Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 17. júní 200920 íslandi allt HVAÐ ER AÐ GERAST á Íslandi í sumar? Íslendingar ættu ekki að eiga í vandræðum með að finna eitthvað við sitt hæfi í sumar. DV hefur tekið saman lista yfir nokkrar hátíðir og skemmtanir sem fara fram á landinu þetta sumarið. Margt er í boði víðs vegar um land, allt frá skipulögðum gönguferðum til rabarbarakasts. JÓNSMESSUHÁTÍÐ Dagsetning: 27. – 28. júní Staðsetning: Eyrarbakki (29) Lýsing: Jónsmessuhátíðin er haldin á Eyrarbakka í kringum Jónsmessuna með tilheyrandi viðburð- um og skemmtunum. BRÚ TIL BORGAR Dagsetning: 27. – 28. júní Staðsetning: Borg í Grímsnesi (30) Lýsing: Hollvinir Grímsness verða með hátíð á Borg. Hressandi handverkssýning, búvélasýning og bílasýning. GOSLOKAHÁTÍÐ Dagsetning: 3. – 5. júlí Staðsetning: Vestmannaeyjar (31) Lýsing: Nostalgíuhátíð fyrir fólk yfir fertugu. Menn rifja upp hvað var gert í gosinu, tónleikar, böll, myndalistarsýningar og margt fleira. Stórhátíð einnig fyrir börnin á laugardeginum. BRYGGJUHÁTÍÐ Dagsetning: 17. – 20. júlí Staðsetning: Stokkseyri (32) Lýsing: Mikið fjör er á Stokkseyri þessa helgina þar sem verður varðeldur og bryggjusöngur á föstudagskvöldinu. Mánudaginn 20. júlí sem er Þorláksmessa að sumri verður sameiginleg skötuhátíð hrúta- og súluvina, verður þá borðuð skata í tilefni dagsins. FÆREYSKIR FJÖLSKYLDUDAGAR Dagsetning: 31. júlí – 3. ágúst Staðsetning: Stokkseyri (32) Lýsing: Færeyskir fjölskyldudagar verða haldnir á Stokkseyri í sumar um verslunarmannahelgina. Fjölmargir listamenn munu skemmta svo öll fjölskyldan ætti að finna sér eitthvað við sitt hæfi. TRAKTORSTORFÆRA OG FURÐUBÁTAKEPPNI Dagsetning: 31. júlí – 3. ágúst Staðsetning: Flúðir – Hrunamannahreppi (33) Lýsing: Traktorstorfæra og furðubátakeppni eru fastir liðir um verslunarmannahelgina á Flúðum þar sem öllum er velkomið að koma og taka þátt. HARMONIKKUHÁTÍÐ Í ÁRNESI Dagsetning: 31. júlí – 3. ágúst Staðsetning: Árnes (34) Lýsing: Félag harmonikkuunnenda verður með sína árlegu harmonikkuhátíð í Árnesi. Dansleikir öll kvöld, hljómsveitir, tónleikar, markaður og fleira skemmtilegt. ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM Dagsetning: 30. júlí – 3. ágúst Staðsetning: Heimaey (31) Lýsing: Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er löngu orðin þekkt fyrir taumlausa gleði og skemmtun. Hún hefst með Húkkaraballinu á fimmtudeginum og lýkur svo á mánudeginum. SUMAR Á SELFOSSI Dagsetning: 8. – 9. ágúst Staðsetning: Selfoss (35) Lýsing: Skemmtileg fjölskylduhátíð þar sem von er á gestum frá Evrópu, sjálfboðaliðum á vegum Veraldarvina, sem munu setja mark sitt á bæjarlífið og samfélagið með salsa-uppákomum og um leið aðstoða við hreinsun stranda og verkefni tengd uppbyggingu í fuglafriðlandi. KAMMERTÓNLEIKAR Á KIRKJUBÆJAR- KLAUSTRI Dagsetning: 7. – 9. ágúst Staðsetning: Kirkjubæjarklaustur (36) Lýsing: Margir frábærir tónlistarmenn spila skemmtilega tónlist. Gestum er bent á að vinsælt hefur verið að gista í nágrenni Kirkjubæjarklaust- urs til að njóta þar tónlistar og náttúrufegurðar. SUMARHÁTIÐ Á RANGÁRBÖKKUM VIÐ HELLU Dagsetning: 13. – 16. ágúst