Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 10
ÁTVR. Að baki því verði liggur inn- kaupsverð ÁTVR á dósinni, 82 krón- ur. Ofan á það bætist álagning ÁTVR sem er 33 krónur og síðan skattar, sem eru áfengisgjald, virðisauka- skattur og skilagjald, alls 155 krón- ur. Þegar viðskiptavinur kaupir bjór- dósina svo í verslun fara 70 prósent af verðinu beint til ríkisins. Kippa af bjór á þessu verði kostar 1.620 krón- ur í verslun og renna 1.134 krónur af því til ríkisins í álagningu, skatta og gjöld. Föst álagning vínbúðanna er 18 prósent og virðisaukaskatturinn er 24,5 prósent. Miðvikudagur 17. júní 200910 Neytendur Skylda að verðmerkja í krónum Neytendasamtökin benda á að í ljósi umræðu um að seljend- ur gefi í vaxandi mæli upp verð í evrum er rétt að ítreka að skylt er að gefa upp verð í íslenskum krónum. Ábendingar um verð- merkingar í evrum hafa borist Neytendasamtökunum og snúa þær flestar að ferðaþjónustuað- ilum. Neytendasamtökin benda á að jafnvel þó skylda sé að gefa upp verð í krónum megi seljendur gefa upp verð í hvaða annarri mynt sem er. aSí Stendur við Sitt Alþýðusamband Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna ummæla forsvarsmanna Bónuss þess efnis að verðlagseftirlit ASÍ villi fyrir neytendum með því að bera saman ólíkar vörutegundir í könnun sinni. Er þar átt við að appelsínusafi var 121 prósenti dýrari í Bónus en í Krónunni. Í yfirlýsingu ASÍ segir að ummæli Bónuss-manna séu byggð á mis- skilningi, þann dag sem könn- unin var framkvæmd var lægsta verð á hreinum appelsínusafa í verslun Bónuss á Akureyri 219 krónur. n Viðskiptavinur Select í Öskjuhlíð keypti sér grillpylsu með beikoni. Aldrei þessu vant kíkti viðskipta- vinurinn á kvittunina, þá kom í ljós að knappar tvær matskeiðar af kartöflusalati út á pylsuna, kostuðu 125 krónur aukalega. n Veitingastaðurinn Oliver fær lofið fyrir nýjan og ferskan indverskan matseðil. Þar má upplifa ekta indverska matargerð, enda kokkarnir indverskir. Oliver hefur líka keypt sérstaka matardiska til að bera indverska matinn fram á. Þar eru til dæmis engir tveir diskar eins. SEndið LOF Eða LaST Á nEYTEndur@dv.iS Dísilolía algengt verð verð á lítra 179,8 kr. verð á lítra 179,7 kr. Skeifunni verð á lítra 173,3 kr. verð á lítra 174,2 kr. algengt verð verð á lítra 179,8 kr. verð á lítra 179,7 kr. bensín Hveragerði verð á lítra 171,2 kr. verð á lítra 172 kr. Selfossi verð á lítra 173,3 kr. verð á lítra 174,2 kr. algengt verð verð á lítra 179,8 kr. verð á lítra 179,6 kr. uMSjón: vaLgEir örn ragnarSSOn, valur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i Fosters-bjór í hálfs lítra áldós er ódýrasti bjórinn sem seldur er í vín- búðum ÁTVR, samkvæmt verðlista yfir bjór sem birtur er á vefsíðu stofn- unarinnar. Samkvæmt verðsaman- burði DV á 38 bjórtegundum sem seldar eru í hálfs lítra bjórdósum með áfengisstyrkleika á bilinu 4 til 6 prósent er Egils Pilsner ódýrasti ís- lenski bjórinn. Fosters er raunar eini bjórinn sem er með 4 prósent áfeng- isstyrkleika. Egils Pilsnerinn er með 4,5 prósent styrkleika, jafnmikið og Viking Lager, sem er þriðji ódýrasti bjórinn í vínbúðunum. Fosters er í rauninni langódýrasti hálfs lítra bjórinn í