charles Pasqua, fyrr-
verandi innanríkisráðherra, en hann
er nú 82 ára. Hann hafði verið ákærð-
ur fyrir spillingu og fyrir að hafa kom-
ið undan sem svarar 170 milljónum
króna. Þetta var hafið yfir allan vafa.
Ríkislögmaður krafðist eins árs skil-
orðsbundins fangelsis. Í næsta rétt-
arsal var verið að dæma 19 ára mann.
Hann hafði stolið sem svarar 40 þús-
und íslenskum krónum í matvörum.
Viltu giska á hvaða dóm hann hlaut?
Jú, eins árs fangelsi óskilorðsbund-
ið. Íslenska þjóðin er sködduð og ég
finn til samstöðu með henni og finn
til með henni þegar ég hugsa til af-
leiðinganna af bankahruninu. Byrð-
arnar sem henni er ætlað að bera
eru eins og eftir mikla styrjöld. Það
er því mjög mikilvægt fyrir fram-
tíðina að ábyrgðin sé dregin fram í
dagsljósið og að menn verði dregnir
fyrir rétt. Meira get ég ekki sagt um
Ísland og hugsanlegt refsileysi að
sinni þar sem ég á hlut að rannsókn-
inni. En ekkert er mikilvægara fyrir
Íslendinga nú en að þessi rannsókn
gangi alla leið.“
Gagnsæi undirstaða lýðræðis
„Segja má að ég hafi komið mér upp
rökstuddri kenningu um það hvern-
ig málum sé háttað út frá reynslu og
þekkingu fjölda fólks. Hún er sú að
dómskerfinu í öllum löndum reynist
auðveldara að dæma niður fyrir sig
en upp fyrr sig ef svo mætti að orði
komast.“
Sjálf hefur Joly sett fram þrjár
grundvallarreglur um réttlátt réttar-
kerfi. Hin fyrsta er sú að gagnsæi er
eðlileg fylgiregla frelsis; gagnsæi án
frelsis brýtur í bága við mannrétt-
indi. Frelsi og ógagnsæi greiðir leið
til lögbrota.
Önnur reglan er sú að hnattvæð-
ing í lagalegum skilningi er lífsnauð-
synleg hnattvæðingu viðskiptanna.
Löndum sem hylma yfir lögbrot og
fjársvik ætti að meina um forréttindi
í bankastarfsemi.
Þriðja regla Evu er á þá leið að
lögbrot valdamanna skaða mikil-
væga hagsmuni þjóða. Hert viðurlög,
heimild til eignaupptöku og aðgætni
í bankastarfsemi eru varnir sem grípa
verður til gegn slíkri samfélagsógn,
segir Eva í áðurgreindri bók sinni.
„Þetta með frelsið og gagnsæið
er áhugavert og jafnframt afar þýð-
ingarmikill grunnur lýðræðisins. Þar
sem gagnsæi er ekki til að dreifa þar
er heldur ekkert lýðræði. Það er mik-
ilvægt að borgararnir axli ábyrgð,
bæði sem einstaklingar og í sínu fé-
lagsstarfi. Þeir eiga að spyrja spurn-
inga. Við sjáum til dæmis í Frakk-
landi hversu illa stjórnvöld taka
gagnrýni. Þar er reynt að þagga nið-
ur gagnrýnisraddir. Það er afar mik-
ilvægt að standa gegn tilraunum
valdhafa til þess að ná yfirráðum yfir
upplýsingaflæðinu. Þetta er vitanlega
eitt af skilyrðum lýðræðisins. Í Nor-
egi eru lög sem kveða á um aðgang
fjölmiðla að flestum gögnum innan
sólarhrings. Borgarar eiga rétt á að fá
afrit af bréfum sem berast hinu op-
inbera og bréfum sem það sendir frá
Framhald á
næstu síðu
Sannleikurinn „Maður setur ekki á fót sannleiks-
nefnd í réttarríki. Þar er stuðst við réttarkerfið sjálft. “