Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 17. júní 20094 Fréttir Karlheinz Bellmann er þýskur spari- fjáreigandi sem átti 120 þúsund evr- ur inni hjá Kaupthing Edge þegar ís- lenska bankakerfið hrundi. Hann er hér í þriðja sinn frá bankahruninu og gekk á fund skilanefndar Kaupþings í gær til þess að ganga eftir því að fá innistæðu sína greidda út og flutta í annan banka. Þessu hafði honum verið lofað strax þegar hann kom ör- væntingarfullur í nóvember til þess að kanna afdrif sparifjárins hjá Kaup- þingi, en sparnaður hans jafngildir liðlega 21 milljón króna á núverandi gengi gagnvart evrunni. Helgi Felixson kvikmyndagerðar- maður vinnur að gerð heimilda- myndar um bankahrunið og hefur meðal annars fylgst með máli Bell- manns. „Ég gekk á fund skilanefnd- armanna í gær með tökumann á eftir mér. Ég spurði enn einu sinni hvenær ég fengi peningana mína. Ég spurði líka í nóvember og þá var svarið að menn hefðu ekki hug- mynd um það. Með slíkt svar gat ég ekki snúið til Þýskalands aftur og þá var mér sagt að til væru eignir sem myndu hrökkva fyrir innistæðum en eignir bankans yrði að kortleggja. Ég kom síðan aftur á fundinn sem hald- inn var af skilanefndinni með kröfu- höfum. Þar sat ég á milli fulltrúa tveggja banka með himinháar kröfur á hendur Kaupþingi.“ Þrautaganga „Í gærmorgun sagði skilanefnd Kaupþings við mig að ég fengi inn- eign mína greidda næstkomandi mánudag. Ég hef vitni að þessu og við tókumst í hendur um þetta. Ég var enn að tala við sama mann og í nóvember. Ég átti að geta treyst hon- um. Þegar ég kom í nóvember vildi ég spyrja margra spurninga. Ég lagði töskuna mína á borðið og sagði að við gætum farið auðveldu leiðina eða þá erfiðu. Kaupþingsmaðurinn sat andspænis mér með lögfræðing sér við hlið og hann spurði hver erf- iða leiðin væri. Ég svaraði að ég hefði spurningar á 16 blaðsíðum. Auð- velda leiðin fólst vitanlega í að borga út inneign mína. Eftir þetta ræddum við um Finnland og ég sýndi þeim myndir af fjölskyldu minni og fjórum börnum og sagði að þetta snerist um framtíð þeirra. Það væri aldrei hægt að kyngja því að bankinn brenndi upp sparifé mitt. Þeir skildu mig.“ Bellmann segist vita af lögbundn- um gjaldeyrishöftum. „Flutningur á sparifé mínu úr landi ætti ekki að vera vandi því íslensk og þýsk fjár- málayfirvöld hafa gert með sér samn- ing sem felst í að flytja fé frá íslenska Seðlabankanum til Þýskalands. Ég er ánægður með þessa þriðju ferð mína hingað og verð enn ánægðari þegar ég hef sparifé mitt í höndum.“ Yfirlýsing Bellmanns „Ég er bálreiður. Siðfræði og sið- ferði eru orð sem einmitt þeir sem orsökuðu kreppuna skilja ekki og ekki heldur þeir sem tregðast fram á þennan dag við að upplýsa mál- in. Þýska fjármálaeftirlitið krafðist þess 8. október að Kaupþing útveg- aði því meira lausafé. Þessa peninga haldlagði síðan DZ-Bankinn, þýsk- ur viðskiptabanki Kaupþings. Þýska fjármálaeftirlitið kom ekki í veg fyrir þetta. Þýsk stjórnvöld hafa ekki einu sinni gagnrýnt þessa umdeildu hald- lagningu DZ-bankans á peningum okkar. Kaupþing telur að við eigum þessa peninga. Það teljum við líka. Þessi togstreita hefur staðið mán- uðum saman, á kostnað okkar. Það hefði verið hægt að gera upp við okk- ur fyrir löngu. Í Austurríki og Finn- landi gekk það hratt