Staðsetning: Rangárbakkar við Hellu (37) Lýsing: Hátíð fyrir alla fjölskylduna. Gengur út á hestakeppnir, hefðbundnar og óhefðbundnar, ratleiki og þrautir. Einnig verður sýning og vörukynning á öllu mögulegu sem tengist landbúnaði og ekki má gleyma skemmtunum og böllum. Aðgangur að svæðinu kostar 3.000 krónur og gildir miðinn fyrir alla dagana. Ókeypis verður fyrir börn 12 ára og yngri. TÓNLISTARHÁTÍÐIN VIÐ DJÚPIÐ Dagsetning: 18. – 23. júní Staðsetning: Ísafjarðarbær (7) Lýsing: Tónleikar og masterklassar heimsþekktra tónlistarmanna. Aðalkennarar hátíðarinnar að þessu sinni eru gítarleikarinn Pétur Jónasson og píanóleikarinn Vovka Stefán Ashkenazy. Sérstakur gestur er svo danska tónskáldið Bent Sørensen. FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN BÍLDUDALS GRÆNAR Dagsetning: 25. – 28. júní Staðsetning: Bíldudalur (8) Lýsing: Skemmtileg fjölskylduhátíð þar sem meðal annars eru tónleikar, golfmót, sjó- stangaveiðimót, Skrímslasetrið, hoppukastalar, leiksýningar, rækjuveisla á hafnarbakkanum, langeldagrill og dorgveiðikeppni. Öll atriði eru í umsjón heimamanna. HAMINGJUDAGAR Dagsetning: 2. – 5. júlí Staðsetning: Hólmavík (9) Lýsing: Bæjarhátíðin samanstendur af úti- skemmtun, dansleik, tónleikum, gönguferðum, furðuleikum Sauðfjárseturs á Ströndum og ýmissi afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. DÝRAFJARÐARDAGAR Dagsetning: 3. – 5. júlí Staðsetning: Þingeyri (10) Lýsing: Heillandi bæjarhátíð með víkingaþema á söguslóðum Gísla Súrssonar. Þriggja daga hátíðarhöld með alls kyns skemmtilegum uppákomum fyrir alla fjölskylduna. SÆLUHELGIN Á SUÐUREYRI Dagsetning: 9. – 12. júlí Staðsetning: Suðureyri við Súgandafjörð (11) Lýsing: Ein elsta og skemmtilegasta bæjarhátíð landsins er á Suðureyri við Súgandafjörð. Segja má með sanni að Sæluhelgin sé þjóðhátíð Súgfirðinga sem skemmta sér saman og taka vel á móti gestum. HESTAÞING STORMS Dagsetning: 10. – 11. júlí Staðsetning: Þingeyri (10) Lýsing: Hestamannafélagið Stormur heldur sitt árlega hestaþing þessa helgi. Gæðingakeppni, kappreiðar, útreiðatúr, grill og fleira. ÓSHLÍÐARHLAUP OG VESTURGATAN Dagsetning: 17. – 19. júlí Staðsetning: Bolungarvík og víðar (12) Lýsing: Þessa helgi fara fram tvö af sérstæðustu víðavangshlaupum landsins. Í Óshlíðarhlaupinu er farið frá Bolungarvík til Ísafjarðar, um hina alræmdu Óshlíð, og í Vesturgötunni er hlaupið fyrir nesið milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar um eina sérstökustu veglagningu síðustu aldar. BRYGGJUHÁTÍÐ Dagsetning: 18. júlí Staðsetning: Drangsnes (9) Lýsing: Bryggjuhátíðin hefst jafnan með dorg- veiðikeppni yngstu kynslóðarinnar um morgun- inn. Grillmeistarar hreppsins grilla svo grásleppu, saltfisk, krabba og önnur sjávarskrímsli handa gestum. Bryggjuhátíðin endar með varðeldi við samkomuhúsið og dansleik fram á rauðanótt. EVRÓPUMEISTARAMÓT Í MÝRARBOLTA Dagsetning: 31. júlí – 2. ágúst Staðsetning: Ísafjarðarbær (7) Lýsing: Mýrarboltafélag Íslands heldur mót í þessari áhorfendavænstu íþrótt í heimi. Ekkert er jafn skemmtilegt og að horfa á fullfrískt fólk velta sér eins og svín upp úr drullunni í Tungudal. LEIKLISTARHÁTÍÐIN