Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 37
Miðvikudagur 17. júní 200938 Fólkið Greint var frá því á vef Monit- ors að Þröstur Jónsson, sem er einna þekktastur undir viður- nefninu bassafanturinn, sé á togaranum Barða NK frá Norð- firði. Bassafanturinn hefur sinnt ýmsum störfum síðan hann hætti í hljómsveitinni Mín- us fyrir tveimur árum og hefur hann meðal annars unnið sem dyravörður á ölstofum bæjarins. Æskuvinur Þrastar, Eskfirðing- urinn Helgi Seljan, hefur einng komið víða við á starfsferli sín- um. Og það var einmitt síðasta sumar sem sjónvarpsstjarnan hélt út á sjó og tók túr á fjölveiði- skipinu Aðalsteini Jónssyni SU frá Eskifirði. VERÐA SYSTUR Smíði leikmyndar stórmyndar- innar Víkingr sem Baltasar Kor- mákur leikstýrir er nú í fullum gangi þrátt fyrir að tökur á mynd- inni hefjist ekki fyrr en næsta vor. Gömlu kartöflugeymslunum í Ár- túnsbrekku hefur verið breytt í smíðaverkstæði en þar hefur mátt sjá turna og önnur mannvirki sem ætluð eru í leikmyndina sem er á Suðausturlandi skammt frá Höfn í Hornafirði. Þar verður meðal annars smíð- að víkingaþorp mikið sem er á bil- inu 600 til 700 fermetrar. Ástæða þess að leikmyndin er smíðuð með svo miklum fyrirvara er að hún fái tíma til þess að veðrast í íslenskri náttúru. Tökur í sjálfu þorpinu munu sennilega ekki hefjast fyrr en næsta sumar og fær því þorpið nægan tíma til að aðlagast náttúrunni sem er kraft- meiri og hraðari hér en á flestum öðrum stöðum í heiminum. Það er True North sem hefur umsjón með framleiðslu mynd- arinnar hér á landi en það er gamla handboltabrýnið Finni Jó- hannsson sem hefur yfirumsjón með leikmyndasmíðinni. Útlits- hönnuður Víkingr er Karl Júlí- usson en hann hefur unnið að myndum allt frá Stellu í orlofi til K-19: The Widowmaker og nú síð- ast hrollvekju Lars Von Trier Ant- ichrist með Willem Dafoe í aðal- hlutverki. asgeir@dv.is RiSAVíkingAþoRp RíS SjóAÐiR félAgAR Leikmyndasmíð fyrir Víkingr í fuLLum gangi: Jóhanna Sigurðardóttir og Jóhanna guðrún JónSdóttir: Ásdís Rán Gunnarsdóttir, glam- úrfyrirsæta og athafnakona, lýsir því yfir á bloggi sínu að hið margumtalaða Maxim-tímarit komi út í dag í Búlgaríu en eins og fram hefur komið áður mun Ásdís prýða forsíðuna og flottan myndaþátt inni í blaðinu. Ásdís kallar þetta „stóran áfanga“, enda er tímaritið Maxim eitt þekktasta karlatímarit í heimi. Ásdís ætlar að birta nokkur sýnishorn úr blaðinu á aðdáendasíðu sinni á Facebook og geta þeir sem eiga mánaðaráskrift að Icelandicbea- uty.com skoðað allar myndirnar í heild sinni. Ásdís hefur einnig lofað því að senda nokkrum að- dáendum sínum á Íslandi árituð eintök. STóR áfAngi Gömlu kartöflugeymslurnar Eru nú orðnar að smíðaverkstæði fyrir myndina víkingr. Það er ekki til sú manneskja á íslandi sem ekki veit hverjar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir eurovision-stjarna eru. nöfnurnar, sem eiga ekki margt sameiginlegt, gerðust í dag systur á vegum unifem, þróunar- sjóðs sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra og Eurovision-stjarnan Jó- hanna Guðrún Jónsdóttir eiga án efa ekki mikið sameiginlegt fyrir utan nafnið. En þrátt fyrir það hittust stöllurnar í gær í tilefni af söfnunar- átakinu Systralag á vegum UNIFEM, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna. Þessar frægustu Jó- hönnur landsins hittust fyrir þetta verðuga verkefni og spjölluðu saman í dágóða stund við athöfnina og virt- ist fara vel á með þeim á meðan þær skrifuðu undir styrktarsamkomulag um mánaðarleg framlög. Forsætis- ráðherra spurði söngkonuna efni- legu hvort frami hennar hefði breyst eitthvað eftir Eurovision-velgengn- ina. Átakið Systralag stendur yfir um þessar mundir og er megintilgang- ur átaksins að fjölga mánaðarlegum styrktaraðilum UNIFEM á Íslandi. Mikið var um að vera í miðstöð Sam- einuðu þjóðanna við Laugaveg og snerist allt um Systralagið. Söngkon- an Elín Eyþórsdóttir kom fram ásamt systrum sínum og var við hæfi að þær sungu lagið Sister. Einnig steig hin unga og efnilega systrasveit Pas- cal Pinon á svið. Þess má geta að alþjóðleg ráð- stefna um konur, frið og öryggi fer fram um helgina hérna á Íslandi og mun yfirkona UNIFEM í Afganistan, Wenny Kusuma, tala á ráðstefnunni. jóHÖnnUR Systur fyrir verðugt málefni jóhanna Sigurðar- dóttir og jóhanna guðrún jónsdóttir gerast systur. Spjalla saman Forsætisráðherra og Euro- vision-stjarnan spjalla við formann uniFEM. Forsætisráðherra spurði meðal annars út í frama söngkonunnar ungu. Heita að styrkja Frægustu jóhönnur landsins heita því að styrkja uniFEM með mánaðarleg- um greiðslum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.