Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. júní 2009 3Fréttir Bankarnir skyggja á heimilin Systurnar Linda og Unnur segja ríkisstjórn- ina hugsa meira um bankana en heimilin: Bara hUgleiÐingar hjá rÍkissTjÓrninni Systurnar Linda og Unnur Óskars- dætur sögðu ríkisstjórnina tvímæla- laust leggja meiri áherslu á afkomu bankanna í landinu en heimilanna, þegar blaðamaður DV hitti þær í gær. Þær segja lítið hafa gerst eftir kosningarnar í apríl en höfðu þó fyr- ir ekki mikla trú á ríkisstjórnarflokk- unum tveimur. Þær hafa fundið fyr- ir efnahagshruninu frá því í haust og missti Linda til að mynda vinnuna í kjölfar hrunsins. „Ég er atvinnulaus í dag en ég vann í banka. Margir í kringum mig eru að missa húsnæð- ið, við höfum ekki séð neitt síðan rík- isstjórnin var mynduð.“ Aðspurðar hvort þær hafi gert ráð fyrir því fyrir kosningar að ný rík- isstjórn myndi grípa í taumana og bjarga þjóðinni út úr efnahagslægð- inni segist Linda ekki hafa gert ráð fyrir því. „Nei, ég bjóst ekki við því að Samfylkingin myndi gera neitt. Ég hafði frekar haft trú á vinstri-græn- um en kaus reyndar hvorugan flokk- inn.“ Hún segir ríkisstjórnina vera úti á þekju þar sem svo virðist sem menn séu að velta fyrir sér hlutun- um. „Mér finnst verst af öllu frá þessu hruni að búið er að vera að tala um að allt eigi að vera gegnsætt og allt eigi að vera uppi á borðum, en síð- an úrslitin lágu fyrir hef ég bara ekki heyrt neitt. Það eru engir almenni- legir punktar, ekkert plan, bara vangaveltur. Við ætlum hugsanlega að gera þetta og þá kannski gerist hitt. Við viljum bara fá að vita hver vandinn er og hvernig á að takast við hann. Fá eitthvað almennilegt plan fyrir landið okkar.“ Systurnar tvær voru ekki langt frá nokkrum einstaklingum sem mót- mæltu fyrir utan Alþingi í gær. Þær hafa áhyggjur af Icesave-skuldinni sem þær segja að muni bitna á af- komendum þjóðarinnar. „Mér finnst hræðilegt að binda börnin mín og barnabörnin, og allt unga fólkið í þessu landi, á þennan skuldaklafa. Okkar kynslóð og þeir sem eldri eru sváfu á verðinum þó við persónu- lega værum ekki í Fjármálaeftirlitinu eða í bönkunum. Við verðum bara að taka skellinn. Við getum bara ekki sett þetta yfir á komandi kynslóð- ir. Þetta er hræðilegt,“ segir Linda. Þeim finnst óskýrt hjá ríkisstjórninni og þingmönnum hvaða aðrar lausn- ir séu til ef ekki verður skrifað undir Icesave-samninginn. „Þá er einhver dómstólaleið og kannski kemur hún vel út og kannski ekki,“ segir Linda og bendir Unnur á að hún haldi að samningurinn sé skrifaður til að komast inn í Evrópusambandið. „Það virðist einstefna þangað.“ bodi@dv.is „ÞaÐ er skÖmm aÐ anDa aÐ sÉr sama lOFTi Og ÞeTTa liГ Hjónin Finnur Frímann og Helga Aðalbjörg Árnadóttir voru í göngu- túr í miðbæ Reykjavíkur þegar blaðamaður DV hitti þau í köldu og votu veðri við styttu Jóns forseta í gær. Þau segjast finna mikið fyr- ir ástandinu í landinu og vita ekki hver gæti leyst úr flækjunni hér á landi. „Maður veit það ekki, þetta er svo viðamikið allt saman. Ég held að hver svo sem tekur við ráði ekki við þetta, þetta er svo mikill hræri- grautur,“ segir Finnur. Hjónin segja núverandi ríkis- stjórn hugsa of mikið um afkomu bankanna fremur en að huga að heimilunum í landinu. „Ég meina, það er allt að brenna hjá fólkinu í landinu.