ríkinu. Hver dós kostar 215 krónur, eða 1.290 krónur kippan. Egils Pilsner kostar 237 krón- ur og Viking Lager kostar 238 krónur. Verð eftir styrkleika Af þeim 38 bjórtegundum í hálfs lítra dósum sem verðsamanburðurinn nær til eru alls 18 tegundir sem kosta undir 300 krónum. Helmingur þessa bjórs er bruggaður hér á landi. Flestar ódýrustu bjórtegundirn- ar eru með lægri áfengisstyrkleika en þeir dýrari. Þannig er breski bjór- inn Carling, sem er með 4,1 prósents styrkleika, fjórði ódýrasti bjórinn í ríkinu. Faxe Premium, 4,6 prósent, er fimmti ódýrasti bjórinn. Dýrasti hálfs lítra áldósabjórinn í vínbúðunum er hins vegar Krusovice Imperial sem kostar 389 krónur dósin. 14 af 38 bjórtegundum eru í flokknum 4 til 5 prósent áfengisstyrk- leika. Hinar tegundirnar falla í 5 til 6 prósenta styrkleika. Langódýrasti bjórinn í þeim flokki er Hollandia sem kostar 259 krónur. DAB-bjórinn er næstódýrasti bjórinn í þeim flokki, á 279 krónur. Sjötíu prósent í ríkissjóð Til þess að átta sig á því hvað ræður verðlagningu áfengis má taka dæmi af hálfs lítra bjórdós sem er með fimm prósent áfengisstyrkleika. Bjórdós- in er seld á 270 krónur úr vínbúðum Fosters er ódýrasti bjórinn í hálfs lítra dósum sem seldur er í ríkinu. Ódýrasti íslenski bjórinn í sams konar umbúðum er hins vegar Egils Pilsner samkvæmt verðkönnun DV á bjór í hálfs lítra dósum. Allt upp í sjötíu prósent af söluverði bjórdósar í vínbúð- um renna beint til ríkisins í gegnum ýmis gjöld og skatta. Dýrasti íslenski bjórinn í þessari stærð er Egils Maltbjór á 339 krónur stykkið. ÓDÝRASTI BJÓRINN ValGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is Kippa af bjór á þessu verði kostar 1.620 krónur í verslun og renna 1.134 krónur af því til ríkisins í álagn- ingu, skatta og gjöld. BJÓR í 5 TIl 6 pRÓSeNTA STyRkleIkA BJÓR í 4 TIl 5 pRÓSeNTA STyRkleIkA Fosters 4% 215 kr. Egils Pilsner 4,5% 237 kr. víking Lager 4,5% 238 kr. Carling 4,1% 248 kr Faxe Premium 4,6% 249 kr Egils Lite 4,4% 264 kr. víking Lite 4,4% 265 kr. Tuborg grön 4,5% 269 kr Polar Beer 4,7% 289 kr. Carlsberg 4,5% 294 kr Pilsner urquell 4,4% 319 kr. San Miguel 4,5% 329 kr. Beamish irish S. draught 4,3% 360 kr. Murphy’s irish Stout 4% 380 kr. Hollandia 5% 259 kr. daB 5% 279 kr. Bavaria 5% 289 kr kronenbourg 1664 5% 291 kr Egils gull 5% 295 kr. Thule 5% 299 kr Faxe amber 5% 299 kr Faxe red 5% 299 kr Faxe royal 5,6% 309 kr Tuborg gold 5,5% 309 kr Stella artois 5% 309 kr Lech 5,2% 309 kr. grolsch 5% 319 kr Löwenbrau Original 5,2% 319 kr. Pilsner urquell 4,4% 319 kr. amstel 5% 320 kr Budweiser Budvar 5% 320 kr Egils Premium 5,7% 325 kr. Heineken 5% 325 kr. víking 5,6% 326 kr Beck’s 5% 329 kr. Zywiec 5,6% 336 kr. Egils Maltbjór 5,6% 339 kr Budweiser 5% 359 kr krusovice imperial 5% 389 kr. ÓdýRaStI íS- lENSkI bjÓRINN Egils Pilsner kostar 237 krónur. ÓdýRaStI bjÓRINN Fosters er ódýrasti bjórinn í ríkinu. dósin kostar 215 krónur. ÓdýRaStI bjÓRINN 5-6 pRÓSENt Hollandia kostar 259 krónur. í dýRaRI kaNtINum Heineken kostar 325 krónur. mEðalVERð Thule kostar 299 krónur. Vínbúð 174 krónu munur er á dýrasta og ódýrasta bjórnum í hálfs lítra dósum í ríkinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.