Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 32
Miðvikudagur 17. júní 200933 Sport Button spenntur fyrir silverstone Langstigahæsti ökumaðurinn í Formúlu 1, Bretinn jenson Button, getur ekki beðið eftir því að aka á Silverstone-brautinni í heimalandinu en þar fer næsta keppni fram á sunnudaginn. Hinn 29 ára gamli Breti hefur meira og minna verið í aukahlutverki í Formúlunni þar til í ár en hann hefur nú unnið sex af fyrstu sjö keppnunum á Brawn gP-bíl sínum. Hann hefur endað í sautjánda sæti eða neðar í sex af síðustu níu keppnum á Silverstone en vonast nú til þess að fagna sigri á heimavelli. „Bretlandskappaksturinn er alltaf frábær og ég get ekki beðið eftir því að keppa fyrir framan mitt fólk á sunnudaginn,“ segir jenson Button. Uppgjör fyrsta þriðjungs Pepsi- deildarinnar var tilkynnt í gær í höfuðstöðvum KSÍ en veitt voru verðlaun fyrir umferðir eitt til sjö. Stjörnumenn áttu besta leikmann- inn, Steinþór Frey Þorsteinsson, sem hefur farið á kostum í byrjun deildar en þá var Bjarni Jóhanns- son, þjálfari Stjörnunnar, einnig valinn besti þjálfari umferðanna. Stjarnan hefur farið ótrúlega af stað í byrjun Pepsi-deildarinnar en hún er í öðru sæti með sextán stig eftir umferðirnar sjö. Steinþór var eðlilega í liði um- ferðanna ásamt tveimur félögum sínum, miðverðinum Daníel Laxdal og markahróknum Arnari Má Björg- vinssyni. FH-ingar sem tróna á toppi deildarinnar áttu einnig þrjá menn í liðinu, Keflavík tvo en KR, Breiða- blik og Fylkir einn hvert. Besti dóm- arinn var valinn Kristinn Jakobs- son og þá voru stuðningsmenn KR valdir bestir í umferðum 1-7 í Pepsi- deild karla. Úrvalslið umferða 1-7 markvörður: Lasse jörgensen (keflavík) varnarmenn: guðmundur Sævarsson (FH), alen Sutej (keflavík), daníel Laxdal (Stjarnan), Hjörtur Logi valgarðsson (FH) miðjumenn: atli guðnason (FH), jónas guðni Sævarsson (kr), Steinþór Freyr Þorsteinsson (Stjarnan), valur Fannar gíslason (Fylkir) sóknarmenn: arnar Már Björgvins- son (Stjarnan), alfreð Finnbogason (Breiðablik) tomas@dv.is Verðlaun fyrir umferðir 1-7: steinþór og Bjarni Bestir saha áfram Franski framherjinn Loius Saha, sem leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Everton, ætlar sér að vera áfram hjá þeim bláu þrátt fyrir áhuga frá Tyrklandi. Meistaraliðið þar, Besiktas, vill fá framherjann sterka en Tyrkirnir ætla að mæta með öfluga sveit til leiks í meistaradeildinni á næsta tímabili. Saha hefur leikið í meistaradeildinni með Manchester united en hann vill vera áfram hjá Everton því honum finnst hann skulda félaginu. „Ég vil borga david Moyes til baka fyrir að taka áhættu með að fá mig. nema hann vilji mig auðvitað ekki. annars fer ég ekki neitt,“ segir Loius Saha. adriano týndur Brasilíska knattspyrnuliðið Flamengo sem partíljónið adriano leikur með lenti heldur betur í hrakförum í ferð sinni til Coritiba. Ekki nóg með að hafa tapað leiknum skammarlega, 5- 0, varð enn meira vesen þegar liðið kom aftur á flugvöllinn heimafyrir. Þegar töskur liðsmanna voru sóttar komust þeir að því að það hafði verið farið í farangurinn þeirra, þá sérstaklega töskuna sem geymir alla búningana og var búið að eiga við þá. Ekki nóg með að nokkra búninga vantaði heldur var adriano einnig horfinn og vissi enginn hvert hann hafði farið. væntanlega á barinn en ekki fylgdi í fréttum frá Brasilíu hvort hann hefði fundist þar. uMSjón: TóMaS Þór ÞórðarSon, tomas@dv.is frábær Steinþór Freyr hefur farið frábærlega af stað