“ Finnur telur að landið vanti fleiri eins og Evu Joly, lögfræðing og rannsóknardómara. „Hún kemur hingað óháð og ekki með nein hagsmunatengsl.“ Þau vilja bæði útrýma flokkapólit- íkinni. „Við eigum að vinna saman sem þjóð, flokkarnir eru þjóðinni æðri. Svo virðist sem það sé flokkur- inn fyrst og þjóðin svo.“ Talið berst að lánum til Sigurjóns Þ. Árnason- ar, fyrrverandi bankastjóra, og af- skriftum starfsmanna Kaupþings. Þau segja að þau hafi ekki órað fyr- ir slíkum lánum og hegðun bank- anna. „Maður hafði ekki einu sinni hugmyndaflugið, þetta er svo sjúkt. Mann grunaði ekki að þetta væri í gangi og hvað þá að þetta sé í gangi ennþá.“ Þau segjast þó ekki skamm- ast sín fyrir að vera Íslendingar á þessum síðustu og verstu tím- um. „Nei, það gerum við ekki. Mér finnst það bara skömm að þurfa að anda að sér sama lofti og þetta lið,“ segir Finnur að lokum. bodi@dv.is Hjónin Finnur og Helga hafa áhyggjur af komandi tímum á Íslandi: Vilja flokkapólítík burt Hjónin Finnur og Helga horfa á íbúðalánið sitt hækka eftir hrunið. Ósáttar systur Linda og unnur Óskarsdætur hafa áhyggjur af börnum og barnabörnum. Hagvöxturinn einn bjargar fólki Í samtali við DV segir Finnur að tölu- verður fjöldi íslenskra heimila glími við fjárhagslega erfiðleika. „Ég tel að úrræðið með greiðsluaðlögunina með milligöngu dómstóla sé nokkuð þungt í vöfum. Þetta er ágætt úrræði og myndi duga vel undir venjuleg- um kringumstæðum. Núna eru hins vegar óvenjulegar aðstæður og það eru fleiri sem eru að glíma við fjár- hagslega erfiðleika,“ segir Finnur. Hann segir að það sem muni auð- vitað bjarga landsmönnum á end- anum verði hagvöxtur. „Allt annað snýst um að vinna á einkennum eins og að bæta skuldastöðu fólks og þess háttar,“ segir hann. Háskólamenntaðir skera sig úr Landsmenn virðast nokkuð sam- mála í afstöðu sinni til þess hver sé forgangsröðun stjórnvalda. Ekki er nóg með að meirihluti telur að stjórnvöld leggi meiri áherslu á af- komu banka en heimila heldur er meirihluti í öllum nema einum af 27 undirflokkum könnunarinnar fyrir þessari afstöðu. Þá er litið til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, starfs og heimilistekna og þeir taldir með sem ekki taka afstöðu. Það er aðeins í hópi þeirra sem hafa lokið háskólanámi sem innan við helmingur er þeirrar skoðunar að stjórnvöld leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimila. Þar mæl- ast þó 48 prósent þeirrar skoðun- ar en 26,8 prósent eru ósammála fullyrðingunni um forgangsröðun stjórnvalda. Því er eftir sem áður meirihluti þeirra í þessum und- irflokki sem tekur afstöðu til full- yrðingarinnar í þessum hópi eins og öðrum á því að stjórnvöld leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimila. Meira áunnist í málum heimila Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, segir að það hafi verið eitt helsta verkefni minni- hlutastjórnarinnar sem var við völd frá stjórnarskiptum 1. febrú- ar fram yfir kosningar að vinna að hagsmunamálum heimilanna. Þar nefnir Gylfi breytingar á lögum um greiðsluaðlögun og gjaldþrotalög- gjöf svo endurskipuleggja megi fjár- hag þeirra heimila sem verst urðu úti. „Okkur fannst skorta dálítið á að sett yrði nógu mikið af ráðgjöfum til að vinna það verkefni og gagnrýnd- um það. En það var brugðist hart við því og bætt snögglega inn í það,“ segir Gylfi. Bankarnir ekki til Gylfi segir hins vegar þyngra undir fæti