Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 12
Svarthöfði hefur takmarkalít-inn áhuga á öllum þeim veil-um og andlegum sýkingum sem leynast í hinum myrk- ari og illrannsakanlegri skúmaskot- um mannshugans. Þess vegna hefur Svarthöfði haft nánast sjúklegan áhuga á Kópavogi og því fólki sem kýs að búa þar af fúsum og frjálsum vilja í skjóli einhliða yfirlýsingar einræð- isherrans þar í bæ um að þar sé gott að búa. Svarthöfða þykir Kópavogur ekki síst áhugaverður vegna þess hversu vel hin vanheilaga þrenning bæjarstjórans, trú- arleiðtogans og klámkóngsins hefur þrifist innan bæjarmarkanna. Þessir þrír höfðingjar; Gunnar bæjarstjóri, Gunnar í Krossinum og Geiri á Gold- finger hafa allir gert út á hina ýmsu veikleika mannsandans með fanta- góðum árangri. Gunnar í Krossinum sinnir ístöðulausum einfeldningum sem sækja bæði lífsfyllingu og tilgang í digurbarkalegan boðskap hans um hlýjan faðm Guðs með tilheyrandi fordæmingu á samkynhneigð og öðr- um álíka miðaldaviðhorfum. Hann Gunnar Þorsteinsson býður sko ekki syndinni í kaffi í Hlíðarsmáranum! Syndin er samt síður en svo á vergangi þar sem hún býr í góðu yfirlæti hjá Ásgeiri Dav-íðssyni á Smiðjuveginum þar sem hún teygar gullið freyðivín þar til dagur rís undir silkimjúkum vernd- arvæng lénsherrans mikla Gunn- ars Inga Birgissonar sem hefur deilt og drottnað yfir Kópavogi lengur en yngstu Kópavogsbúar muna. Gunnari I. er nefnilega ekkert sérstaklega í nöp við syndina þótt hann virðist nú fyrst og fremst hallur undir gamaldags ís- lenska spillingu sem hefur verið ær og kýr allra al- vöru sjálfstæðismanna frá því land byggðist. Biksvart spillingarkaff- ið hefur því mallað á könnunni hjá Gunn- ari árum saman á bæjarskrifstofunum í Fannborginni en nú er það viðbrunnið og svo gallsúrt að meira að segja framsóknar- mönnum þar í bæ svelg- ist á sop- an- um og kalla þeir nú ekki allt ömmu sína þegar frændhygli, vinargreiðar og auðsöfnun í krafti stjórnmálaspilling- ar eru annars vegar. Spillingartaktar og gerræði í stjórnsýslu fóru alveg úr tísku á Íslandi í október á síðasta ári þegar einhver vísir að siðvæð- ingu hófst á Íslandi. Af illri nauðsyn vel að merkja vegna þess að spilling, eins og við þekkjum hana hér, er okk- ur í blóð borin. Og nú er síðasta vígi íhaldsspillingar fallið með brotthvarfi lénsherrans Gunnars Birgissonar. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið kveður samt stór hluti bæjarbúa, og þá helst sjálfstæðismenn, bæjarstjór- ann fallna með tárum. Sumum finnst þetta með hinum mestu ólíkindum en Svarthöfði skilur vel tilfinningar þeirra Kópavogsbúa sem reka nú upp ramakvein og syrgja bæjarstjórann sem þeim finnst vera hvorki meira né minna en mikilmenni. Geir H. Haarde fékk ekki einu sinni svona heitar kveðjur frá undirlægjum sínum og eiginlega þarf sjálfstæðisfólk að leita til drottins þeirra almáttugs, Davíðs Oddssonar, til þess að finna einhvern sem jafnast á við Gunnar. En skýringin á fylgispekt kópavogsí- haldsins við Gunnar er augljós þeim sem til þekkja. Gunnar breytti nefni- lega ömurlegu krummaskuði í stór- borg. Ríki í ríkinu með smáralindum og skýjakljúfum. Gunnar, sem góðu heilli átti fullt af jarðýtum, breytti illa skipulögðu kaosi moldarslóða og mal- arvega í alvöru bæ og tókst svo vel til að nú er flestum gleymd þjóð- sagan um að Kópavogur varð til þegar þar söfn- uðust saman villuráf- andi einstaklingar á leið frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Fólk bókstaflega týndist í þessum Bermúda-þríhyrningi og var nauðugur einn sá kostur að hefja þar búsetu. Áður en Gunnar komst til áhrifa í bænum réðu þar ríkjum kommabjánar og kratafífl. Í þá tíð voru götur einungis malbikaðar upp að heimil- um bæjarstjóranna en engum datt í hug að tala um spillingu vegna þess að kommar og kratar eru víst ekki spilltir. Hagur Kópavogsbúa vænk- aðist svo heldur betur þegar Gunni komst á fulla ferð á jarðýtunum