Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 17. júní 200924 íslandi allt Á ferð um landið er nauðsynlegt að næra sig til að hafa orku til að sjá alla þá dásemd sem landið hefur upp á að bjóða. DV kannaði verð á ýmsu matarkyns á helstu áningarstöðum við þjóðveginn. Við voginn á Djúpavogi er ódýrasti viðkomustaðurinn á meðan dýrast er að næra sig á Akureyri og í Hreðavatnsskála. Ódýrast er að fylla sig af mat og drykk á Við vog-inn á Djúpavogi sam-kvæmt verðkönnun sem DV framkvæmdi á átta án- ingarstöðum víðs vegar um land- ið. Dýrast er hins vegar að nærast í Leirunesti á Akureyri og í Hreða- vatnsskála. Við voginn býður ekki upp á til- boð á stökum hamborgara, frönsk- um og gosi heldur sérstakt fjöl- skyldutilboð fyrir fjóra. Þá kostar máltíðin á mann aðeins 930 krónur en hamborgaratilboð eru yfirleitt á verðbilinu 970 til 1050 krónur úti á landi. Þau eru þó misjafnlega sam- ansett. Þá kostar hamborgari og franskar 995 krónur í Víkurskála á meðan ostborgari, franskar og gos úr vél með ábót kostar 970 krónur í Staðarskála. Pylsa með öllu, það er steikt- um og hráum lauk og tilheyrandi sósum, kostar yfirleitt það sama hvar sem þú ert á ferð um landið, eða 250 krónur. Hún er ódýrari á Við voginn, kostar 240 krónur, og dýrust í Leirunesti á Akureyri þar sem hún kostar 260 krónur. Talsverður munur er á hálfum lítra af kóki í plasti. Kókið er áber- andi ódýrast á Við voginn á Djúpa- vogi og kostar 155 krónur. Dýrast er það í Hreðavatnsskála. Þar er það tæplega hundrað krónum dýrara og þarf að greiða 250 krónur fyrir hálfan lítra af drykknum vinsæla. Litla kaffistofan, sem nokkr- um sinnum hefur verið valin besta vegasjoppa landsins, ber sigur úr býtum þegar kemur að því að selja ódýrasta Nizza-súkkulaðið. Það kostar 150 krónur í Kaffistofunni en það dýrasta er selt í Leirunesti á Akureyri og kostar heilar 190 krón- ur. Þegar verð á lítilli fernu af kókó- mjólk er athugað fer Við voginn enn og aftur með sigur af hólmi. Þar kostar fernan hundrað krón- ur en sú dýrasta er á 130 krónur í Hreðavatnsskála. Þó að verðmunur á hinum ýmsu vörum sé aðeins í tíköllum talinn verður að hafa hið rótgróna orðtak í huga: Margt smátt gerir eitt stórt. liljakatrin@dv.is Litla kaffistofan Hamborgaratilboð: Ekki í boði. Kókómjólk: 120 kr. Pylsa með öllu: 250 kr. Kók í plasti, ½ lítri: 200 kr. Hreint Nizza-súkkulaði: 150 kr. Vegamót á Snæfellsnesi Hamborgaratilboð: 980 kr. Kókómjólk: 120 kr. Pylsa með öllu: 250 kr. Kók í plasti, ½ lítri: 200 kr. Hreint Nizza-súkkulaði: 180 Staðarskáli Ostborgari, franskar og gos úr vél með ábót: 970 kr. Kókómjólk: 109 kr. Pylsa með öllu: 250 kr. Kók í plasti, ½ lítri: 190 kr. Hreint Nizza-súkkulaði: 155 kr. Hreðavatnsskáli Ostborgari, franskar og kokteil- sósa: 990 kr. Kókómjólk: 130 kr. Pylsa með öllu: Ekki í boði. Kók í plasti ½ lítri: 250 kr. Hreint Nizza-súkkulaði: 180 kr. Hlíðarendi á Hvolsvelli Hamborgaratilboð: 970 kr. Kókómjólk: 109 kr. Pylsa með öllu: 250 kr. Kók í plasti, ½ lítri: 190 kr. Hreint Nizza-súkkulaði: 155 kr. Við voginn á Djúpavogi 4 ostborgarar, 2 x kokteilsósa, 2 lítra kók, stór franskar: 3720 kr. Kókómjólk: 100 kr. Pylsa með öllu: 240 kr. Kók í plasti, ½ lítri: 155 kr. Hreint Nizza-súkkulaði: 174 kr. Víkurskáli Hamborgari og franskar: 995 kr. Kókómjólk: 105 kr. Pylsa með öllu: 250 kr. Kók í plasti, ½ lítri: 190 kr. Hreint Nizza-súkkulaði: 165 kr. Leirunesti á Akureyri Hamborgaratilboð: 1050 kr. Kókómjólk: 120 kr. Pylsa með öllu: 260 kr. Kók í plasti, ½ lítri: 220 kr. Hreint Nizza-súkkulaði: 190 kr. ÓDÝRAST Á DJÚPAVOGI Ódýrt súkkulaði Litla kaffistofan selur ódýrasta Nizza-súkkulaðið samkvæmt verðkönnun DV. Dýr hamborgari Hamborg- ari, franskar og gos kosta 1050 krónur í Leirunesti á Akureyri. myND Sigtryggur Ari H ér að sp re nt H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is GISTING Í VOPNAFIRÐI FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA SYÐRI VÍK VOPNAFIRÐI Upplýsingar gefur Kristín í síma: 473 1199 - GSM: 848 0641 - fax: 473 1449 - holmi56@vortex.is Tvö sumarhús, 4 og 8 manna, einnig sér hús með 6 tveggjamanna herbergjum og eldunaraðstöðu. Gott aðgegi fyri fatlaða. Uppbúin rúm og svefnpokapláss. Veiðileyfi seld á silungarsævði í Hofsá Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.