með að ganga frá fjárhagslegri endurskipulagningu bankanna og ríkisfjármálanna. „Það er ekki enn- þá búið að búa til bankana. Það eru átta mánuðir síðan þeir hrundu,“ segir Gylfi og bendir að auki á óvissu um stöðu ríkissjóðs. Það er eitt af því sem þarf að skýra svo hægt sé að vinna að öðrum hagsmunamál- um almennings. „Stjórnvöld eru ekki búin að taka á þeim gríðarlega vanda sem ríkissjóður sjálfur er í. Við höfum verið að ýta eftir að rík- isstjórnin taki ákvörðun um ríkis- fjármálin, hvernig þau verði bæði á þessu ári og á næstu árum. Á því hangir algjörlega möguleiki Seðla- banka á að koma til móts við okkar kröfu um lækkun vaxta. Það er gríð- arlega mikill þrýstingur á stjórnvöld að klára sína vinnu varðandi ríkis- fjármálin. Auðvitað gerum við okk- ur grein fyrir því að það eru engar gleðifréttir í vændum þar.“ Ófullnægjandi úttekt Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, segir að svo virðist sem ríkisstjórn- in hafi byggt sína aðgerðaáætlun að einhverju leyti á úttekt sem gerð var af hálfu Seðlabankans. „Núna er það hins vegar komið í ljós að sú úttekt er ekki alveg fullnægjandi. Inn í hana vantar ýmsa mikilvæga þætti. Það er þá spurning hvort ríkisstjórnin end- urmeti afstöðu sína í ljósi breyttra upplýsinga eða byrji á því að afla sér betri upplýsinga um þessi mál en fengust úr skýrslu Seðlabankans,“ segir Ólafur. Svigrúm til að gera betur Varðandi atvinnumál segir Ólafur að það sé ekki hlutverk ríkisstjórn- arinnar að búa til störf heldur frek- ar að skapa skilyrði fyrir ný störf. „Flestir eru í vinnu hjá litlum eða meðalstórum fyrirtækjum. Þau störf verða til þegar menn koma auga á eitthvað sem vantar þjónustu sem hægt er að búa til í krafti þekking- ar sinnar eða reynslu og búið er til fyrirtæki í kringum það. Það gerist á þeim grundvelli að það séu almenn skilyrði framboðs og eftirspurnar,“ segir hann. Hann telur að vandi ríkisstjórnar- innar sé auk þess sá að upplýsinga- flæði frá henni sé ekki nægilega gott. „Þó að menn hafi augljóslega viljað gera betur en síðasta ríkisstjórn þá er ef til vill svigrúm til að gera ennþá betur. Sem dæmi höfum við hvorki fengið að sjá Icesave-samkomulag- ið né skýrslu valnefndar um stöðu seðlabankastjóra,“ segir Ólafur. Könnunin MMR kannaði afstöðu fólks til máls- ins í netkönnun fyrir DV dagana 9. til 13. júní. Úrtakið var 18-67 ára Ís- lendingar valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Alls svöruðu 849 spurningunum. Þar af svöruðu 797 spurningunni: Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi full- yrðingu: Ríkisstjórnin leggur meiri áherslu á afkomu banka en heim- ilanna í landinu? Vikmörk í könn- uninni, þegar litið er til svara allra þeirra sem svara, eru á bilinu 1,9 til 3,4 prósent, minnst hjá þeim sem segjast mjög ósammála og mest hjá þeim sem segjast mjög sammála. „Þetta er ágætt úrræði og myndi duga vel undir venjulegum kringum- stæðum. Núna eru hins vegar óvenjulegar að- stæður...“ Ekki óvænt „Það kemur mér ekkert á óvart að almenningi finnist umræða um bankana fyrirferðarmeiri en umræða um fjárhag heimilanna,“ segir gylfi arnbjörnsson, formaður aSí. Þróa fleiri lausnir Finnur Svein- björnsson, bankastjóri kaupþings, telur að ríkisstjórnin þurfi að þróa fleiri lausnir innan þeirra ramma sem búið er að móta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.