Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 14
Miðvikudagur 17. júní 200914 íslandi allt Tónlistarmaðurinn og alþýðuskáld- ið Bjartmar Guðlaugsson hváði þeg- ar hann var spurður um sitt besta og versta sumarfrí. „Öll mín sumarfrí hafa verið ánægjuleg og slæmt sumarfrí er ekki að finna í minni mínu,“ sagði Bjart- mar. Bjartmar Guðlaugsson hefur ver- ið eitt ástsælasta söngvaskáld íslensku þjóðarinnar og því ekki að undra að flest sumarfrí hans hafi tengst tónlist með einum eða öðrum hætti. „Já, flest frí sem ég hef tekið hafa verið vinnu- tengd og nánast órjúfanleg regla að öll fjölskyldan hefur verið með í för,“ segir Bjartmar. Í huga margra tengjast frí sumri og sól, helst á erlendri grundu, sendinni strönd og margarítum, en Bjartmar gef- ur ekki mikið fyrir slíkt. „Sem góð sum- arfrí get ég nefnt nánast allar útihátíðir sem ég hef komið fram á, en þó sér- staklega Þjóðhátíð í Eyjum. Að koma á Þjóðhátíð í Eyjum er nánast eins og að koma heim, öll fjölskyldan með í för og jafnvel hluti af stórfjölskyldunni,“ segir Bjartmar. Eitt sumarfrí sem Bjartmar nefnir til sögunnar átti sér þó stað fjarri Íslands ströndu, en var engu að síður tengt tón- list. „Árið 2008 fór ég í sumarfrí að vetri til. Ég og María mín, Rúnar Júl og María hans, Baldur bróðir Maríu og eiginkona hans fórum til Jamaíka. Hvernig getur slíkt frí verið annað en eftirminnilegt og ferðin var, eins og Rúnar orðaði það svo snyrtilega, „alger veisla fyrir heil- ann“, hvort sem um var að ræða augu, eyru eða önnur skynfæri.“ Sem fyrr segir man Bjartmar ekki eftir slæmu sumarfríi í fljótu bragði. „Mér líður alltaf vel þar sem ég er, hvort sem um er að ræða frí eða ekki. Í hnot- skurn má segja að öll mín frí hafi verið skemmtileg, þó með ólíkum hætti sé,“ segir Bjartmar að lokum. Fer aldrei í slæm sumarfrí Öll frí Bjartmars Guðlaugssonar eru skemmtileg: „Mitt uppáhald er að ríða Heklu- brautina um Landsveit og fara þar í Landsréttir og gista við Leirubakka. Svo er tekið að ríða yfir að fossi og meðfram Þríhyrningi, við Tumastað- arskóg og ofan í Fljótshlíðina. Svo er hægt að fara inn í Emstru, skammt frá Þórsmörk,“ segir Fjölnir Þorgeirs- son, hestamaður og ritstjóri Hesta- frétta, þegar hann er spurður um sína uppáhalds reiðleið. Fjölnir reynir að ríða um Suðurlandið á hverju sumri og tekur þá gjarnan eins mörg hross með í ferðirnar og mögulegt er. „Þetta eru þægilegar reiðleið- ir, þarna er hægt að komast alveg út úr stressinu, en þetta er ekkert langt í burtu frá alfaraleið,“ segir hann. Margar skemmtilegar reiðleiðar eru um sveitina og segir Fjölnir það mjög auðvelt að flétta inn frábærar dag- leiðir í kringum svæðið. 100 hesta túrar „Góð dagleið á þessu svæði er 35 til 40 kílómetrar á dag og þá er hugs- að um það sem er best fyrir hross- in. Þetta er hugsað sem þjálfunartúr, þá tökum við allt að hundrað hesta í túra, smölum okkur saman með fimm til sex topphross. Þarna eru moldargötur allt í kring og alveg frá- bært að ríða um, “ segir hann. Fjölnir mælir með að ef fólk ætl- ar að taka 35 til 40 kílómetra dagleið á þessum slóðum, þurfi það að hafa þrjá til fjóra hesta. „Við reynum að ríða ekki mikið meira en 7 til 10 kíló- metra á hverjum hesti. Við reynum að skipta frekar oft um. Maður byrj- ar á sterkum hesti, því reksturinn fer af stað af miklum krafti. Svo þegar fer að líða á fara hestarnir að lesta sig saman,“ segir hann. Fjölnir segir að það eigi ekki að vera of mikil fyrirstaða ef fólk hefur ekki aðgang að svona mörgum hest- um. Hann segir hestamenn oft vera opna fyrir því að lána hesta sína, svo lengi sem menn séu sæmilega vanir reiðmenn.