Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 36
Miðvikudagur 17. júní 2009 37Fókus á miðvikudegi Heiðrar pabba Í dag opnar rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð sýninguna Arkitekt- inn með alpahúfuna. Sýningin er unnin upp úr úrklippum sem Óttar notaði við gerð samnefndrar bókar sem hann gerði til minningar um föður sinn, Sverri Norðfjörð. 17.júní er afmælisdagur Sverris en hann lést á þeim degi fyrir nákvæmlega ári. Sýningin er haldin í Grófinni 1 í miðbæ Reykjavíkur. VíkingaHeimar opnaðir Safnið Víkingaheimar og skáli skips- ins Íslendings verða formlega opn- uð í dag í Reykjanesbæ. Opnunin er klukkan 17.00 en á safninu er að finna fornminjar frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Englandi, Færeyjum, Græn- landi og fleiri stöðum. Í dag eru liðin nákvæmlega níu ár frá því að Gunnar Marel Eggertsson og áhöfn Íslendings lögðu upp í tímamóta- siglingu til Ameríku til að minnast landafunda norrænna manna í álf- unni. Meðal sýningargripa eru vopn víkinga sem grafin voru upp í Sví- þjóð og eru talin vera frá því í kring- um árið 800. Hugmynda- og tengslasmíð Þýski hugmynda- og tengsla- smiðurinn Christopher Patrick Peterka heldur fyrirlestur í Hafn- arhúsinu fimmtudaginn 18. júní klukkan 20. Peterka er stofnandi og framkvæmdastjóri hugmynda- versins Gannaca sem er með að- setur í Köln, New York og Sjang- hæ. Fyrirlesturinn er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Nýsköpunarmið- stöð Íslands, Visit Iceland-sjóð utanríkisráðuneytis og Útflutn- ingsráðs og Listasafn Reykjavík- ur. Hann fer fram á ensku og er öllum opinn. Á fund fjallkon- unnar Bergsveinn Birgisson ætlar að gefa út skáldfræðisöguna Handbók um hugarfar kúa á þjóðhátíðardegi Ís- lendinga. Bergsveinn ætlar að af- henda sjálfri Fjallkonunni fyrsta ein- takið af bókinni í Alþingisgarðinum í hádeginu. Að því loknu verður efnt til útgáfuhátíðar vegna bókarinnar í Austurstræti. Handbók um hugarfar kúa er önnur skáldsaga Bergsveins Birgissonar, en árið 2003 kom út hjá Bjarti skáldsagan Landslag er aldrei asnalegt og var hún tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Sue Claussen (Jennifer Aniston) ferðast víða og selur fyrirtækjum fjöldaframleidd málverk. Í einum slíkum leiðangri gistir hún á fjöl- skyldureknu gistiheimili og kynnist Mike (Steve Zahn) sem er fullorð- ið einkabarn fjölskyldunnar. Hann lætur hana ekki í friði þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir hennar og að lok- um myndast örlítil tenging sem Mike ýkir í huga sér. Hann eltir hana út um allt meðal annars heim til kærasta hennar (Woody Harrelson) við litlar vinsældir. Myndin er sund- urlaus og veit ekki um hvað hún á að vera, hann, fjölskylduna, ástina eða eitthvað enn annað? Handrit- ið er illa skrifað og það er lítið bita- stætt í samræðunum. Dramatíkin er léttvæg og ekkert er að gerast. Kar- akterarnir eru óspennandi og það er jafnvel einhver sjarmi yfir því hversu vonlausir þeir eru. Myndin skartar nokkrum fyndnum brönd- urum meðal annars með kínverska vini hans en nær ekki tíu brand- ara markinu. Það tekst ekki einu sinni að gera danssenuna fyndna. Óskemmtilegheitin eru svo þrúg- andi að þetta minnir á hryllings- mynd því þig langar alls ekki að vera þarna frekar en í Sög 3. En maður beið eftir því að Woody Harrelson mætti og berði Mike fyrir að naðrast í gellunni heima hjá honum og til að refsa honum fyrir vont fyrirhlé. En, nei, nei, einu Woody-atriðin voru eftir hlé, voru örfá og öllum rúnkað í stiklunni