með Stjörnunni. mynd Bragi Þór Jósefsson Fyrsti opinberi mótsleikur milli liðanna í vesturhluta Reykjavíkur, KR og Gróttu, fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Gróttu en liðin mætast þá í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins. Fjórtán leikmenn úr hópi Gróttu hafa með einum eða öðrum hætti komið við í KR, þar af eru tveir Íslandsmeistarar með KR í liðinu, Kristján finnbogason og sigurvin ólafsson. „Það er helst þessi leikur og að bæjarstjórinn sé hættur,“ segir Ás- mundur Guðni Haraldsson, þjálf- ari 2. deildar liðs Gróttu, kátur í bragði aðspurður hvort það sé eitt- hvað talað um annað á Seltjarnar- nesi þessa dagana en leik Gróttu og KR í VISA-bikarnum sem fer fram á fimmtudagskvöldið. Þetta er í fyrsta skiptið sem liðin mætast í alvöru leik á vegum KSÍ. „Ég sjálfur sé nú ekki mikið á daginn nema fótboltavöllinn og Hagkaup á kvöldin en fólk sem ég hitti og þekki talar bara um þenn- an leik,“ segir Ásmundur sem er einnig íþróttastjóri Gróttu. Hann lék sjálfur á sínum tíma með KR og á tvö silfur með liðinu frá Íslands- móti. „Það er mikil stemning okk- ar megin og við ætlum að reyna að gera þennan leik að miklum við- burði,“ segir Ásmundur. Kr má ekki tapa Ásmundur er sjálfur uppalinn KR- ingur og þekkir hvern krók og kima í svarta og hvíta hluta Vesturbæj- arins. Hann veit alveg að sigur er ekki einungis skylda hjá KR-ingum til þess að komast áfram heldur sé miklu meira undir í leiknum. „Þótt það séu bara nokkur hundruð metrar á milli félaganna er himinn og haf á milli þeirra hvað varðar árangur, virðingu og sögulega séð. Ég veit það alveg að ef það er ein- hver leikur sem KR má ekki tapa að þeirra mati er það gegn Gróttu,“ segir Ásmundur og heldur áfram. „Ég man vel þegar KR-ingar töpuðu gegn Tindastóli í bikarn- um fyrir mörgum árum og hvort þeir töpuðu ekki fyrir Völsungi líka. Ef þetta KR-lið í dag tapar hér á Nesinu verður það stimpl- að í sögubækurnar um aldir alda. KR hefur öllu að tapa. Og ekki bara leiknum eða sæti í 16 liða úrslit- um. Tapi þeir gegn okkur færist montrétturinn yfir á Seltjarnarn- arnesið um ókomin ár því guð má vita hvenær þessi lið mætast aftur,“ segir Ásmundur. ekki eins og hver annar leikur Í liði Gróttu, sem er sem stendur í 2. sæti annarrar deildar, má finna tvær miklar kempur. Kristján Finn- bogason og Sigurvin Ólafsson sem báðir hafa orðið Íslandsmeistarar með KR. Fleiri menn með ágætis reynslu má finna hjá Gróttu sem er langbest skipaða lið 2. deildar. Svo sem Árna Inga Pjetursson, Sölva Davíðsson og Ásmund sjálfan. En í Gróttu má einnig finna urmul reynsluminni manna. „Þessir reynslumeiri hjálpa mikið til en við reynum að undir- búa okkur eins og við getum. Það er ekkert hægt að segja að við för- um í þetta eins og hvern annan leik því þetta er klárlega ekki eins og hver annar leikur. Því má búast við að einhverjir verði yfirspennt- ir en við reynum að stýra því eins og við getum,“ segir Ásmundur og bætir við: „Við ætlum samt að sjálf- sögðu að gera þeim lífið leitt. Þeir koma ekki hingað með kassann út í loftið og taka þetta með vinstri.“ Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is „KR hefuR öllu að tapa“ Þrír Kr-ingar á nesinu Sölvi davíðsson á tugi leikja fyrir kr í efstu deild, Ásmundur þjálfari hefur tvívegis orðið í öðru sæti með kr og þá hefur kristján Finnbogason hampað íslandsmeistaratitlum með kr. mynd róBerT reynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.