Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.06.2009, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 17. júní 200918 íslandi allt 200 9 Dimmuborgir í uppáhalDi Ferð Herberts Guðmundssonar með Tilveru árið 1972: Eftirminnilegasta ferðalag Herberts Guðmundssonar tónlistarmanns hér innanlands er þegar hann fór í Dimmuborgir í Mývatnssveit með hljómsveitinni Tilveru árið 1972. Tilgangur ferðarinnar var að spila með Tilveru í félagsheimilinu Skjól- brekku. „Við fórum og böðuðum okkur í heitu vatni inni í helli sem ekki er lengur hægt að baða sig í því vatnið þar er orðið svo heitt. Svo var bara svo fallegt þarna,“ segir Herbert sem var aðeins rétt rúmlega tvítugur þegar hann fór í ferðina en hafði þó verið í mörgum öðrum hljómsveit- um. „Maður hafði aldrei komið þarna áður og þetta greip mig strax. Þarna er einstök náttúrufegurð,“ segir Her- bert og bætir því við að þessi tími í sveitinni með Tilveru hafi verið mjög góður. „Þetta var alveg yndis- leg ferð.“ Aðspurður segir Herbert að hann hafi síðar farið oftsinnis í Mývatns- sveitina og að enn betra sé að fara þangað í dag en fyrir tæpum 30 árum. „Það er enn betra að fara í Mývatns- sveitina í dag. Það eru komin leirböð þarna núna sem gaman er að fara í. Ég skora á alla að fara í Mývatns- sveitina og keyra í kringum vatnið,“ segir Herbert sem stefnir þó ekki að því að skella sér í sveitina þetta sum- arið líkt og svo oft áður. ingi@dv.is Flestir Íslendingar ætla að halda sig heima við í sumar enda nær ómögulegt að ferðast til útlanda. Fáir kvarta þó vegna þess, því að á íslenskum blíðviðrisdögum er hvergi betra að vera en heima á Íslandi. Sól eða ekki, það er alltaf hægt að gera daginn betri með því að skella sér í sund. DV tók saman lista yfir nokkrar sundlaug- ar sem ferðalangar ættu ekki að láta framhjá sér fara í sumar. skemmtilegar sunDlaugar SundlauGin á Suðureyri Útsýnið til allra átta úr lauginni á Suðureyri er stórbrotið. Pottarnir eru skemmtilegir og gufu- baðið er gamall söluturn. Það er alltaf heitt á könnunni og sundlaugargestir geta gætt sér á nýlöguðu kaffi á meðan þeir spjalla í pottinum. SundlauGin í HveraGerði (lauGaSkarði)Það er stutt að fara í þessa laug fyrir Reykvíkinga og auðvelt að gera sér glaðan dag í Hveragerði. Útlit sund-laugarinnar í Hveragerði er afar athyglisvert og minnir óneitanlega á art deco-byggingar í Miami. Potturinn þar er einnig einn sá skemmilegasti á landinu. SundlauGin á Grenivík Sundlaugin á Grenivík er afar skemmtileg og á friðsælum stað. Ekki er langt fyrir ferðalanga að fara frá Akureyri og er því tilvalið að skreppa þangað í bíltúr. SundlauGin á StokkSeyri Hún er lítil og sæt og afar hentug fyrir fólk með börn. Það er frábært að skella sér í laugina í góðu veðri og eins og í svo mörgun laugum er boðið upp á kaffi eða djús í pottinn. Það gerist ekki mikið betra. SundlauGin á ÞórSHöfn á lanGaneSi Ein flottasta og íburðarmesta sundlaug landsins. Hún er byggð fyrir fjölmenni í einu minnsta þorpi landsins. Það er vel þess virði að kíkja í þessa laug. SundlauGin í Hall- ormSStaðarSkóGi Sundlaugin í Hallormsstað- arskógi er ein sú minnsta á landinu en um leið sú friðsælasta. Á góðum degi er hvergi betra að vera. SundlauGin á akraneSi Er gömul og góð með heldur nýstárlegum pottum sem flestir taka aðeins tvo til þrjá í einu. PatrekSfjörður Sundlaugin á Patreks- firði er ný og stórglæsi- leg. Þar má finna frá- bæra sólbaðsaðstöðu með heitum pottum og útsýni yfir fjörðinn. SundlauGin við Svínafell í öræfumEinkarekin sundlaug með ágætispottum. Óhætt er að segja að sundlaugin sé frábær viðkomu-staður á hringveginum. Skemmtilegur stíll Sundlaugin í Lauga- skarði í Hveragerði. Sundlaugin í Hall- ormsstaðarskógi Dásamlegt að vera hér í góðu veðri. Sundlaugar íslands Eru alveg sér á báti í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.