“ Langar í Löngufjörur Auk þess að vera frábær skemmtun í fallegri náttúru, segir Fjölnir langa reiðtúra með marga hesta meðferðis, gera mikið fyrir hrossin sjálf. „Við för- um með tamningartrippi sem hlaupa bara með í fyrstu og í lok þessarar ferðar verða þau reiðfær hross sem þú ert farinn að stýra,“ segir Fjölnir. „Það er bara einhvern veginn geggjað að ríða í þessari náttúru. Þarna er mikil litadýrð og alveg frábært.“ Önnur leið sem Fjölnir stefnir á að fara er að ríða um Löngufjörur á Snæfellsnesi. „Það er draumur allra, það er bara víst toppurinn, renni- sléttur sandur, hægt að ríða í flæðar- málinu og alveg geggjað.“ Fjölnir Þorgeirsson, ritstjóri Hestafrétta segir frábært að fara ríðandi um Heklubrautina og Landsveit. Hann fer á hverju ári í þjálfunartúr með allt upp í 100 hross. Þar er slétt lendi og algjörlega hægt að gleyma sér í litadýrðinni í íslenskri náttúru. Um það bil 35 til 40 kílómetrar eru farnir á dag og mælir Fjölnir með að reiðmenn hafi 4 hross með. „Þarna er hægt að komast alveg út úr stressinu, en þetta er ekkert langt í burtu frá alfaraleið.“ „MoLdargötur aLLt í kring“ Hugar að hestinum Fjölnir Þorgeirsson er mikill hestamaður Reiðtúr „Við reynum að skipta frekar oft um. Maður byrjar á strekum hesti, því reksturinn fer af stað af miklum krafti. Svo þegar fer að líða á fara hestarnir að lesta sig saman,“ Bjartmar í vinnunni Flest frí Bjartmars hafa verið vinnu- tengd og öll góð. norðurLand Hvað þarftu að sjá? Kattaraugað Hvar er það? Í Vatnsdal í Húnvatns- sýslu Hvers vegna verðurðu að sjá það? Þetta er staður sem enginn veit um en gaman fyrir fólk að sjá. Þarna flýtur eyja á lítilli tjörn sem er bara uppspretta af köldu vatni. Er líklega einsdæmi á landinu. austurLand Hvað þarftu að sjá? Stórurð Hvar er það? Vestan Dyrfjalla sem liggja á milli Borgarfjarðar eystri og Fljótsdalshéraðs. Hvers vegna verðurðu að sjá það? Þetta er ein af mögnuðustu náttúruperlum Íslands. Þarna liggja risavaxnir berghnullungar á víð og dreif. Á milli þeirra og gróinna grasbala rennur grænleit jökulá en saman myndar þetta stórkostlegan ævintýraheim. VesturLand Hvað þarftu að sjá? Surtshelli Hvar er það? 14 km frá Húsafelli á fjallvegi 578. Hvers vegna verðurðu að sjá það? Surtshellir er kunnasti hellir á Íslandi, 1.310m langur. Hæð til lofts í aðalhellinum er 8-10 metrar en í vesturenda hans aðeins 2-4 metrar. Mjög seinfarið er um hellinn því í botni hans er víða stórgrýtt urð sem fallið hefur úr þakinu. reykjanes Hvað þarftu að sjá? Reykjanesvita Hvar er það? Yst á Reykjanesinu. Hvers vegna verðurðu að sjá það? Þetta er ævintýrastaður. Hann er sérstaklega áhrifamikill og býður upp á mikla fjölbreytni ásamt orku og upplifun. Verður að sjá staðir sem þú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.