Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 17. júní 200916 íslandi allt Hamingjudagar á Hólmavík 3. - 5. júlí www.strandabyggd.is/hamingjudagar Landsmenn geta reynt sig við margvíslegar jaðaríþróttir þegar þeir fara í frí. DV kynnti sér valmöguleikana, hvar þeir eru og hvað það kostar að reyna sig við brimbretti, flúðasiglingar og fallhlífarstökk svo dæmi séu tekin. Heimsklassaöldur við Ísland Ég vildi gera eitthvað nýtt og hringdi í frænda minn sem er einn af þeim sem hef-ur stundað íþróttina hér- lendis. Hann sagði mér að nokkr- um sinnum hefði verið reynt að kynna brimbretti fyrir Íslendingum og flytja inn búnað en ekki gengið upp. Það er ástæðan fyrir því að við fylgjum þessu alla leið, fyrst með námskeiðum, þá búnaði og endum á því að koma þeim sem hafa áhuga í brimbrettahóp,“ segir Leifur Dam Leifsson, einn þeirra sem standa að baki surf.is sem býður upp á brim- brettanámskeið. Fyrir alla Hann segir að þeir hafi fengið til sín fólk á aldrinum 16 til 37 ára auk þess sem kynjahlutfall hafi verið með besta móti. „En í grunninn er þetta fólk á aldrinum 20 til 25 ára. Margir halda að þetta sé eitthvað „hardcore“ dæmi en það er að sjálfsögðu ekki þannig,“ segir Leifur. Dagsnámskeið hjá þeim kost- ar 14.900 krónur og er þá innifal- inn allur búnaður, kennsla og ferjun fram og til baka. Yfirleitt eru um fjór- ir saman á námskeiði og segir Leif- ur að þeir vilji ekki hafa stærri hópa til þess að geta sinnt fólki sem best. „Ef fólk kaupir síðan brimbrettabún- að gengur námskeiðsgjaldið upp í þann kostnað,“ segir hann. Að sögn Leifs kostar búnaðurinn sem til þarf í kringum 130 til 140 þúsund krónur. reykjanesið vinsælt Aðspurður um hvar námskeiðin fara fram segir Leifur að það sé aldrei ákveðið fyrir fram. Það fari alfarið eft- ir veðri. „Það er ákveðið kvöldið fyr- ir brottför þegar kennararnir okkar hafa lesið út besta mögulega sjólag á hverjum stað fyrir sig. En valið stend- ur þó yfirleitt alltaf á milli Sandvíkur á Reykjanesi og Þorlákshafnar,“ segir Leifur. Ísland er að mati Leifs frábær stað- ur fyrir brimbrettaiðkun. Hér skapist oft heimsklassaöldur. „Staðsetning landsins er þannig að nóg af lægð- um gengur yfir landið sem skapar góð skilyrði. Við Reykjanesið er nán- ast alltaf hægt að fara á brimbretti því lega hryggsins er þannig að hægt er að velja um marga staði miðað við átt og sjólag,“ segir hann að lokum. Margir hentugir staðir Leifur Dam Leifsson, einn aðstandenda surf.is segir að Sandvík á Reykjanesi og Þorlákshöfn henti vel til brim- brettaiðkunar. Ólafsfjörður Margir staðir eru hentugir fyrir brimbrettaiðkun á Íslandi. Hér er brimbrettakappi að leika sér við Ólafsfjörð. Ævintýraferðir í Skagafirði hafa boðið upp á flúðasiglingar síðastliðin fimmt- án ár. Að sögn Magnúsar Sigmunds- sonar, framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins, eru flúðasiglingar nú orðnar eitt af aðalsmerkjum Skagafjarðar í ferða- þjónustu. Hann segir að elsti gest- urinn hingað til hafi verið 86 ára og sá yngsti sex ára. Leiðsögumenn eru bæði erlendir og íslenskir. Ævintýra- ferðir