Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2009, Page 4
föstudagur 26. júní 20094 Fréttir Sandkorn n Á vef tímaritsins Herðu- breiðar eru birt sprenghlægi- leg tölvupóstsamskipti á milli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og tveggja að- standenda tímaritsins, þeirra Karls Th. Birgis- sonar og Guðmund- ar Andra Thorsson- ar. Upp- haf sam- skiptanna er að Hannes vildi að Karl styddi þá staðhæfingu sína með gögnum að prófessorinn hefði á sínum tíma sérhæft sig í því að ræða það op- inberlega að Baugur hefði haldið Samfylkingunni uppi fjárhagslega. Guðmundur Andri biðst hins vegar forláts og vill fá vinnufrið og Karl nennir ekki að eltast við óskir prófessorsins og hæðir hann í bak og fyrir, meðal annars með því að hrósa prófessorn- um fyrir „fallegar gæsalapp- ir“ í einu bréfinu. Hannes hlaut sem kunnugt er dóm fyrir ritstuld í bók sem hann skrifaði um Halldór Laxness. Það er því nokkuð kómískt í því samhengi að Hannes skuli átelja Karl fyrir bág- borna heimildanotkun. n Athygli vakti í vikunni að Bjarni Ármannsson gaf það út að hann ætlaði sér að flytja heim í sumar eftir eins árs bú- setu í Nor- egi. Bjarni var nefni- lega svo heppinn að hann flutti burt frá Íslandi í ágúst árið 2008, rúmum mánuði fyrir efna- hagshrunið og hina eldheitu umræðu í samfélaginu um ábyrgð útrásarvíkinganna á stöðunni. Bjarni er senni- lega sá útrásarvíkingur sem sloppið hefur hvað best frá hruninu efnahagslega því hann hætti hjá Glitni á vor- mánuðum 2007 og græddi formúu á kaupréttarsamn- ingum sínum við bankann þegar verðið á hlutabréfun- um var í hæstu hæðum. Nú er bara að vona að ástæðan fyrir heimkomu Bjarna sé að hann hafi séð fram á væntan- lega betri tíð og blóm í haga fyrir íslenskt efnahagslíf: Að heimkoma Bjarna hljóti að boða efnahagsvor fyrir bágstadda íslenska þjóð því hann er sannarlega glögg- skyggn maður eins og dæmin sanna. Átta menn eru í símaskrá skráðir með starfsheitið útrásarvíkingur. Fæstir þeirra vilja þó kannast við að vera útrásarvíkingar í raun. Víkingar símaskrárinnar breyttu allir skráningu sinni eftir bankahrunið. Álit þeirra á útrásarvíkingunum sjálfum er æði misjafnt en allir segjast þeir hafa uppskorið hlátur kunningja vegna uppátækisins. „ÉG ER ALGJÖR ÚTRÁSARVÍKINGUR“ „Ég hef ekki orðið var við að fólk sé að fletta upp útrásar- víkingum og skamma mig.“ „Ég hef engar morðhótanir feng- ið ennþá. Það er enginn að hringja og rukka mig um pening. En maður verður nú samt að borga skuldirn- ar þeirra,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval sem skráður er í símaskrá sem útrásarvíkingur. Hann kannast þó ekki við að vera einn slíkur. „Ekki ennþá. En hver veit? Það virðast vera lausar stöður í bransanum,“ segir hann. Skráningin í símaskrána var létt grín hjá Sveini, líkt og hinum sjö sem þar eru skráðir sem útrásarvíking- ar. Honum fannst líka áskorun að fá þennan starfstitil samþykktan í símaskránni. „Ég vildi sjá hvort þeir myndu leyfa mér þetta. Ég þurfti að- eins að þrasa. Síðan leyfði ég þeim að velja á milli þessa og annarra óhefð- bundinna starfsheita og þau völdu þetta,“ segir hann. Sveinn segist dagsdaglega starfa sem „tölvugaur“ en hann er 32 ára gamall. Gaurar sem misstu sig í góðærinu Snorri Sveinsson er að ljúka námi á náttúrufræðibraut í Borgarholts- skóla og stefnir á jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir móður sína ekki hafa verið sérlega ánægða þegar hún komst að því að sonurinn var nefndur útrásarvíkingur í síma- skránni. „Mamma var í smá sjokki þegar hún komst að þessu. En ég hef svo sem gert flippaðri hluti. Þetta var bara eitt af uppátækjunum mínum,“ segir þessi tvítugi námsmaður. Hugmyndina fékk hann dag einn þegar hann var að láta sér leiðast yfir skólabókunum. Álit hans á hinum eiginlegu útrásarvíkingum er ekki sérlega mikið en hann hefur þó ekk- ert á móti þeim persónulega. „Eru þetta ekki bara gaurar sem misstu sig í góðærinu?