fyrir myndina. En Woody var fínn í þessar örfáu mínútur sem við fengum með honum. Það er einhver sparnaður þarna á ferð sem jaðrar við vörusvik. Svo þarna situr maður á allt of notalegri mynd og veit að hún endar með ógeðslegu lagi. Rómantísk gamanmynd með Jennifer Aniston? Gat maður ekki sjálfum sér um kennt? Þetta er kell- ingamynd þar sem þú sendir kell- inguna eina án þess að splæsa. Erpur Eyvindarson vörusvik Fjórir félagar ranka við sér eftir steggjapartí fyrir vin sinn í Las Vegas. Alls ekkert er eins og það á að vera. Alvarlegir líkamlegir áverkar, svæs- in þynnka, algjört minnisleysi, þeir sitja uppi með tígrísdýr og barn inni á herberginu sem er allt í rúst og það sem verra er, þeir finna ekki brúð- gumann. Nú hefst mikil leit að hon- um og atburðum gærdagsins sem eru svo sannarlega ekki hversdags. Hug- myndin er góð. Einföld og góð. Flestir þekkja þær aðstæður að vakna og muna lítið annað en að þú hafir gert einhvern djöfulinn af þér. Fólk getur auðveldlega tengt við það þótt maður voni að það sé ekki al- gengt að fólk lendi í öðru eins rugli og söguhetjur Hangover. Partítónlist tengir atriðin í upphafi en skyndi- lega er ekkert partí lengur heldur bara bráðfyndið og fálmkennt úrræðaleysi þeirra félaga. Það er Todd Phillips sem leikstýrir myndinni en hann á nokkrar góðar að baki. Þar ber helst að nefna myndirn- ar Road Trip, Starsky & Hutch og hina vanmetnu og drepfyndnu Old School. Í Old School gerði Will Farrell meðal annars persónu hins tæpa Frank The Tank ódauðlega. Þó Hangover slái ekki Old School við er myndin er fyndin í gegn. En al- mennt ekki öskrandi spaugileg samt. Hún er hvað fyndnust í aðli sínum að vera með óvenjulega gróft grín sem kemur manni frábærlega á óvart. Nak- inn gamall maður er fyndið. Hvernig þeir fíflast í smábarninu og skella hurð á það óvart er á einhvern undarlegan hátt alveg bráðfyndið. Las Vegas-lög- reglan er góð þar sem hún birtist sem ofbeldissjúkir geðsjúklingar og Mike Tyson fer á kostum. Kínamaður sem er alveg þrælvondur í ensku er síðan klisjukennt grín sem virkar engu að síður alltaf frábærlega. Bradley Cooper, Ed Helms og Zach Galifianakis fara með aðalhlutverkin í myndinni og skila sínu nokkuð vel. Ed Helms er sterkur sem hinn kúgaði Stu enda hefur hann góða reynslu af því að leika svipaðan aula í amerísku útgáfunni af The Office. Bestur er þó hinn smávaxni Alan sem er leikinn af Galifianakis. Hann óþægilega undar- legur og meira en lítið pervertískur á köflum. Þá þekkir hann hinar persón- ur ferðarinnar engan veginn nógu vel til að láta eins og hann gerir. Sem er auðvitað mjög fyndið. Eitt það besta er síðan myndir af kvöldinu góða sem birtast í öllu sínu skítuga veldi. Mestallt það fyndnasta er í treilernum sem var sýndur frekar mikið og ef til vill gæti það pirrað ein- hvern. En svo virðist sem myndin lifi algjörlega upp í væntingar flestra og er prýðileg afþreying með vænni slettu af hrottagríni. Þetta eru 5 aura brand- arar fyrir allan peninginn og hann er í milljörðum eins og flest í Vegas. Erpur Eyvindarson Hangover Leikstjóri: Todd Phillips Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Ed Helms, Zach galifianakis, justin Bartha kvikmyndir Á Haaalanum Ed Helms upprenn- andi gamanleikari. The Hangover „nakinn gamall maður er fyndið.“ Management „Þetta er kellingamynd þar sem þú sendir kellinguna eina án þess að splæsa.“ ManageMent Leikstjóri: Stephen Belber Aðalhlutverk: jennifer aniston, Steve Zahn kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.