Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 29
Miðvikudagur 17. júní 200930 Fréttir Viðurkenna sök sína Bandarísku fréttakonurnar tvær, Laura Ling og Euna Lee, sem dæmdar voru til 12 ára fangels- isvistar í Norður-Kóreu í síðustu viku, hafa samkvæmt frétt ríkis- fréttastofunnar KCNA viður- kennt að hafa komið með ólög- legum hætti inn í landið. Samkvæmt fréttinni hafa báðar konurnar „játað, og meðtekið“ refsinguna og auk þess viðurkenndu þær að hafa með athöfnum sínum unnið að „óhróðursaðgerð“ gegn mann- réttindum í Norður-Kóreu. Fréttir fréttastofunnar birtust örfáum klukkustundum áður en fyrirhugaður fundur Lees Myung-bak, forseta Suður-Kór- eu, og Baracks Obama átti að hefjast. Nýr listi um mansal Bandaríkin hafa bætt sex Afríku- ríkjum á lista yfir lönd þar sem mansal er stundað. Umrædd lönd eru Tsjad, Erítrea, Níger, Máritanía, Svasíland og Simb- abve. Viðskiptaland Bandaríkj- anna, Malasía, var einnig sett aftur á listann. Listinn er hluti árlegrar skýrslu þar sem gert er átak í 173 löndum til að hamla gegn mansali hvort sem er með tilliti til þrælkunar, vændis, her- þjónustu eða annars. Katar, Óman, Alsír og Mold- óva voru fjarlægð af listanum Á meðal þeirra ríkja sem eru á listanum eru bandalagsþjóðir Bandaríkjanna, Sádí-Arabía og Kúveit. Borg úrillra ökumanna Samkvæmt nýrri bandarískri könnun hefur New York-borg skotið Miami aftur fyrir sig hvað varðar geðslag bílstjóra. Miami hefur undanfarin fjög- ur ár haft vinninginn, ef vinning skyldi kalla, en í könnuninni úr- skurða þátttakendur frá 25 stór- um borgarsamfélögum að bíl- stjórar í New York séu reiðustu og herskáustu bílstjórarnir sem aki þétt upp við næsta bíl, aki hratt, þeyti flauturnar, geri úlf- alda úr mýflugu og missi stjórn á skapi sínu. New York er einnig í efsta sæti hvað varðar vegabræði vegna viðbragða ökumanna við afleitum ökumönnum. Imelda Marcos, fyrrverandi forsetafrú á Filippseyjum, hefur að eigin sögn þurft að þola mikið harðræði. Ást hennar á skófatnaði komst í hámæli eftir að einræði eiginmanns hennar leið undir lok árið 1986. Á meðal þess sem hald var lagt á voru skartgripir að andvirði um 40 milljarða króna. imelda heimtar skartgripiNa Það var aum Imelda Marcos sem birtist almenningi í síðustu viku. Þessi fyrrverandi forsetafrú Filipps- eyja, og ekkja Ferdinands Marcos, fyrrverandi einræðisherra eyjanna, grét og lýsti því yfir að hún ætti ekki til hnífs og skeiðar. Imelda Marcos ætti að geta þurrk- að tárin af hvarmi sínum og tekið gleði sína aftur því á mánudaginn lýsti ríkisstjórn Filippseyja því yfir að Imelda gæti fengið til baka skart- gripi sína sem voru haldlagðir fyr- ir tuttugu og þremur árum. Imelda Marcos er ekki þekkt fyrir hófsemi og er skartgripaeign hennar engin undantekning þar á. Áætlað verð- mæti skartgripanna er 310 milljónir bandaríkjadala, eða um 40 milljarðar íslenskra króna. Löglegur eigandi Úrskurður ríkisstjórnarinnar hefur vakið mikla reiði hjá hinum almenna Filippseyingi, en ef að líkum lætur verður Imelda Marcos ekki snortin af almenningsáliti eða reiði sauðsvarts almúgans. Nokkuð ljóst má telja að undan- farin ár hafi verið Imeldu Marcos erf- ið. Marcos-fjölskyldan flúði Filipps- eyjar árið 1986 og settist að í útlegð á Havaí, eftir að stjórn Ferdinands var velt úr sessi eftir fjögurra daga bylt- ingu. Sagan segir að við flóttann hafi Imelda Marcos skilið eftir í höll fjöl- skyldunnar 15 minkapelsa, 508 kjóla, 888 handtöskur og 1.060 skópör. Forsendur úrskurðar ríkisstjórnar Filippseyja fyrir því að Imelda sé rétt- mætur eigandi skartgripanna eru að ríkisstjórnin gleymdi að gera form- lega kröfu til þeirra og sagði Raul Gonzalez hjá dómsmálaráðuneytinu að engar sannanir væru fyrir því að skartið væri illa fengið. Sökum þessa sofandaháttar yfirvalda á Filippseyj- um getur Imelda Marcos nú komið sér upp vænu skósafni á ný. Áfall fyrir baráttu gegn spillingu Fyrir milligöngu talsmanns kom Im- elda Marcos þeim upplýsingum á framfæri á mánudag að stór hluti skartgripanna hafi verið ætlaður til skreytinga á trúarlegum myndum, til dæmis, sem „höfuðdjásn fyrir bless- aða Maríu mey“. Mannréttindalögfræðingar sem unnið hafa hörðum höndum við að rannsaka eftirmál hinnar löngu valdatíðar Marcos-fjölskyldunnar á Filippseyjum hafa sagst munu gera