Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 17. júní 20092 Fréttir RíkisstjóRnin legguR meiRi áheRslu á afkomu banka en heimilanna í landinu alliR sem svöRuðu ósammála 18,9% Mjög ósammála 7,7% Frekar ósammála 11,2% Hvorki sammála né ósammála 19,3% Frekar sammála 24,1% Mjög sam- mála 37,7% sammála 61,8% spuRt vaR: Hversu saMMála ertu eFtirFarandi Fullyrðingu? baRa þeiR sem tóku afstöðu ósammála 23,4% Mjög ósammála 9,5% Frekar ósammála 13,9% Frekar sammála 29,9% Mjög sammála 46,7% sammála 76,6% Skuldir sem hafa aukist verulega, verðbólga sem landsmenn hafa ekki átt að venjast, afborganir sem fólk ræður ekki við, króna í frjálsu falli og umdeilanlegur árangur af því að berjast gegn hremmingum heimil- anna. Allt þetta spilar inn í að stór hluti þjóðarinnar telur stjórnvöld leggja meiri áherslu á afkomu bank- anna en heimilanna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR fyrir DV. Rúmlega þrír af hverjum fjórum, sem taka afstöðu í könnuninni, telja að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Innan við fjórðungur er á öndverðri skoðun. Úrræðin duga ekki til „Það sem búið er að gera er auð- vitað góðra gjalda vert. Ég held að það þurfi þó að þróa fleiri lausn- ir innan þeirra ramma sem búið er að móta,“ segir Finnur Sveinbjörns- son, bankastjóri Kaupþings. Finn- ur sendi starfsmönnum bankans póst í síðustu viku þar sem meðal annars kom fram að stjórn bankans hefði samþykkt að þróa áfram lausn á skuldavanda verst stöddu heimil- anna. „Stjórnvöld hafa ítrekað sagt að ekki standi til að lækka skuldir heim- ilanna með flötum niðurskurði. Það blasir hins vegar við að þau úrræði sem þegar hafa verið kynnt munu ekki duga eða eru of þung í vöfum til að gagnast nægilega vel. Því hef- ur viðskiptabankasvið verið að leita nýrra leiða,“ sagði Finnur í tölvu- póstinum. Þrír af hverjum fjórum sem taka afstöðu telja að stjórnvöld leggi meiri áherslu á afkomu bankanna en heimilanna. Bankastjóri Kaupþings segir úrræði stjórnvalda fyrir heimilin ýmist of þung í vöfum eða ekki duga. Aðgerðaáætlun stjórnvalda byggir á ófull- nægjandi upplýsingum, segir lektor við Háskólann í Reykjavík. Bankarnir skyggja á heimilin bRynjólfuR þóR guðmundsson og annas sigmundsson blaðamenn skrifa: brynjolfur@dv.is og as@dv.is Ríkisstjórnin Þrír af hverjum fjórum sem taka afstöðu telja ríkisstjórnina uppteknari af hagsmunum bankanna en afkomu heimilanna í landinu. svigrúm til að gera betur Ólafur ísleifsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann í reykjavík, segir svigrúm fyrir ríkisstjórnina til að gera enn þá betur. mynd ásgeiR m. einaRsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.