Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 17. júní 200922 íslandi allt “Hugarþel” Sögusetrið Hvolsvelli Sögusetrið Hvolsvelli | The Saga Centre Hlíðarvegi 14, 860 Hvolsvöllur www.njala.is | njala@njala.is Sími: 487-8781, 895-9160 Ný sýning opnar í Gallerí Ormi á Jónsmessunótt Esjan Það þarf ekki að leita langt yfir skammt þegar ætlunin er að fara tiltölulega létta fjallgöngu. Kostur- inn við að ganga á Esjuna er sá að þú getur í raun ráðið hversu erfið gangan er. Hæsti punkturinn er í 914 metra hæð en algengast er að gengið sé á Þverfellshorn. Marg- ir láta sér það nægja að ganga að Steininum svokallaða, sem er í 600 metra hæð. Efsti hluti fjallsins er stórgrýttur og ekki á færi allra að fara alla leið. Í góðu veðri er útsýnið yfir höfuðborgarsvæðið frábært. Göngutími: 2–4 klukkustundir. skEssuhorn Fjallið Skessuhorn í Borgarfirði er fjall sem býður upp á tilkomumik- ið útsýni. Hátindur Skessuhorns er í 963 metra hæð en vinsælt er að leggja upp frá bænum Horni. Byrj- endum í fjallgöngu er þó bent á að hafa reynslumeiri göngumenn með þó að leiðin ætti að vera fær flestu göngufólki. Í fjallgöngum er aldrei of varlega farið. Eins og áður segir býður hátindurinn upp á frábært útsýni í góðu skyggni. Göngutími: 4–5 klukkustundir. ÚlfarsfEll Úlfarsfellið er tilvalið fyrir þá sem vilja fara í stutta og létta gönguferð innan borgarmarkanna. Úlfarsfell- ið er um það bil 270 metra hátt og tilvalið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í fjallgöngum. Eins og flestum er kunnugt er keyrt fram hjá Úlfarsfellinu þegar ferðinni er heitið úr borginni í Mosfellsbæ. Göngutími: 1–1½ klukkustund. kEilir Móbergsfjallið Keilir á Reykjanesi er lítið en tilkomumikið fjall sem ber nafn með rentu og sést víða; með- al annars frá höfuðborgarsvæðinu. Gönguleiðin þangað upp er tiltölu- lega auðveld og hentar vel byrjend- um sem og lengra komnum. Keilir nær 379 metra hæð yfir sjávarmáli fjölbrEyttar fjallgöngur Í nágrenni við höfuðborgina eru fjölmargar fallegar gönguleiðir sem krefjast ekki mikillar fjallareynslu eða mikils útbúnaðar. Fátt er sniðugra en að fara í stutta fjallgöngu á fallegu sumarkvöldi eða þegar tími gefst til um helgar. Það þarf ekki að kosta mikið og hefur þann kost að þú brennir hitaeiningum í leiðinni. í nágrenni Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.