“ spyr hann. Misslæmir víkingar Gestur Gunnarsson er heldur ekki á því að útrásarvikingarnir séu al- slæmir eins og margir vilja halda fram. „Ég held að þeir séu misslæm- ir,“ segir hann en fæst þó ekki til að nefna nein nöfn. Gestur tók upp starfsheitið út- rásarvíkingur í símaskránni í ársbyrjun þegar Bús- áhaldabyltingin stóð sem hæst. „Þeir voru búnir að vera mikið í umræð- unni og mjög hataðir. Mér fannst þetta fyndið í staðinn fyrir að vera ekki með neinn starfstitil,“ segir Gestur sem er lögfræðingur fram- tíðarinnar enda laganemi um þessar mundir. Andri Már Gunnarsson kann- ast hins vegar ekki við annað en að standa undir starfstitlinum um- deilda. „Ég er algjör útrásarvíking- ur. Maður fékk nú kaupæði eins og þessir víkingar,“ segir hann og hefur bara gaman að titlinum. Andri er 24 ára og segist í raun vera þúsundþjalasmiður. Dagsdag- lega starfar hann við að mála, smíða og gera við. „Og fjár- festa,“ bætir hann við hlæjandi. Bara strákahúmor Störf útrásarvíkinga símaskrárinn- ar eru æði fjölbreytileg en hinn sex- tán ára Grímur Óli Grímsson er um þessar mundir að temja hesta úti á landi. Ástæða þess að hann skráði sig sem útrásarvíking var ekki úthugsuð. „Þetta var nú bara djók á milli mín og vinar míns. Mér fannst þetta bara fyndið,“ segir hann. Davíð Geir Jónasson tekur í sama streng. „Þetta var bara brandari. Ég vinn við kvikmyndagerð og fólk er alltaf að fletta mér upp. Fólk skelli- hlær bara yfir þessu,“ segir hann. Davíð hefur ekki fengið nein sím- töl frá reiðum borgurum eftir að hann breytti skráningunni sinni. „Ég hef ekki orðið var við að fólk sé að fletta upp útrásarvík- ingum og skamma mig,“ segir hann létti- lega. Þessi 22 ára auglýsinga- og kvik- myndagerðamaður segist lítið eiga sameiginlegt með útrásarvíkingun- um og er hálffeginn. „Ég get ekki sagt að ég sé fjárglæframaður,“ segir Dav- íð sem er varkár þegar kemur að fjár- festingum. Tryggvi Þór Jóhannsson á það hins vegar sameiginlegt með víking- unum að búa erlendis. Hann er nú búsettur í Danmörku en er að flytja heim þar sem hann ætlar að hefja nám í lögfræði, líkt og útrásarvík- ingurinn Gestur. „Þetta var bara smá strákahúmor og gert í mesta sak- leysi,“ segir hann um skráninguna sína í símaskránni. „Mér fannst þetta kaldhæðnislegt í því ástandi sem ríkir. Þetta var ekkert meira en það,“ segir Tryggvi. Freyr Ómars- son útrásarvík- ingur vildi ekki tjá sig þegar blaðamað- ur hafði sam- band. Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Kaldhæðni gestur gunnarsson tók upp starfsheitið „útrásarvíkingur“ í síma- skránni í ársbyrjun þegar Búsáhaldabylt- ingin stóð sem hæst. Mamma í sjokki snorri sveinsson segir að mamma hans hafi fengið smá sjokk þegar hún komst að því að sonurinn var skráður útrásarvíkingur. Mynd róBErt rEynisson nýtur lífsins sveinn jóhannesson Kjarval segist ekki hafa fengið neinar morðhótanir þrátt fyrir útrásarvíkingatitilinn og er með húmorinn í lagi eins og sjá má. Útrásarvíkingarnir davíð geir jónasson kannast ekki við að vera fjárglæframaður spurður um hvort hann líkist útrásarvíkingun- um. andri Már gunnarsson segist hins vegar hafa fengið kaupæði að hætti útrásarvíkinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.