sínum og auðvitað leitaði hann til sjálfs sín, vina og kunningja til að láta hlutina ganga á hraða sem fékk vinstraliðið til að hringsnúast og fá svima. Fyrir þetta eru gamlir Kópavogsbúar, sem muna niðurlægingartímann, Gunnari óendanlega þakklátir og finnst ekkert tiltökumál að hann og hans fólk fái eitthvað fyrir sinn snúð. Unga fólkið fattar þetta ekki og hefur því snúist á sveif með framsóknarmönnum þannig að nú þarf allsherj- argoðinn, brautryðjandinn, frá að hverfa. Svarthöfði telur þó, vegna sér- þekkingar sinnar á eðli Kópavogsbúa, að þeir muni fara úr öskunni í eldinn og fær ekki betur séð en tvö smá- menni sækist helst efir að fá að fylla skarð hins mikla. Skólastjórinn virðist ekki til stórræðanna og fyrrverandi þingmaðurinn mun áreiðanlega þurfa að standa lengi á krossgötum kópa- vogspólitíkurinnar og velta fyrir sér hvort hann eigi að horfa til himins eða bjóða syndinni í kaffi og leggja á spill- ingarbrautina sem Gunnar hefur rutt fyrir hann. Miðvikudagur 17. júní 200912 Umræða Brautryðjandinn svarthöfði spurningin „Já, klárlega. Íslenska krónan er fallandi gjaldmiðill en Marels- peningurinn er á uppleið,“ segir Marel Jóhann Baldvinsson. Breiðabliksmenn höfðu ekki fyrirgefið Marel vistaskiptin yfir í val. Er MarEls-pEning- urinn stErkari En íslEnska krónan? sandkorn n Spunameistarar gamla og nýja Landsbankans virðast vera orðnir sérfræðingar í að draga athyglina frá þeim sem raun- verulega bera ábyrgð á slæmum gjörningum bankans. Í byrjun maí ætlaði Lár- us Finn- bogason, formaður skilanefnd- ar bank- ans, að selja framsóknarmanninum Arnari Bjarnasyni 2,6 prósenta hlut í BYR. Þegar fjölmiðlar uppljóstr- uðu um gjörninginn kom yfir- lýsing frá Landsbankanum um að Eggert Páll Ólason, yfirlög- fræðingur bankans, hefði skrif- að undir framsalsbeiðni og ekki haft samþykki skilanefndarinn- ar fyrir því. Þetta hefðu því verið mistök Eggerts en ekki Lárusar. n Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans fékk 70 milljóna króna lán úr sínum eigin lífeyrissjóði. Í tilkynn- ingu frá bankanum var sagt að ákvörðunin um kaupin hafi verið tekin af Sigurjóni og sjóð- stjóra án samráðs við yfirstjórn Landsbankans. RÚV birti síðan frétt um að fréttastofan hefði undir höndum póst frá for- stöðumanni lögfræði- ráðgjafar Landsbank- ans frá 10. desember 2008 þar sem gjörn- ingurinn var samþykkt- ur. Forstöðumaðurinn heitir Gunnar Viðar og var hann síð- an hækkaður í tign stuttu síðar og starfar nú sem yfirmaður lögfræðisviðs bankans. Ársæll Hafsteinsson sem nú situr í skilanefnd Landsbankans var yfirmaður lögfræðisviðs á und- an honum. Ekki sá Landsbank- inn hins vegar ástæðu til að láta Gunnar Viðar eða Ársæl víkja. Sjóðsstjórinn var látinn víkja tímabundið fyrir að hafa ekki ráðfært sig við yfirstjórn bankans. n Álfheiður Ingadóttir og félag- ar hennar í viðskiptanefnd Al- þingis funduðu á óvenjulegum stað í gær. Þingmennirnir voru þá að kynna sér starfsemi Nýja Kaupþings og mættu í heim- sókn í höfuðstöðvar bankans í Borgartúni rétt fyrir hádegi. Löngum hefur verið sagt að þingmönn- um leiðist ekki athygl- in. Nú brá hins vegar svo við að þingmenn- irnir vildu ekki láta mynda sig í höfuðstöðvum Nýja Kaupþings. Þegar ljósmyndari DV mætti á staðinn varð uppi fótur og fit. Fulltrúi bankans samþykkti myndatökuna á endanum fyrir sína hönd en þingnefndin mátti ekki heyra á það minnst. LyngháLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ef þú ert í Hollywood og ert ljótur þá verður þú að vera góður.“ n Jón Gnarr um Philip Seymour Hoffman sem hann vill að leiki Georg Bjarnfreðason verði þættirnir endurgerðir í Bandaríkjunum.-DV. „Menn hafa tekið skiltin niður og rifið kjaft.“ n Héðinn Stefánsson, stöðvarstjóri á Sogssvæðinu hjá Landsvirkjun, um veiðiþjófa sem virða ekki bann við veiði þar sem fiskurinn safnast saman til að hrygna.