bjóða upp á fjórar mismunandi ferðir og kosta þær frá 6.500 krónum og upp í 45 þúsund krónur. Vestari Jökulsá þykir henta vel fyrir byrjendur en líka fyrir lengra komna því að sögn Magnúsar er auð- velt að hækka spennustig ferðarinn- ar. Á miðri leið niður ána er stoppað við heitan hver þar sem boðið er upp á heitt kakó blandað úr heita hvern- um. Fullyrðir Magnús að þetta sé eina flúðasiglingaá heimsins sem bjóði upp á slíkan munað. Siglingin niður Vestari Jökulsá tekur um þrjá til fjóra tíma og er siglt um átta kílómetra leið. Kostnaður er 6.500 krónur á mann. Fyrir lengra komna er boðið upp á siglingu niður Austari Jökulsá. Er hún að sögn Magnúsar ein af bestu flúða- siglingaám Evrópu. Boðið er upp á tvær mismunandi ferðir niður Austari Jökulsá. Fimm til sjö tíma ferð þar sem sigldir eru um 17 kílómetrar. Kostar hún 9.800 krónur. Síðan er boðið upp á tveggja daga siglingu frá Laugarfelli á Sprengisandi niður í byggð þar sem sigldir eru um 50 kílómetrar og gist í Laugarfelli og Hildarseli. Tveggja daga ferðin kostar 45 þúsund krónur. Vaxandi vinsældir fallhlífarstökks Á Íslandi er starfræktur einn skóli sem kennir fallhlífarstökk og er það Fallhlífastökkskóli Íslands. Hjörtur Blöndal, for- maður Fallhlífasambands Ís- lands, segir að stakt stökk kosti í dag 4.000 krónur. Þá er um að ræða svokallað statik línu stökk. Þá er stokkið úr um þrjú til fjögur þúsund feta hæð. Lína tengir fallhlífina við flugvélina og um þremur sekúndum eftir að þú sleppir takinu af flugvél- inni opnast fallhlífin. Á heimasíðunni jump.is kemur fram að um 120 nem- endur skrái sig að meðaltali á námskeið á ári hjá Fallhlífa- stökkskóla Íslands. Að sögn Hjartar er oftast stokkið á Sandskeiði og á Hellu. Auk þess sé stundum stokkið á Akureyri auk annarra staða þar sem fall- hlífarstökkvarar eru fengnir til að taka sýningarstökk. Hjörtur segir að vinsældir fallhlífarstökks hérlendis séu vaxandi. Margir Íslendingar fara í kennslu hérlendis. Líka sé vinsælt að fara í þjálfun á eitt stærsta stökksvæði í heimi sem er í bænum Deland á Flórída. Þar býr Íslendingur sem stjórn- ar þar kennslumálum. Hafa margir Íslendingar farið þang- að til að læra fallhífarstökk. Ævintýrafyrirtækið Arctic Rafting býður upp á margvíslegar ferðir í náttúrunni fyrir Íslendinga og út- lendinga. Meðal annars flúðasigl- ingar, kanóferðir, fjallgöngur, köfun, hjólaferðir, ísklifur, fjórhjólaferðir og svo mætti lengi telja. „Náttúran er hið sanna ævintýri,“ er leiðarljós fyr- irtækisins. Líka er boðið upp á venju- legar klifurferðir. Að sögn Torfa G. Yngvasonar, framkvæmdastjóra Arc- tic Rafting, hafa Íslendingar ekki nýtt sér mikið klifurferðirnar sem þeir bjóða upp á. Þær hafi verið vinsælar hjá skólahópum en flestir sem sæki í þær séu þó útlendingar. Torfi segir að klifurferðin sem þeir bjóða upp á sé dagsferð og kostar hún 9.900 krón- ur á mann. Um er að ræða klifurferð sem farin er í Valshamar í Eilífsdal sem er norðan megin við Esjuna. náttúran Hið sanna ævintýri Ein besta á Evrópu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.