ACT ALONE Dagsetning: 14. – 16. ágúst Staðsetning: Ísafjarðarbær (7) Lýsing: Einleikjahátíðin Act alone hefur verið haldin á Ísafirði síðan 2004. Þar gefst gestum kostur á að kynnast þessu sérstæða leikhúsformi og er það eitt einkenni hátíðarinnar að ókeypis er inn á allar sýningar. REYKHÓLADAGURINN Dagsetning: 29. ágúst Staðsetning: Reykhólahreppur (13) Lýsing: Þetta er eins konar uppskeruhátið (hlunnindahátíð) með ýmsum uppákomum um miðjan daginn og síðan veisla og skemmtun/ dansleikur um kvöldið. Frítt hefur verið inn á Hlunnindasýninguna og í sundlaugina þennan dag. Einnig verður sýning á forn-dráttarvélum og áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum hefur sýnt sína báta. SÓLSTÖÐUHÁTÍÐ OG FLEIRA Dagsetning: 20. júní Staðsetning: Borgarbyggð (3) Lýsing: Skemmtileg hátíð þar sem verður meðal annars Brákarhlaup með þrautum í boði. Þá verða einnig víkingaleikar og margt fleira skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. ÍRSKIR DAGAR Dagsetning: 4. – 7. júlí Staðsetning: Akranes (4) Lýsing: Ljóst er að Írskir dagar 2009 verða með talsvert öðrum blæ en verið hefur á undanförn- um árum, meira verður sótt til heimamanna um þátttöku og skemmtilegheit og áhersla lögð á hófstilltari umgjörð og heimatilbúin atriði. Gífur- lega mikið um að vera í bænum þessa helgina. ÓLAFSVÍKURVAKA Dagsetning: 4. – 5. júlí Staðsetning: Ólafsvík (5) Lýsing: Ólsarar ætla að sameinast í bænum þessa helgi og skemmta sér duglega. Allir bæjarbúar leggjast á eitt til að gera dagana ógleymanlega þar sem tónlistin verður hækkuð í botn og dansinn dunar langt fram á nótt. DANSKIR DAGAR Dagsetning: 21. – 23 ágúst Staðsetning: Stykkishólmur (6) Lýsing: Danskir dagar í Stykkishólmi er hátíð fyrir alla fjölskylduna. Gönguferðir, tónleikar, söfn og gallerí og margt fleira sem allir hafa gaman af. JÓNSMESSUGANGAN Á SELTJARNARNESI Dagsetning: 24. júní Staðsetning: Seltjarnarnes (1) Lýsing: Jónsmessugangan á Seltjarnarnesi verður tengd bókmenntum, að venju verður sungið við bálköst og boðið upp á veitingar. Bálið logar glatt með Gróttuna í baksýn á meðan gestir syngja kröftuglega. GAY PRIDE Dagsetning: 7. – 9. ágúst Staðsetning: Reykjavík (1) Lýsing: Samkynhneigðir ganga niður Laugaveg- inn með tilheyrandi flottheitum. Útitónleikar verða í miðborginni þar sem margir þekktir tónlistarmenn koma fram. Skyldumæting þar sem miðbær Reykjavíkur lifnar allur við. MENNINGARNÓTT Svæði: Höfuðborgarsvæðið Dagsetning: 22. ágúst Staðsetning: Reykjavík (1) Lýsing: Menningarnótt er stærsta hátíðin á landinu yfir allt sumarið. Alls kyns listviðburðir og menningarstarfsemi í gangi allan daginn. Tónleikar og sýningar og svo mætti lengi telja. Hátíð fyrir alla fjölskylduna. Í TÚNINU HEIMA Dagsetning: 28. – 30. ágúst Staðsetning: Mosfellsbær (2) Lýsing: Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin þessa frábæru helgi. Margt verður í boði fyrir alla aldurshópa. Nánar á mos.is. VESTfiRÐiR SuÐuRlAnd VESTuRlAndHöfuÐboRGARSVæÐiÐ 12 1 2 3 4 5 6 7 8 910 11 13 14 15 16 17 1819 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 3637 38 39 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.