sitt ítrasta til að koma í veg fyrir að skartgripunum verði skilað í hend- ur Imeldu. Ákvörðun yfirvalda virkar ekki aðeins sem vindur í segl Imeldu Marcos heldur er einnig um að ræða niðurlægjandi áfall fyrir þá stofnun landsins sem barist hefur gegn spill- ingu. Táknmynd hömlu- lauss einræðis Helsta markmið sérstaks ráðs á veg- um stjórnvalda Filippseyja er að tryggja endurheimt milljarða banda- ríkjadala sem talið er að hafi verið stolið frá ríkinu í valdatíð Ferdinands Marcos. Umræddir skartgripir voru á með- al eigna Marcos-fjölskyldunnar sem hald var lagt á í kjölfar flótta hennar frá Filippseyjum árið 1986. Sérstak- lega var horft til rándýrs fatnaðar Im- eldu og fylgihluta ýmiss konar sem táknmyndar um það hömluleysi sem einkenndi einræðisherrann og fjöl- skyldu hans. Græðgi forsenda gjafmildi Og Imeldu Marcos vafðist ekki tunga um tönn þegar bandaríska tímaritið Newsweek tjáði henni að hún ætti sæti á lista yfir gráðugasta fólk sög- unnar, þar sem hún er í félagsskap Genghis Khan og Bernards Madoff. „Í mínum huga er græðgi það sama og að gefa. Ég var forsetafrú í tuttugu ár, til að geta gefið öllum verður þú fyrst að vera gráðugur. Það er eðlilegt,“ sagði Imelda við blaða- menn. Eftirlaunasjóður til bjargar Á hátindi valdatíma eiginmanns hennar, Fernandos, var Imelda tal- in á meðal ríkustu kvenna heims en nú hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar og forsetafrúin fyrrverandi kvart- ar sáran yfir örbirgð sinni. Imelda hefur verið ómyrk í máli um slæma fjárhagsstöðu sína og gert mikið úr því að hún hafi meira að segja þurft að seilast í hereftirlaunasjóð eigin- manns síns sáluga til að endar næðu saman. Cherry Cobarrubias, fyrrverandi talsmaður Imeldu Marcos og stofn- andi samtaka tryggðartrölla Marcos- fjölskyldunnar, sagði að harðræði forsetafrúarinnar fyrrverandi væri þó ekki fjárhagslegt í bókstaflegum skilningi. „Fyrst og fremst er um að ræða tilfinningalegt harðræði vegna hinna stöðugu ofsókna sem hún verður fyrir,“ sagði Cobarrubias. Líklegt verður að teljast að Imelda Marcos geti tekið gleði sína aftur þegar hún hefur fengið skartgripina aftur og jafnvel farið að gefa öðrum eins og henni er einni lagið. „Í mínum huga er græðgi það sama og að gefa. Ég var forsetafrú í tuttugu ár, til að geta gefið öllum verður þú fyrst að vera gráðugur. Það er eðlilegt.“ KoLbEInn þorsTEInsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Imelda Marcos Hefur sérstakar hugmyndir um forsendur gjafmildi. Úr skartgripasafni Imeldu Marcos Stjórnvöldum Filippseyja láðist að gera formlega kröfu til skartgripanna. Kínverskur dómstóll sýknar þjónustustúlku af morði: „Besta stúlkan í heiminum“ Alþýðudómstóllinn í Badong-sýslu í Kína hefur sýknað þjónustustúlku sem banaði embættismanni komm- únistaflokksins þegar hann hugðist þröngva henni til samræðis við hann. Í þarlendu dagblaði segir að stúlkunni, Deng Yujiao, verði ekki gert að sæta refsingu því ljóst sé að hún hafi ban- að manninum, Deng Guida, í sjálfs- vörn. Yujiao var einnig talið til tekna að hún gaf sig sjálfviljug fram við lögreglu í kjölfar atviksins. Fyrirfram var talið að ekki yrði beitt silkihönskum gegn þjónustustúlk- unni, en umfjöllun um málið í ríkisfjöl- miðlum hefur verið afar rík af samúð í hennar garð og á spjallrásum hefur hún verið kölluð „besta stúlkan í heim- inum“. Vinsældir Deng Yujiao eru taldar endurspegla útbreidda reiði almenn- ings í Kína vegna misbeitingar valds af hálfu háttsettra meðlima kommún- istaflokksins, embættismanna og liðs- manna öryggissveita. Í kínverskum fjölmiðlum segir svo frá að Deng Guida hafi komið að Yuji- ao þar sem hún var í þvottahúsi hótels- ins sem hún vinnur á, nokkrum hæð- um neðar en barinn sem hún vann á er. Þar krafðist Guida kynmaka við hana. Þegar Yujiao neitaði mun Guida hafa þrýst henni niður í sófa og mein- að henni brottför. Yujiao réðst gegn Guida með ávaxtahníf sem hún hafði í veski sínu. Að sögn lögreglunnar réðst Yuji- ao einnig gegn félaga Guida, Huang Dezhi. Samkvæmt frétt hjá fréttastofu Xinhua hafa Huang og annar opinber embættismaður sem var á hótelinu umrætt kvöld verið reknir og Huang hefur einnig sætt varðhaldi. Deng Yujiao naut samúðar í kínverskum ríkisfjölmiðlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.