Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 17. júní 20096 Fréttir Sigurður Kári aðstoðar Bjarna Sigurður Kári Kristjánsson hefur verið ráðinn aðstoðar- maður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Kári er lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur frá árinu 1998 til 2003 þegar hann tók sæti á Alþingi. Hann náði ekki kjöri í síðustu kosningum. Sigurður Kári segist fullur til- hlökkunar að takast á við þetta nýja verkefni. Ábyrgðirnar ekki afskrifaðar strax Stjórn Nýja Kaupþings banka ætlar ekki að afskrifa lán til starfsmanna vegna hlutabréfa- kaupa á meðan kæra hluthafa vegna lánanna er til meðferð- ar hjá sérstökum saksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Kaupþingi. Forsaga málsins er sú að stjórn gamla Kaupþings ákvað 25. september 2008 að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána til hlutabréfakaupa. Samtals náði þessi niðurfell- ing til persónulegra ábyrgða að upphæð tæpum 10,5 milljörðum króna. Gögnum eytt Jón F. Thoroddsen hagfræð- ingur segir í nýrri bók að þeir sem til þekki fullyrði að gögnum hafi verið eytt innan bankanna á fyrstu vikum eftir bankahrunið. Jón, sem er hagfræðingur og verðbréfa- miðlari, segir að það hafi tek- ið tíma að losna við toppana í bönkunum. „Í staðinn fyrir að læsa skrifstofum og hindra aðgang að gögnum fengu þeir að starfa óáreittir innan bankanna svo dögum og vik- um skipti. Á endanum fóru þó þeir Sigurjón Þ. Árnason, Lárus Welding og Hreiðar Már (Sigurðsson). Aðrir vinir og samstarfsmenn fengu hins vegar að vera áfram og voru því í aðstöðu til að eyða þeim gögnum sem þeir vildu. Þeir sem til þekkja fullyrða að það hafi verið gert.“ Sigurjón Árnason var ráðinn sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík til að kenna inngangskúrs í fjármálaverkfræði um síðustu áramót. Gunnar Guðni Tómas- son, forseti tækni- og verkfræðideildar, segir að Sigurjón hafi verið ráðinn á faglegum forsendum vegna þekkingar hans og kunnáttu. Það sé annarra stofnana að dæma um hvort hann hafi gert eitthvað af sér í öðrum störfum. SIGURJÓN KENNDI FAGLEGAR AÐFERÐIR Eftir að Sigurjón Árnason lét af störf- um sem bankastjóri Landsbankans og hafði fengið 70 milljóna króna lán hjá eigin lífeyrissjóði tók hann að sér stundakennslu við Háskólann í Reykjavík. Sigurjón kenndi nám- skeiðið Inngangur að fjármálaverk- fræði fyrir fyrsta árs nemendur í BS- námi í fjármálaverkfræði. Gunnar Guðni Tómasson forseti tækni- og verfræðideildar Háskólans í Reykjavík segir að Sigurjón hafi verið einn af um 100 stundakennurum sem ráðnir voru til starfa innan deildarinn- ar síðasta vetur. „Hann kom og kenndi þetta eina námskeið. Hann er því ekki starfsmaður skólans og hefur ekki verið,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort Sigurjón muni kenna þetta námskeið aftur segir Gunnar að það sé ekki búið að taka ákvörðun um það. „Við ákveð- um það ekki með svona löngum fyrir- vara,“ segir hann. Fagleg ráðning Gunnar segist ekki sjá neitt athuga- vert við það að Sigurjón hafi verið að kenna við Háskólann í Reykjavík. „Hann er að kenna faglegar aðferð- ir og annað í fjármálaverkfræði. Við ráðum hann fyrst og fremst á fagleg- um forsendum vegna þekkingar hans og kunnáttu. Það er annarra stofnana hlutverk en okkar að dæma um það hvort hann hafi gert eitthvað