-DV. „Með aðstoð vinstrisinnaðra fréttamanna hafa andstæð- ingar flokksins lagt sterka leiðtoga flokksins í pólitískt einelti.“ n Óttar Felix Hauksson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, um það sem hann kallar aðförina að Gunnari Birgissyni.- Morgunblaðið. „Þeir brutu engar reglur með þessu.“ n Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, um spillta bankamenn í heimi Eve Online sem stungu af með bankainnstæður í leiknum. Þar er lögð áhersla á traust í viðskiptum og eru það einu leikreglurnar.-Fréttablaðið. „Í staðinn fyrir að læsa skrifstofum og hindra aðgang.“ n Jón F. Thoroddsen hagfræðingur segir í nýrri bók að þeir sem til þekki fullyrði að gögnum hafi verið eytt innan bankanna á fyrstu vikum eftir bankahrunið. Þar hafi menn fengið nægan tíma til að eyða þeim í staðinn fyrir að grípa í taumana strax.-DV. Með hnífinn á lofti Leiðari Það er engin tilviljun að 62% lands-manna telja að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu bankanna en heimilanna í landinu. Það litla sem stjórnin hefur gert fyrir fólkið er að auðvelda því fjárhagslegan dauðdaga með eins konar morfínlausn fyrir þá sem þegar hafa misst allt. Þessi læknir ætlar sér ekki að lækna. Starf yfirvalda fyrir hönd bankanna hefur verið að opinberast undanfarna mánuði, en það á sér hátt í þriggja áratuga sögu. Skuld- ir heimilanna fóru úr 20 prósent ráðstöfun- artekna árið 1980 vel yfir 200 prósent árið 2008. Og skuldirnar hækka enn. Svo vill til að á þessu tímabili hefur verðtrygging verið ríkjandi, sem hækkar skuldir almennings og lágmarkar áhættu bankanna. Bankarnir geta með öðrum orðum stuðlað að verðbólgu, án þess að þurfa að líða fyrir það, því lán þeirra til almennings hækka einfaldlega með. Svo þegar fólk fer í þrot vegna bankanna taka bankarnir eignirnar af fólki. Þróunin síðustu þrjátíu ár þýðir að heim- ilin í landinu hafa smám saman komist undir vald bankanna. Nú er svo komið að 6 prósent fólks sem rekur heimili þurfa að borga meira en 90 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í afborganir af heimili sínu. Í þessu felst áfall fyrir frelsi einstaklingsins en gríðarlega um- fangsmikil valdataka bankanna. Þrælasala hefur verið skilgreind upp á nýtt í hugtakið mansal, sem á betur við um nútímaútgáfu frelsissviptingar. Nú er kom- inn tími til að endurskilgreina þrælahald í fjárhagslegum skilningi. Hvað er sá sem borgar meira en 90 prósent tekna sinna til bankanna annað en þræll? Hann þarf að vinna eins og skepna, hann fær í raun ekki borgað fyrir það, hann getur ekki farið og hann á sér nánast enga von um að verða frelsingi nema með fjárhagslegum dauða. Það sárasta er að ríkisstjórnin tekur sér ekki stöðu með fólkinu í landinu gegn bönkunum sem svipta það frelsinu. Þvert á móti berst hún með bönkunum gegn fólk- inu. Stjórnin gengur meira að segja svo langt að hækka skuldir heimilanna ennþá meira en þegar er orðið. Það gerir hún með því að hækka neysluskatta á bensín, gos- drykki og fleira, sem hækkar verðbólguna, sem hækkar aftur verðtryggð lán. Hún gerir þetta kleift með því að viðhalda verðtrygg- ingunni, væntanlega af nauðsyn fyrir hag bankanna. Uppgefin skýring fyrir svikunum gegn fólkinu er eins konar kapítalísk nauðhyggja. Stjórnin telur sig verða að fórna fólkinu fyr- ir innlenda og erlenda banka. En það er eins með ríkisstjórnina, bankana og fólkið og tilfelli Abrahams þegar Guð sagði honum að lífláta soninn Ísak. Þótt æðra vald fyrir- skipi þér að fórna syni þínum verður það aldrei siðferðislega rétt. Engu að síður er ríkisstjórnin komin upp á fjallið og mundar hnífinn í heilagri krossferð sinni fyrir bank- ana, sem eru helsjúkir eftir að hafa smjattað á almenningi í þrjátíu ár. Í sögulegu samhengi eru Steingrímur J. og Jóhanna í það minnsta enginn Abraham Lincoln. jón trausti rEynisson ritstjóri skrifar. Stjórnin gengur meira að segja svo langt að hækka skuldir heimilanna. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.