Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 25
Miðvikudagur 17. júní 200926 íslandi allt Leitarðu tilbreytingar? Þráirðu kyrrð? Viltu sjá stórbrotið landslag? Hér er það allt saman Hótel Djúpavík Símí: 451 4037 - djupavik@snerpa.is - www.djupavik.is H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is Það er ekki nóg að hafa með sér tjald og svefnpoka þegar haldið er í útilegu á þessu yndislega landi okkar. Það er nefnilega allra veðra von og því um að gera að birgja sig upp af sniðugum græjum sem geta gert útileguna enn dásamlegri. DV kíkti á nokkrar græjur sem eru nánast nauðsynlegar í útileguna. ÓMISSANDI í útileguna Einfaldur og ódýr Útilíf býður upp á þennan einfalda og ódýra prímus frá merkinu Primus. Þarfaþing Það nennir enginn að skreppa út í á tíu sinnum á kvöldi til að ná sér í vatn í bollann. Því er þessi tíu lítra vatnsdunkur frá Intersport algjört þarfaþing. Fislétt og frábær Stórsniðug dýna sem vegur ekki nema rúm sex hundruð grömm. Sjálfuppblás- anleg og frábær í hvaða ferðalag sem er. Fæst í Útilíf. Brauðrist á grillið Í Intersport er hægt að festa kaup á þessari mögnuðu brauðrist á grillið. Sofðu vel Þó maður sofi í tjaldi þýðir það ekki að maður þurfi að vera andvaka. Þessi fagurgræni útilegukoddi fæst hjá Intersport. Lifi ljósið! Góð lukt er gulls ígildi – eða næstum því. Þessi útilegulukt fæst í Intersport og kemur ávallt í góðar þarfir. Nútímaþægindi í tjaldi Ellingsen býður útivistar- fólki upp á nútímaþægindi meðal annars með þessum sambrjótanlega fortjaldsskáp. Allt til alls Hrikalega þægi- legur Coleman-útilegustóll með áföstu borði. Gerist það betra? Fæst í Ellingsen. Nú hitnar í kolunum Elling- sen selur þessa fortjaldshitara sem eru nánast nauðsynlegir á köldum nóttum á Klakanum. Ekki gleyma hælunum Ekki klikka á smáatriðunum. Það tjaldar nefnilega enginn án tjaldhæla. Þessa fallegu appelsínugulu hæla er hægt að kaupa í Ellingsen. Kældu nestið Stór sparnaður er í því að smyrja sér nesti en það eyðileggst fljótt ef það er ekki geymt í kæliboxi eins og þessu. Fæst í Ellingsen. Heitur bossi Intersport vill ekki að þér verði kalt á bossanum og því er hægt að kaupa þar „thermo“-setu sem heldur hita á afturendanum. myNdir HEiðA HELgAdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.