af sér í öðrum störfum,“ segir Gunnar. Eins og DV greindi frá í gær lét Sigurjón mágkonu sína leppa kaup sín á Bens-bifreið af SP-Fjármögn- un. Um var að ræða bifreið sem hann hafði haft til umráða þegar hann var bankastjóri Landsbankans fyrir efnahagshrunið. Landsbankinn lét SP Fjármögnun sjá um sölu á fimmt- án lúxusbifreiðum sem stjórnendur bankans höfðu haft afnot af. Tveim- ur vikum eftir að mágkona Sigurjóns hafði keypt bílinn af SP-Fjármögnun var hann færður yfir á Kristrúnu Þor- steinsdóttur, eiginkonu Sigurjóns. Menntaður vélaverkfræðingur Sigurjón Árnason lauk prófi í véla- verkfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Hann stundaði framhalds- nám í Bandaríkjunum og Japan, þaðan sem hann lauk MBA-námi og einnig í Þýskalandi þar sem hann lagði stund á nám í iðn- aðarverkfræði. Að loknu framhalds- námi 1995 hóf hann störf við Búnaðarbanka Íslands og var framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs þegar hann var ráðinn til Lands- banka Íslands sem banka- stjóri árið 2003. annaS SiGMundSSon blaðamaður skrifar: as@dv.is „Hann kom og kenndi þetta eina námskeið. “ Fagleg ráðning Forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í reykjavík segir að Sigurjón hafi verið ráðinn vegna þekkingar og kunnáttu hans í fjármálaverkfræði. Bíll eiginkonunnar Sigurjón lét mágkonu sína kaupa þennan bíl sem síðan var færður á eiginkonuna. Óvíst með framhaldið Ekki liggur fyrir hvort Sigurjón Árnason muni kenna aftur við Háskólann í reykjavík. Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is Fjarstýrðir bensínbílar í miklu úrvali. Tillögur lagðar fram fyrir helgi um aukna skatta og niðurskurð: Skattar og niðurskurður Skattar og gjöld verða hækkuð um 10 milljarða króna til loka þessa árs. Jafn- framt verður skorið niður um aðra tíu milljarða króna og þannig leitast við að mæta 20 milljarða króna viðbótar- halla sem fyrirsjáanlegur er á ríkissjóði á þessu ári. Frumvarp þessa efnis hef- ur verið afgreitt til þingflokka stjórnar- flokkanna og verður lagt fram á Alþingi á morgun. Tryggingagjald verður hækkað til muna til þess að mæta útgjöldum úr at- vinnuleysistryggingasjóði og ábyrgðar- sjóði launa. Ráðgert er að hækkun þess- ara launatengdu gjalda skili ríkissjóði um 12 milljörðum króna á heilu ári. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir að skilningur ríki með- al aðila vinnumarkaðarins á nauðsyn þess að bregðast við til þess að koma í veg fyrir að atvinnuleysistryggingsjóður tæmist. Ráðgert er að leggja 8 prósenta hátekjuskatt á laun yfir 700 þús- und krónum á mánuði. Þetta þýðir 24 þúsund króna meiri skattbyrði á mánuði fyrir þá sem hafa eina millj- ón króna í laun á mánuði. Áætlað er að hátekjuskatturinn skili um tveim- ur milljörðum í ríkissjóð á þessu ári en fjórum milljörðum króna á heilu ári. Þá er einnig lagt til að fjármagns- tekjuskattur fari úr 10 prósentum í 15 prósent. Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra segir að gert sé ráð fyrir að fjármagnstekjur und- ir ákveðnum mörkum verði undan- þegnar hækkuninni. Allar skatta- breytingar eiga að taka gildi um næstu mánaðamót. oddvitarnir Byrðarnar sem þjóðin þarf að bera vegna bankahrunsins færast nú sem óðast yfir á herðar skattgreiðendanna, þjóðina sjálfa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.