fyrir sig og þar voru vextir líka greiddir. Hvers vegna ekki hjá okkur? Ég mun fá til baka það sem ég lagði inn. Og ég er þakk- látur fyrir það. En nú vill Kaupþing einungis greiða vexti til október. Ég kemst ekki upp með það að borga ekki skuldir mínar, bankinn ætti ekki að geta það heldur. Ef við ekki berjumst núna afsölum við okk- ur peningunum einmitt til þeirra sem hafa hrakið okkur að barmi þess hyldýpis þar sem við nú stöndum. Ég gleðst með íslensku þjóðinni yfir því að gagnstætt Icesave-dæm- inu mun uppgjör við okkur ekki kosta íslenska skattgreiðendur neitt. Bankinn greiðir til baka. Ég fer fram á jafnræði. Það geng- ur ekki að við séum verr sett en sparifjáreigendur í öðrum löndum. Greiðslustöðvun getur staðið árum saman. Eftir það fengjum við hugs- anlega einhvern hluta af vöxtunum. Ég vil ekki bíða svo lengi.“ Gefur vextina til góðgerðar- mála á Íslandi „Mig langar til að láta eitthvað af hendi rakna til íslensku þjóðarinn- ar. Þess vegna stíg ég fram og segi: Ég skal gefa vextina mína. Vaxta- tekjur mínar, sem ekki stendur til að greiða út núna, gef ég til einhverrar íslenskrar góðgerðarstofnunar, sem nú sinnir fólki sem líður skort vegna kreppunnar. Það má ekki bíða þar til greiðslustöðvuninni lýkur! Hjálp- ið ykkur, hjálpið okkur. Hraðið því að leysa málið, með lausn sem ekki mismunar okkur. Hjálpið með því að finna lagalegan grundvöll fyrir því að þetta sé hægt. Eða með því að sann- færa skuldareigendurna um að þeir eigi að gefa okkur forgang,“ segir Bellmann í yfirlýsingu sinni. Karlheinz Bellmann frá Þýskalandi fær 120 þúsund evrur greiddar út úr gamla Kaup- þingi næstkomandi mánudag. Hann fær ekki vextina greidda út frá bankahruninu og ætlar að gefa þá til góðgerðarstarfsemi á Íslandi. Hann gekk á fund skilanefndar Kaupþings með kvikmyndatökumann á hælunum í gærmorgun og fékk loforð um að 20 milljónir króna í eigu hans yrðu greiddar út. Gefur fátækum vaxtatekjurnar Jóhann hauKsson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Vaxtatekjur mínar, sem ekki stendur til að greiða út núna, gef ég til einhverrar íslenskr- ar góðgerðarstofnunar, sem nú sinnir fólki sem líður skort vegna kreppunnar.“ Glaðnar yfir sparifjáreigand- anum karlheinz Bellmann hefur komið þrisvar til landsins eftir hrun bankanna til þess að ganga eftir því að fá um 20 milljóna króna sparnað sinn greiddan út hjá gamla engar upplýsing- ar um nauðgun Lögreglan á Vestfjörðum verst allra frétta af meintu kynferð- isbroti sem var kært til lögregl- unnar að morgni sunnudagsins 31. maí. Málið er enn í rannsókn að sögn lögreglunnar en talið er að brotið hafi verið fram- ið kvöldið áður. Upplýsinga er að vænta á næstunni og miðar rannsókninni ágætlega, sam- kvæmt embættinu. farbann framlengt Hæstiréttur staðfesti í gær áfram- haldandi farbannsúrskurð hér- aðsdóms yfir ferðamanni sem er grunaður um að hafa misnot- að sér ástand íslenskrar konu til þess að hafa við hana samræði. Konan var ölvuð og er maðurinn grunaður um að hafa í félagi við annan mann komið fram vilja sínum á hótelherbergi í Reykjavík þann 8. maí. Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar sætir maðurinn far- banni allt til 10. júlí. ásgerður verður bæjarstjóri Ásgerður Halldórsdóttir, for- seti bæjarstjórnar Seltjarnar- ness, tekur við af Jónmundi Guðmarssyni sem bæjarstjóri á Seltjarnarnesi en hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Sitjandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins og stjórn fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á Seltjarnarnesi samþykktu einróma að Ásgerð- ur tæki við af Jónmundi en hún skipaði annað sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í bænum. Leiðrétting Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður vinstri grænna, hefur aldrei skammað Lilju Mósesdóttur, þingkonu VG, með svo mikl- um látum að hún hafi fellt tár. Í smáfrétt á baksíðu Helgar- blaðs DV var greint frá orða- skiptum á Facebook-síðu framsóknarmannsins Gests Guðjónssonar í kjölfar at- hugasemdar hans um að ljótt hefði verið af Steingrími J. Sig- fússyni að græta Lilju. Gestur taldi sig hafa traustar heimild- ir fyrir því að Steingrímur hafi hellt sér yfir Lilju með miklum látum á göngum þinghússins. Þetta mun þó vera alrangt og að sögn Lilju hefur Steingrím- ur ekki enn fundið sig knúinn til þess að skamma hana með slíkum ósköpum. Gríman, Íslensku leiklistarverðlaunin, voru afhent í Borgarleikhúsinu í gær: utan gátta sigurvegari kvöldsins Íslensku leiklistarverðlaunin voru af- hent við hátíðlega athöfn í gærkvöld og þar var sýningin Utan gátta, í svið- setningu Þjóðleikhússins, aðsóps- mikil. Sýningin var valin besta sýn- ing ársins, Kristín Jóhannesdóttir fékk Grímuna fyrir leikstjórn sýningar- innar, rithöfundurinn og ljóðskáldið Sigurður Pálsson fékk Grímuna fyr- ir leikritið og Gretar Reynisson fékk verðlaunin fyrir búninga sína í þessari sömu sýningu. Þegar Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri tók við verðlaun- unum fyrir bestu sýninguna frá þeim Katrínu Jakobsdóttur menntamála- ráðherra og Katrínu Júlíusdóttur iðn- aðarráðherra þakkaði hún kærlega fyrir þann heiður sem Þjóðleikhús- inu væri sýndur en sagði að fyrst og fremst væri það listafólkið sem að Utan gátta stendur sem væri sigur- vegarar kvöldsins. Björn Thors var valinn besti leik- arinn í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Vestrinu eina í svið- setningu Leikfélags Reykjavíkur og Harpa Arnardóttir var valin besta leik- konan fyrir hlutverk sitt í leiksýning- unni Dauðasyndunum, einnig í svið- setningu Leikfélags Reykjavíkur. Birna Hafstein fékk verðlaunin sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir leik sinn í Steinari í djúpinu í svið- setningu Lab Loka og Hafnarfjarðar- leikhússins og Bergur Þór Ingólfsson var verðlaunaður sem besti leikarinn í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í leik- sýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðsetningu Leikfélags Reykjavíkur. Sýningin Bólu-Hjálmar eftir Ár- mann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í sviðsetningu Stoppleikhópsins og í leikstjórn Ág- ústu Skúladóttur fékk verðlaun fyrir bestu barnasýningu ársins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti einnig Helga Tóm- assyni, ballettdansara og listrænum stjórnanda San Francisco-ballettsins sérstök heiðursverðlaun. helgi Tómasson Tók við heiðursverða- lunum grímunnar úr hendi Ólafs ragnars grímssonar í Borgarleikhúsinu í gær. MYnd siGTrYGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.